Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 21 Harðorðar yfírlýsingar íraka um nágrannaríkin vekja ugg Sagðar til marks um örvæntingu Saddams Tókýd. Reuters. Reuters Fyrsta vetnisdælan HARÐORÐAR yfirlýsingar íraka að undanfórnu um Kúveit og Sádi- Arabíu hafa vakið ugg í Persaflóa- ríkjunum og William Cohen, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þær væru til marks um að Saddam Hussein íraksforseti væri orðinn „órólegri og örvænting- arfyllri". Hann bætti við að Banda- ríkjastjóm væri staðráðin í að fram- fylgja flugbanninu yfir norður- og suðurhluta íraks þrátt fyrir and- stöðu íraka og sagði að þeim yrði refsað ef þeir réðust á bandarískar og breskar flugvélar. Bandarísk herþota skaut í gær flugskeyti á ratsjárstöð á flug- bannssvæðinu í norðurhluta Iraks og bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið sagði hana hafa stofnað flugvél- um Bandaríkjamanna og Breta í hættu. Daginn áður höfðu þrjár bandarískar herþotur gert sprengju- og flugskeytaárás á tvær loftvarnastöðvar á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa fjölgað herflugvélunum, sem framfylgja flugbanninu, og stjórnvöld í Kúveit hafa skipað hersveitum sínum að búa sig undir hugsanleg átök vegna „hótana" Iraksstjórnar. Ping Kú- veits ræddi öryggisráðstafanir stjórnarinnar fyrir luktum dyrurn í gær. Nágrannaríkin sökuð um að ógna fullveldi Iraks Málgögn íraksstjórnar héldu áfram harðorðri gagnrýni sinni á Kúveita og Sádi-Araba og sökuðu þá um að hafa „ógnað fullveldi íraks og einingu, sjálfstæði, öryggi og lífi írösku þjóðarinnar" með því að heimila Bandaríkjamönnum og Bretum að nota flugvelli til sprengju- og flugskeytaárása á Irak í desember. Nokkrir fréttaskýrendur fjöl- miðla í nágrannaríkjum Iraks segja Bandarísk her- þota skýtur flug’- skeyti á íraska ratsjárstöð þessa gagnrýni minna mjög á harðorðar yfirlýs- ingar íraka áður en þeir réðust inn í Kúveit í ágúst 1990. „Saddam hefur ráðist á Sádi- Araba, Egypta og Kúveita með skömmum og svívirð- ingum,“ sagði Cohen. „Þessar yfir- lýsingar og sú ákvörðun hans að virða ekki flugbannið virðist benda til þess að hann sé orðinn órólegri og örvæntingarfylh'i." Andófið gegn Saddam verði skipulagt í Irak Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hún hygðist fara til Sádi- Arabíu og Egyptalands til að ræða við ráðamenn ríkjanna um þróun- ina í írak og Miðausturlöndum. Talið er að hún leiti eftir stuðningi þeirra við þá stefnu Bandaríkja- stjórnar að halda írökum í skefjum með viðskiptabanni og hernaðarað- gerðum. Richard Butler, formaður vopna- eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóð- anna í írak, hefur ákveðið að banda- rískar njósnavélar af gerðinni U-2 verði ekki notaðar til eftirlitsflugs yfir írak meðan öryggisráð samtak- anna ræðir framtíð vopnaeftirlits- ins. Frakkar og Rússar sögðust í gær ætla að leggja fram tillögur um róttækar breytingar á starfsemi vopnaeftirlitsnefhdarinnar. Mohammad Baqer al-Hakim, einn af atkvæðamestu klerkum síta í suðurhluta Iraks, sagði í gær að Bandaríkjamenn kynnu að gríga til frekari hernaðaraðgerða gegn Irök- um eftir að föstumánuði múslima, ramadan, lýkur í næstu viku ef írakar héldu áfram að ögra Banda- ríkjamönnum og valda spennu á Persaflóasvæðinu. Bandaríkjamenn og Bretar hafa boðað nánara samstarf við hreyfing- ar íraskra útlaga til að koma Saddam frá völdum en Hakim sagði að láta ætti andstæðinga Saddams í írak um að skipuleggja tilraunir til að steypa honum af stóli. Hann sak- aði Bandaríkjastjórn um að hafa hindrað fyrri tilraunir íraskra stjórnarandstæðinga til að steypa Saddam, m.a. uppreisn síta skömmu eftir að Persaflóastyi'jöldinni lauk árið 1991. ----------------- Vilja bæta samskiptin við Iran Bagdad. Reuters. VARAFORSETI íraks, Taha Yass- in Ramadan, sagði á fundi með hátt- settum embættismanni frá íran í gær að stjórn fraks vildi bæta sam- skipti ríkjanna. Iraskt dagblað sagði að Mo- hammed Khatami, forseti írans, hefði sent embættismanninn til að ræða við Saddam Hussein íraksfor- seta i Bagdad. Ramadan tðk á móti gestinum og notaði tækifærið til að bjóða Hassan Habibi, vai'aforseta írans, í opinbera heimsókn til að bæta samskipti ríkjanna, að sögn írösku fréttastofunnar INA. írakar og íranar háðu blóðugt stríð á árunum 1980-88 og hafa efnt til viðræðna um ýmis óútkljáð mál, m.a. skipti á stríðsfóngum. FLJÓTANDI vetni sem eldsneyti á landfarartæki var í gær í fyrsta sinn boðið til almennrar sölu í Þýzkalandi þegar fyrsta vetnis- dælan var tekin í notkun í Ham- borg. Hér mundar Wolfgang Weise, yfirmaður nýtæknisviðs gasveitu Hamborgar, áfyllingar- byssuna, en borgarstjórinn Ortwin Runde opnaði áfyllingar- stöðina formlega í gær. Vetni er þrisvar sinnum orku- meira eldsneyti en benzín og skilar við bruna aðeins vatni sem úrgangsefni. Viðskipti við nýju áfyllingarstöðina voru lítil fyrsta daginn, en bflaframleiðendur keppast nú um að verða fyrstir til að bjóða upp á heimsins fyrsta fjöldaframleidda vetnisbfl. Þeir sem standa að uppsetningu nýju áfyllingarstöðvarinnar telja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær viðskipti við hana verði engu minni en á hefðbundnum benzín- og dísilstöðvum. „Vetni verður mikilvægasta eldsneyti 21. aldarinnar. Til lengri tíma litið mun það koma í staðinn fyrir olíu og gas,“ sagði Fritz Vahrenholt, talsmaður Deutsche Shell, sem stendur ásamt fleiri stórfyrirtækjum að nýju áfyllingarstöðinni. Talsmaður Daimler Chrysler AG, hins nýja sameinaða stórfyr- irtækis bflarisanna Daimler- Benz og Chrysler, sagði í gær að fyrirtækið stefndi að því að bjóða frá árinu 2004 upp á bfla sem gengju annaðhvort fyrir fljótandi vetni eða vetni sem unnið er úr metanóli um borð í bflnum. Utanríkisráðherra Þýzkalands Fimm milljóna ára apamaður Addis Abeba. Reuters. TALSMENN alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem stundað hef- ur rannsóknir á fornleifum í Eþíópíu, skýrðu frá því á mánu- dag að þeir hefðu fundið það sem virtist vera fimm milljóna ára gamlar leifar af apamanni. Þetta eru elztu leifarnar af þessu tagi sem fundizt hafa í heiminum. Tim White frá Kaliforníuhá- skóla í Berkeley, sem fer fyrir hópi vísindamanna frá 13 þjóð- löndum, tjáði Reuters að þörf væri á nánari rannsókn til að fá úr því skorið hvort sú tegund mannapa sem leifarnar væru af væri í raun forfaðir mannkynsins. „Uppgötvunin staðfestir ótví- rætt að vagga mannkynsins er að sönnu í Afríku," sagði White. Saddam Meirihlutaákvarð- anir verði reglan Strassborg. Reuters. JOSCHKA Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, sagði í gær að þýzk stjórnvöld sæktust eftir því að þeim sviðum samvinnunnar innan Evrópusambandsins (ESB), þar sem ákvarðanir eru enn teknar með samhljóða samþykki, verði fækkað niður í algert lágmark. Fischer var í Strassborg til að greina Evrópuþinginu ýtarlega frá verkefnaáætlun þýzka fonnennsku- misserisins, en Þjóðverjar gegna formennsku í ráðherrai'áðinu fyrri helming þessa árs. Hann spáði því að á leiðtogafundi ESB í Köln í júní- mánuði verði ákveðið að hrinda árið 2001 í framkvæmd þeirri uppstokk- un á innviðum sambandsins, sem nú er verið að semja um. Hann sagði að þýzka stjórnin myndi þrýsta á um að eftir endur- skoðun stofnanauppbyggingar og ákvarðanatökukerfís sambandsins, sem nauðsynleg er vegna fyrirhug- aðrar fjölgunar aðildamkja, skuli ákvarðanir þá aðeins teknar með samhljóða samþykki þegar um er að ræða breytingar á grundvallarsátt- málum ESB. „Lykilatriðið í þessu sambandi er vilji sambandsins til að samþykkja meirihlutaákvarðanir á sem flestum sviðum,“ sagði Fischer. Slík breyting hefði m.a. í för með sér að ákvarðanir um skattamál t.d. yrðu teknar með auknum meiri- hluta atkvæða í ráðherraráðinu í stað samhljóða samþykkis eins og nú er. Fer illa í Breta Víst má telja að yfirlýsingar af þessu tagi veki litla hrifningu í brezkum fjölmiðlum, en þegar þýzki fjármálaráðherrann, Oscar Lafontaine, lagði til í haust að unnið skyldi að aukinni samræmingu skatta innan ESB fór í gang mikið fjölmiðlafár í Bretlandi. Fischer var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann væri að reyna að gera brezka forsætis- ráðherranum Tony Blair erfítt fyrir - en hann hefur reynt að fylgja ESB-vinsamlegri stefnu en fyrir- rennarar hans úr Ihaldsflokknum. Það sagði Fischer alls ekki vera ætlan sína. En í viðtali við þýzka sjónvarpsstöð sagði hann síðan: „Vandamálið er Bretlands, ekki Evrópu.“ Fyrstu viðbrögð við ummælum Fischers frá talsmanni Blairs voru ekki hörð. Hann sagði brezku stjómina ávallt hafa gert sér grein fyrir þörfinni á að færa út notkun ákvarðanatöku með auknum meiri- hluta. Joschka Fischer Nýr lífeyrissparnaður - nýjar leiðir Skráðu þig á netinu, www.samlif.is SAMLIF Sameimða lífinggmgmjelagið bj. Kringtanm 6 • Simi S69 5400 • Fax 569 5455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.