Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 62
aJB2 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Smáfólk U)HEN YOU RE ALONE IN THE DE5ERXY0U5IN6 50N65 ABOUT L0NELINE55. RT /0-/6 YOU 5IN6 ABOUT LOVE, ANDTHE MOON,ANDTHE 5TAR5 ANDTHE ALAMO. Þegar maður er einn í eyðimörk- inni syngur maður um einmana- leikann... Maður syngur um ástina, tunglið, stjörnurnar og Alamo... Kannski gætirðu hreyft varirnar með mér... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 108 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svar til Atla Más Jóhannssonar Frá Ólafi Þ. Stephensen: ATLI Már Jóhannsson, íbúi í Bessastaðahreppi, skrifar lesenda- bréf í Morgunblaðið sl. sunnudag vegna samskipta sinna við Lands- síma Islands hf. Annars vegar tel- ur Atli að GSM-kerfí Landssímans sé hrunið og heldur því fram að 80% símtala í gegnum kerfíð slitni eftir stuttan tíma. Hins vegar kvartar Atli undan því að hafa ekki náð símasambandi við neinn hjá Landssímanum, sem gat svarað spurningum hans um málið. Um þetta er í fyrsta lagi það að segja að GSM-kerfi Landssímans er ekki hrunið og virkar með ágæt- um víðast hvar á þeim þéttbýlis- stöðum þar sem GSM-stöðvar hafa verið settar upp. Mælingar, sem gerðar eru reglulega, benda ekki til þess að um sé að ræða neina brotalöm af því tagi að samband slitni í miðju símtali og allur þorri um 61.000 GSM-notenda í kerfí Landssímans hefur ekki kvartað undan slíku. í tilviki Atla Más virð- ist hins vegar eitthvert vandamál á ferðinni, sem skýring hefur ekki fundizt á. Starfsmenn Landssím- ans hafa rætt við Atla Má og verða sendir til hans tæknimenn til að skoða farsímana, sem um ræðir, og gera mælingar. í öðru lagi varð röð óheppilegra tilviljana til þess að Atli Már náði ekki sambandi frá aðalskiptiborði Landssímans við neinn, sem svarað gat spumingum hans á um 20 mín- útna tímabili fimmtudaginn 26. nóvember. Það gerist því miður stundum í fyrirtækjum að enginn er við, sem kann að svara ákveðnu erindi strax. Ábendingar, á borð við þá sem Atli Már setur fram í lesendabréfinu, verða hins vegar eðlilega til þess að Landssíminn kannar fyrirkomulag símsvörunar hjá sér, í því augnamiði að bæta þjónustuna við viðskiptavini. Atla Má og öðrum símnotendum skal hins vegar bent á að bezti vettvangurinn til að koma kvörtun- um á framfæri eða leita upplýsinga er Þjónustumiðstöð Símans, sem hefur gjaldfrjálsa símanúmerið 800 7000. Starfsfólk Þjónustumiðstöðv- arinnar skráir allar ábendingar og kvartanir og leitast við að svara viðskiptavinum strax en hefur ella samband til baka eins fljótt og unnt er. Þannig er reynt að tryggja að allir fái skjóta úrlausn sinna mála. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands, Landssímahúsinu við Austurvöll. Öræfín laða og seiða Frá Methúsalem Þórissyni: NÁTTÚRUAUÐLINDIR íslands, þ.m.t. orkulindir sem búa í fallvötn- um og jarðhita, eru sameign þjóðar- innar. Nýting þessara auðlinda á að vera undir sameiginlegi'i stjórn þjóðarinnar fyrir milligöngu ríkis- ins. Nýtingin skal taka mið af hagsmunum mannverunnar, almennings og sjónanniðum náttúruvemdar. Öræfin, ósnortin náttúra landsins, eru hluti af arf- leifð mannkynsins og þess vegna hafa íslendingar skyldum að gegna varðandi vemdun þeima. Á hinn bóginn ber íslendingum engin skylda til að selja fjölþjóðafyrir- tækjum orku á lágu verði svo fjár- magnið geti aukið hagnað sinn. Hentistefna (jánnagnsins Umrædd fyrirtæki og hinir and- litslausu eigendur þeirra hafa sýnt að þeir láta sig fyrst og fremst varða eigin hagnað, en ekki þjóðir og náttúru á þeim stöðum þar sem valdamenn hafa falboðið hvorttveggja. Nýleg eigendaskipti á Álverinu í Straumsvík er til vitnis um að ábyrgð þessara aðila er eng- in. Jafnskjótt og meirihluti hluthafa telur sér það henta selja þeir verk- smiðjurnar eða loka þeim. Ekki þarf annað en að aðframkomnar fá- tækar þjóðir bjóði auðlindir sínar og íbúa á verði sem gefa fjármagninu skjótfenginn gróða þá lýkur þeima skuldbindingum. Stóriðjudraumnum veifað Það er forkastanlegt að horfa uppá hvað hefur verið að gerast á Austurlandi. Fyrst sölsa valdamenn undir sig og fjölskyldui' sínar og kumpána fiskinn í sjónum, síðan veifa þeir stóriðjudraumnum fram- an í Austfirðinga sem hafa verið sviptir auðlindum sjávarins. í milli- tíðinni hafa fulltrúar fjármagnsins á Alþingi afhent sveitarstjórnunum yfirráð yfir hálendinu til að tryggja framgang málsins. Höfnum stóriðju Aflýsa ber öllum áætlunum um nýja stóriðju, en leggja þess í stað alla áherslu á að nýta orkuna sem býr í fallvötnum og jarðhita til að bvggja upp vetnisframleiðslu, yi- rækt og lækka orkuverð til íslensks iðnaðai' og almennra notenda. Notkun vetnis í stað olíu m.a. á fiskiskipaflotanum og efling ís- lenskrar framleiðslu bæði til notk- unar innanlands og til útflutnings mun minnka gjaldeyrisútstreymi, auka útflutningstekjur og þannig bæta viðskiptajöfnuð við útlönd. METHÚSALEM ÞÓRISSON, í stjórn Húmanistaflokksins. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.