Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dulmögn og náttúrudýrkun BÆKUR Skáldsagur ÚTISETAN Eftir Guðnínu Bergmann. Fróði, Reykjavík, 1998, 240 bls. EKKI keraur verulega á óvart að Guðrún Bergmann skuli velja að söguefni í fyrstu skáldssögu sína foma siði og dulmögn, andatrú og núttúru- dýrkun. Sögusvið Útisetunnar er Norður-Noregur og „Island“ á fyrri hluta ní- undu aldar. Þar segir frá stúlkunni Arnhildi af Sámi-ættflokknum, þjálfun hennar sem sjá- anda og seiðkonu, hvernig hún lærir að hafa hamskipti og bregða sér í amarlíki og ferðast um heima manna og anda; stærst- um hluta þjálfunartíma síns, útisetunnar, ver hún undir jökli á eyju norður í höfum. Útiset> an hefur meinlæti og harðræði í fór með sér, en stúlkan er hörð af sér og úrræðagóð með afbrigðum. í einver- unni kynnist hún írskum einsetu- manni og á með honum ástarfund. Hann drukknar í stríðu jökulfljóti og Amhildui- hverfm’ aftur til heim- kynna Sámi-fólksins reynslunni rík- ari. Aðdáun höfundarins á náttúrulyfj- um og andatrú kemur skýrt fram í margendurteknum lýsingum á slík- um fyrirbæram. í þeim birtist ofur- trú á mátt grasa og jurta til að lækna flestar meinsemdir, blandin bernskri lofgjörð um heilbrigði fornra og náttúrulegra lífshátta. Ekki verður þó tekið mark á þeim lýsingum sem áreiðanlegum heimildum heldur ber að líta á þær sem ímyndaða sögulega umgjörð um nokkra þræði hefðbund- innar afþreyingai’ sem höfundur ger- h’ tilraun til að flétta saman; sögu- svið miðalda, yfirnáttúrulega krafta, óblíð náttúruöfl, vígaferli, kynlíf, lífs- háska og ástarævintýri. Til að full- komna þessa kunnuglegu mynd vantai’ reyndar dæmigert illmenni í söguna og vaknar þá spurningin hvort markmið höfundarins hafi ver- ið að segja eins konar reynslusögu fremur en spennusögu án þess þó að gera upp við sig hvor leiðin skyldi farin. Höfundurinn kýs að leggja frásögnina í munn Amhildi og er talsvert lagt upp úr lýs- ingum á líðan hennar og tilfinningalegum upplifunum af öllu sem fyrir ber, en þrátt fyrir nálægðina verður hún lesandanum lítt hug- leikin. Farið er fram og aftur í tíma, fjölskyldu- saga Arnhildar er rakin í nokkrum aðskildum köflum og breytir höf- undur þá um frásagnaraðferð. Fjöl- margar persónur koma við sögu en þær þjóna flestar einföldum tilgangi, styðja við afmarkaða hluta frásagn- arinnai’ og eru svo úr sögunni. Frá- sögnin er margorð en rislítil og stíll- inn viðvaningslegur, minnir helst á sléttan og felldan skólastíl án nokk- urra merkjanlegra höfundarein- kenna. Útisetan sver sig í ætt við sagna- flokk Margit Sandemo um ísfólkið sem naut mikilla vinsælda fyrh- nokkrum ámm. Fyrir þá sem höfðu gaman af því ætti Útisetan ekki að vera svo slæmur kostur ef velja skal lesningu til afþreyingar á síðkvöldi. Hávar Sigurjónsson Guðrún Bergmann Hlátrasköll í höll BÆKUR Gamansögur HÆSTVIRTUR FORSETI Gamansögur af íslenskum alþingis- mönnum, söfnuðu efni og ritstýrðu. Prentvinnsla: Ásprent/POB ehf. Út- gefandi: Bókaútgáfan Hólar 1998 - 184 síður. JA, það er ekki á þá félaga, Guð- jón Inga og Jón, logið prakkara- skapnum. Fyrst héldu þeir í kirkjur og fundu þar slíka skrípalinga, að frásagnir af þeim fylltu tvær bæk- ur, og var þó mörgu hent. Nú, svo álpuðust þeir inn á íþróttavöll, sáu menn elta bolta; hoppa yfír prik; hlaupa eins og þeir héldu illvígt naut elta sig, og sáu margt, margt fleira. I þessari bók eru þeir komnh- inn í virðulegt hús við Austurvöll, Alþingishúsið. Þeir halda um maga og hlæja og hlæja, og milli hviðanna stynja þeir upp: Góðir landar, dæm- ið þau, sem hér hafa komið sér fyr- ir, ekki hart, þetta eru sakleysis grey, - mannleg, meira að segja fyndin mörg. Síðan raða þeir kynn- unum til bókar; gera gi’ein fyrir mönnum og málefnum; og af stakri kui’teisi við stjórnendur þjóðar, safna þeir saman í einn þátt speki- málum, er þeir fundu hjá háttvirt- um þingmönnum, tókst að safna í gáfnaskjóðuna efni er nægði, með því að lengja línubil, á 3 síður af 184. Háttvísi höfunda er slík, að þeir hljóta að vera einstök prúðmenni, því aðeins í tvígang lýsa þeir og skýra þetta undai’lega hljóð, sem al- þjóð heyrir, þegar hinir háu herrar hrista höfuð. Já, bókin er kitlandi hláturvaki, hættuleg fölskum tönnum, eins og landskjálftar leirtaui í Ölfusi, því er eg ekki viss, hvort rétt er að vitna til hennar beint. En hér era ljóð; hér eru eiturörva tilsvör; fimi tungu og hugar. Eitt sinn kom Jónas frá Hriflu að leiði látins vinar, Ólafs Thors, og stundi: „Skyldi Ólafur vera dáinn eða er þetta enn einn Ieikaraskap- urinn í honum?“ Jón Ái-mann Héðinsson var spurð- ur, hver væri helsti kostur þess að vera alþingismaður. Hann svaraði: ,Að hafa fast bflastæði í miðbænum." Sverrir Her- mannsson var spurð- ur, hve margir ynnu í ráðuneyti hans. „Tæplega helming- urinn,“ svaraði Sverrir án þess að blikna. Það er mikill kost- ur bókar, að höfund- ar gera grein fyrir mönnum, setu þeirra á hinum hæstu trónum. Þeir rekja sögu; varpa ljósi á þá tíð, er mönnum var alvara með veru sinni í pólitík, samanber söguna um Pétur Ottesen á leið til Hafnar (126). Margt er mér því ljósar, eftir lestur bókar, - sumt fallegt, annað ekki, kann meira að segja skil á, hvers vegna Kristur gekk á vatninu forðum, því vizka landsfeðra og mæðra spannar hnattahylinn allan. Stærstur kost- ur bókar er þó sá, að mér er, eftir lesturinn, miklu, miklu hlýrra til þingmanna en áður, skil betur, hví fólk greiðir milljónir í tilraunir til að komast í þeirra raðir. Hafi höfundar þökk og haldi þeir áfram lengi enn að benda á spaugi- lega tilburði okkar við að sýnast menn. Sig. Haukur Við skóla- lok Það er ýkt kælt BÆKUR Ljóð STAKIR JAKAR eftir Árna Larsson, Ljóðasmiðjan sf. Reykjavík, 1998, 73 bls. nýjan hátt einsog í ljóðinu „Friðar- höfn“: égbrýtsamantíma rit dag blöð felli þau saman í smábáta atburða Framhald fram- haldsins vegna BÆKUR Karnabók KÓNGAR í RÍKI SÍNU OG KRUMMINN Á SKJÁNUM Eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. 80 síður. Krass, 1998. KÓNGAR í ríki sínu og kramm- inn á skjánum fjallar um sumaræv- intýri tveggja 11 ára drengja, Lalla og Jóa. Þeir búa í litlu sveitaþorpi, annar hjá foreldrum sínum og yngri systur en hinn hjá ömmu sinni, sem á yngri áram var kölluð Kata káta! Litið eimir eftir af kátínu Kötu, þvert á móti er hún heldur leiðinleg og orðljót kona. Hún kallar fólk t.d. pöddur, bullara og rugludalla. Og hún skrækir, eins lítið aðlaðandi og það er. Margt drífur á daga vinanna þetta sumar. Jói eignast bróður og móðir hans kemur í sveitaþorpið til að giftast indælispilti, honum Sím- oni. Þeir veiða ánamaðka og Petra, telpa frá Ameríku, neyðir Pésa afa sinn til að bera bleika derhúfu hálft sumarið. Hálftaminn hrafn hrekkir þá félaga af og til og kemur undir bókarlok í veg fyrir að vindill kveiki í húsinu hennar Kötu. Krummi kemur ekki mikið við sögu í bókinni en engu að síður sér höfundur ástæðu til að geta hans í bókartitli. Hlutverk hans í brunan- um er ekki einu sinni nógu veiga- mikið til að réttlæta það. Hápunkt- inn vantar í söguna og hún er ekki sérlega grípandi. Perónurnar eru lítið skemmtilegar og maður getur ekki með góðu móti samsamað sig neinni þeirra, þær eru ekki nógu spennandi. Orðnotkun er frekar einhæf. Orðasambandið fullt af er ofnotað og fólk skrfldr oft og skrækir. Text- inn ber þess merki að ekki hefur verið legið nóg yfir honum. Setning- ar eins og „... hér var aðeins um nokkrar mínútur að ræða þar til kvikna myndi í húsinu,“ „... og alltaf blaðrandi eitthvað bull,“ eru kauðs- legar. Ellefu ára drengur myndi heldur varla orða hugsun sína svona: „Nei, eiginlega ekki því að ég þarf að mæta í vinnuna, en þú manst að ég er sendill og aðstoðar- maður hjá kaupmanninum á sumrin og ég byi-ja strax á morgun." Frágangur er almennt góður, en fáeinar prentvillur era í bókinni. í stað flinkh’ er skrifað flíknir og á ein- um stað hefst setning á litlum staf. Brian Pilkington myndskreytir bókina. Myndimar era látlausar og vel gerðar en hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Bókin Kóngar í ríki sínu og kramminn á skjánum er, eins og segir á bókarkápu, sjálfstætt fram- hald af fyrri bókum um kónga í ríki sínu. Rýnir viðurkennir að hann hefur ekki lesið fyrri bækurnar tvær um Lalla og Jóa, enda varla hægt að ætlast til þess, fyrst bókin er sögð geta staðið sjálfstætt. Engu að síður dettur honum í hug fram- haldskvikmyndir sem gjarnan eru gerðar í þeimi von að þær verði jafnvinsælar og sú fyrsta. Iðulega brestur vonin. María Hrönn Gunnarsdóttir KVIKIVIYMHR Stjör nubíó PARTÍIÐ „CAN’T HARDLY WAIT -k'k Leikstjórn og handrit.: Deborah Kapl- an og Harry Elfont. Aðalhlutverk: Ethan Embry, Jennifer Love Hewitt, Charlie Korsmo. Columbia 1998. EINHVER í Hollywood hefur fengið þá hugmynd að gaman væri að kvikmynda það sem á að líta út eins og dæmigert menntaskólapartí og sjá hvort hægt væri að gera úr því gamanmynd. Við höfum oft kom- ið í svona partí í amerísku bíómynd- unum þar sem bjórinn flýtur og ruðningshetjur belgja sig, en að gera um þau heila bíómynd er ansi bíræf- ið. Varla er hægt að segja að fram- leiðendur bandarísku gamanmynd- arinnar „Can’t Hardly Wait“ sleppi með skrekkinn. Partíið er haldið við skólaslit og í því era allar helstu klisjur amerísku menntaskólamyndanna. Ein er ást- sjúki venjulegi drengurinn sem lítur glæsipíu skólans hýru auga með von- leysissvip. Önnur er íþróttahetjan sem glæsipían er með. Þriðja er glæsipían sjálf. Fjórða er viðundrið sem á að sjá fyrir kómísku hliðinni. Fimmta er greindarlega stelpan sem enginn lítur við. Sjötta eru þeir sem hata sæta og fallega liðið og ætla að gera eitthvað í því. Svo mætti áfram telja. Allt kemur þetta heim og saman í hávaða og látum og spaugi undh- stjórn Deborah Kaplan og Harry El- fonts. Fyrir þá sem hafa gaman af að horfa á aðra missa stjórn á sér, haga sér eins og fífl, lenda í slagsmálum, verða ofurölvi og þess háttar í partí- um gæti myndin gert eitthvert gagn. Ki’akkamh’ sem fara með aðalhlut- verkin standa sig eftir aðstæðum. Þekktust þeirra er Jennifer Love Hewitt, sem leikur að vonum glæsi- píuna. Arnaldur Indriðason BANDARÍSKA ljóðskáldið E.E. Cummings (skrifaði sig e.e. curam- ings) gerði merkilegar framúr- stefnutilraunir með tungumálið á fyrri hluta aldarinnai’. Hann skipti orðum í línur svo það varð til ný merking, sprengdi réttritunan’eglur í tætlur (notaði t.d. aldrei hástafi og sleppti greinarmerkjum), setti ljóð upp á myndrænan hátt, drap merkingunni á dreif með svigum og sleit orðin í frumeindir sínar. Hann varð aldrei alveg hluti af hefðinni, þótti ekki sýna pólitísk- an rétttrúnað (hann var ásakaður um gyðinga- hatur) og kannski var meðferð hans á tungu- málinu of róttæk. Þó gætir áhrifa hans víða og hann hefur skotið upp kollinum í íslenskri, módernískri ljóðagerð. Og á síðasta ái’atug vora Gyrðir Elíasson og ísak Harðarson mjög samstiga í formtilraunum af þessum toga í ann- ars gagnólíkum ljóðum sínum. Nú væri ég auðvitað ekki að tala um E.E. Cummings nema vegna þess að Árni Larsson tekur upp rof- inn þráð hans í ljóðabók sinni Stakir jakar. Meira að segja titillinn ber þetta með sér: lesandanum er boðið að gerast þátttakandi í ljóðunum með því að bæta við svo sem eins og einu ká-i: stakir jakkar. Enda er til- vitnun í Cummings fyi’ir ofan eitt ljóðið, vísun í Ezra Pound í öðru. Þetta eru að sönnu ekki lágvær Ijóð, styrkur þeirra felst ekki í að vekja grun eða búa til eyður og þagnir í tungumálinu heldur í andófskenndri upplausn þess. Aðferðin er frískandi, ef ekki beinlínis frelsandi. Sú frelsun felst ekki aðeins í því að Árni „noti hnefafylli/af stórum orðum/og smá- um orðum/samtímis“ einsog segir í ljóðinu „Fölsun sögunnar“ (61) held- ur hinu að brugðið er á húmorískan leik með orðin. Þeim er skipt í línur á vatnsheld neyðaróp daganna tjargaðar stunur næturinnar leita að bunu lækjum inn í eilífðina þessi ósigrandi floti logandi Heimfæra má sömu gagnrýni á ljóðagerð Árna og höfð hefur ver- ið um Cummings: hún er svag fyrir fyndni og stenst ekki mátið að hafa rúsínu i pylsuend- anum. En reyndar hef- ur mér aldrei fundist það alveg sanngjörn gagnrýni. Það er anar- kískur kraftur í Stökum jökum, ljóðin eru ýmist prósaljóð, myndræn að uppsetningu eða leik- andi með orðin. í „Að gefnu tilefni" (31) blæs fútúrískt sjálf ljóðmæl- andans upp yfn- náttúr- una, „Graffiti del Ma- estro“ er skemmtilega kvikindisleg- ur undirróður. Unglingamál kemur fyrir („Það er ýkt kælt“ (16) heitir eitt ljóð í þremur hlutum), vísanir í hinar og þessar veraldir og ljóð- heima, andi Italíu svífur yfu’ vötnum. Framandi tákn skipta bókinni niður í hluta, á einum stað er ljósrit af ítölskum lestarmiða sem gefur bók- inni enn frekar þennan hráa framúr- stefnublæ. Árni Larsson hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur, átt ljóð í safnbókum og skrifað skáldsögu- þætti en Stakirjakar er fyrsta ljóða- bók hans í háa herrans tíð. Þráður- inn sem hann hefur tekið upp í ljóða- gerð sinni er utan alfaraleiðar en hann er nauðsynleg endm’vinnsla á framúrstefnu fyrri hluta aldarinnar, stefnu sem var aldrei leidd til lykta. Þessi úi’vinnsla þarf að vera til stað- ar, bráðnauðsynlega. Auk þess skarta Stakir jakar einni af bestu bókarkápum þessa árs. Hermann Stefánsson. Árni Larsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.