Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * % Burt með sveit úr bæ Fagna ber þeirri bráðsnjöllu hugmynd að verslanamiðstöð rísi á Akureyrarvelli. Grænn er ekki litur þéttbýlis; vilji fólk njóta grænna grunda er auðvelt að fara út í sveit, þar er nóg pláss Það hlaut að koma að því að skynsemin næði yfirhendinni í bæjarapparatinu á Akureyri. Deyfð er sögð hafa ráðið ríkjum í bænum síðustu árin, fólki hefur ekki fjölgað í höfuðstað Norðurlands lengi - að minnsta kosti ekki að neinu ráði - en svei mér ef lausnin á vanda bæjarins er ekki fundin. Meinið virðist að minnsta kosti fundið og það er vissulega fyrsta skrefið til lausn- ar: bærinn er of grænn. Hefur raunar lengi verið það og margir talið það til prýði, en það er auðvitað misskilningur þegar betur er að gáð. Að allt sé vænt sem vel er grænt á ekki lengur VIÐHORF SSL, Eftir Skapta 611 , Hallgrímsson svæðm, að eg tali nú ekki um útivistarsvæðið í Kjarnaskógi; þetta er auðvitað allt til óþurft- ar. Að engum skyldi koma þetta til hugar fyrr! Grænt er fráhrindandi. Og eftir að hinir grænu framsóknarmenn eru loksins komnir úr bæjarstjórn er tímabært að taka af skarið og útrýma sem mestu af grænum svæðum í bænum. Ekki er annað hægt en fagna þeirri djörfu en jafnframt bráðsnjöllu hugmynd að versl- anamiðstöð rísi þar sem Akur- eyrarvöllur er í dag. Að eyða svo dýrmætu svæði undir íþrótta- völl, fyrir fáeina lélega fótbolta- menn sem enginn nennir að horfa á, og enn færri frjálsíþróttamenn, sem geta heldur ekki neitt, er auðvitað út í hött. Reyndar er með ólíkind- um að svo stórt og þar að auki grænt svæði skuli enn vera óbyggt, næiri miðbæ menning- arbæjar á borð við höfuðstað Norðurlands. Tuttugustu öldinni er um það bil að ljúka og enn er ekki búið að byggja á öllum mögulegum blettum í grennd við miðbæinn! Umsókn KEA Nettó og Rúm- fatalagersins um að byggja tíu þúsund fermetra hús á íþrótta- vallarsvæðinu hlýtur að fá jákvæða umfjöllun bæjaryfir- valda á Akureyri. Hagkvæmnin blasir við. Eitt lítið dæmi er að frá bílastæði í grenndinni yrði stutt í allar helstu menningar- stofnanir bæjarins; í umrædda verslanamiðstöð, á Amtsbóka- safnið, áfengisverslunina og Sjallann. Einn gjalli á gjöf Njarðar er reyndar sá að fyrir nútímamanninn er of langt fót- gangandi í næstu kirkju. Það vandamál mætti raunar leysa með auðveldum hætti; annaðhvort að breyta núverandi áhorfendastúku knattspyrnu- vallarins í guðshús eða þá að prestarnir fengju inni í nýja, fina húsinu. Messur gætu til dæmis staðið yfir á verslunar- tíma; fjallið kæmi sem sagt til Múhameðs. Verslun og viðskipti eru það sem koma skal, eins og allir vita. Réttast væri þar af leiðandi að byggja fleiri verslanahallir en þessa einu í bænum. Nýting Lystigarðsins er til dæmis varla svo mikil að ekki megi taka eins og helminginn af honum undir aðra starfsemi. Næg bílastæði eru við Fjórðungssjúkrahúsið og Menntaskólann. Garðurinn er raunar ein af gersemum Akur- eyrarbæjar, en nútíminn er jú einu sinni þannig að fólki er bet- ur við hús en gróður, ekki satt? Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Líklega væri réttast að rífa hafnaraðstöðuna líka, leggja nið- ur sjávarútvegsfyrirta:kin og kalla sjómennina í land. Versl- unarrýmið á fótboltavellinum verður svo stórt, verslanirnar svo margar, að þeir hljóta að geta fengið vinnu við afgreiðslu. Og svo dunda Akureyringar sér við það að kaupa hver af öðrum. Með þeim hætti skapast verðmætin eins og allir vita. Akureyringar eru lélegir í fót- bolta. Það er einföld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við og því vitaskuld best að steypa yfir aðalleikvang bæjarins. Það er hvort eð er bara goðsögn að þetta sé einn besti völlur lands- ins, jafnvel sá besti. Þór og KA mega muna sinn fífil fegri. Framundan er tuttugasta og fimmta sumarið síðan félögin fóru að leika undir eigin merkj- um eftir að Akureyringar hættu að leika sameinaðir í nafni IBA og þess er ekki hægt að minnast með táknrænni hætti en að byggja stórhýsi á vellinum. Ak- ureyri er nú einu sinni helsti þjónustukjarni á Norðurlandi. En ekki ætla ég að leggja til að afreksmönnum fortíðar verði alveg gleymt. Afganginn af steypunni sem fer í stórhýsið mætti nota til að reisá styttu á svæðinu af óþekkta knatt- spyrnumanninum. Ég held það sé staðreynd sem enginn hefur þorað að nefna að íþróttafélög gegna engu hlut- verki öðru en því að vera baggi á sveitarfélögum. Renna ekki milljónir á milljónir ofan til þessara félaga ár eftir ár? Eilífir styrkir hingað og þangað. Svo er hvert húsið af öðru byggt yfir þessar fáu hræður í íþrótta- hreyfingunni, engum til gagns. Hverju skilar þetta til baka? Engu. Ekki er uppeldishlutverk hreyfingarinnar að minnsta kosti upp á marga fiska. Nei, líklega væri gáfulegra að verja landrými til einhvers þarfara en íþróttamannvirkja. Einhvers uppbyggilegs. Væri ekki til dæmis ákjósanlegt að breyta KA-höllinni í spilavíti? Útlend- ingar vilja miklu frekar koma til norðursins fagra í því skyni að leggja undir nokkrar evrur við spilaborðið en margt annað. Það kemur að minnsta kosti aldrei neinn til að horfa á lélega fót- boltamenn. En hvað skyldi vera hægt að gera við Þórssvæðið í Þorpinu? Kannski Jóhannes vilji gera aðra tilraun og opna þar Bónusverslun? Grænt er litur strjálbýlis. Allir sjá hve Ráðhústorgið fríkkaði þegar grasbalinn var fjarlægður á sínum tíma og grá og fógur steinsteypan tók völdin. Akur- eyri er nútímabær og á þvi að vera grár. Vilji fólk njóta grænna grunda er ekki tiltökumál að skjótast út fyrir þéttbýlið. Nóg er af plássinu hérlendis. JÓN ÁRNI JÓNSSON + Jón Árni Jóns- son fæddist á Akureyri 16.12. 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björn Kristjánsson, f. 16.11. 1890, d. 22.11. 1962, og Jónsdóttir, f. 1892, d. 23.2. 1974. Systkini Jóns Árna eru: María, f. 1918; Kristján, f. 1919; Mikael, f. 1922, d. 1984. Hálf- systir hans samfeðra var Jónína, f. 1908, d. 1996. Hálfbróðir Jóns Árna sammæðra var Tryggvi Jónsson, f. 1914, d. 1987. Hinn 29. september 1951 kvæntist Jón Árni Maríu Páls- dóttur, f. 26.5. 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Einars- son, f. 30.6. 1893, d. 5.1. 1983, og Þóra Hólmfríður Steingríms- dóttir, f. 17.10. 1897, d. 1.5. 1982. Börn Jóns Árna og Maríu eru: 1) Páll, f. 1954, eiginkona Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, f. 1954. Þau eiga þijú börn. 2) Lovísa, f. 1956, sam- býlismaður Óskar Þór Halldórsson, f. 1961. Þau eiga tvö börn. 3) Steingrím- ur, f. 1957, eigin- kona Árún K. Sig- urðardóttir, f. 1957. Þau eiga tvö börn. 4) Jón Arni, f. 1962, sambýliskona Sigríður Stefáns- dóttir, f. 1958. Hún á tvö börn. 5) Stefán, f. 1964, eig- inkona Yean Fee Quay, f. 1969. Þau eiga eitt barn. 6) Þóra, f. 1969, sambýlismaður Björn Halldórs- son, f. 1969. Þau eiga eitt barn. Jón Árni lauk fil.kand. prófi í latínu frá Háskólanum í Lundi 1948, og prófi í þýsku frá Háskólanurn í Heidelberg 1951. Hann kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1948-1949 og 1951- 1985. Kennslugreinar: Latína, þýska, danska og sænska. Hann var aðstoðarskólameistari 1971- Í973. Utför Jóns Árna Jónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þeir eru margir nemendurnir sem Jón Árni Jónsson, tengdafaðir minn, kenndi um dagana. Hans starfsvett- vangur var Menntaskólinn á Akur- eyri, fyrst og fremst gamla skóla- húsið þar sem marrar svo vinalega í gólfum þegar eftir þeim er gengið. Gamla menntaskólahúsið var um- gjörð dönsku-, sænsku-, þýsku- og síðast _ en ekki síst latínukennslu Jóns Ái'na. Eðli málsins samkvæmt voru það umfram allt máladeildar- nemendur við MA sem nutu upp- fræðslu hans, en sökum þess að ég fetaði braut félagsfræðinnar fékk ég aldrei notið kennslu tengdaföður míns í þá daga. Mörgum árum síðar, þegar ég hóf sambúð með Lovísu dóttur þeirra Jóns Árna og Maríu, varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast menntaskólakennaranum, hans fjölþættu gáfum og einstöku hlýju. Þrátt fyrir að vera sestur í helgan stein, eins og það er kallað, hélt tengdafaðir minn miklum og góðum tengslum við sinn gamla vinnustað. Hann fylgdist úr fjarlægð með hvernig skólinn þróaðist og efldist og gladdist yfir nýjum sigr- um, til dæmis byggingu Hóla, hins nýja og glæsilega skólahúss MA. Og á meðan heilsan leyfði var með gleði orðið við óskum um að spila á píanóið á jólatrésskemmtunum starfsmanna MA. Jón Árni var nefnilega gæddur tónlistarhæfileikum. Hann spilaði af fingrum fram á píanóið og hafði orð á því að hann væri heldur lélegur við að lesa nótur. Enda þurfti ekki nótur þegar latínukennarinn sat við píanóið, fingur hans breyttu þekkt- um lögum í sveiflandi djass svo unun var á að hlusta. Og þegar verulega var gengið á kraftana síðustu mán- uðina fyrir andlátið hafði Jón Árni orð á því að hann yrði forsjóninni þakklátur fyrir ef hann bara gæti náð þeirri heilsu að setjast við píanóið og spila eilítið af fingrum fram. Það gekk þó ekki eftir. Tengdafaðir minn var bókamaður. Hann leit á bækur sem ákveðna dýr- gripi og þær bæri að umgangast sem slíka. Barnabörnin voru með á hreinu boðorðið um afabækumar. „Þær eru ekki ætlaðar til barna- leikja,“ sagði afi og brosti. Þetta skildu börnin fullkomlega og afa- bækur voru alltaf á sínum stað í hill- unum. Það var hins vegar annar fjár- sjóður sem afi lumaði alltaf á í eld- hússkápnum og var sérstaklega ætlaður barnabörnunum. Þessi fjár- sjóður samanstóð af smartís, gúmmíi og öðru lostæti. Oft hafði afi orð á því að þessar gotterísgjafir til barna- barnanna væru kannski ekki alveg í takt við ströngustu uppeldisboðorð foreldranna. Og svo hló hann. Tengdapabbi lét ekki fréttatímana framhjá sér fara og fylgdist vel með heimsmálunum í gegnum svarta viðtækið í eldhúsinu í Furulundi. Mogginn var lesinn og sjónvarps- fréttirnar voru á sínum stað. Oft þegar fundum okkar bar saman vai' skeggrætt um atburði dagsins, en oftar en ekki rak tengdapabbi frétta- manninn á gat. Islenskt mál var honum hugleikið og oft færði hann í tal við mig allar þær ambögur sem því miður heyrast á öldum ljósvakans. Sem gömlum kennara var Jóni Árna annt um ís- lenskuna. Hann gerði sér þó grein fyrir og sagði reyndar stundum að þróun málsins í hinar ýmsu áttir væri óumflýjanleg. En tilhneiging þorra þjóðarinnar til notkunar þágu- falls í stað þolfalls þótti honum held- ur slæm þróun, sem líklega væri þó örðugt að koma í veg fyrir. Um- hyggja tengdaföður míns fyrir móð- ui’málinu kom vel fram í því áhugamáli hans að ráða krossgátur. Krossgátur í dagblöðunum voru ráðnar eins og ekkert væri og sér- stök krossgátublöð voru engin fyrir- staða. Meira að segja krossgáturnar í danska blaðinu Hjemmet voru ráðnar án sýnilegra vandkvæða. Gát- urnar í Hjemmet voru reyndar til þess fallnar að halda við kunnáttunni í skandinavískum tungumálum. Það var mér sérstakur Jærdómur og gæfa að eignast Jón Árna fyrir tengdaföður. Hann átti í hugskotum sínum ýmsar skemmtilegar frásagn- ir, sem oft tengdust Menntaskólan- um á Akureyri á einn eða annan hátt. Stundatöflugerðin í MA vai' oft nefnd, sömuleiðis leiklistarferð menntskælinga til Siglufjarðar og fræg Skagafjarðarferð nokkurra samkennara, að ógleymdri trilluút- gerðinni með Friðriki Þorvaldssyni og síðar einnig Gísla Jónssyni og Ama Kristjánssyni. Hlýju átti tengdafaðir minn ómælda og hennar hefur fjölskyldan öll fengið að njóta í ríkum mæli. Barnabörnunum var hann einstakur afí sem þau munu alltaf minnast. í gegnum tárin sagði sjö ára sonur minn þegar honum voru færð þau tíðindi að afi væri dáinn: „Hann var góður afi.“ Og hann bætti við: „Nú er afi kominn i annan heim þar sem er engin mengun.“ Síðustu mánuðurnh' voru tengda- fóður mínum erfiðir. Hann fór síðastliðið vor til endurhæfingar á Reykjalundi og átti þar góða daga, en vitað var að lungun voru veik og hjartað sömuleiðis. Á Reykjalundi veiktist Jón Ái’ni og var fluttur á Landspítalann. Þar var honum vart hugað líf, en lífsneistinn var til stað- ar og norður á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri komst hann síðast- liðið sumar og dvaldi þar til dauða- dags. Fjölskyldan vill hér með koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks á Reykjalundi, Land- spítalanum og lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju. Friður guðs blessi kæran tengda- föður. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Óskar Þór Halldórsson. Elsku afí. Við vorum blómin í haga þínum sem best fengu að njóta sín, þáðum birtu og yl, nærðumst og nýttum til vaxtar. Við þekktum ást þína til okkai- afabarna þinna og líka þrá þína eftir fyrstu fundum við nýj- ustu sprotana. Við þekktum einnig sorg þína yfir þeim fundum sem aldrei fengu að verða. Jóhannes úr Kötlum, skáldið sem þú kynntir fyrir okkur, lýsir þessu vel í eftirfarandi ljóði: Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki: komdu sæll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu vera að því að bíða stundarkorn? Eg bíð aldrei eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi litlu blóm þú veizt sem glöddu mig svo mikið í vor eð leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? Þökk fyi'ir allt sem við fengum í malinn okkar. Afabörnin. Það er sumarkvöld. Rökki'ið er ekki til, en galsi og gleði býr í þreytt- um bai'nslíkömum. Við liggjum fjög- ur saman í litlu hornherbergi, ég og þrjú elstu börnin þín. Dagurinn var einn endalaus leikur i barnmörgu Brekkuhverfi. Fyrir litla sveita- stelpu hrúgast myndh-nar upp, skapa ringulreið og aftra ró og svefni. Þú kemur í gættina, breiðir sængurnar betur ofan á okkur öll og biður Faðirvorið með rólegum söngl- anda. Fyrst á íslensku, síðan á latínu. Kyssir alla kollana, og eflaust sérðu spennuna og óróleikann í litla sumargestinum, finnur fyiir vöntun á værð og öryggi. Að minnsta kosti hvíslar þú í eyra mér: „Núna eri þú líka litla stelpan mín.“ Svo ferðu út í eldhúsið til hennar Maju þinnar, færð þér kaffibolla, og við hljóðlegt kvöldskrafið, bfldyn í fjarska og óm kirkjuklukknanna á korters fresti sigrar svefninn og værðin tekur völd, því að ég er eitt af börnunum hans Jóns Árna. Bærinn var varla vaknaður úr næturdvala. Vaðlaheiðin grúfði sig í léttum flókum. Pollurinn djúpur og tær. Hann spáði blíðu, og þú ætlaðir þér á skak úti á fii'ði með tvo litla há- seta um borð. Þykkar peysur, kaffi hellt á brúsa, og þrammað af stað með brauð og kremkex í köflóttri tösku. Niðri í Sandgerðisbót er sum- ardraumurinn, lítil trilla við taum. Vélai'brambolt, olíubrúsi, alls konar tilfæringar, og við dugguðum út á spegilsléttan Eyjafjörð. Aflinn ábyggilega tregur, en þeim mun meiri kyrrð, selta og gjálfur. Vélin sennilega í vondu skapi, og sí og æ þurfti að taka kertin úr og núa þau með sverum blýanti. Aldrei efuðumst við börnin þín samt um, að við kæmumst allra okkar ferða undir verndarvæng eins albesta vélvirkja landsins. Um kvöldið glæný soðning með lifur og hrognum. „Aldrei verið dreginn eins góður fiskur úr sjó,“ til- kynnth' þú litlu hásetunum. Lóðin þín var stór og slétt, kartöflugarður í horninu, fullt af hjólum framan við húsið og uppskransaður bakki þar út af. Tvö mörk og mikið traðk sunnan við húsið. Þá lóð þurfti aldrei að slá, og þrátt fyrir daglanga leiki, vítakónga, bikarkeppnir, hverfiskeppnir og hvað veit ég man ég bai'a einu sinni efth' brotnum stofuglugga. Innan við gluggana var umhyggja, mjólk, kex og hlýja. Litla systir mín var aldrei sumar- gestur. Hún er nær yngri börnunum að aldri, og nú vorum við flutt í bæinn, svo að hún eignaðist þegj- andi og hljóðalaust tvö heimili. Annað var í númer þrjú, en hitt í ell- efu. Þar fann hún ótakmarkað öryggi, akkeri til vara. Ef eitthvað bjátaði verulega á hjá okkur myndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.