Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 53***
AÐSENDAR GREINAR
að friður á vinnumark-
aði er einn af mikilvæg-
ari þáttum efnahags-
mála. Samtök launa-
fólks höfðu ekki
minnsta grun um að
borgin mundi éta upp
næstu skattalækkun,
sem lofað var í tengsl-
um við samningana,
með hækkuðu útsvari.
Augljóslega geta
brostnar væntingar
samningsaðila, svo sem
hér um ræðir, stefnt
friði á vinnumarkaði í
hættu eins og þegar
hefur komið fram í
máli verkalýðsleiðtoga. Forsætis-
ráðherra ber skylda til að reyna að
sporna gegn aðgerðum sem svo
augljóslega geta fyi’st og fremst
Miðað við hinar síend-
urteknu, stórkallalegu
ályktanir sem borgar-
stjóri dró af sínum
röngu forsendum,
segir Orri Hauksson,
er vart óeðlilegt að hún
greini einnig frá niður-
stöðum sínum nú þegar
réttu tölurnar hafa
komið fram.
verið efnahagslega skaðvænlegar
fyrir Island. Hlutverk forsætisráð-
herra í þessu máli er ekki sérkenni-
legra en svo.
Ályktanir dregnar þegar
forsendur henta
Það alvarlegasta í málflutningi
borgarstjóra á undanförnum dög-
um hefur verið röng notkun hennar
á tölum um ríkissjóð og þær álykt-
anir sem hún hefur dregið þar af.
Hún margsagði til dæmis og birti
um það sérstaka mynd hér í Morg-
unblaðinu að skatttekjur ríkisins
hefðu aukist um 30,8% á tveimur
árum, sem er rangt,
rétta talan er milli 17
og 18%. Borgarstjóri
hefur nú viðurkennt að
hafa þarna gert mistök
í talnameðferð og á
reyndar hrós skilið
fyrir að víkja sér ekki
undan ábyrgð í því
efni. Miðað við hinar
síendurteknu stór-
kallalegu niðurstöður
sem hún komst að á
hinum röngu forsend-
um hefði hins vegar
vart verið óeðlilegt að
hún drægi sambæri-
legar ályktanir þegar
hinar réttu forsendur höfðu komið
fram. Það lét hún algjörlega undir
höfuð leggjast.
Svo skal böl bæta
Hvers vegna staglaðist borgar-
stjóri svo þráfaldlega á því að
skatttekjur ríkis væra að aukast
um 30,8% á tveimur árum, á meðan
hún stóð í þeirri trú? Ástæðan er
einfóld. Borgarstjóri vildi draga
upp þá mynd að ríkissjóður væri í
krónum talið að fá meiri skattauka
en borgarsjóður. Af þeirri ástæðu
væri réttlætanlegt að hækka skatt-
prósentu borgarbúa. Nú þegar hún
veit að ríkissjóður er að auka skatt-
fé sitt um mun minna en borgar-
sjóður hlýtur hún væntanlega að
álykta í hina áttina, að borgarsjóð-
ur verði að minnka skattheimtu
sína. Eða hvað? Kjarni málsins er
eftirfarandi: Annars vegar hafa
skatttekjur ríkissjóðs aukist um
rúm 17% á tveimur árum og skuldir
ríkissjóðs eru greiddar niður um 30
milljarða á þessu ári og næsta. Þar
að auki hefur skatthlutfall lækkað
um það bil um 10% undanfarin
misseri, eða 4 prósentustig. Hins
vegar hafa skatttekjur borgarsjóðs
hækkað um 23% á tveimur árum
samkvæmt borgarstjóra, en skuldir
borgarsjóðs staðið í stað. Skuldir
borgarfyrirtækja hafa hins vegar
vaxið umtalsvert undanfarin ár
vegna tilfærslu skulda frá borgar-
sjóði. Útsvarshlutfallið mun hækka
um 6,7% um næstu áramót, eða um
0,75 prósentustig auk fleiri skatta-
hækkana borgar undanfarin ár. Og
svo gripið sé til orða borgarstjóra:
„Og beri menn svo saman.“
Orri Hauksson
[BDaffle® y Negro MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan og skreytingar
15 mismunandi litir
L acKonfektmór..^ |
% 4. Skólavörðustíg 21a • 101 Reykjavík Sími / Fax: 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is PIPAR OG SALT r g| ) Klapparstíg 44 ct\>s0' Sími 562 3614
Fieiri tölur í óhag
En borgarstjóri er óheppin með
fleiri dæmi sem hún velur sér. Hún
segir í Morgunblaðinu 2. desember
að „það var í tíð borgarstjórans Da-
víðs Oddssonar, sem lagt var út í þá
óhemju fjárfestingu sem Ráðhúsið
og Perlan er“. Hún gefur til kynna
að slæm fjárhagsstaða borgarinnar
sé vegna þessara framkvæmda.
Sama dag birtist í blaðinu úttekt á
þróun fjármála borgarinnar undan-
farin ár. Þar kemur fram að árið
1991, þegar Davíð Oddsson lét af
störfum sem borgarstjóri, voru
skuldir borgarsjóðs um fimm og
hálfur milljarður og skuldir sam-
stæðureiknings borgarinnar rúm-
lega sjö milljarðar, sé reiknað á
verðlagi ársins 1997. Árið 1997 voru
skuldir borgarsjóðs rúmlega fjórt-
án milljarðar og skuldir samstæðu-
reikningsins tæplega tuttugu millj-
arðar á verðlagi þess árs. Aukning-
in er margfóld. Það fer því ekki á
milli mála hversu rakalaust og
ósvífíð það er hjá borgarstjóra að
halda því að fólki að skuldir borgar-
innar séu áratugar gamlar og þá-
verandi borgarstjóra að kenna. Nú-
verandi borgarstjóri er vissulega
ekki öfundsverður af því að komið
sé í hámæli að hún færi í sínar
hirslur þá skattalækkun sem laun-
þegar áttu í vændum. Það réttlætir
þó ekki að svara gagnrýni með því
að búa til allt aðra sökudólga en í
hlut eiga. Skattamál borgarbúa og
friður á vinnumarkaði eru mikil-
vægari mál en svo að þau sé hægt
að afgreiða með yfirklóri þar sem
óskyldum atriðum er blandað inn
eða gífuryrðum á grundvelli rangra
talna.
Höfundur er aðstoðarmaður
forsætisráðherra.
YS OG ÞYS hefur
verið um útsvarsbreyt-
ingar í Reykjavík und-
anfarið. Eðlilega.
Borgin ætlar að hækka
útsvarsprósentuna um
0,75% á sama tíma og
ríkið lækkar tekjuskatt
um 1%. Þannig munu
skattar Reykvíkinga
því aðeins lækka um
0,25% um áramót. Al-
menningur hlýtur að
spyrja sig hvernig geti
á því staðið að ríkið
geti lækkað skatta, en
borgin þurfi að hækka?
Er stjórn ríkisfjármála
eða stefna ríkisstjórnar
svo miklu betri en borgaryfirvalda?
Ólíkt hafast þeir að og von er að
spurt sé hvernig þessu víkur við.
Ástæðan er einföld og hverjum
manni augljós sem vill kynna sér.
Ríkið lækkar skatta,
segir Helgi Hjörvar,
og sendir borginni
reikninginn.
Undanfarin ár hefur ríkið lagt sí-
vaxandi álögur á sveitarfélögin, án
þess að færa þeim tekjur á móti.
Skv. útttekt Sambands íslenskra
sveitarfélaga nema þær álögur í ár
þremur milljörðum króna. Þannig
hefur ríkið skapað svigrúm í rekstri
sínum til að lækka
tekjuskatt um 1% um
áramótin, en sú aðgerð
kostar einmitt þrjá
milljarða. Gallinn er
bara sá að sveitarfé-
lögin eiga ekki fyrir
þeim reikningi sem
ríkið sendir þeim, svo
forsætisráðherrann
geti leikið skattalækk-
unarhlutverkið. "t-
Árum saman hafa
sveitarfélögin þolað
hverjar álögur ríkisins
á fætur öðrum og nú
er einfaldlega nóg
komið. Segja verður
ríkinu skýrt og skil-
merkilega hingað og ekki lengra.
Ef Reykjavík á að borga skatta-
lækkun Reykvíkinga með álögum
ríkisins á borgarsjóð, verðum við
einfaldlega að draga úr skattalækk-
uninni með útsvarshækkunum til
að mæta auknum álögum ríkisins á
borgina.
Og er nema von að almenningur
undrist. Ríkið lækkar skatta og
sendir borginni reikninginn. Borgin^
svarar með því að breyta útsvari í
samræmi við lagaheimildir sem rík-
ið hefur veitt henni og samræmist
við önnur sveitarfélög, og skattar
hins almenna launamanns hækka
um 0,75% og lækka um 1% sama
daginn. Eru það nú jólasveinar! En
óskammfeilnin er ríkisins.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Hringekja
fáránleikans
Helgi Hjörvar
Dýw> þTiwö ol HASA fyiíi geímfoTO n no fínmlég tyiii þig
Faxafeni 5 • 108 Rvk ■ Simi:588-8477
■ L" -:iii - - .„L —jý /gf: yLL'.,L;ú 1 ^ n)U.' Si t ^Jt***?* 1 £• / f m J m 1 r:T . • ^
L fe. :-v --*** 1 IgHfe 1 wæm