Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 33 LISTIR Skátar og glæpamenn LANDNÝTING OG RÆKTUN BÆKUR Barnabók LEYNDARDÓMUR NORÐUREYRAR eftir Kristján Jónsson. Teikningar: Guðný Svava Strandberg. Skjald- borg, 1998 - 131 síður. ÞESSI saga er framhald af fyrri bók höfundar, „Leynifélagið", sem kom út fyrir jólin 1997. I þessari sögu segir frá sömu krökkum sem nú ætla að fara í útilegu og undir- búa ungskáta til að takast á við skátalífið. Fyrst er ferðinni heitið í Fjörð- inn þar sem heimavist bíður skátahópsins. Þaðan er svo farið í útilegu á stað sem er skammt frá og heitir Norðureyri. Þar höfðu Norðmenn byggt hvalstöð einu sinni en þar er nú allt í eyði. Engu að síður gerast það undarlegir hlutir og staðurinn geymir sögur um harmleiki sem þar hafa orðið bæði í heimi manna og dýra. Við komum inn í söguna þar sem rebbi karlinn er að velta fyrir sér lífinu og tilver- unni og samskiptum sínum við mennina þarna í eyðifirðinum. Hann rifjar upp sögur forfeðra sinna þegar lítið þurfti að hafa fyr- ir lífinu, væntanlega vegna þess úrgangs sem til féll frá hvalstöð- inni, og lömb og yrðlingar léku sér saman í bróðerni. Eins konar paradís. Með augum refsins kynnumst við Jóa sem er ákaflega óvenjuleg- ur unglingur að ekki sé meira sagt. Hann er þarna staddur, ákveðinn að lifa af landinu í nokkra daga og því sem hann get- ur veitt sér til matar. Hann siglir um kalda íslenska firði á fleka og er þá á nærskýlunni einni saman, ekki ólíkur Tarsan forðum, stingur sér til botns og veiðir sér grá- sleppu og rauðmaga í soðið en etur annars hundasúrur. Samt sem áð- ur hefur hann einkaflugmannspróf og getur ekki síður flogið sjóflug- vél þegar þess gerist þörf. Persónugerving refsins sem sögumanns er skemmtileg til- breyting og gefur höfundi tæki- færi til að skoða umhverfið frá óvenjulegum sjónarhóli, en rebbi hverfur fljótt úr sögunni, og eftir að Jói hefur bjargað yngsta yrð- lingnum af einstöku snarræði frá því að verða fyrir byssuskoti, dett- ur rebbi út úr sögunni og þar með sjónarhornið. Jói er greinilega mikið glæsi- menni og ofurmenni á flestum sviðum. Hann kemur upp um þjófa sem stela úr rauðmaganetum Friðþjófs gamla, en honum er líka einkar lagið að leysa flókin glæpa- mál. Hann er t.d. með myndavél- ina tilbúna þegar bíll lendir í Reykjavíkurhöfn, en ekki er hann fyrr búinn að mynda atburðinn en hann stingur sér til sunds og kafar eftir þeim sem sitja fastir í bílnum. Sagan um skátana og leyndardóminn á Norðureyri kemst aldrei almennilega á það stig að vera spennandi. Til þess er söguþráðurinn of þvælinn og of margar aukapersónur koma inn í söguna sem hafa sáralítið hlutverk. Persónusköpunin er ófullkomin, t.d. er ekki nægileg lýsing á skátastelpunum svo hægt sé að þekkja þær hverja frá annarri. Sögupersónurnar flakka mjög hratt á milli sögusviða, t.d. frá Reykjavík og vestur(?) á firði og oft erfitt að átta sig á tímasetn- ingu sögunnar svo hratt er farið á milli í tíma og rúmi. Verst er þó þegar í spennusögu þarf að eyða miklu púðri í að út- skýra hvernig í öllu liggur. Sögu- lokin í þessari sögu eru rúmai' 20 blaðsíður sem hefði verið betur varið í að vefa söguþráðinn af meiri natni, skapa meiri spennu, og gera hana raunvenilegri og meira í nánd við þá staðhætti þar sem hún á að gerast. Þrumuveðurslýsingin er t.d. mjög ótrúleg þegar tillit er tekið til staðhátta og þrumur og elding- ar í svartaþoku held ég að séu afar sjaldgæfar, ekki hvað síst á Is- landi. I vel gerðri spennusögu leyfir höfundur lesandanum sjálfum að uppgötva leyndardóminn smátt og smátt eða skyndilega í lokin þegar allir hlutar sögunnar falla í eina mynd. Til þess að þessi saga gæti staðið undir nafni sem spennusaga hefði höfundur þurft að sýna meiri vandvirkni við að vefa þræði henn- ar. Sigrún Klara Hannesdóttir BÆKUR Náttúrufræðirit GRÆÐUM ÍSLAND Landgræðslan 1995-1997. Árbók VI, ritsfjdrar Úlfur Björnsson og Andrés Arnalds. 176 bls. Útgefandi er Land- græðsla ríkisins. ÞAÐ sjá ekki margar ríkisstofn- anh- sér fært að gefa út jafn viðhafn- armikla og myndskreytta árbók og Landgræðsla ríkisins. Sjötta árbók stofnunarinnar kom út fyrir skömmu og spannar árin 1995 til 1997. Efnið er af ýmsum toga, þó að flestar greinirnar fjalli um land, ræktun og áhrif búsetu á einn eða annan hátt. Landbúnaðarráðherra fylgir bókinni úr hlaði með nokkrum orðum, sem oft hafa verið sögð áður, sem kannski full þörf er á að endur- taka. Þá segir landgræðslustjóri frá helztu störfum á árunum 1994 til 1997. Þar er víða komið við, enda er starfsemin orðin viðamikil hin síðari ár. Þá tekur hver greinin við af annarri og má í grófum dráttum skipta þeim í tvo flokka; annars veg- ar eru eldmóðspistlar og hins vegar fagmannsgi'einir. Auk þessa eru birt tvö útvarpsviðtöl Jóns R. Hjálmars- sonar við starfsmenn Landgræðslu ríkisins og sagt er frá landgræðslu- verðlaunum 1994 til 1997. Tii fyrra efnisflokks heyra Land- græðsla - líkn við landið eftir Sig- valda G. Þói'ðarson á Bakka í Mela- sveit, Landgræðsla og skógrækt í landnýtingu eftir Þröst Eysteinsson, Hver á að gæta velferðar landsins? (sic) eftir Andrés Arnalds og Verið trúir jörðinni eftir E. Dowdeswell hjá umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru nokkurs konar hugvekjur um trúna á landið, en þær eru skrifaðar af litlum fjálgleik, svo að þær verða mönnum lítt hug- stæðar; einnig fjalla þær mikið um hið sama og svo skortir nokkuð á greinargóða framsetningu. Grein Sigvalda sker sig þó úr, enda stutt og gagnorð. Fjölskylda Sigvalda hefur hafið landbætur í Bakkanúp- um, og tekst honum vel að lýsa þeirri ánægju, sem fólgin er í því að yrkja jörðina. Framtak fjölskyld- unnar ætti að örva annað fólk til dáða. I seinni hópnum eru greinarnar Skaftá eftir Pál Imsland, Rennsli jökulvatns út á Eldhraun á Ut-Síðu eftir Fanneyju 0. Gísladóttur, Astand og uppbygging vistkerfa eft- ir Asu Aradóttur, Sandur - sandfok eftir Olaf Arnalds, Jarðvegslíf og uppgi-æðsla eftir Hólmfríði Sigurð- ardóttur, Utbreiðsla skóga fyrr á tímum eftir Grétar Guðbergsson og Hrossabeit eftii’ Björn Barkarson og Bjarna Maronsson. Ekki eru tök á að ræða um hverja grein, en þær eru allar forvitnilegar hver á sinn hátt. Að öðrum greinum ólöstuðum vil eg benda á grein Grétars, en hann rekur gróðursögu landsins í stuttu máli, fjallar um nytjar af birki og segir frá nokkrum fornum skóg- um með minnisstæðum hætti. Af rit- gerðum um Skaftá og rennsli jökul- vatns verða manni ljós átökin í nátt- úru landsins og það er ekki auðunn- ið að koma á hana böndum. Slíkt hið sama á líka við um skelfilega sand- storma. Það hefur sýnt sig, að sífellt hringl manna við að veita vatnsföll- um fyrst eitt og svo annað hefur leitt til síaukinna vandræða. Af þessu ættu menn að læra þarfa lexíu. Athygli vekur, að Ása Aradóttir getur þess í grein sinni, að athugan- ir sýni, að sáralítil söfnun sé á líf- rænu efni í jarðvegi í uppgræðslu- reitum, þrátt fyrir töluverða fram- leiðni og jafnframt, að þekkt sé í út- löndum, að uppgræðsla, sem var ætluð til þess að flýta landnámi inn- lendra tegunda, hafði öfug áhrif. St- ingur þetta mjög í stúf við það, sem Iandgræðslustjóri heldur fram í rit- inu, en hann segh', að með sáningu og áburðargjöf sé verið að auka næringarefni jarðvegs, flýta fyrir framvindu og þannig skapa skilyrði fyrir aðrar plöntutegundir. Hér þarf sýnilega að skýi-a mál betur en gert er. A hinn bóginn notar Asa hugtök- in framvinda og vistkerfi á ákaflega einkennilegan og óvissan hátt. Hvað merkir í raun »að vinna á móti fram- vindu« annað en að viðhalda landi í rækt og ekki er neitt óeðlilegt við það. Þá fjalla þau dæmi, sem hún nefnir, miklu heldur um einstök' gróðurfélög en vistkerfi samkvæmt skilgreiningu þess hugtaks. Árbókin er ríkulega myndski'eytt, og þar er ekkert til sparað, því að um 190 litmyndir eru á 176 blaðsíð- um. Hér hefði verið betra að velja miklu færri myndir, því að margar eru lélegar og þá er litgreiningu sums staðai' ábótavant. Verra er þó, að textar eru oft í litlu samræmi við myndir og þvi miður sums staðar rangh'. Á síðu 12 er mynd, sem á að sýna »endurheimt landgæða«. Sagt er, að sáðplöntur séu horfnar en staðbundnar tegundir komnar í staðinn. Hið rétta er, að svæðið var ekki grætt upp með tilbúnum áburði- og erlendum grastegundum, heldur hefur átt sér þarna stað venjuleg framvinda á friðuðu landi, sem höf- undur þessa pistils hefur fylgzt nokkuð náið með síðastliðin 25 ár. Þá er það ekki rétt, að birki og víðir á Ássandi í Kelduhverfi séu til kom- in vegna flugsáninga (mynd bls. 163). Ástæðan er sú, að birki hefur vaxið upp af fræi, sem leyndist í limi, sem jafnan var ekið út á sand, þegar grisjað var í Ásbyrgi; í annan stað hækkaði jarðvatn á sandinum í kjölfar umbrota og er meginástæða þess, að gróður hefur náð sér þar á strik. Það skyldi þó ekki vera svo, að færri víðiplöntur séu í áburðarrák- um en utan þeirra á Ássandi. Við lestur ritsins hnýtur maður oft um tískuorð notuð í tíma og ótíma, sem hafa litla og óljósa merk- ingu. Svo virðist sem unnt sé að hnýta lýsingarorðinu »sjálfbær« framan við flest nafnorð: Sjálfbært framleiðslustig, fjárhagslega sjálf- bær sauðfjárbúskapur, sjálfbær þró- un, sjálfbær nýting og sjálfbær gróðursamfélög, hvað svo sem það getur merkt. Annað slíkt tískuorð er »endurheimt« á hinu og þessu og er þetta hálfhvimleið lesning. Fráleitt er að reikna með því, að ræktun lands leiði til þess að upp komi sams konar gi'óðurfélög, hvað þá vistkerfi, og þau, sem hafa eyðzt og mótuðust á löngum tíma við skilyrði, sem eru að mestu ókunn. Það er hæpinn ávinningur fyrir málstaðinn að halda slíku fram. Ekki er hægt að ljúka þessum rit- dómi án þess að geta þess, að prent- villur (eða réttara stafsetningarvill- ur) eru fleiri en góðu hófi gegnir; það lýir mann við lestur. Til dæmis eru reglur um eitt eða tvö »n« og »stóra stafi og litla« ekki svo ýkja- flóknar, að erfitt sé að fylgja þeim. Þá hefðu ritstjórar mátt vera miklu hai'ðari við að laga og bæta texta. Málsgreinar og setningabrot á borð við: Náttúran hefur svarað með því að senda okkur mönnunum lokatil- kynningu; ... að sigrast á eyðing- unni; ... ekki var grafist fyrir um rætur eyðingarvandans í víðara samhengi og fleira í slíkum dúr vitn- ar um flumbrugang. Vitnað er til Sæmundar Eyjólfssonar, sem var búfræðingur úr Olafsdalsskóla og með próf úr prestaskóla, og er hann sagður »guðfræðimenntaður bú- fræðingur«. Varmalækur í Andakíls- hreppi og Gýgjarhóll heita svo, en ekki Varmilækur og Gýjarhóll. Þá er efnisyfirlit ekki í fullu samræmi við heiti greina inni í ritinu og fleira mætti til tína, sem ber vott um lausatök við ritstjórn. Árbók Landgræðslunnar er sýni- lega ætlað að vera hvort tveggja í senn fræðslu- og áróðursrit. Fræðsluhlutverki gegnir bókin sæmilega en nokkuð vantar á, að list og kapp málafylgjumannsins prýði efnið. Þeir sem yfii' árbókinni ráða þurfa að hafa liðtækan penna og góða heildarsýn yfir efnið. Þó að hér hafi verið að ýmsu fundið blandast engum hugur um, að áhugasamir menn, sem unna fósturjörð sinni, standa að baki riti þessu, og má vænta þess, að þeir eflist með árun- um. Ágúst H. Bjarnason Krislján Jónsson Guðrún Margrét sýnir í Galleríi Nema hvað GUÐRÚN Mai'grét Jóhannsdóttir opnar sýningu í Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag. Sýninguna nefnir hún Sumar og vetur. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur henni sunnudaginn 14. desember. -------------- Upplestur í Kirsuberj atrénu í KIRKJUBERJATRÉNU lesa skáld úr nýjum bókum sínum laug- ardaginn 5. desember kl. 14. Skáldin sem fram koma eru Sjón, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þorvald- ur Þorsteinsson, Hallgrímur Helga- son, Halldóra Thoroddsen og Stein- ar Bragi. BÆKUR Endurminningar Á KRÖPPUM ÖLDUFALDI Viðtöl við fjóra landskunna sjósókn- ara. 243 bls. Bókaútg. Skjaldborg. Prentun: Star Standard Industries Pte. Ltd. Singapore. Reykjavík, 1998. FJÖGUR viðtöl eru í bók þess- ari. Lítt eru þau frábnxgðin venju- legum blaðaviðtölum nema hvað þau eru talsvei't lengi'i. Viðmæl- endur, gamlir sjómenn, segja frá æsku sinni og uppvexti, sjósókn og öðrum störfum sjónum tengd, svo og fi'á heimilislífi og fjöl- skyldutengslum. Þótt viðmælend- ur hafi stundum staðið »á kröpp- um öldufaldi« eins og heiti bókar- innar vísar til er hversdagslífið ríkjandi í frásögninni, oft ki'yddað stuttum frásögnum af minisstæð- um mönnum eða atvikum. F'rásagnirnar minna á að hetjur hafsins stíga ekki ölduna alla daga. Sem betur fer veitist þeim Margt gerist á sæ þess á milli tækifæi'i til að leita vars í stofu- logninu. Höfundur tengir bókina við ár hafsins. Ekkert slíkt tilefni þarf þó til að vekja hér áhuga á sjónum. Sá áhugi hefur verið, er og verður alltaf al- mennur. Sjóferðasög- ur eiga því greiðan að- gang að hug og hjai'ta íslenski-a lesenda, einkum ef þær eru vel sagðar og viðburðarík- Jón Kr. Gunnarsson Gagnorður, vel stílað- ur texti hrífur, jafnvel þótt frásagnarefnið sé ekki merkilegt. Mála- lengingar og orða- vafstur hi'ífur ekki. Of viða koma þarna fyrir setningar eins og: »Það má eiginlega segja ... Segja má ... Það má segja ... Oft er talað um ... Það má líka segja ... En það má lengi segja ... « og þar fram eftir götun- um. ar. En veldur hver á heldui'. Að dómi undiri'itaðs eru viðtölin í bók þessai'i of dauf. Talsvert ber líka á útskýi'ingum sem þessum: »... var það sem í gamla daga var kallað útvegsbóndi... var það sem kallað var útvegsbóndi ... Bátarnir voru svo litlir að þeir fóru sem tvílembingar eins og það var kallað.« Eins og það var kallað! Þetta er óþarft. Vafasamt er að þeir, sem skilja ekki orð eins og útvegs- bóndi, hafi yfirhöfuð áhuga á að lesa þætti sem þessa. Sama máli gegnir um tvílembingnna. Hafi maður á annað borð heyrt eitthvað eða lesið um síldveiðarnar á árum áður á hann að geta sagt sér sjálf- ur hvað við er átt. Bestur er að minni hyggju síð- asti þáttur bókarinnar, viðtal við Gunnar Magnússon skipstjóra. Gunnar kann að blanda saman sögulegum fróðleik og frásögnum af smáski’ítnum atvikum. Það auðveldar lestur bókai'inn- ar að letur er stói’t og millifyrir- sagnir margar og áberandi. Mynd- ir eru og fjöldamargar, bæði af skipum og mönnum. Talsvert er lagt í umbi'otið sem er þó engan veginn gallalaust. Erlendur Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.