Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 70

Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ ?0 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 Undurljúftfyrir báttinn v l*r‘“ ‘ ‘v- V '• v’ , / fynmiki3oghr^andÍ 7 morffun<tári(J I Peppermint t., mjw,«Tf Endurnœrandi ogfrúkandi ^ FÓLK í FRÉTTUM EIN DAG í EI Björgvin Halldórsson er áberandi á íslenska Tónlistanum sem sjá má hér neðar á síðunni. Hann syngur Snæfinn snjókarl á safnplötunni Pottþéttum jólum 2 sem eru í efsta sæti og „dóttir mín syngur lagið Ég hlakka svo til,“ skýtur hann inn í. Þá syngur Björgvin titillag safnplötunnar Söknuður sem er í öðru sæti og gefin er út til minningar um Vil- hjálm Vilhjálmsson. Auk þess framleiddi hann plötuna Einu sinni var ásamt Gunnari Þórðarsyni og söng lögin ásamt kór Öldutúns- skóla. Þessi plata hefur nú verið endurútgefin og skipar fjórða sæti Tónlistans rúmum tveimur áratugum eftir að hún kom fyrst út. Hér er fjallað um Björgvin, plötuna Einu sinni var og einnig er Gísli Rúnar Jónsson leikari með meiru fenginn til að segja deili á manninum. Nafn: Björgvin Halldórsson Fæðingarstaður og ár: 16. apríl árið 1951 í Hafnarfirði. Fjölskylda: Eiginkona hans er Ragnheiður B. Reynisdóttir og eiga þau tvö börn, Svölu og Hrafn. Plata á Tónlistanum: Einu sinni var. Upptökutími: „Við gerðum hana í Englandi er við bjuggum þar og ætli upptökurnar hafi ekki tekið mánuð,“ svarar Björgvin. „Þetta er fyrri platan af tveimur. Sú síðari nefnist Út um græna grundu.“ Útgáfudagur- Einu sinni var kom upphaflega út á hljómplötu árið 1977 og síðan á geisladiski 6. október á liðnu hausti. Lagafjöldi: 12 Mínútur: Tæpar 30 Plötur: „Ef allar plötur eru taldar með sem ég hef verið viðloðandi eru þær á bilinu 130 til 140,“ segir Björgvin. Hvenær hófst ferillinn: „Fyrir hátt í þrjátíu árum.“ Mottó: „Bara að láta einn dag nægja í einu.“ HVER ER MAÐURiNN? Lýsing Gísla Rúnars Jónssonar leikara ►„Það er mikill stíll; fagurkeri; sælkeri; veikleiki fyrir þekktum vöru- merkjum og öllu sem lýtur að tækni. Fyrstur til að eignast allt það nýjasta í „modern electronics" á íslandi, jafnvel á undan framleiðand anum. Hann hefur fjölbreyttan smekk á lífsins lystisemdum; er ákaf- lega nákvæmur í vinnubrögðum og óskadraumur hljómplötuútgef- andans sem stjórnandi upptöku vegna drifkraftsins. Getur verið erf- iður í umgengni en er virkilega verðugur heilmikillar umgengni. Einhver orðheppnasti og hnyttn- asti núlifandi Islendingur sem um getur. Það væri nú þegar hægt að gefa út langa þykka bók bara með tilsvörum hans og hótfyndni. Einhver mesta nátt- úrurödd í íslenska dægurlaga- bransanum og syngur ævinlega beint frá hjartanu með sinni eigin rödd. Lífið væri miklu dauflegra víðast hvar á landinu þar sem hann þekkist persónulega ef hans nyti ekki við.“ Tónlistinn Fátt sem kemur á óvart POTTÞÉTT jól 2 eru í efsta sæti Tónlistans og var Aðal- steinn Magnússon hjá Skíf- unni, sem gefur þau út, spurðui- hvað væri eiginlega á safnplötunni. „Þetta er safn- plata með íslenskum og er- lendum jólalögum,“ segir Að- alsteinn. „Eitt nýtt jólalag er á plötunni eftir Kára Waage sem Helgi Björnsson syngur og heitir það Jólastafrófíð. Alls eru 40 lög á plötunni, m.a. Gleði og friðarjól með Pálma Gunnarssyni sem hef- ur verið ófáanlegt um nokkurn tíma.“ Eiga þeir sem kaupa Pott- þétt Jól 2 líka fyrstu plötuna? „Það held ég,“ svarar Aðal- steinn eftir andartaks um- hugsun. „Pottþétt Jól komu út fyrir jólin 1996 og hafa selst í nálægt 20 þúsund ein- tökum.“ Kom eitthvað þér á óvart á Tónlistanum að þessu sinni? „í sjálfu sér ekki,“ segir Aðalsteinn. „Helst að Grease skuli vera á uppleið á listan- um eftir hálft ár í dreifingu. Platan er að nálgast platínu- sölu á íslandi og er þá önnur platan á þessu ári til að kom- ast í 10 þúsund eintök en hin var íslenskir karlmenn með Stuðmönnum sem komin er í 17 þúsund eintök." Finnst þér listinn gefa trú- verðuga mynd af plötusöl- unni? „Já, mér fínnst hann mjög raunhæfur og raunhæfasti listi sem ég hef séð. Allar stærstu plötubúðirnar taka þátt og allar gefa þær upp réttar sölutölur þannig að þetta er besta nálgun sem hægt er að fá.“ 48. VIKA NONAME "■•■■■"co s m e t i cs —. ‘Kýnning Ólafía Hrönn Jónsdóttir N0 NAME andlit ársins 1998 Kynning, Silla Páls förðunarfræðingur ráðleggur í dag kl. 14-18. Spes, Háaleitisbraut 58-60 Ólafía Hrönn Jónsdóttir NO NAME andlit ársins 1998 NO NAME • —.. COSMETICS —— Kýnninfi Helga Sæunn förðunarfræðingur gefur ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Sautján, Laugavegi Dansleikur veröur í Ásgarði - Glæsibæ föstudagskvöld kl. 22-3 og laugardagskvöld kl. 23-3. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Nr.; var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi 1. i (7) 3 Pottþétt Jól 2 Ýmsir Skífan 2. ; (1) 3 Söknuður: Minning um Viihj. V. Ýmsir Skífan 3. ; (4) 4 These Are Specinl Tlmes Celine Dion Sony 4. 1 (2) 5 Einu sinni var Ýmsir Skífan 5. ; (3) 4 Bestof 1980-1990 U2 Polygram 6. ; (-) 1 Gorage Inc. Metallica Polygram 7. ; (5) 3 Gullnn hliðið Súlin hans Jóns mins Spor 8. • (6) 3 Lodies And Gentlemen George Michael Sony 9. i (12) 2 Klnssík Diddú Skifan lO.i(-) 1 Pottþétt 14 Ýmsir Spor/Skífan 11.1(10) 4 Heimurinn og ég Ýmsir Spor 12.; (9) 2 Alveg eins og þú Land og synir Spor 13. |(17) 5 Arfur Bubbi Skífan 14. i (22) 10 Grease-íslensk Ýmsir Skífan 15.;'(53) 3 Sönglögin í leikskólnnum 2 Ýmsir Stöðin 16.! (8) 3 Supposed Former Infatuation Alanis Morissette Warner 17. i (34) 1 Baywatch Ýmsir Spor 18. i (13) 2 Tical 2000: Judgement Day Method Man Polygram 19.1(37) 1 Pottþétt Jól Ýmsir Spor 20.1(35) 1 Into The Light Friðrik Karlsson Spor 21. i (—) 1 Fram i heiðanna ró Karlakórinn Heimir Kh 22.1(11) 3 Romanza Andrea Bocelli Polygram 23. i (15) 5 You've Come A Long Way Baby Fatboy Slim Sony 24. i (16) 4 Sultans of Swing Dire Straits Polygram 25.; (27) 5 Where We Belong Boyzone Polygram 26. i (33) 4 Pottþétt 13 Ýmsir Skífon/Spor 27.; (42) 1 Hlóturinn lengir lifið Papar Spor 28.1(60) 1 One's Mariah Carey Sony 29.1(28) 10 Hello Nasty Beastie Boys EMI 30.1(30) 9 Never Say Never Brandy Warner Unnið af PricewuterhouseCoopers I somstarfi við Samband hljómplötuframleiðenda 09 Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.