Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ
.46 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
ASLAUG
PÁLSDÓTTIR
^ dóttir, fyrrver-
andi fulltrúi Ráðn-
ingarstofu Reykja-
vikurborgar, fædd-
ist 30. maí 1923 í
Reykjavík. Hún lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 25.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Anika
Sandholt húsfreyja
og dr. Páll Eggert
Olason, prófessor í
Reykjavík. Áslaug
missti móður sína
ung eða árið 1927. Hún var alin
upp hjá móðurömmu sinni,
Jónínu Þorgerði Biering, næstu
árin og síðan hjá föður sínum
og stjúpmóður, Margréti Magn-
úsdóttur. Áslaug átti tvö al-
systkini. Gerði bankaritara og
Gunnar Eggert stjórnarráðsrit-
ara. Þau eru bæði látin. Áslaug
átti einnig sex hálfsystkini,
samfeðra, sem eru öll látin
nema Magnús Eggert sagn-
fræðingur, sem lifir systur sína.
Áslaug átti dótturina Þrúði með
“ fyrri manni sínum Páli Sigurðs-
syni. Þau skildu eftir stutta
sambúð. Með seinni manni sín-
um Pétri Berndsen endurskoð-
anda átti Áslaug fimm dætur
Aniku Sjöfn sem er látin, Gerði,
Margréti, Sólveigu og Jóhönnu
Sigríði. 1) Þrúður átti soninn
Gunnar Eggert sem er látinn,
faðir Júlíus Einarsson. Gunnar
Eggert skildi eftir sig þrjú
börn: Birtu Ósk, Aðalstein
Kornelíus og Gunnar Eggert.
Með núverandi eiginmanni sín-
um, Þorgeiri Yngvasyni, á
Þrúður dótturina Guðrúnu Sig-
ríði og soninn Fjölni. Guðrún
Sigríður á einn son, Þorgeir
Vilberg Raguel, faðir Sigurður
Vilberg Dagbjartsson. 2) Anika
átti dótturina Ás-
laugu Halldóru, fað-
ir Grettir Lárusson.
Með eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Agli
Guðmundssyni,
eignaðist hún þrjú
börn, Þórunni, Egil
Guðmund og Rúnu.
Áslaug Halldóra á
tvær dætur með
manni sinum Leif
Martensen Hansen,
Jenny Katharine og
Danielu Evu. 3)
Gerður á dæturnar
Ragnheiði Margréti
og Áslaugu Perlu með fyrrver-
andi manni sinum Kristjóni
Haraldssyni. Ragnheiður á einn
son, Andra Pétur, faðir Magnús
Jóhannesson. 4) Margrét á
þrjár dætur, Brynju, Aniku Yr
og Gunnhildi með manni sínum
Böðvari Guðmundssyni. 5) Sól-
veig átti soninn Pétur Inga, sem
er látinn, faðir Þorgils Þröstur
Baldursson. Með fyrrverandi
sambýlismanni sínum, Boga
Jónssyni, á hún dótturina Elísa-
betu. 6) Jóhanna Sigríður á
þrjár dætur, Alexöndru Sif, Isa-
bel Petru og Viktoríu Sabínu
með sambýlismanni sínum
Nikulási Þorgils Þorvarðarsyni.
Áslaug gekk í verslunar-
skólann og hóf síðan störf á
Skattstofunni. Eftir að hún
giftist Pétri Berndsen var hún
heimavinnandi ásamt því að
aðstoða hann við hans^ störf
sem endurskoðanda. Áslaug
og Pétur skildu árið 1967.
Litlu síðar hóf Áslaug störf
hjá Ráðningarstofu Reykjavík-
urborgar og vann þar, þar til
hún lét af störfum vegna ald-
urs.
Útför Áslaugar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma, þessi sterna kona
er dáin. Mér fannst hún alltaf eins
og klettur í hafinu, sem ekkert gæti
grandað. Hún var mjög áreiðanleg,
samviskusöm og dugleg. Mömmu
fannst ekki ráð nema í tíma væri
tekið enda hafði hún keypt allar
jólagjafír fyrir þessi jól.
Mér fannst mamma ekki hafa
byrinn með sér í Iífínu. Töluvert
' innan við fertugt hafði hún misst
báða foreldra sína og bæði alsystkin
sín. Hún missti elsta barnabarn sitt
árið 1989. Fyrir fímm árum missti
mamma dóttur sína og dótturson,
sem hún ól upp frá unga aldri, með
aðeins tæplega tveggja mánaða
millibili, þá minnti hún mig ekki
lengur á klett. Hún var brotin bæði
á sál og líkama. Mælirinn var orðinn
fullur.
Fyiir aðeins einum og hálfum
mánuði fékk mamma og við systurn-
ar að vita að hún hefði fengið þenn-
an hræðilega sjúkdóm, krabbamein.
Þá kom skýringin á verkjunum sem
höfðu hrjáð hana í marga mánuði.
Þetta var hræðilegt áfall. Ég hélt
hún myndi lifa í að minnsta kosti
heilt ár, sem virðist nokkuð langur
tími óliðinn, en liðið ár er eins og
vindhviða. Það fór á annan veg. Við
+
Ástkær eiginmaður minn,
KRISTJÁN PÁLSSON,
Hlíf 2,
Torfunesi,
lést mánudaginn 30. nóbember sl.
Útför hans fer fram frá (safjarðarkirkju laugar-
daginn 5. desember ki. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hins látna, er vin-
samlega þent á Sjúkrahús (safjarðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðmunda Jóhannsdóttir.
MINNINGAR
systurnar hjúkruðum henni heima í
nokkrar vikur ásamt hjúkrunarkonu
sem kom flesta daga. Mér fannst
ólýsanlega erfitt að horfa upp á
hana verða smátt og smátt veikari
og veikari, en hún var alltaf jafn
þakklát þegar maður kom til henn-
ar. Hún var auðveldur sjúklingur.
Hún var á sjúkrahúsi síðustu
dagana sem hún lifði. Þá vissum við
systurnar að það styttist í endalokin
og það fannst mér óbærilegt. Við
systurnar skiptumst á að vera hjá
henni jafnt á nóttu sem degi. Ég er
ekki viss um að mamma hafi heyrt
til mín þegar ég óskaði þess að ég
væri göldrótt og ég gæti galdrað
hana alheilbrigða, en það er aug-
ljóst að ég er ekki göldrótt, því
mamma er dáin. Eitt óttast ég alla
vega ekki, það er að hún verði ein-
mana hinum megin - ef það er eitt-
hvað þar það er að segja - því það
hafa svo margir henni nánir farið á
undan henni.
Nú erum við systurnai- munaðar-
lausar, eins og ein systra minna
sagði. Það kemur enginn í stað móð-
ur.
Gerður Berndsen.
Elsku besta mamma mín, ég
sakna þín. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa getað hjálpað þér í veikind-
um þínum, eins og við allar gerðum.
Þú varst svo dugleg og blíð allan
tímann. Þakka þér, mamma mín,
fyrir að hafa alið hann Pétur Inga
upp fyrir mig og allt sem þú gerðir
íyrir hann. Nú ertu komin á sama
stað og hann og Anika systir mín,
en þú tókst svo nærri þér þegar þau
létust með svo stuttu millibili. Það
er alltaf ei-fítt að lifa barnið sitt,
eins og þú sagðir sjálf, sama hvað
það er gamalt og eins móður sína,
sama hvað hún er gömul.
Elsku hjartans mamma, sofðu
rótt.
Þín dóttir,
Sólveig Berndsen.
Við viljum minnast elsku ömmu
okkar með fáeinum orðum. Þegar
við hugsum til hennar leitar hugur-
inn fyi-st til þess tíma þegar Pétur
Ingi var á lífi og þau bjuggu á Brá-
vallagötunni og síðan á Kaplaskjóls-
vegi. Fjölskyldan okkar er stór og
hefur alltaf verið mjög samheldin
og er það ekki síst ömmu að þakka.
Oftast hittust dætur hennar og
barnabörn heima hjá henni þar sem
amma var miðpunktur fjölskyld-
unnar. Það var oft ansi mikið fjör og
ekki var það verra þegar fjölskyld-
an frá Lúxemborg kom í heimsókn
og gisti hjá ömmu í lengri eða
skemmri tíma á sumrin. Þangað var
gott að koma og við munum vel eftir
þeim góðu stundum sem við áttum
þar. Við gleymum heldur ekki góðu
perutertunni og súkkulaðikökunni
sem voru ósjaldan á boðstólum þeg-
ar við komum í heimsókn. Enginn
býr til eins góða perutertu og amma
Áslaug gerði. Gaman er að rifja upp
dýrmætar stundir sem við áttum
með henni. Við fórum í margar ferð-
ir um landið með henni og fjölskyld-
unni og voru það ánægjustundir
sem allir höfðu gaman af. Amma
Áslaug var mjög fróð um landið og
sögu Islands og það var gaman að
heyi’a hana segja frá. Amma elskaði
sólina og var hún alltaf sólbrún og
sæt og hennar bestu stundir voru
þegar hún sat úti í sólinni. Eitt var
líka með ömmu, það er hvað hún var
hagsýn í öllu sem hún gerði. Það
kom meðal annars fram í jóla- og af-
mælisgjöfunum sem hún gaf okkur
barnabömunum. Þær voru alltaf út-
hugsaðar þannig að þær kæmu sér
vel fyrir hvert og eitt okkar. Við
viljum þakka fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum með henni og
minnumst hennar með söknuði. Að
lokum kveðjum við elskulega ömmu
okkar með þessum sálmi:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Hvíldu í friði elsku amma okkar.
Þínar dótturdætur
Brynja, Anika og Gunnhildur.
Elsku amma mín.
Mér leið svo illa í dag, 25. nóvem-
ber, og ég skildi ekkert út af hverju.
Á leiðinni úr vinnunni versnaði það
og þegar ég var komin í leikskólann
að sækja Danielu, sem ég hlakka
alltaf til að gera, leið mér virkilega
illa. Mig langaði bara strax heim til
að hringja til Islands og heyra
hvernig þér liði. Þegar ég hringdi
varst þú nýdáin. I dag er dagurinn
sem við öll sem elskuðum þig þurft-
um að missa þig. Út af hverju þurft-
ir þú að fara, af hverju leið þér
svona illa, af hverju fór lífið þitt eins
og það fór? Þegar ég sat hjá þér í
svefnherberginu þínu í byrjun nóv-
ember töluðum við um tilgang lífs-
ins. Við töluðum um líf þitt og þú
varst mikið að hugsa um út af
hverju líf manns nú fer eins og það
fer. Þú hefur alltaf verið miðpunkt-
urinn í fjölskyldunni. Veggirnir í
svefnherberginu þínu eru hlaðnir
myndum af dætrum þínum, barna-
börnum og barnabarnabörnum. Að
sitja þarna hjá þér gaf mér svo mik-
ið. Skrítið því það hefði átt að vera
öfugt og ég hefði átt að gefa þér
styrk. Nei, amma mín, ekki varst þú
að kvarta. Þú hugsaðir jákvætt þeg-
ar við Rúna systir vorum hjá þér.
Líklega af því að þú vissir að við
vorum bara komnar til landsins til
að hitta þig. Þó svo að við vonuðum
að það væri ekki í síðasta skiptið.
Daginn sem ég kvaddi þig spurðir
þú hvenær ég myndi koma aftur til
Islands. Ég sagði að ég kæmi fljót-
lega aftur. Þá sagðir þú að þú
myndir vera þarna næst þegar ég
kæmi. Því miður þurftir þú að
brjóta það loforð og er það í fyrsta
og eina skiptið síðan ég man eftir
mér.
Ég gleymi því aldrei þegar
mamma mín var ófrísk af Rúnu
systur og þurfti að liggja á spítala í
heilan mánuð. Þá hringdi pabbi í þig
og bað þig um að koma til Lúxem-
borgar að hjálpa honum. Hann hafði
nóg að gera með að fara upp á spít-
ala til mömmu, passa Þórunni syst-
ur og Mumma bróður og auðvitað
mig. Þegar þetta var þá var mér bú-
ið að líða illa í nokkra daga og pabbi
hélt að ég væri með magapest.
Kvöldið sem þú áttir að koma beið
ég spennt uppi í rúmi. Þegar ég
heyrði í leigubíinum stökk ég upp,
þrátt fyrir að mér liði mjög illa,
hljóp gegnum húsið, opnaði bíl-
skúrshurðina og rauk beint í fangið
á þér. Þetta var svo yndisleg tilfinn-
ing, að vita af þér þama, þú sem
varst svo sterk, ákveðin og dugleg
að vita alltaf hvað þurfti að gera. Ég
vissi að nú myndi allt verði gott þó
svo að pabbi hefði reynt sitt besta.
Magapestin var botnlangakast og
+
Elskulegur eiginmaður minn,
GUNNAR P. ÓSKARSSON,
Sólvallagötu 4,
Reykjavík,
andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 3. desember.
Sonja Schmidt.
+
Elskuleg móðir okkar,
ÞORBJÖRG AGNARSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 29.
nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibjörg Árnadóttir,
Hólmfríður Árnadóttir.
var botnlanginn tekinn daginn eftir.
Á hverjum degi klukkan tvö í heila
viku komstu í heimsókn á spítalann
til mín og varst fram á kvöld. Þetta
var yndi.slegur tími. Síðasta daginn
komstu hálftíma of seint og ég
gleymi aldrei hvað ég var hrædd um
að það hefði eitthvað komið fyrir
þig. Það var ekki þér að kenna að
þú komst of seint, það kom bara
eitthvað upp á sem seinkaði þér. Á
meðan ég var að bíða eftir þér, lof-
aði ég mér því, af því að mér þótti
svo ótrúlega vænt um þig, að þegar
ég yrði stór myndi ég kaupa flott-
ustu og bestu þvottavélina sem til
væri handa þér. Því þú ættir að hafa
það sem best og lifa lengi og helst
til eiiífðar. Hefðir þú ekki verið til
staðar hefði ég ekki komist eins vel
frá þessum veikindum mínum, að-
eins níu og hálfs árs gömul stelpu-
kind.
Ég þekki engan sem maður gat
treyst jafn mikið og þér. Allt sem
þú tókst þér fyrir hendur var full-
komið og helst betra ef hægt var.
Kímni þín var skemmtileg og ég
elskaði að heyra sögurnar þínar frá
í gamla daga. Þú varst yndisleg
mamma, amma og langamma.
Allt sem þú kenndir þínum stelp-
um og í mínu tilviki mömmu minni,
kenndi hún mér og systkinum mín-
um. Samviskusemi, hreinlæti, heið-
arleika, kurteisi, að vera hjálpfús og
að bera virðingu fyrir lífinu. Þetta
vona ég að ég geti gefið mínum
dætrum áfram. Þú og mamma lifa
áfram í mér og ég vona að þegar ég
þarf að kveðja þessa veröld einn
daginn að allt þetta muni lifa áfram
í Jenny og Danny. Elsku amma
mín, ég veit að þú ert búin að sakna
mömmu og Péturs Inga mikið og ef
það er eitthvað til eftir lífið vona ég
að þið hafið það gott. Ég elska þig
og mun aldrei gleyma þér.
Tunglið, tunglið taktu mig
og beröu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja.
Til minningar um ömmu mína,
Áslaugu Pálsdóttur og mömmu
mína Aniku Sjöfn Berndsen (látin 1.
ágúst 1993) sem fóru alltaf með
þetta fyrir mig þegar ég var lítil
stelpa.
Ástarkveðja, þín
Áslaug Halldóra, Leif, Jennyfer
Katherine og Daniela Eva.
Fyiúr ekki mörgum árum birtist
viðtal á öldum ljósvaka ríkisút-
varpsins, þar sem viðmælandi, úti-
bússtjóri út á landi, minntist m.a.
móður sinnar sem með eljusemi og
dugnaði kom upp stórum hóp barna
sinna til vegs og virðingar ein. Úti-
bússtjóranum fannst svona dugnað-
arforkar gleymast alltof oft í orðu-
veitingum á nýju ári frá Bessastöð-
um. Nei, þar eru heiðraðir aðallega
diplómatar og aðrir sem ferðast
mestmegnis á íyrsta faiTými. Og
ekki þýddi fyrir stuttu að banka
upp á hjá forseta. Húsráðandi var
upptekinn erlendis að koma fram
skoðunum sínum og hugmynd um
breytingar á helst öllum alheimi.
Meðan venjulegt verkafólk og ein-
stæðar mæður halda áfram lífsbar-
áttu sinni möglunarlaust. Eins og
frú Áslaug gerði. Aldrei heyrði ég
frú Ásiaugu tala niðrandi um sína
tvo fyrri eiginmenn, þó að ýmislegt
gæti hafa gengið á. Vafalaust hafa
böm hennar ekki heyrt neitt slíkt
heldur. Svona á fólk að vera. Henn-
ar mottó var að vera ekki öðrum
háð eða upp á aðra komin. Bjartur í
Sumarhúsum hefði ekki spjarað sig
betur en frú Áslaug gerði í sínu lífi.
Það skall á henni hvert brotið á fæt-
ur öðru en alltaf var kjölurinn á
réttum stað, þegar frá leið. Jú, jú,
hún hafði sínar skoðanir og var ekki
hlutlaus en oftar en ekki á heil-
brigðan hátt. Einhverju sinni barst
tal okkar að spíritisma. Þá sagði frú
Áslaug: „Maður á ekki að fikta við
þessa hluti. Biblían bannar það.“
Þar með var málið útrætt. Ég er
fyrir löngu búinn að sæma þessa
sómakonu í huganum stór riddara
krossi hins íslenzka lýðveldis.
Blessuð sé minning Áslaugar
Pálsdóttur.
Egill Guðmundsson.