Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 33 MINNINGAR hún bara flytja uppeftir, Jón Árni og Maja gætu alltaf bætt einu bai-ni við. Og þannig ólst hún upp sem hluti af stórum hópi. Húsin tvö í Asabyggðinni tæmd- ust smátt og smátt, og börnin, sem þú breiddir ofan á, héldu út í heim. Sambandið hvorki rofnaði né rýrnaði. Þú lést lóðina standa áfram án blóma, en bættir við þig börnum. Við stofuborðið sat nú sonur minn, sem var á leið í núll-bekk í Lundar- skóla, og þú kenndh’ honum listina að tefla. Lagðir grundvöll, sem enn er afgerandi þáttur í lífi ungs manns, og fyrstu skákbækurnai’ í hillunni eru gjöf frá Jóni Árna til lítils ákafs stráks. Meðan hann braut heilann um næsta leik í löngu tafli röltir þú aftur og fram með kaffibollann, gafst barninu tíma, athygli og fi’ið. Elsku Jón Árni, mig langar til að þakka þér fyrir allt þetta góða og ljúfa, fyrir systkini mín, börnin mín og fyrir afa og ömmu, sem þú sýndir endalausa þolinmæði, skilning og hlýju. I gærkvöld hringdi síminn og bar okkur andlátsfregn þína. Við vonim undirbúin að nokkru leyti, því að baráttan var löng og hörð, en þú barst hana með reisn og ótrúlegum styrk. Samt erum við aldrei nógu vel í stakk búin til að missa, og við leyf- um okkur bæði að gráta og sakna. Minningarnar hrannast upp og skilja eftir sig bæði tóm og fyllingu, en efst trónir hlýjan, umhyggjan og mann- gæskan. Hugurinn leyfir sér að svífa með þér yfir heiðar og vötn, áfram út í heiðríkju og eilíft vor. Eftir stendur vitundin um, að á meðan við munum er engu lokið, og þannig lifum við áfi-am. Þóra Þóroddsdóttir, Þórshöfn í Færeyjum. Flekklaus að lífi, löstum öllum fjarri, þarf ekki spjót né eiturörvaboga. Vopnlaus því gengur vegu sína alla fullhugi í friði. (Breytt eftir Hórasi) Jón Árni Jónsson var umfram annað prúður, í gamalli og nýri’i merkingu orðsins: vitur, hygginn, háttvís. Hann var meðalmaður á velli, vel á sig kominn og fríður sýn- um. Frá honum lagði nærgætni og góðvild sannmenntaðs manns. Hann var óframur hófsemdarmaðui’, vékst undan hégóma og vegsemd, fullkom- lega yfirlætislaus. En hann gat alla skapaða hluti. Strax við mennta- skólanám vakti hann athygli fyrir frumlegar og einfaldai- lausnir, og hann var jafnvígur á námsgreinai’ allra tegunda. Þá var hann gæddur miklum músíkhæfileikum, rytmískm’ með afbrigðum, og kom í einn stað niður hvort hann las vandasaman kveðskap Unuljóða eða Óvíds. Hann var bráðflinkur og afar minnisstæð- ur djasspíanisti: Blau bluht ein Blu- melein... En hann var svo hógvær og heildarhyggjandi, að ef hann vissi mann í skólanum betri en sig á píanóið, tók hann harmonikuna þegj- andi og lét sætið hinum eftir. Honum vai- líka auðveld leikræn tjáning og hermilist. Jón var hámenntaður í klassískum ft’æðum og mikill málagarpur, eins og títt er um hljómvísa menn. Ævi- starf hans var að kenna öðrum er- lend tungumál, og því betri og nám- gjarnari sem lærisveinar og náms- meyjar hans voru, þeim mun betri kennari varð hann, svo að kom til snilldar, þegar best lét. En það var ekki stíll hans að berja daufingja og landeyður til bókar. Og hann hafði andstyggð á öllum ruddaskap, sóða- skap og trassaskap. Honum var yndi að leysa þrauth’, og kom það hvergi betur fram en í gerð stundatöflu Menntaskólans á Akureyri. Hann vann það starf af ástríðuþrunginni kostgæfni og linnti aldrei fyrr en hver bekkjartafla var óaðfinnanleg og stundaskrár kennar- anna listaverk, þó að hagsmunir nemenda væru ófrávíkjanlega settir skör hærra. Jón Árni var gæddur mikilli leik- gleði og kappi, ef í það fór. Hann gat leikið að fótbolta og billjardkúlu, bridsmaður ágætur, og olsen-olsen hóf hann með húmor sínum til nýir- ar listgi’einar; var þar margfaldur stórmeistari og síðast lengi Iudex Optimus Maximus, og var dómum hans, leikreglum og úrskurðum ekki áfrýjað. Hann var fágæt blanda af lágværum, glampandi húmor og djúpri, svipdökkri alvöru. Hann gat bæði verið léttur og kátur og óglaður og hugþungur, en kurteisi hans og hófstilling tempraði hvað sem var. Tryggð hans og hollusta við heimili og skóla var hafin yfir vafa. Jón Árni var alinn upp við sjó og fiskvinnslu. Hann vai’ gætinn, fisk- inn og gáður trilluformaður, og eru þar hásetar hans á einu máli, að gott væri skiprúmið hjá honum. Ekki tókst okkur félögum hans að efla hann til þvílíki’a mannvirðinga sem við kusum. Kom þar til hógværð hans og lítillæti, en „hverja réð hann rún sem vildi“. Jón Ái’ni var frið- gjarn maður og fegurðarskyggn, og fer það að vonum, að við honum blasi enn meiri fegurð og friður, þegar skiptir um sviðið. Vale, frater amatissime! Gísli Jónsson. í dag verður borinn til grafar Jón Árni Jónsson menntaskólakennai’i. Með honum er horfinn einn af þeim kennurum, sem settu svip sinn á Menntaskólann á Akureyri í rúma þrjá áratugi. Jón Ami var mikill tung- umálamaður og skemmtilegur mál- fræðingur. Hann kenndi bæði dönsku og þýsku, en auk þess latínu. Hún var á fyrri hluta kennsluferils Jóns Árna mikilvæg undh’stöðugrein í máladeild og réð oft miklu um framgang nemenda. Er mér í minni sú mikla virðing sem Jón Árni bar fyrir latínunni og sú ánægja, sem hann hafði af því að velta fyrir sér málfræðilegum vandamálum þessa merka tungumáls. Jón Ái-ni var óvenjulegur kennari og gat verið seintekmn. Nemendur gátu í fyrstu auðveldlega fengið til- finningu fyrir því að hann hefði tak- markaðan áhuga á þeim. Það tók því talsverðan tima að átta sig á Jóni Árna, en á þeim tíma hafði hann' áttað sig fullkomlega á nemandan- um. Fáir kennai’ar fylgdust í raun betur með nemendum sínum en Jón Ámi. Og smám saman komst sam- starfið á. Frá upphafí þótti mér sem nem- anda Jón Árni mikil ráðgáta. Hann leit á málfræði, einkum latneska og íslenska, sem undarlega blöndu af leik og listrænum tilbrigðum. Ég held að hann hafi átt mikinn þátt í því hve mikinn áhuga ég fékk á tungu- málum og hef haldið síðan. Þegar hann smjattaði á latneskum málvís- indaflækjum skynjaði nemandinn í þessu forna tungumáli líf, kraft og dulmögnun sem hann langaði til að höndla. Þessi ágæti kennari var mikill fag- urkeri. Hann hafði ekki síst mikla ánægju af tónlist, var afar næmur á ljóðlist og tónlist, og góður píanóleik- ari. Jón Árni hafði einnig mikið skopskyn. Nemendur skynjuðu það stundum sem háð og áttuðu sig ekki á því fyrr en með tíð og tíma að kímnigáfa Jóns Árna beindist ekki síður að honum sjálfum. Neyðarleg- ar athugasemdir hans voru því í raun eins konar áminning um að við skyldum ekki taka okkur sjálfa of al- varlega. Síðar, þegar ég starfaði við hlið hans í menntaskólanum, þróaðist með okkur vinátta sem ég mat mik- ils. Jón Árni var í raun afar hlýr maður og traustur vinur vina sinna. Hann hafði ánægju af starfi sínu og þótti afar vænt um skólann. Ég hygg þó að það sé ekki ofsög- um sagt að miðja heimsins hafi í aug- um Jóns Árna verið á heimilinu. Hann ljómaði af hlýju, stolti og ást þegar hann talaði um Maríu og börn- in, sagði mér gjarnan að hann skildi ekkert í því hvernig hann hefði farið að því að eignast svo glæsilega og góða konu. Jón sóttist ekki eftir vegtyllum. Hann var ekki keppnismaður. Hann hafði hins vegar ánægju af að grufla í vandamálum og brjóta þau til mergjar. Hann tefldi svo til aldrei, en hafði langmesta fræðilega þekk- ingu á skák af þeim sem ég kynntist í menntaskólanum. Hann átti það til, þótt afar sjaldgæft væri, að taka við vonlausri stöðu, og leiða skákina til vinnings. Slíkum málalokum fylgdi jafnan afsökunarbeiðni af hálfu sig- urvegarans og 'vangaveltur um að hugsanlega hefði mátt finna önnur leikslok. __ Jón Árni fylgdist grannt með þjóðmálum og nálgaðist þau líkt og skákina, sem athugull fræðimaður. I gamni kallaði hann sig kristilegan íhaldsmann. Sú lýsing var í raun mjög nærri sanni. Skýi’leika í hugsun og kímnigáfu hélt Jón Árni til hinsta dags. Þegar hann er nú horfinn á braut minnist ég efth’minnilegs manns og góðs vin- ar. Sendi ég eiginkonu hans, börnun- um og aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tómas I. Olrich. In memoriam Jón Árni Jónsson menntaskóla- kennari fékk hægt andlát á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir stríð veikindi undanfarna mán- uði. Jón Árni Jónsson vai’ borinn og barnfæddur Akureyringur, sonur hjónanna Lovísu Jónsdóttur af Ströndum og Jóns Kristjánssonar, útgerðai’manns á Akureyri. Jón Árni innritaðist í fyrsta bekk Menntaskól- ans á Akureyri haustið 1939, tók gagnfræðapróf vorið 1942, settist í menntadeild skólans um haustið og lauk stúdentsprófi vorið 1945 með hám einkunn, þvi að hann var glöggskyggn hæfileikamaður og mikill námsmaður. Um haustið hélt hann til náms við háskólann í Lundi og lauk þaðan fil. kand. prófi í latínu vorið 1948. Veturinn 1948 til 1949 kenndi hann latínu við Menntaskól- ann á Akureyri en hélt þá til Þýska- lands og las þýsku, þýskar bók- mennth’ og menningarsögu við háskólann í Heidelberg og lauk það- an prófi vorið 1951. Frá hausti 1951 til vors 1986 kenndi Jón Árni við Menntaskólann á Akureyri, einkum latínu og þýsku. Menntaskólinn á Akureyri var því starfsvettvangur hans alla ævi og á skólinn Jóni Árna mikið að þakka. Kennari „alheimth’ ei daglaun að kvöldum" og sjaldan sér hann áþreif- anlegan árangur af starfi sínu. Umbunin er fólgin í starfmu sjálfu enda er kennarastarfið köllun, eins og þau störf sem mestu varða, og er það bæði styrkur kennai’astai*fsins og veikleiki. Styrkurinn felst í því að til starfans veljast þeir sem hafa þá köll- un að miðla af þekkingu sinni, fræða og bæta og gera nemendum kleift að skilja hismið frá kjarnanum. Veikleik- inn felst í því að kennarinn heldur áfram að kenna þótt daglaunin séu lág og hefur enginn orðið auðugur af því að kenna enda sagði vitur maður að enginn yrði ríkur af því að vinna. Alkunna er líka að mismunandi manngerðir veljast til mismunandi starfa og mismunandi störf draga til sín mismunandi manngerðir. Mikilsverðasti eiginleiki kennai-a er að bera virðingu fyrh’ gi’ein sinni og nemendiim sínum. Þá eiginleika hafði Jón Árni Jónsson til að bera. Það var einkum heimsmálið latína sem hann bar virðingu fyrir og var eftirlæti hans. Þúsund ára saga Rómaveldis mótaði latínuna og af þessum viskubrunni jós Jón Ai’ni nemendum sínum. Það vai’ ekki aðeins kaldhömruð málfræði lat- neskrar tungu og rökvís uppbygging hennar heldur hugsunin, sem að baki tungumálinu og menningu þess býr, sem átti að komast til skila. Það urðu Jóni Ái-na hins vegar vonbrigði þeg- ar latínan var felld niður sem skyld- unámsgrein í menntaskólum lands- ins og „lærðir" stúdentar hættu að brautskrást frá lærðum skólum, eins og hann orðaði það í gamni og al- vöru, því að Jón Árni átti tvísæi sem felst í sambandi alvöru og gaman- semi. En við verðum öll að sætta okkur við að „tímarnir breytast og mennirnir með“ eða eins og Jón Árni hefði orðað það: Tempora mutantur et nos mutamur in illis. En þótt Jón Árni Jónsson mennta- skólakennari yrði aldrei rikur að löndum og lausum aurum var hann hamingjumaður. Það sem færði hon- um mesta hamingju var eiginkona hans, sæmdarkonan María Pálsdótt- ir frá Akureyri, sem hann treysti á og veitti honum styi’k í lífinu, og börnin þefrra sex og öll barnabömin. Rómverska skáldið Hóras klæddi eina af hugsunum fomaldar um sæmdina í orð og mælti: Integer vitae scelerisque pums. Grímur, óðalsbóndi og skáld á Bessastöðum, sneri þessu orðum á íslensku af andagift sinni og sagði: Vammlausum hal ogvítalausum, fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. [Oder 1:22:1] Þessi orð Hórasar finnst mér eiga vel við vin minn og meistara Jón Árna Jónsson. Hann var vamm- laus og vítalaus og ógnarvald var honum bæði óþai’ft og fjarlægt og hann þurfti aldrei að beita ban- vænum eiturskeytum illyrða og ills umtals. Það sem einkenndi Jón Áma var hógværð, heiðarleiki, trámennska og mannvirðing auk kímnigáfu sem er flestuum gáfum betri. En þefr sem búa yfir hógværð og trámennsku sækjast ekki eftir vegtyllum og völd- um - og það gerði Jón Árni ekki. Fyrir rúmum aldarfjórðungi hefði hann getað orðið skólameistari Menntaskólans á Akureyid sem þá stóð á tímamótum. En Jón Ámi kaus að vinna áfram störf sín í hljóði og lét öðrum eftfr vegtyllur og völd. Þegar ég kom skólameistari að Menntaskólanum á Akureyri árið 1972 varð hann konrektor minn. Það var ómetanlegur styrkur að eiga vísa velvild hans, hógværð og trú- mennsku. Hann var hollur í hugum, eins og sagt er um trausta menn. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Jóni Árna fyrir allt það sem hann var Menntaskólanum á Akureyi’i - og mér - um leið og við Margrét vott- um Maríu Pálsdóttur og fjölskyldu hennar samúð. Tryggvi Gíslason. Ljúflingur er horfinn. Vinur minn Jón Árni Jónsson menntaskólakenn- ari er látinn. Við þessi tímamót hvarflar hugui’ minn langt aftur í tí- mann. Árið 1952 réð maðurinn minn sig sem kennai-a við Menntaskólann á Akureyri. Ef ég á að vera alveg hreinskilin kveið ég þessum búferla- flutningum nokkuð. Við höfðum um langt árabil verið búsett í Reykjavík og mér fannst ég vera farin að festa þai’ rætur. Á Akureyri þekkti ég fáa og hafði helst heyrt það um Akur- eyringa að þeir væru þurrir á mann- inn og seinteknir. Ég hafði heldur ekki gengið í Menntaskólann. Ég minntist þess samt að ég hafði séð hvernig margh’ kunningjar okkar fengu stjörnur í augun þegar minnst var á menntaskólaárin og sagðar sögur þaðan. Og við fluttum norður og sannast sagna fór ég furðu fljótt að kunna líf- inu vel. Þegar ég hugsa til baka núna held ég að það hafi ég átt að þakka því hvað við kynntumst fljótt skemmtilegu og góðu fólki. Á þess- um árum voru starfandi við mennta- skólann margir vel menntaðfr og skemmtilegir kennarar á góðum aldri. Flestir höfðu þeir verið nem- endur skólans, e.t.v. hefur þeim fundist að þefr væru komnir heim og andi glaðværra skólaára svifið þai’ yfir vötnunum. Einn þessara manna var Jón Ami Jónsson. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég segi að hann var mest- ur ljúflingur þeirra allra. Mér er ljóst að margir minnast málamannsins Jóns Árna. Það hlýtur að hafa verið gott að hafa mann til að hlaupa í skarðið ef einhvers staðar vantaði mann til að kenna eitthvert mál annað en blessaða latínuna. En Jón Árni var ekki bara mikill náms- maður og kennari. Mig langar að minnast mannsins. Honum vai’ margt fleira til lista lagt. Hann var mikill og góður músíkant; oft vai- glatt á hjalla þegai- hann settist við píanóið og spilaði jöfnum höndum djass og blús sem almenn sönglög. Ánnað var sérstakt í fari hans, það var hinn hárfini húmor, ekki gassa- legur og hávær, heldur fínn húmor sem meiddi engan. Með okkur hjón- um og Jóni Árna og Maju tókst fljótt vinátta sem ekki heffr borið skugga á síðan þótt ég hafi um langt skeið róið ein á báti. Fyrir það er ég þakklát. Ég hygg að tvennt hafi verið Jóni Árna kærast í lífinu, starfsvettvang- urinn við Menntaskólann á Akureyri, en fyrsta sætið held ég þó að fjöl- skyldan hafi átt. Hann var mikill fjölskyldumaður. Það var hans mikla hamingja að ganga lífsleiðina með . góðri glæsikonu og eignast meðv henni sex mannvænleg börn. Ég leit inn til hans fyrir mjög skömmu þar sem hann lá helsjúkur á sjúkrahúsi. Það mátti raunar segja að þá væri hann þar í faðmi fjöl- skyldunnar. Þai’ var næstyngsta barnabarnið, fáiTa vikna gamalt. Augun ljómuðu og hann brosti hróðugur þegar hann var að sýna mér hversu myndariegur snáðinn væri. Húmorinn var ekki heldur hoi-finn og hann gerði að gamni sínu. Samt held ég að hann hafi verið til- búinn að fara. Ég votta minningu hans virðingu og þökk og sendi alfri fjölskyldunni hlýjar vinar- og samúðarkveðjur. Hólmfríður Jónsdóttir. Vinur minn, Jón Ámi Jónsson, er fallinn frá. Hann var kennari minn í Menntaskólanum á Akureyri, síðar vorum við samkennarar í skólanum okkar. Það var reyndar hann sem benti mér á að ég ætti að verða kennari, og endanlega var það ákveðið þegar ég, villuráfandi háskólastúdent, rakst á hann á götu í Reykjavík og hann spurði, eins og ekkert væri eðlilegra: „Og hvenær ætlarðu svo að koma norðui’ til okkar * og kenna hjá okkur?“ Þegar sú stund rann upp var það eins og að koma heim. Það var gott að vinna með Jóni Áma og ljúft að leita í sjóð reynslu hans. Jón Árni var óvenjumikill málamaður, kunni ekki einasta fjölmörg tungumál og miðlaði af þeim, .heldur sökkti sér á kaf í þau. Hann var fagurkeri og fallega mót- uð setning á latínu, þýsku eða ís- lensku lék honum á tungu sem sæt- indamoli. Hann var góður starfs- maður, sóttist ekki eftir vegtyllum en vék sér ekki undan því óhjákvæmilega. Jón Árni tranaði sér ekki fram. Hann unni skólanum okkar og fórnaði á stall hans fróð- leik sínum og orku. Enn meira unni hann heimili sínu og fjölskyldu. Það var alltaf sérstakt blik í augum hans og blíður tónn í rödd þegar Maríu og börnin bar á góma. Ogleymanleg eru atvik eins og þegar hann ók í hlað á Staðarskála á blöðruskódan- um, opnaði dyrnar brosandi út að eyrum og út streymdi næstum endalaus röð af börnum, eða þegar Jón Árni skilaði stílum og baðst af- sökunar á því hversu útkrotaðir þeir væru. „Hann sonur minn var nefnilega að teikna.“ - Sannur listunnandi var Jón Árni, ekki síst vai’ tónlistin honum í blóð borin og hann kom reyndar oft á óvart með ágætum hljóðfæraleik. Seint líða úr minni nemenda og sam- starfsmanna stundirnar þegai’ hann settist við píanóið, heillaðist og heOlaði aðra í undurljúfum djassi. En eins og aðrir listamenn var hann tilfinningamaður og tók nærri sér andstreymi ef honum þótti sverfa að skólanum eða sjálfum sér. Stöku sinnum hrutu af vörum hans hvassar athugasemdir sem brenndust inn í minni þeirra sem á hlýddu, en jafnefth-minnileg eru atvikin þegar hann dáðist að fegurð orðs eða hljómfalls í setningu og reyndi að fá^ nemendur til að finna hvað þetta væri fallegt. Jón Ái-ni starfaði nokkuð með nemendum í félagslífi, var meðal annars verndari Leikfélags MA og fór með því margar ógleymanlegar leikferðir til Siglufjarðar. í félagslífi kennara átti hann fleiri vopn á hendi en að leika á píanóið, hann var til dæmis óumdeilanlegur háyfir- dómari, Iudex Optimus Maximus, þegai- kennai-ar spiluðu Ólsen-Ólsen í frímínútum og auk þess fádæma snjall ræðumaður á fyrstu árum Litlu Olympíuleikanna, íþrótta-* keppni kennara og nemenda. Þannig mætti lengi telja. Jón Ámi Jónsson, vinur minn, er fallinn frá. Skarð hans verður ekki fyllt. Mestui’ er missir Maiíu, barn- anna og bamabarnanna. Veitist þeim huggun að gengnum góðum dreng. Sverrir Páll. J/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.