Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ . 54 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 ' FRÉTTIR í DAG Norðurlandameistaramótið í samkvæmisdönsum LANDSLIÐ íslands í samkvæmis- dönsum heldur til Gautaborgar á föstudagsmorgun, til þátttöku í Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður laugardaginn 5. des- ember. Mót þetta er haldið árlega, fyrstu vikuna í desember og eru þátttakendur frá öllum Norðurlönd- unum. Aðeins einu sinni hafa Islending- ar hlotið Norðurlandameistaratitil í þessari keppni, en það var árið 1994 þegar Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Yr Magnúsdóttir sigruðu í aldursflokknum 11 ára og yngri. Oftar en ekki hafa íslendingar hafn- að í öðru sæti og Danir sigrað. Landsliðið í ár er skipað eftirfar- andi danspörum: 12-13 ára: Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, Kvistum, og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, Guil- toppi. 14-15 ára: Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir, Gulltoppi og Isak Nguyen Halldórsson og Halldóra Ósk Reyn- isdóttir, Hvönn. 16 ára og eldri: Kári Örn Óskarsson og Margrét Guðmundsdóttir, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, og Ragnar Már Guð- mundsson og Kristíana Ki'istjáns- dóttir, Hvönn. 35 ára og eldri: Björn Sveinsson og Bergþóra María Berg- þórsdóttir, Gulltoppi. jólasveinar á jólakorti LANDSBÓKASAFN íslands - Há- skólabókasafn gefur um jólin út jólakort með teikningum úr safni handritadeildar af íslenskum jóla- sveinum eftir Tryggva Magnússon (1900-1960). I myndai-öðinni eru 15 teikningar sem upphaflega voru gerðar sem myndskreyting við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst kom út 1932. Ætlunin er að gefa út allar mynd- irnar í röðinni. Um þessi jól eru komin út sex kort. A hinu íyrsta er teikning af jólasveinunum 13 á leið til byggða en síðan koma þeir einn af öðrum Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir og Pottaskefíll. Jólakortin eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jólasveina- hefð bæði á íslensku og ensku. Kortin eru fáanleg í afgreiðslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu og í nokkrum bókaverslunum. Jólabasar í Höllubúð SLYSAVARNAKONUR í Reykja- vík verða með jólabasar í Höllubúð, húsi deildarinnar, að Sóltúni 20 (áð- ur Sigtúni 37) sunnudaginn 6. des- ember. Margir góðir munir og kök- ur verða til sölu. Kaffi og heitar vöfflur verða á boðstólum. Við væntum þess að velunnarar deildarinnar heimsæki okkur á sunnudaginn. Basarinn hefst kl. 14. Slysavarnakonur, tekið verður á móti munum í Höllubúð laugardag og sunnudag milli kl. 11 og 14. Menntamálaráð- herra talar í Kaupmannahöfn ÍSLENSKI söfnuðurinn í Kaup- mannahöfn kemur saman í St. Páls kirkju í kvöld, fóstudag, kl. 19.30. Þar verður fjölbreytt dagskrá heimamanna, þar sem m.a. böm úr Kirkjuskólanum sýna helgileik. Öflugt tónlistarlíf er meðal Islend- inga í Kaupmannahöfn og munu tveir íslenskir kórar syngja á sam- komunni. Kvennakórinn í Kaup- mannahöfn undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkonu og Kór ís- lenska safnaðarins undir stjórn Ólafar Jónsdóttur píanóleikara. Þá leika saman Úlfhildur Ösp Indriða- dóttir á fiðlu og Anna Emelía Pét- ursdóttir á píanó. Einnig leika tvö börn saman tvíleik. Það setur sér- stakan hátíðarsvip á þessa sam- komu, að menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, kemur í heimsókn og flytur ræðu. Þessi samkoma er jafnan fjölsótt og vinsæl og þykir góður undirbún- ingur fyrir jólahald meðal íslendinga hér í borg. Að lokinni athöfn í kirkj- unni verður síðan boðið upp á súkkulaði og piparkökur í Jónshúsi. Handverk í Hafnarfirði KJARNI handverksfólks í Hafnar- firði, ásamt handverksfólki úr ná- grannabyggðarlögum, hefur verið með markað fyrir vörur sínar liðna laugardaga. „Viðtökur hafa verið mjög góðar og mun handverksfólkið því halda markaðnum áfram alla laugardaga til jóla í verslunarmiðstöðinni Firði, miðbæ Hafnarfjarðar,“ segir í frétta- tilkynningu. Papar á Dubliners HLJÓMSVEITIN Papar leikur á Dubliners í kvöld, föstudagskvöld, og einnig laugardagskvöld. Hljómsveitin leikur írska og islenska tónlist í bland. I blaðinu í gær var sagt að hljómsveitin myndi leika á veitingastaðnum Inferno en átti að vera Dubliners. Töskur og veski frá Tilvaldar jólagjafir Tískuverslun»Kringlunni 8-12 « Sími 553 3300 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Slæm frammistaða fjölmiðla UM síðustu helgi var hæfi- Ieikakeppni grunnskóla í Laugardalshöll. Þai: voi-u ábyggilega mættir um 1.000 unglingar. Flutt voru sextán atriði sem mikil vinna var lögð í og voru þau vel útfærð og fór allt vel fram. Fjölmiðlar sáu sér ekki fært að fjalla um keppnina fyrir utan að Stöð 2 birti örstutt frá verðlaunaafhendingunni. En ef þarna hefðu verið ólæti, drykkjuskapur og skemmdarverk hefðu sjálf- sagt allir fjölmiðlar blásið málið út en þar sem allt fór vel fram var ekki minnst á þessa keppni. Það er eins og fjölmiðlar fjalli aðeins um það sem miður fer en ekki það sem vel er gert. Unglingur. Þakkir fyrir grein LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi hann þakka fyrir grein sem Jón Baldur skrifai' í Morgunblaðið þriðjudag- inn 1. desember. Segir les- andi að þetta sé tímabær umræða um nagladekk vegna hinna skaðlegu af- leiðinga. Lesandi Athugasemd við athugasemd við Rabb LÚTHERSTRÚ er trúin okkar. Byggist hún á Nýja testamentinu. Biblíulegur skilningur annars vegar og félagslegur og heimspeki- legur skilningur hins veg- ar er tvennt ólíkt og hall- ast fólk yfirleitt að því síð- arnefnda. Fólk getor hald- ið því fram sem því finnst réttast án þess þó að það þurfi að vera almenn skii- greining á hlutunum. Þvi andmæli ég bréfi því er Sóley Jónsdóttir fi’á Akur- eyri ritaði til Velvakanda Morgunblaðsins og birtist 1. desember. Samkvæmt félagsfræðinni, samanber Charles Darwin, sem skrifaði Uppruni tegund- anna 1859; að maðurinn væri ein dýrategund af mörgum. Atferli dýra væri greinilega arfbundið og því virðist mega draga þá ályktun að hið sama ætti við um manninn. (Ian Ro- bertson 1981). Bestu kveðjur, Þórhildur Þórmundsdóttir Undirföt og sígarettur Á SUNNUDAGINN var, 29. nóvember, kom jóla- auglýsingalisti undirfata frá Triumph með Morgun- blaðinu. I listanum eru myndir af fallegum undir- fótum og náttfötum sem ungar glæsilegar íyrirsæt- ur klæðast. Á síðu 6 og 11 eru myndir af fallegri fyr- irsætu í svörtum undirkjól með sígarettu í munnin- um. Hvaða erindi á þessi sígaretta í auglýsinguna? Er verið að gefa í skyn að reykingar séu þokkafullar eða það sé flott að reykja eins og unglingar sem byrjaðir eru að reykja svara stundum þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir hafi byrjað? Er þetta kannski dulbúin sígarettu- auglýsing? Svona auglýs- ingar hljóta að teljast mjög óæskilegar þegar hugsað er um óhollustu reykinga og kostnað heil- brigðisþjónustunnar af fylgikvillum þeirra. Ekki hvetur það heldur til kaupa á fyrrnefndum und- irfötum. Áskrifandi Mbl. Tapað/fundið Hvítsaumsdúkur með blúndum HVÍTSAUMSDÚKUR með blúndum, sem saum- aður var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1948 af Margréti, hefur verið týndur í langan tíma. Mar- grét fór með dúkinn í Þvottahúsið Grýtu sem þá var í Nótatúni árið 1950 og hefur ekkert til hans spurst síðan. Hans er sárt saknað. Þeir sem geta gef- ið einhverjar upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Margréti í síma 562-3157. SKAK llin.vjón Margeir Péturvvn ii Staðan kom upp á rúss- neska meistaramótinu í Sankti-Pétursborg í sumar. Evgení Solosjenkín (2.535) var með hvítt og átti leik, en Ildar Ibragimov (2.610) var með svart og var að leika illa af sér, með 35. - Df7-d5?? sem gaf færi á fremur einföldum vinnings- leik: 36. Hxg6+! - Kf7 37. Df5+ og svartur gafst upp. Desemberhelg- arskákmót TR hefst í kvöld kl. 20 í HVÍTUR leikur og vinnur félagsheimili TR, Faxafeni 12. Þá verða tefldar þrjár atskákir en laugardag og sunnudag eru tefldar tvær kappskákir hvorn daginn sem hefjast kl. 10 og 17 laugardag og kl. 10.30 og 17 sunnudag. Verðlaun eru kr. 12 þús., 8 þús. og 5 þús. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... AMORGUN, laugardaginn 5. desember, verður haldinn form- legur stofnfundur sameinaðs félags Starfsmannafélagsins Sóknar, Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum og Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags. I leiðara fréttablaðs fyrr- nefndra félaga er fjallað um sam- runa félaganna og segir þar að und- anfarin þrjú ár hafi verið unnið sleitulaust að sameiningu stéttarfé- laganna á Reykjavíkursvæðinu. Athyglisverðar hugleiðingar eru settar fram í leiðaranum og eftir að greint er frá því að frá og með morgundeginum verði tvö stór stétt- arfélög starfandi á Reykjavíkur- svæðinu, með um 30 þúsund félags- menn, eða um helming allra allra fé- lagsmanna ASÍ-félaga á landinu, segir svo meðal annars í leiðaranum: „Það vekur þá spurningu hvort ekki sé nauðsynlegt að Alþýðusam- bandið verði á ný samband stórra eininga með beinni aðild. Vandi hreyfingarinnar í skipulagsmálum endurspeglast vel í samskiptum stærstu félaga og landssambanda eins og glöggt kom í ljós í síðustu kjarasamningum. Yfirburðastaða stóru félaganna er staðreynd. Nauðsynlegt er að taka þá staðreynd til umræðu innan hreyfingarinnar áður en það verður að vandamáli. Alþýðusambandið hefur reynt að mynda áhrifaafl með landssamböndunum, sem hafa lítil völd vegna þess að ákvarðanir liggja úti í félögunum. Því verða menn að hafa það í huga, eins og forystu- menn félaganna, sem nú eru að sam- einast, höfðu að leiðarljósi alla tíð, að taka meira tillit til hagsmuna heildarinnar en hagsmuna einstakra forystumanna." XXX VÍKVERJI bíður spenntur eftir kvikmynd sem honum hefur verið sagt að komi í eitthvert ís- lensku kvikmyndahúsanna - hann veit ekki hvert - einhvern tíma eftir áramót. Það er mynd um enska sell- ósnillinginn Jacqueline du Pré, sem byggð er á bók systkina hennar, Hil- ary og Piers. Bókina kalla þau A Genius In The Family, Snillingur í fjölskyldunni, og víst er að það er ekki ofsagt. Englendingurinn Andy Paterson, meðframleiðandi Ágústs Guðmunds- sonar að kvikmyndinni Dansinn, framleiðir myndina um du Pré, og ræddi ofurlítið um hana í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í haust - þegar greint var frá áformum þeirra félaga am að koma sögunni um Jör- und hundadagakonung á hvíta tjald- ið. Myndin um du Pré var sýnd á kvikmyndahátíð í Kanada í haust og hlaut afar góða dóma. Aðalleikkonan er Emily Watson, sú hin sama og sló í gegn í þeirri mögnuðu mynd Br- eaking the Waves , sem kölluð var Brimbrot á íslensku. Að sögn Pater- sons þurfti hún ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni var boðið hlutverk Jacqueline du Pré í mynd- inni; heillaðist raunar þegar leik- stjórinn sagði henni söguna og hvað hann hefði í huga. Tók því hlutverk- ið að sér áður en handrit hafði verið skrifað. Víkverji hefur verið að lesa um- rædda bók systkinanna og er einnig heillaður. Saga þessa mikla selló- snillings er ótrúleg. Du Pré var undrabarn. Hóf að leika á selló fimm ára og vakti fljótlega athygli fyrir ótrúlega hæfileika, næmi og þroska og lék víða við frábærar undirtektir. Sextán ára kom hún fyrst fram sem atvinnumaður en stórkostlegum ferli lauk eins og hendi væri veifað tíu árum síðar. Al- varlegur sjúkdómur kom í ljós; sjúkdómur sem dró hana til dauða á fjórtán árum. Fróðlegt er að lesa hvernig undrabarn - í þessu tilviki í tónlist - er frábrugðið venjulegu barni. Stór- kostlegir hæfileikar á einu sviði gera það að verkum að ekkert verður „venjulegt“. Hún stjórnar í raun fjölskyldunni. Allt snýst um hana. Saga du Pré, sem giftist öðru undra- barni, píanóleikaranum og hljóm- sveitarstjóranum Daniel Barenboim, er í senn yndisleg og átakanleg. Myndin hlýtur að verða mögnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 277. tölublað (04.12.1998)
https://timarit.is/issue/131217

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

277. tölublað (04.12.1998)

Aðgerðir: