Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Málshöfð- un vegna of langs vinnutíma París. The Daily Telegraph. AXVEÐIÐ hefur verið að höfða mál á hendur forstjóra fransks fyrirtækis en vinnueft- irlitsmenn komust að því, að starfsmenn hans unnu of lang- an vinnudag. Bemard Rocquemont, sem var forstjóri rafeindafyrirtæk- is innan Thomson-samsteyp- unnar, á yflr höfði sér 2,3 millj- óna kr. sekt og skilorðsbund- inn fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Er málarekst- urinn hluti af herferð franska vinnueftirlitsins gegn fólki, sem leggur á sig ólaunaða eft- irvinnu og vinnur lengur en vinnuvikan segir til um. Hún er nú 39 klukkustundir en verður brátt 35. Hingað til hef- ur viðkomandi lögum aðallega verið beitt gegn þeim, sem eru með ólöglega innflytjendur í vinnu á lúsarlaunum. Allir lúti stimpilklukkunni I Thomson-málinu er því haldið fram, að vinnuvika 1.300 verkfræðinga og stjórnenda í verksmiðju fyrirtækisins í Elancourt hafi til jafnaðar ver- ið 46 klukkustundir eða sjö stundum lengri en lög kveða á um og fyrir umframtímann hafi ekkert verið greitt. Þessir starfsmenn, sem eru hærra settir en hinir óbreyttu, líta raunar margir svo á, að þeir séu ekki bundnir klukkunni, heldur því verki, sem þeir eru að vinna hveiju sinni en á því hefur nú orðið breyting. Elancourt-verksmiðjunni er nú lokað stundarfjórðungi eftir að vinnu lýkur opinberlega og allir starfsmenn verða að stimpla sig inn og út. Martine Aubry, atvinnu- málaráðherra Frakklands, er ekkert yfir sig hrifin af dugnaði vinnueftirlitsins og hún segist óttast, að harkaleg- ar aðgerðir þess muni snúa fólki gegn væntanlegri stytt- ingu vinnuvikunnar í þrjátíu og fimm stundir. ÖSE reynir að koma í veg fyrir að átök brjótist út í Kosovo KLA sagt ætla að láta gíslana lausa Pristina, London, Moskvu. Reuters. YFIRMAÐUR ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sagði í gær að Frelsisher Kosovo (KLA) hefði samþykkt að láta lausa úr haldi átta júgóslavneska hermenn sem þeir tóku í gíslingu síðastliðinn föstudag. Sagði Knut Vollebæk, yf- irmaður ÖSE sem jafnframt er ut- anríkisráðherra Noregs, að viðræð- ur við leiðtoga KLA hefðu hlotið far- sælan endi en kvaðst ekki að öðru leyti geta greint frá því hvað fælist í samkomulaginu. Sendi ÖSE seinna frá sér yfirlýs- ingu þar sem sagt var að „mikilvæg- ur fundur“ færi fram í Gornje Obrinje, sem er um 20 kílómetra vestur af Pristina, í dag, miðviku- dag. Var það spá fréttaskýrenda að á þessum „fundi“ myndi KLA af- henda hermennina í hendur ÖSE. Fyrr um daginn hafði Adem Demaci, talsmaður KLA, ítrekað þá kröfu skæruliðanna að Serbar létu af hendi níu liðsmenn KLA, sem handteknir voru fyrir mánuði, gegn því að júgóslavnesku hermennirnir yrðu látnir lausir. Var ekki ljóst hvort Vollebæk, sem kom til Kosovo í gær, hafði fengið KLA til að láta af kröfu sinni en júgóslavneski herinn lýsti því yf- ir, skömmu fyrir fréttamannafund Vollebæks í gær, að KLA yrði að sleppa hermönnunum „skilyrðis- laust“, ella kynni Júgóslavíuher að þurfa að beita valdi til frelsa þá. Höfðu fulltrúar ÖSE lagt allt kapp á að fá hermennina júgóslav- nesku leysta úr haldi enda óttuðust menn að til blóðugra átaka kæmi á nýjan leik fengist ekki farsæl lausn á málinu. Um 2.000 manns féllu í átökum í Kosovo í fyrra. Utanríkisráðherrar Rússlands og Frakklands, Igor Ivanov og Hubert Vedrine, sem í gær funduðu í Moskvu, hvöttu tU þess að Tengsla- hópurinn svokallaði, sem Bandarík- in, Rússland, Frakkland, Bretland, Þýskaland og Ítalía standa að, leitaði nýrra leiða til að stuðla að friði í Kosovo. Þar hefur þótt ófriðlegt að undanfórnu þrátt íyrir tilraunir Chris Hills, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, til að miðla málum. Er því nú spáð að Tengslahópur- inn komi saman innan tveggja vikna og mun hópurinn sennilega leggja áherslu á að fá Ibrahim Rugova, kjörinn leiðtoga Kosovo-Albana, og fulltrúa KLA til að mynda eina samninganefnd, sem haldið gæti á fund Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, og leitað lausnar á Kosovo-deilunni. Þetta gæti hins vegar reynst þrautin þyngri því Rugova og KLA hafa hingað til lítið viljað eiga saman að sælda. Reuters I GÆR var Enver Maloku, yfirmaður upplýsingamiðstöðvar Kosovo-Albana, borinn til grafar en hann var myrtur á mánudag af óþekktum byssumönnum. Fjöldi fólks var við útförina, m.a. margir skæruliða KLA. Persson svarar Santer fullum hálsi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÉG VAR spurður álits í beinni sjónvarpsútsendingu. Ekki gat ég stokkið upp og hringt í Santer til að spyrja hvað honum fyndist," sagði Göran Persson, forsæt- isráðherra Svíþjóðar, í gær vegna harðrar gagnrýni í bréfi frá Jacques Sant- er, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB. Tilefni bréfaskrifta Santers var sjónvarpsviðtal við Persson á þrettándanum. Aðspurður um starfsmann ESB, sem vikið var úr starfi fyrir að leka upplýsingum um fjárhagslega óreiðu í tengsl- um við sjóði ESB, sagði Persson að ef sá skortur á aðgengi og vilja til breytinga, sem hann læsi út úr slíkri útilokun, breiddist út skaðaði það ESB. í bréfi sínu undrast Santer ummælin. „Ég hefði óskað þess að þú hefðir haft samband við okkur til að kynna þér okkar rök áður en þú setur fram svo neikvæð ummæli," segir Santer. Santer segir manninn ekki hafa verið rekinn fyrir upp- Ijóstranir, heldur fyrir að leka upplýsingum úr skjölum, og veltir fyrir sér hvað sænska stjórnin gerði við slíkar aðstæður. Einnig spyr hann hvað Persson eigi við með skorti á aðgengi, því skjöl eins og hér var um að ræða séu heldur ekki opinber í Svíþjóð. Á síðustu fjórurn árum hafi meira verið gert til að takast á við svindl en undanfarin fjörutíu ár. Að lokum segir hann að slík um- mæli skaði ESB. „Ég nota bara hans stíl,“ sagði Persson og samsinnti því að svar sitt væri kannski nokkuð snarpyrpt, „en ég var líka ögn argur,“ bætti hann við með hægð. í svari sínu bendir hann Santer á að hann hafi ekki heldur haft samband við sig og samstarfs- rnenn sína til að kynna sér nákvæmlega hver ummælin hafi verið og segir bréf Santers byggj- ast á röngum upplýsingum. Starfsmenn framkvæmdastjórnar- innar í Stokkhólmi séu greinilega ekki starfi sínu vaxnir fyrst þeir geti ekki gefið réttar upplýsingar. Sænskir fjölmiðlar voru upp- fullir af vangaveltum um bréf Santers og erlendir fjölmiðlar hafa tekið málið upp, enda tónn- inn langt frá venjulegu diplómaf ísku kurteisishjali. Kannski væri Santer svo þjakaður af vantrauststillögunni, sem borin verður upp í þinginu á morgun, töldu sumir. Kannski þætti mönn- um í Brussel Svíar svo einangrað- ir að við þá væri hægt að segja hvað sem er, var ágiskun annarra fjölmiðla. Paavo Lipponen, for- sætisráðherra Finna, tók upp hanskann fyrir Santer og sagði að hann yrði að fá vinnufrið. ■ Kröfur harðna/20 Persson Reuters Snjókoma í Frakklandi MIKIL snjókoma í Norður- Frakklandi olli í gær uppnámi í lestarsamgöngum og bílaumferð. Þúsundir manna voru einnig án rafmagns í suður- og austurhluta Frakklands eftir blindhrið um síðustu helgi. Að auki olli snjó- koman erfiðleikum í Hollandi þar sem loka þurfti Schiphol-flugvelli um tíma. Nokkrir Parísarbúar voru hins vegar í gær allt annað en ósáttir við fyrstu snjókomu þessa vetrar, t.d. þessir sem gerðu sér glaðan dag á Marsvöllum fyrir framan Eiffel-turninn. Hart sótt að Netanyahu Jerúsalem. Reuters. JACOB Frenkel, bankastjóri ísra- elska seðlabankans, varaði í gær við auknum fjárútlátum ríkisins í að- draganda þingkosninga, sem fram eiga að fara í landinu í maí, en for- sætisráðherrann, Benjamin Net- anyahu, lýsti á mánudag stuðningi sínum við lagafrumvarp sem leggur til að böm hljóti ókeypis grunn- skólamenntun frá þriggja ára aldri, í stað fimm ára aldurs áður. Hafnaði Netanyahu þá einnig tillögu um að lækka lífeyri aldraðra. Neitaði Netanyahu hins vegar í gær ásökunum um að hann hygðist einungis auka fjárútlát ríkisins í velferðar- og menntamálum í því skyni að laða kjósendur til liðs við sig í upphafi kosningabaráttunnar. Fulltrúar í fjármálaráðuneytinu og hagfræðingar segjast telja stuðning Netanyahus einungis í orði en ekki á borði, og skýrast af því að kosn- ingar væra yfirvofandi, og sögðu að aukinheldur myndi forsætis- ráðherranum ekki takast að finna fjármuni í ríkiskassanum fyrir þessi verkefni. Tók Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem býður sig fram sem forsætisráðherra gegn Netanyahu, undir háværar gagn- rýnisraddir. „Þessi ríkisstjórn lætur aldrei verkin tala,“ sagði Barak. Hélt Netanyahu því hins vegar fram að hann hefði alltaf haft í hyggju að losa um buddu ríkisins nú, eftir að hafa stundað aðhald í ríkisrekstri undanfarin tvö og hálft ár. „Ég sagði að fyrst yrðum við að stíga á hemlana en að hækkun á út- gjöldum ríkisins myndi fylgja í kjölfarið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.