Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 39 svo núna í september, seinna áfall- ið dundi yfir og hann brotnaði aft- ur. Hann gafst samt aldrei upp, var staðráðinn í því að komast á fætur aftur og heim í Bólstaðarhlíð. Eg er svo lánsöm að hafa alla mína ævi þekkt Guma. Þegar ég var lítil stelpa í Bólstaðarhlíð bjó fjöl- skylda mín á efri hæðinni og hann ásamt ömmu á þeirri neðri. Var ég þá tíðm’ gestur hjá þeim. Eg á margs að minnast frá þeim árum, m.a. allra ferðanna með Guma á bflnum hans um nærliggjandi sveit- ir að selja happdrættismiða Sjálfs- bjargai’, rukka símareikninga eða erinda eitthvað annað. Svo var það bara andrúmsloftið sem ríkti hjá þeim ömmu, svo rólegt og þægilegt sem síðan fylgdi Guma eftir að amma dó. Það var á þessum árum, sem grunnurinn var lagður að þeim böndum sem héldust æ síðan. Eitt það dýi-mætasta í lífi hverrar manneskju er að eiga góða að. Það veitir manni frelsi og öryggi til að móta sitt eigið líf og jafnvel taka smá áhættu. Líkt og fimleikafólkið sem getur leikið listir sínar í loftinu óhrætt á meðan netið er undir var Gumi einn af þráðunum í mínu neti. Hann var mér alla tíð sérstaklega góður og fylgdist af áhuga með því sem ég hafði fyrir stafni hverju sinni og hafði á því skoðun. Eftir að ég hóf sambúð varð hann strax mikill vinur Donna og strákanna okkar og fylgdist með þeirra skóla- göngu og áhugamálum af sama áhuga. Ásamt því að stunda kennslu var Gummi símstöðvarstjóri í Bólstað- arhlíð á meðan enn var þar sím- stöð. Ég var í vinnu hjá honum þar í tvö sumur. Gerði ég mér þá virki- lega grein fyrir hversu vinmargur og vinsæll hann var. Hann hafði stórt hjarta og mikið að gefa, var góður og tryggur vinur. Ræktaði hann sambandið við vini sína og skyldmenni af alúð, var duglegur að fara í heimsóknir og hafði reglu- lega samband símleiðis. Varla leið sá dagur yfir sumartímann að ekki fengi hann heimsókn. Voru það gamlir skólafélagar, samkennarar, nemendur og aðrir vinir sem sóttu hann heim. Ollum tók hann opnum örmum, til lengri eða skemmri dvalar. Það var ekki nóg með að hans vinir og ættingjar væru vel- komnir heldur þeirra vinir líka sem hann gerði jafnharðan að sínum. Gumi var mjög skemmtilegur heim að sækja, hafði ríka kímnigáfu og var alveg laus við stress nútímans og kapphlaupið við klukkuna. Alltaf var nógur tími til að ræða alla heima og geima og aldrei var pólitíkin langt undan. Fyrra sumarið sem ég var hjá honum hafði hann orð á því við mig að sig hefði lengi langað til að end- urgjalda gestrisni og hlýhug vina sinna og samkennara í Varmahlíð með því að bjóða þeim heim. Það varð úr að hann bauð þeim til kvöld- verðar. Varð úr hinn mesti gleð- skapur og held ég að allir hafi skemmt sér mjög vel. Sjaldan sá ég Guma njóta sín betur en þá og á þeim rúmlega tuttugu árum sem síðan eru liðin, rifjaði hann oft upp þetta kvöld. En svona var hann, gestrisinn með afbrigðum og naut þess að vera innan um fólk, ljúfur í lund og aldrei minnist ég þess að heyra hann tala illa um nokkurn mann, hann dró alltaf fram það já- kvæða í fari fólks. Gumi var mikill heimilismaður, elskaði blóm og naut þess að fegra og bæta heimilið sitt í Bólstaðarhlíð þai’ sem hann kunni svo vel við sig og vildi helst hvergi annars staðar vera. Hann er nú kominn á vit feðra sinna og eflaust svífur andi hans yf- ir Bólstaðarhlíð og sveitinni þar sem hann átti svo djúpar rætur. Við Donni og strákamir kveðjum Guma með söknuði, þökkum honum samfylgdina og munum geyma minninguna um hann í hjarta okkar um ókomin ár. Hafdís Ævarsdóttir. JÓN HERMANNSSON + Jón Heimanns- son fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1930. Hann lést á Landspítalan- um að morgni mánu- dagsins 4. janúar síðastliðinn. Faðir lians var Hermann Jónsson, fæddur á Bláfeldi á Sæfells- nesi. Hann lést 1943 þegar árás var gerð á Súðina. Móðir Jóns var Kristín Bjama- dóttir, fædd á Hest- eyri. Hún lést 1979. Systir Jóns var Pálína Guðjóns- dóttir, hún lést 1990. Eftirlifandi bróðir Jóns er Hermann Her- mannsson. 1954 kvæntist Jón Ingu Ruth Olsen frá ísafirði, fædd 19.6. 1931. Faðir hennar var Símon Andréas Olsen, frá Karmoy í Noregi. Símon fórst í ísafjarðar- djúpi 1961. Móðir Ingu er Magn- úsína Olsen, fædd Richter, frá ísafirði. Böm Jóns og Ingu Ruthar em: 1) Magný Kristín, gift Reyni Sig- urðssyni. Börn þeirra em þrjú: Inga Kristín, Melkorka og Ulfur. 2) Hermann Símon, kvæntur Merete Strom. Sonur þeirra er Símon. 3) Guðbjörg Lind í sam- búð með Hirti Marteinssyni. Syn- ir þeirra em þrír: Amaldur, Dagur og Marteinn. Jón lauk prófi frá Austurbæj- arskólanum í Reykjavík 1947. Hann útskrifaðist frá Loftskeytaskól- anum 1954. Jón sótti einnig á þessum tíma námskeið í myndlist við Mynd- lista- og handíða- skólann í Reykjavík. 1954 fluttist Jón til Isafjarðar og starf- aði um Iangt skeið sem loftskeytamað- ur á togurunum Is- borgu og Sólborgu frá ísafirði. Jón starfaði í 17 ár hjá Pósti og súna, í fyrstu sem loftskeytamaður en síðari starfs- ár sín þar sem yfimmsjónarmað- ur með símritun. Jón var alla tíð áhugaljós- myndari og vann um túna á Ijós- myndastofu Leós á ísafii’ði. Síð- ustu árin vann Jón með hléum við flokkun og varðveislu á gömlum ljósmyndum og ljós- myndaplötum á Héraðsskjala- safni Isafjarðar. Auk þess starf- aði hann sjálfstætt að ýmsum ljósmyndaverkefnum og hafði hlotið iðnaðarleyfi til ljósmynd- unar. Jón hélt margar sýningar á ljósmyndum og málverkum á Isafirði og víðar á Vestfjörðum. Útför hans fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfiún klukkan 13.30. Hví gæti það ekki verið vilji Höfundarins - tilgangur sem oss tekst aldrei að skilja að hver maður sofni svefninum endalausa hverfi til þagnarinnar þaðan sem hann kom? Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina þá duiarfullu þögn sem drýpur af stjömunum? (Hannes Pétursson) Kæri pabbi! Þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og bömum okkar. Magný Kristín, Hermann Sím- on og Guðbjörg Lind. Fjörður fyrir opnu hafi. Mann- gerð fjaran sem minnir á hálfmána. Uppi á fjörukambinum þyrping húsa; bárujárnsklædd. Krókur heitir þessi byggð. Hús sem minna á þann tíma, þegar fólk byggði búð sína á sjávarkambinum, þaðan sem stutt var til sjávar. Krókur. Brot af heiminum. Nánasta umhverfi mannsins. Ókunnugum kynni að sýnast sem þessi hús væru ofur- seld duttlungum sjávar. Þau hafa samt alltaf staðið þarna þessi hús, frá því að hann fluttist til ísafjarð- ar og hann hefur tekið ótal myndir af þeim í rás tímans. Hann stendur á svölunum og horfir í gegnum linsuna og smellir af. Lengra burtu Amarnesið og Snæfjallaströndin. Yfir sviðinu tunglið og víðátta himins. Eftirlætismyndefni hans. Kyrr- stæður heimur; síbreytileg birtu- skil sem leika um sviðið. Að baki vissa hans um það, að sérhver ný mynd færði hann nær því sem kalla mætti hina fullkomnu ljós- mynd. Glíma manns við ljósið og skuggana. Alveg eins og í lífinu sjálfu. Jón Hermannsson var ekki bara ljósmyndari heldur einnig sannur hagleiksmaður. Til marks um það eru fíngerð skipslíkön, sem hann smíðaði ásamt stórri eftirmynd af ísafjarðarbæ, eins og bærinn leit út er hann hlaut kaupstaðaiTétt- indi. Það líkan er að finna á Byggðasafni ísafjarðar. Þar að auki má nefna, að Jón fékkst alla tíð við að mála myndir í natúralísk- um anda og hélt sýningar á mál- verkum sínum sem og ljósmyndum á Isafirði. Þrátt fyrir að hafa ekki notið langi-ar skólagöngu á sviði lista var sýnt, að Jón bjó yfir ríkum hæfileikum, sem hann náði að þroska þann tíma sem hann helg- aði sig listsköpun sinni. Jón Hermannsson var hógvær maður og sjaldan langorður um það sem hann var að fást við eða það sem öðrum þótti hann hafa gert vel. Hæglátur og gladdist yfir því, að opna augu samborgara sinna fyrir umhverfinu; ýmist á ljósmynd eða í málverki. Ljósmyndir, sem hann tók þegar hann var loftskeytamaður á togar- anum Sólborgu koma upp í hug- ann, sem mikilsverð menningar- söguleg heimild og horfna atvinnu- hætti um borð í síðutogurunum. Þar að auki mætti nefna myndir Jóns af gömlum húsum, sem áður stóðu á Isafirði en heyra nú sög- unni til. Minnisstæðar eru einnig ferðir hans um Hornstrandir í því skyni að ljósmynda byggðir og náttúrufar. Jón Hermannsson hafði alla tíð yndi af slíkum ferða- lögum. Hið sama átti við um ferðir á erlendri grund. Fyrir tveimur árum kenndi Jón þess meins sem síðar varð honum að aldurtila. Síðastliðið ár þurfti hann að yfirgefa heimkynni sín á Isafirði og dvelja löngum í Reykja- vík þar sem hann leitaði sér lækn- inga. Úr þeirri för átti Jón ekki aft- urkvæmt til Isafjarðar. Jón Her- mannsson mætti krankleika sínum með æðruleysi; grunaði ef til vill að fátt yrði honum til varnar. En mað- urinn stóð ekki einn í erfiðum veik- indum. Allan þann tíma var hann dyggilega studdur af konu sinni, Ingu Ruth Olsen og dætrum þeirra tveimur. Þar fann Jón þann styrk, sem veitti honum fróun huga og sálar, þegar í hönd fóra hinstu dag- ar lífsins. Jón Hennannsson hafði einstak- lega ljúfa nærveru og böm hænd- ust að honum enda maðurinn barn- góður og naut þess að leika við þau. Á bak við alvöragefið yfir- bragð og fágaða framkomu, glitti í kæti mannsins, sem var einlæg og þeirrar tegundar, sem böm skynja ein að á sér innistæðu í sjálfri sér. Fölskvalaust fas, án uppgerðar rétt eins og ljósmyndimar sem hann tók í Neðsta kaupstað eða af Snæfjallaströndinni. Nú hvílir snjórinn yfir landinu. Það var á slíkum stundum sem Jón Hermannsson horfði í gegnum lins- una á síbreytileg litbrigði lands og himins. Og smellti af mynd. Mynd, sem geymir brot af þessum skugga ljóssins yfir landinu. Blessuð sé minning Jóns Her- mannssonar. Hjörtur Marteinsson. Hin langa þrant er liðin, nú loksins Maustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) I byrjun nýja ársins kvaddi Jón Hermannsson þetta líf. í tæp tvö ár hafði hann barist hetjulegri bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Allan þann tíma bar hann höfuðið hátt og tók á móti örlögum sínum og erfíði með æðruleysi. Jón var faðir æskuvinkonu minn- ar Guðbjargar, þannig hófust kynni mín af honum þegar við litlar stelp- ur byrjuðum saman í skóla. Það var ævintýri að fara með Guggu í versl- unina sem foreldrar hennar ráku um árabil. Þar var verslað með ým- islegt, þ.ám. fót, snyrtivörar og meira að segja páfagauka. Á heimili Jóns og Ingu Ruthar konu hans var list í hávegum höfð. Fyrir utan óþrjótandi áhuga húsmóðurinnar á hannyrðum var Jón ljósmyndari og myndlistarmaður, reyndar ekki faglærður en mjög fær á því sviði. Eftir hann liggja mörg falleg mál- verk af hrikalegri náttúrufegurð Vestfjai’ða, íyiTr utan myndir af skipum, bæjarstæðum og öðru sem fyrir augu bar. Jón var dulur mað- ur og víst að hann var ekki allra, en þeir sem áttu í honum vin vissu að þar fór traustur maður. Þegar Guð- björg flutti úr foreldrahúsum hélst eftir sem áður vinskapur minn við foreldra hennar. Leiðir okkar lágu lengi saman þegar við unnum í fjöl- skylduíyrirtækinu O.N. Olsen. Þær eru margar góðar stundimar sem við minnumst nú sem unnum með þeim Jóni og Ingu Ruth þar. Að leiðarlokum, þegar ég kveð Jón Hermannsson í síðasta sinn, vil ég þakka þér kæri vinur samfylgd- ina á lífsleiðinni og alla þá alúð og umhyggju sem þú ávallt sýndir mér og fjölskyldu minni. Ég bið þér Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum, fullviss um að nú líður þér vel, laus við þær þrautir sem á þig voru lagðar. Elsku Inga Ruth, Magga (amma), Magný, Gugga, Hemmi og fjölskyldur. Ég og allt mitt fólk heima á ísafirði sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Við biðjum Guð að styi’kja ykk- ur og styðja í sorginni. Minning- arnar sem þið eigið um yndislegan Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ástvin munu milda sárasta söknuð- inn, þegar fram líða stundir. Guð blessi minningu Jóns Hermanss- sonar. Kolbrún Sverrisdóttir. Mig langar að minnast Jóns Her- mannssonar með nokkrum fátæk- legum orðum. Fjölskyldu hans kynntist ég þegar ég var um fimm ára gömul, er ég og Magný dóttir hans urðum vinkonur, og höfum verið síðan. Þegar maður hugsar um Jón kemur fljótt upp í hugann loftskeytastöðin, ýósmyndir og mál- verk. Jón var frístundamálari mfldll og skilur hann eftir sig mörg góð verk. Málaði hann aHt fram til hann var orðinn of veikur, nú í haust. Jón starfaði sem loftskeytamaður á tog- urum fi’á Isafirði til margra ára og á þeim tíma biðum við Magný spennt- ar þegar pabbi hennar og stjúpi minn komu úr löngum og erfiðum sjóferðum, því þeir sóttu báðir sjó- inn. Þegar Jón hætti til sjós tók hann til starfa sem loftskeytamaður á símstöðinni. Vel og lengi ráku þau hjónin, Jón og Inga Ruth, snyrti- vörabúð í flugfélagshúsin og einnig sjoppuna Gosa, sem flestir Isfirð- ingar muna efth’. Mikið fannst mér gaman að fylgjast með því hvað þau hjónin vora samhent í einu og öllu, allt þar til að dauðinn skildi þau að eftir 46 ára samveru. í síðustu heimsókn minni til þeirra á Hlíðar- veginn fannst mér allt í umhverfinu eins það var á bamsárum mínum, fyrir utan að í stað „krakka- púkanna" í brekkunni fyrir ofan, eins og krakkar vora gjai-nan kall- aðir fyrir vestan, vora komin hús. Þrátt fyrir hetjulega baráttu í tvö ár varð Jón að láta í minni pok- ann fyrir illskeyttum sjúkdóm og tók hann við örlögum sínum með hugrekki eins og hetju sæmir. Eft- ir hann liggur skarð sem erfitt verður að fylla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Að lokum vil ég þakka fyrir góð kynni og bið ég Guð að blessa þig og taka vel á móti þér. Ég og fjöl- skylda mín vottum Ingu Ruth, Magný, Hermanni, Guðbjörgu, Möggu Olsen, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Sveinsína Björg Jónsdóttir. Sérfræöingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 UTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 RFA KJ AN'IK LÍKKISTUVINNUSTOFA EYMNDAR ÁRNASONAR ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.