Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 43

Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 43 INGIGERÐUR HELGADÓTTIR + Ingigerður Helgadóttir fæddist í Ólafsvík 2. nóvember 1920. Hún lést á Garð- vangi í Garði 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir, ætt- uð frá Djúpavogi og Helgi Jónsson sjó- maður, ættaður úr Mýrdal. Þau fluttust árið 1901 að Hamraendum í Breiðuvík og ári síðar að Ásgarði í Ólafsvík þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap. Eftirlifandi systkini Ingi- gerðar eru Helgi, Elsa og Sig- urlín. Látin eru Guðmundur, Sigurður, Hólmfríður og Frið- jón. Hinn 14. október 1944 giftist Ingigerður Ögmundi Jóliann- essyni, sjómanni frá Hellissandi. Ég vil með fáeinum orðum minn- ast tengdamóður minnar, Ingu, en það var hún ávallt kölluð. Ég kynnt- ist henni fyrir tæplega 18 árum er ég náði að klófesta yngri son hennar og síðan hefur hún alltaf tekið mér eins og einu af sínum börnum. Inga var ekki gallalaus frekar en við hin en alltaf var hún sínu fólki trú og hélt vel utan um fjölskylduna og þá sérstaklega barnabörnin, en þau skipuðu háan sess í huga hennar. Það er mér minnisstætt þegar ég kom í Heiðartúnið með bömin mín. Þá var amma á þönum í kringum þau, gaf þeim að drekka og nóg að borða. Oft var ég að malda í móinn því mér fannst kannski fullstutt í matartímann. Þá fékk ég að heyra það að ekki gæti hún neitað þeim um það sem þau báðu um og þar með var það afgreitt. Elsku Inga, nú fer að líða að jól- um og heldur verður nú tómlegt án þín á aðfangadagskvöld en þú og tengdapabbi hafið verið hjá okkur undanfarin jól og hefur koma ykkar markað upphaf jólahátíðarinnar á okkar heimili. Ég gæti skrifað miklu meira um samskipti okkar en læt hér staðár numið. Ég vil þakka starfsfólki Garðvangs sérstaklega fyrir mjög góða umönnun Ingu og sömuleiðis fyrir það hversu vel var alltaf tekið á móti Ögmundi þegar hann kom út eftir. Ég veit að fyi-ir það verður hann ætíð þakklátur. Elsku Ögmundur, við munum gera allt sem við getum til að þér megi líða sem best, en missir þinn er mikill og bið ég algóðan Guð að styi-kja okkur öll á þessari erfíðu stundu. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Inga, ég er þakklát fyrir þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman og alltaf munt þú eiga þinn stað í hjarta mínu. Þín tengdadóttir, Unnur. Elsku amma, við kveðjum þig í dag með sorg og söknuð í hjarta, en við munum alltaf minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Það var gott að koma til þín og afa í Heiðartúnið. Þar var alltaf hugsað vel um okkur og alltaf varst þú til- búin að hlusta á okkur systkinin. Eftir að þú fluttir á Garðvang gát- um við treyst því að alltaf var nóg af nammi í skúffunni þinni og var hún Þau bjuggn sín fyrstu hjúskaparár í Reykjavík, en frá 1955 á Garðbraut 49 í GarðL Það hús byggði Ögmundur og nefndi það Heið- artún. Börn þeirra eru fimm: 1) Krist- ín, f. 6.3. 1945, gift Sigurjóni Kristins- syni. 2) María, f. 8.12. 1948, gift Sæ- mundi Einarssyni. 3) Alda, f. 27.9. 1950, gift Erlendi Jónssyni. 4) Sigurð- ur Jóhannes, f. 20.5 1952 kvæntur Guðrúnu J. Aradóttur. 5) Jón Jóel, f. 17.2. 1956, sam- býliskona hans er Unnur G. Knútsdóttir. Barnabörn Ingi- gerðar eru 18 og barnabarna- börnin eru níu. _ Útför Ingigerðar fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. óspart opnuð, sérstaklega af Helga Þór, sem lét nú ekki segja sér það tvisvar að það væri til nammi. Elsku amma, þegar við minnumst allra góðu stundanna fáum við tár í augun, en eins og Helgi Þór segir þá er amma núna hjá Guði og hann passar hana fyrir okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Bless elsku amma okkar og takk fyrir allt. Þín bamaböm Knútur Rúnar, Inga Lára og Helgi Þór. Mig langar í örfáum orðum að minnast móðurömmu minnar, sem lést hinn 27. nóvember sl. Inga amma átti yndislegt heimili, yndislegan eiginmann og yndisleg börn. A uppvaxtarárum mínum var alltaf gott að koma í kaffi til ömmu og afa í Heiðartúnið. Amma kom einnig stundum með rútu úr Garð- inum í heimsókn til Njarðvíkur og þá var yfirleitt eitthvert góðgæti í veskinu hennar sem við systkinin biðum spennt eftir. Þegar ég var unglingur og vann í fiski í Garðinum var gott að eiga ömmu sem beið með hádegismatinn, oft soðinn fisk og rabarbaragi'aut með rjóma. í Heiðartúni var miðstöð fjöl- skyldunnar og oft glatt á hjalla. Amma í eldhúsinu að stjana við fólkið sitt og sjá til þess að enginn færi þaðan svangur. Jólaboðin hjá ömmu og afa voru hápunkturinn þar sem allir komu og voru saman, spiluðu á spil, borðuðu kræsingar og nutu samverunnar. Síðustu árin sem amma lifði hafa jólaboðin verið til skiptis hjá börn- um hennar og tengdabörnum þar sem Heiðartúnið rúmar ekki afkom- endurna með góðu móti. Amma fylgdist vel með fólkinu sínu og var annt um heilsu þess og velgengni. Fjölskyldan er samrýnd með eindæmum og var það ömmu mjög mikilvægt í veikindum sínum að eiga svona yndislega fjölskyldu. Börnin hennar skiptust á um að ná í hana í mat á sunnudögum þar sem hún eyddi deginum með afa, börn- um og barnabörnum í góðu yfirlæti. Amma var ekki þurftamikil og sagði ekki margt en skoðanir hafði hún og skap og lét þær í ljós ef henni fannst ástæða til. Ég minnist ömmu sem hjarta- hlýrrar, rólegrar og góðrar konu. Ég vil þakka fyrir þau tæplega þrjátíu ár sem við áttum saman, það sem einkennir þau er gleði og ham- ingja. Það var erfitt að kveðja þig þriðjudaginn áður en þú lést. Þú lást í rúminu þínu í litla fallega her- berginu á Garðvángi og svafst vært. Ég vildi ekki fara fyrr en þú vakn- aðir aftur svo ég gæti kvatt þig al- mennilega. Við vissum báðar að það var stutt eftir en þú brostir blítt og baðst um kveðju til stelpnanna. Takk fyrir allt elsku amma mín. Þín Ingigerður. Hún amma og langamma er dáin og við munum sakna hennar sárt. Það verður skrýtið að eiga ekki eftir að koma í litla herbergið hennar á Garðvangi og sitja þar með henni og horfa á sjónvarpið. Alltaf var amma okkur góð en nú er hún búin með ævi sína. Góða nótt og láttu þér líða vel hjá guði, elsku amma. Öllum þykir vænt um þig. Astarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Þýð.: Steingr. Thorst.) Bryndís, Brynja og Sigríður Sesselja. Þá hefur ástkær amma okkar kvatt þennan heim, fengið sína verðskulduðu hvfld. Hún sem vakti yfir börnum sínum, síðan barna- börnum og ól upp stóra fjölskyldu. Öll stóru ættarboðin sem voru upp- full af kærleik, það stór að meira segja Heiðartúnið okkar var orðið of lítið. Þar var alltaf mikið líf, stundum læti en annars mikill frið- ur. Fjölskyldan sameinaðist þar. Þeir fullorðnu sátu í stofunni en við krakkarnir sátum inni í strákaher- bergi með allt dótið, dúkkurnar og bflana. Þá gekk amma á milli her- bergja til að sjá til þess að allt léki í lyndi. Og ekki má gleyma öllum þeim kræsingum sem hún amma bjó til handa okkur. Ekki varð hjá því komist að fara vel mettur frá ömmu. Amma var ekki sérlega mál- gjörn, heldur vandaði hún mál sitt og sagði aðeins það sem vert var að segja. Hún var gífurlega þolinmóð og með stórt hjarta. Og þvflíkt bar- áttuhjarta er sjaldgefið af skapar- ans hendi, því hún yfirsteig hverja oiTustuna á fætur annarri gegn veikindum sínum. Hún sýndi okkur að lífið er mikilsvert og að nýta skuli hvern orkudropa sem okkur er gefinn. Ekki vanmeta tilveru okkar. I Heiðartúninu slær nú eftir annað hjartað sem áður sló í takt við henn- ar. Ástkæri afi, við systkinin vottum þér dýpstu samúð okkar. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma fmnur augasteininn sinn í nótt. (Jóhannes úr Kötlum.) Við systkinin þökkum ömmu fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hún hefur veitt okkar í gegnum tíðina. Fyrir hönd systkina minna, Ingi Garðar. Elskuleg amma okkar, Ingigerð- ur Helgadóttir, er dáin og við syst- urnar viljum minnast hennar í fá- einum orðum og kveðja hana á þennan hátt því við búum allar er- lendis og gátum ekki kvatt hana. Inga amma einsog hún var alltaf kölluð var ekta amma, hún var svo góð og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitt- hvað var sem hún gat gert. Og allt hennar fas og gemingur var svo ömmulegt og það hefur fengið barnabarnabömin hennar til að minnast hennar þótt ung séu þegar þau flytja burt. Það var alltaf gott að koma í Heiðartúnið, hlýjar móttökur og maður fann fyrir svo mikilli ró að koma þangað og öryggi. Ef eitthvað var að þegar við voram krakkar var ekki langt að hlaupa yfir götuna og fá hjálp, og amma gat alltaf fundið upp á einhverju til að hughreysta mann. Og það var nú líka svo gott að hafa ömmu í nálægðinni því mað- ur vissi að alltaf gæti maður hlaupið þangað ef það var ekki nógu góður maturinn heima, og það var nú oft þannig að ef það hittist svo á að hún hefði það sama í matinn þá bjargaði , hún bara einhverju öðra í staðinn, því afi þurfti jú alltaf graut í eftir- rétt svo hann fengum við bara í staðinn með því skilyrði að eitthvað yrði eftir handa afa. Það er margt sem við höfum lært af ömmu okkar, og það er á tæru að enginn getur búið til eins góðan mat og hún, sama hvað maður reynir, en maður hefur lært að elda matinn vel og svo kemur góða bragðið með tímanum. Hún sagði alltaf að það væri nú búið að taka sig yfir 30 ár að læra að fá góða bragðið. Og ein okkar hefur lært það að salt á ekki ' að setja í sárin heldur sykur og það í orðsins fyllstu merkingu. Það var nú ekki trúað mikið á að það væri gott að setja sykur í opið sár á höfð- inu en það hlyti að vera eitthvað til í því fyrst amma gerði það, og það virkaði svo vel að það hefur komið að góðu gagni síðan. Svona var amma, alltaf að komma með gömul góð ráð sem virkuðu alltaf. Það var líka bara svo gaman að vera í kring- um hana því hún átti svo auðvelt með að hlæja, og það eru ófáar stundirnar sem við höfum verið í hláturkasti saman, og yfirleitt var það svo að amma var síðust til að hætta að hlæja því henni fannst svo gaman að hlæja. Svoleiðis munum við minnast ömmu okkar því hún gat enn fengið hláturskast þegar við hittum hana síðast og þvi erum við glaðar yfir. Elsku amma, við kveðjum þig nú, við vitum að þú hefur það gott en við eigum eftir að sakna þín mikið þegar við komum heim í heimsókn. Elsku afi og ættingjar, söknuður- inn er sár en öll föram við þessa leið svo við hittum hana aftur. Guð geymi ykkur öll. Pála, Jóna og Bára Inga. * + Jónína Þórðar- dóttir fæddist 2. febrúar árið 1912 að Votmúla í Sand- víkurhreppi. Hún lést 28. nóvember siðastliðinn í Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Foreldrar Jónínu voru þau Anna Lafransdóttir frá Norðurkoti í Votmúlahverfi, f. 2. október 1872, d. 11. maí 1957 og Þórður Þorvarðarson, bóndi og hrepps- nefndarmaður, ættaður frá Litlu-Sandvík, f. 16. ágúst 1875, d. 28. apríl 1942. Jónína giftist 1938 Þórði Ja- sonarsyni, byggingatæknifræð- ingi frá Vorsabæ í Gaidverja- bæjarhreppi, f. 11. maí 1907, d. 1. september 1980. Þeirra börn voru: Auður Þórðardóttir Howie, fædd 5. október 1942 í Reykjavík. Hún giftist James Gordon Howie, f. 30. mars 1941, Hún Jóna frænka mín bjó á Há- teigsvegi 18, ásamt systram sínum, eiginmanninum, öðlingnum honum Þórði Jasonarsyni, börnum og öðra heimilisfólki. Mér er ógleymanlegt hvað móttökurnar voru konungleg- ar á því stórkostlega heimili. Ég á mér hugljúfar minningar frá þeim tíma, er ég kom þangað í heimsókn- ir lítill drengurinn og handskomi ki’istallinn var umsvifalaust þrifinn fram undir veitingarnar; gosið, ís- inn og niðursoðnu ávextina. Þarna var enginn greinarmunur gerður á háum, lágum eða ungum og öldnum. Ef ekki var eitthvert góðgæti að finna í skápunun, þá var óðara sent eftir því út í búð, sem var í næsta húsi. Slíkt þoldi enga bið. Af skiljan- legum ástæðum kom ég oft í heim- sókn á Háteigsveginn á þessum ár- háskólakennara frá Edinborg. Auður lést um aldur fram 13. janúar 1973. óskírður sonur Jónínu og Þórðar lést í fæðingu 1944. Þórður Markús Þórðarson, bygg-' ingatæknifræðing- ur, fæddur 8. júlí 1946 í Reykjavík. Hann giftist Jennýju Einarsdótt- ur, f. 29. október 1949 og eiga þau fjögur börn: Rakel Þórðardóttur lyfjatækni, f. 5. aprfl 1972, Auði Yr Þórðardótt- ur nema, f. 20. júní 1974, henn- ar sambýlismaður er Gísli Páll Hannesson, prentari, f. 29. ágúst 1973. Margréti Þórðar- dóttur nema, f. 27. júní 1981 og Þórð Jason Þórðarson, f. 22. júní 1988. Útför Jónínu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. um, átti líka frænda í húsinu á svip- uðum aldri og ég. Við lékum okkur oft saman við Magnús og fengum að fylgja Þórði Jas. í margskonar út- réttingar og á byggingarsvæði þar sem hann stóð fyrir ýmsum bygg- ingum, svo sem Háteigskirkju. Gott var að enda hjá Jónu eftir slíka bílt- úra og fá í svanginn. Jafnvel sem barn tók ég til þess hve heimilið var glæsilegt með fallegum, stflhreinum húsgögnum og veggjum þéttsetnum málverkum. Allt bar þetta vott um fágaðan smekk. Aðfangadagskvöld- in á Háteigsveginum voru hápunkt- urinn. Þá var sett langborð eftir öllu holinu og svínasteik á borðum, að ógleymdum heimsins besta heima- lagaða ís, sem var sérgrein Möggu frænku. Þar naut stórfjölskyldan samvera, eins og hún getur best orðið. Jólatréð var einnig stærra en þá gerðist, eða var ég kannski bara svona lítill? Það er að minnsta kosti mjög stórt í minningunni. Leikföng- in sem komu upp úr jólapökkunum eftir borðhaldið höfðu meira gildi en ella í þessu fjölmenna jólahaldi, því allir gáfu sér tíma til að skoða og velta vöngum yfir hverjum einstök- um pakka. Jóna írænka hélt eftirminnilega upp á áttatíu og fjögurra ára afmæl- ið sitt. Það gerði hún með reisn, leigði þjón, keypti veitingar og bauð til herlegrar veislu á Háteigsvegin- um. Ekki vildi hún taka þá áhættu, að bíða með 85 ára afmælisveisluna fyrir ættingjana, þar sem alls óvíst væri hvort heilsa og geta leyfðu slíkt að ári. Það átti reyndar aldrei við Jónu að bíða eftir eða fresta hlutum. Ekki er langt um liðið síðan ég borðaði upp úr síðustu ávaxta- dósinni hjá henni Jónu, en þá var hundurinn með og ekki við annað komandi en hann fengi kjötið úr ^ matarbakkanum, sem hafði verið sendur frá öldranarþjónustunni. Ekkert lát á gestrisninni og örlæt- inu, þótt heilsan væri þrotin. í dag er útför Jónu gerð frá Há- teigskirkju, því guðshúsi sem maður hennar var bygginganneistari að. Mér er þakklæti í huga fyrir allar góðu stundimar sem ég átti á Há- teigsveginum og mun bera með mér margar ljúfar minningar frá kynnum mínum af Jónu frænku. Fjölskyld- unni á Háteigsveginum færi ég mín- ar innilegustu samúðai’kveðjur. Árni Elísson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JONINA ÞÓRÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.