Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 35< 1 + Þórunn Jóns- dóttir fæddist. á Skálanesi við Seyð- isfjörð 28. ágúst 1904. Hún andaðist á Landakotsspítala 29. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Regína Magdalena Filipp- usdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1877, d. 22. maí 1965, og Jón Bjarnason, bóndi og smiður, f. 7. september 1872, d. 11. júlí 1932. Regína var dótt- ir Filippusar Stefánssonar, bónda og silfursmiðs frá Kálfa- fellskoti, og Þórunnar Gísla- dóttur, ljósmóður og grasa- konu, sem var fædd að Asum í Skaftártungum. Jón var sonur Bjarna bónda og hreppsstjóra í Hörgsdal, sem var fæddur að Keldunúpi, og Helgu Pálsdóttur frá Hörgsdal. Systkini Þórunn- ar sem jjpp komust voru: 1) Nanna Áberg Magnússon, f. 1898 d. 1970, hennar fyrri mað- ur var H. Áberg d. 1946, síðari maður hennar var Grímur Nú þegar sólargangur lengist um hænufet á degi hverjum og við höf- um flest okkar glaðst yfir komu ljóssins, þá lagði Þórunn upp í sína hinstu ferð, langþráða ferð. Oftar er það, þegar aldurinn færist yfír menn, að þeim förlast minni þótt Iíkaminn sé í bærilegu ásigkomu- lagi, en hjá Mostu (sem er þýðing á móðursystir á danskri tungu), eins og hún var alla tíð kölluð af okkur afkomendum Nönnu, var þessu öf- ugt farið, líkaminn gaf sig en and- legt atgervi bilaði ekki. Það var þessari kátu, lipru og léttu konu ofraun að lifa þegar líkaminn gat ekki meira, hún gat ekki iðkað sína leikfimi og farið í sínar löngu göng- ur. Eflaust muna margir í Laugar- ásnum eftir henni á göngu þar og gat enginn ímyndað sér að þar færi kona hátt á níræðisaldri svo létt og rösk sem hún var í hreyfingum. Hún óskaði þess að fá að sofna og fá að kveðja heiminn með þeirri reisn, sem henni var samboðin, og henni varð að þeirri ósk sinni að hverfa til feðra sinna og til móts við Vigni, einmitt á þeim árstíma er þau höfðu gengið að eigast fyi'ir 65 árum, og fara héðan nánast á sama tíma í árs- lok eins og Vignir. Það að fá að alast upp með móðursystrum okkar, ömmu og langömmu er besta vega- nesti sem okkur gat hlotnast í lífínu. Það má í raun segja, að heimili ömmu okkar og afa hafi legið um þjóðbraut þvera. f minningunni voru alltaf næturgestir eða fólk sem Magnússon læknir. 2) Helga f. 1901 d. 1978, gift Sigurliða Kristjánssyni kaup- manni, d. 1972. 3) Pállf. 1903, d. 1921. 4) Ingibjörg f. 1906, d. 1988, fyrri maður hennar var Knútur Arngrímsson, prest- ur og kennari, d. 1945, síðari maður hennar var Þórar- inn Jónsson tón- skáld, d. 1974. 5) Ástþórunn f. 1910, d. 1920. Hinn 24. desember 1933 gekk Þórunn að eiga Vigni Andrés- son íþróttakennara. Vignir var fæddur í Gunnólfsvík í Skeggja- staðahreppi 19. febrúar 1904, sonur Andrésar Rasmussen og Magneu Einarsdóttur, en hann ólst upp í skjóli afasystur sinn- ar, Guðlaugar Vigfúsdóttur, og eiginmanns hennar, Jóns Jóns- sonar prófasts að Stafafelli í Lóni. Vignir lést 31. desember 1979. Þau Þórunn og Vignir voru barnlaus. títför Þórunnar hefur farið fram í kyrrþey. kom í heimsókn eða til þess að láta koppsetja sig, opna sér æð með bíldi eða að fá grasameðul, mixtúrur og smyrsl. Háöldruð langamma okkar, Þórunn Gísladóttir, lands- þekkt grasakona, dvaldi oft á heim- ili ömmu. Þórunn Gísladóttir var í raun engum lík og enn þann dag í dag grípur okkur nokkurs konar óttablandin virðing, þegar hana ber á góma. Þó svo að Ingibjörg hafí verið ættleidd af Stefáni bróður Regínu og eiginkonu hans, Maríu Jónsdóttur, sem komabarn, þá var hún sama móðursystir okkar og al- veg í sama uppeldishlutverki gagn- vart okkur, sem hinar tvær. Þær voru glæsilegar, skemmtilegar og sérstakar dætur Regínu og Jóns. Þær voru heimsdömur og allar sigldar, sem ekki var altítt í þá daga. Þær kunnu því frá mörgu að segja og voru að mörgu leyti á und- an sinni samtíð hvað frumkvæði og áræði varðar. Þau Regína og Jón höfðu flust ásamt bræðrum og foreldrum Regínu austur á land og ætluðu að setjast að á Héraði en dvöldu þar aðeins í eitt ár. Eftir að hafa síðan verið á Seyðisfirði um sinn settist fjölskyldan að í Borgaifjarðar- hreppi. Þau Regína og Jón bjuggu lengst af í þorpinu í Borgarfirði eystra, en Regína var yfirsetukona í Borgarfjarðarhreppi frá 1907-1919, en fiuttu þaðan að Jökulsá, innan við þoi-pið, og ólst Mosta upp á þessum fagra stað þar til fjölskyld- ÞORUNN JÓNSDÓTTIR JÓNAS BJARNASON + Jónas Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 16. nóvember 1922. Hann Iést á heimili sínu 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju 5. janúar. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni aó vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. _ (Ó. Andrésd.) Jónas minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orð- um. Það að fá að vinna með manni eins og þér er lærdómsríkt og gef- andi. Það var sama hvað á gekk og hversu mikið var að gera, alltaf varst þú í góðu skapi og hafðir nóg- an tíma fyrir alla. Þú sagðir alltaf „við höfum allan heimsins tíma“. Þetta þjóðfélag sem einkennist af tímaskorti og peningasöfnun átti ekki við þig. Þú hefðir ekki haft þennan sjúklingafjölda, bæði af ungum sem og öldnum, ef þeir hefðu ekki fundið þann kærleik og góðvilja, sem frá þér streymdi. En einnig gast þú slegið á létta strengi ef því var að skipta, enda fékk ég oft að heyra það „ó, hvað hann Jónas er alltaf elskulegur, hvað geri ég þegar hann hættir“. Svona nokkuð segir margt um manngæsku þína. Eg sakna þess að þurfa ekki að hlaupa út í Kató og útbúa stofurnar fyrir þig en enginn veit hvenær kallið kemur og nú er þínum þjáningum lokið. Með Jónasi er genginn mikill kærleiksmaður. Blessuð sé minning þín. Frú Jóhanna og fjölskylda, ég votta mína dýpstu samúð. Engilráð Guðmundsdóttir. an flutti til Reykjavíkur 1919. Á ár- unum 1923-24 dvaldi Mosta í Kaup- mannahöfn en 'eftir heimkomuna hóf hún störf hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og vann þar um tíu ára skeið og lauk starfsferli sínum sem gjaldkeri Sparisjóðs Mjólkurfélags- ins. Mosta var að ýmsu lík móður sinni og ömmu, nöfnu sinni, afburða dugleg, ósérhlífin og mikil dreng- skaparkona með mikið skap og gaf ekki eftir hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Hún þoldi hvorki sjálfri sér né öðrum neina hálfvelgju í nokkrum hlut, enda lagði hún sjálf alúð og rækt við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Á stundum þótti hún nokkuð stjórnsöm og ákveðin, en henni fyrirgafst allt vegna síns stóra hjarta, dugnaðar og gæsku. Mosta var mikil fimleika- og ungmennafélagskona og stund- aði hún fimleika í mörg ár. Þau Vignir fóru vel með og báru mikla virðingu fyrii- líkama sínum og um- hverfi öllu. Hin stórbrotna íslenska náttúra og fegurð landsins var þeim mikil hvatning til náttúruskoðunar og ferðalaga. Hin síðari ár Vignis hugleiddu þau mikið leyndardóma og speki lífsins og ræktuðu hina andlegu hlið með íhugun og slökun. Vignir var með þeim fyrstu sem veittu handleiðslu í slökun og inn- hverfri íhugun. Þessi hjón voru góð- ar og sterkar manneskjur sem veittu öllum skjól og hjálp, ekki síst okkur systurdætrum hennar og okkar börnum, og var heimili þein-a Vignis sem heimili foreldra og gerðu þau brúðkaup okkar systra beggja frá heimili sínu. Vignir kenndi okkur að synda og lærðum við það nokkuð fljótt því kennarinn var kröfuharður. Mosta tók virkan þátt í öllu sem Vignir starfaði að af lífi og sál. Þau voru ein frumbyggja hinnar svokölluðu Norðurmýrar er þau fluttu í nýtt hús sitt á Egilsgöt- unni 1934. Það var nú talin svona allt að því þingmannaleið að fara vestast af Bárugötunni og alla leið upp á Egilsgötu og þá gjarnan tekn- ir með inniskór því hún var kattþrif- in hún frænka okkar. Þau voru miklir ræktunarunnendur hjónin á Egilsgötu og var grænmeti ræktað og soðið niður fyrir veturinn, ber sultuð og margar gerðir af berja- saft. Gamansamir menn sögðu um trjágróður þeirra hjóna, að Vignir hefði sagt við hvert eitt tré: „Stattu beint“ og þau sem aðrir í návist hans hlýddu, því trén í garðinum hjá þeim voru sérstaklega beinvaxin og sannarlega áttu þau hjón skilið þá opinberu viðurkenningu sem þau hlutu fyrir garðinn sinn. Þau eiga líka verðskuldaða viðurkenningu fyrir þann andans garð, sem þau ræktuðu af engu minni kostgæfni. Mosta var mikil hannyrðakona eins og allar systur hennar og liggja eft- ir hana meðal annars knipplingar og fagurlega hnýttir dúkar. Þrátt fyrir sjóndepurð hin síðari ár hélt hún áfram við hannyrðir og hætti ekki fyrr en henni var orðið óbæri- legt að sitja við iðju sína. Margur með fulla sjón hefði verið hreykinn af því handverki sem hún lét frá sér fara, varla sjáandi nema með tilfær- ingum. Þegar Vignir lést 1979 bjó Mosta í nokkur ár á Egilsgötunni en árið 1983 ílutti hún á Dalbraut 27 þar sem hún dvaldi til dauðadags og undi hag sínum vel meðan heilsan leyfði og var hún mjög þakklát fyrir þá umhyggju sem hún naut þar. Þótt við ásamt allri fjölskyldunni skildum vel óskir hennar um brott- hvarf úr þessum heimi, þá er hitt al- veg augljóst að vandfyllt verður okkur tómarúmið sem hún skildi eftir sig og allt lífsmunstur okkar án hennar tekur miklum breyting- um. Það kemur enginn í hennar stað en minningarnar sem hún læt- ur eftir sig eru bjartar, skemmtileg- ar og umfram allt yljandi. Vertu svo Guði falin, elsku Mosta okkar. Ellen og Helga Áberg. Jæja, elsku Mosta mín, þá ertu farin frá okkur. Það er svolítið merkilegt, að eftir því sem fólk er eldra, þeim mun minni rétt virðist maður hafa til að syrgja það. Þannig líður mér þar sem ég geng hálf stúrin um stræti Kaupmanna- hafnar og þarf að réttlæta það að syrgja 94 ára gamla frænku mína. Eg verð að viðurkenna fyrir mína parta að þótt ég kysi síst að Mostu liði illa, þá er maður svo eigingjarn að vilja hafa hana sem lengst. Mosta var flott kona sem fór snemma óhefðbundnar leiðir og sterk var hún, var meðal annars gjaldkeri hjá Mjólkurfélaginu löngu áður en konur almennt gegndu slík- um stöðum. Hún giftist honum Vigni, sem ég þekkti nú lítið þar sem ég var svo lítil þegar hann dó. Þau virðast hafa átt gott líf saman, deildu áhugamálum sem tengdust heilsunni og líkamanum og alls kyns útiveru og íþróttaiðkan. Þeim varð ekki barna auðið, en þeim mun rík- ari þátt átti hún í lífi okkar sem vor- um afkomendur systra hennar. Hún bjó ömmu minni meðal annars heimili um skeið og ég hef alltaf talið mig heppna að eiga „þriðju ömmuna". Við systkinin vorum meir að segja svo heppin að fá að alast að miklu leyti upp í húsinu hennar eftir að hún flutti á elliheimilið. Háaloftið var enn fullt af alls kyns fjársjóðum frá þeim Vigni, alls kyns bókum og^ skrýtnum tækjum og tólum því Mosta og Vignir fóru ótroðnar slóð- ir í sínu lífsmynstri í leit að betra lífi og heilsu og voru langt á undan sín- um samferðarmönnum. Sennilega finnst manni maður aldrei sinna fjölskyldu sinni nóg, en ég verð æv- inlega þakklát fyrir þær stundir sem við Mosta áttum saman, sér í lagi þegar við vorum bara tvær ein- ar og gátum rabbað saman í friði. Eg vildi óska að ég hefði haft aðeins meiri tíma og fengið aðeins meira af þessum brunni, heyrt meira um það hvernig var að alast upp um alda-’^' mótin, hennar reynslu af þessari miklu umbreytingaöld, meira af hennar gildum. En það sem ég fékk vekur mig vonandi alltaf til um- hugsunar og á eftir að hafa áhrif á það hvemig ég horfi á heiminn. Eins og þegar hún og Vignir veltu sér um alla stofuna af einskærri gleði og ánægju eftir að hafa safnað lengi og loksins haft ráð á að kaupa gólfteppi. Eða þegar hún hálfníræð fleygði sér á gólfið til að sýna mér hvernig maður gæti gert fínar rassvöðvaæfingar þegar ég kvartaði undan því að minn varð eitthvað niðurdregnari en hann á að vera. Hún taldi það ekki eftir sér að skokka langt fram undir nírætt allsP'' leið vestur í bæ ofan af Dalbraut og stundum hitti maður hana á gangi um sínar slóðir, alltaf svo prúðbúna og fína með hatt og allar græjur. í þau skipti sem hún tók strætó heim aftur fannst henni hún vera að svindla. Mosta var kona sem lifði líf- inu með stæl og reisn og það tók mikið á hana þegar hún fann að lík- aminn hennar hætti smám saman að halda í við hugann. Þá vildi hún nú helst fá að fara til Guðs og Vign- is en var alveg viss um að Guð ogs Lykla-Pétur þyrðu ekki í hana, hún væri svo mikil frekja. Eg veit nú ekki um það, og þó, hún snýr þá uppi kannski undir sig og það fynd- ist mér bara fínt himnaríki. Núna er hún ábyggilega búin að finna Vigni sinn aftur, englastelpumar þarna uppi eiga ekkert í hana og þau em sennilega rétt í þessu að spígspora upp Elliðaárdal himnaríkis. Hvar sem þú ert, þá lifirðu alltaf í huga og hjörtum okkar hinna, sem erum þér þakklát, ja ekki bara fyrir allar fallegu veraldlegu gjafirnar sem þú gafst okkur, heldur mest af öllu fyr- ir það sem þú varst okkur. Þín Hildigunnur. KRISTBJÖRG REYKDAL Kristbjörg Reykdal, hús- móðir og verka- kona, Bakkahlíð 39, áður til heimilis að Aðalstræti 10 (Berlín), Akureyri, fæddist á Akureyri 12. júní 1920. For- eldrar hennar voru Trausti Reykdal, fiskmatsmaður á Akureyri, f. 7.8. 1888, d. 5.9. 1964, og Anna Tómas- dóttir húsmóðir, f. 1.9. 1891, d. 10.7. 1970. Systir Kristbjargar var Halldóra Reykdal, f. 5.11. 1916, d. 1998. Fósturbróðir Krist- bjargar var Hallur Olafsson, f. 3.10. 1931. Kristbjörg giftist 23.9. 1942 Guðvarði Sigurberg Jónssyni málarameistara, f. 23.11. 1916 á Bakka í Sléttuhh'ð í Skagafirði, d. 22.12. 1996. Börn þeirra eru: Arnald Reykdal Guð- mundsson (sonur Kristbjargar, fóst- ursonur Guðvarð- ar), f. 1938, maki Ásta Þórðardóttir; Gréta Kolbrún, f. 1943, maki Stein- þór Oddsson; Trausti Reykdal, f. 1944, maki Helga Einarsdóttir. Guð- finna, f. 1948, maki Valgarður Stefánsson, Snorri, f. 1953, vin- kona Auður Eyþórsdóttir. Kristbjörg átti 23 barnabörn og 25 barnabarnabörn. títför Kristbjargar fór fram í kyrrþey. Það er svo skrítið að hugsa til þess, að hún amma sé horfin og að ég sjái hana aldrei aftur. Minning- arnar flæða um höfuð mér. Hún amma mín var mér eins og móðir, en samt eins og amma, já, hún var mér eins og tvær manneskjur í einni. Frá því að ég man fyrst eftir mér, var amma alltaf til staðar. Hún bjó svo stutt frá okkur og það var nán- ast alla daga, að ég fór til ömmu. Stundum fór ég líka í sendiferðir fyrir hana, þannig að samskiptin voru mjög mikil þarna á milli. Aldrei kom tímabil hjá mér sem unglingi, að ég vildi ekki fara til ömmu. Það var bara eitt sem mér þótti erfitt, en það var þegar ég gisti eitt sinn hjá ömmu og afa, um kvöldið fór ég í bíó, eftir bíóið fór ég svo beina leið heim, ég gat ekki hugsað mér það að amma þyrfti að vaka eftir mér langt fram á nótt. Hún vakti nefnilega eftir manni , og gat aldrei farið að sofa fyrr en allir væru komnir í hús. Þannig var hún amma, hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra. Þegar svo foreldrar mínir og systkin flytja til Danmerkur 1982 og koma ekki aftur heim fyrr en 1987 þá var hún amma mín mórf- sem móðir, ef eitthvað var að gat ég alltaf leitað til hennar. Og fyrstu jólin mín og fjölskyldu minnar átt- um við með ömmu og afa 1 Aðal- stræti 10, síðan þegar fjölskyldan stækkaði voru þau hjá okkur á að-. fangadag, við eigum því mjög góð- ar minningar frá öllum þeim jólum sem við höfum átt saman. Já, minningarnar um hana ömmu eru góðar og ljúfar. Amma var nú hálfgerður prakkari í sér. Það er ýmislegt sem við og fieiri höfum brallað saman, bæði hérna^ austur á fjörðum og síðast en ekki síst í Danmörku. Þar var nú oft glatt á hjalla. Ég á mikið eftir að sakna allra stundanna sem ég átti með ömmu minni og afa, sem lést fyrir rúmum tveimur árum. Nú veit ég þó að hún amma hefur hitt hann afa og nú líð- ur þeim báðum vel. Ilarpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.