Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Laufey Kjartan- ía Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1911. Hún iést, í Reykja- vík 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Bjarnason, f. 20. júní 1884 í Eystri-Tungu í Landbroti í V- Skaftafellssýslu, d. 8. aprfl 1957 í V Reykjavík, verk- stjóri hjá Kárafé- laginu, fyrst í Reykjavík og síðan í Viðey, og Þorbjörg Asgrímsdóttir, f. 20. september 1895 í Reykjavík, d. 14. desember 1964 í Reykjavík. Systkini Laufeyjar Kjartaníu voru: Hilbert Jón, f. 10. mars 1914, d. 19. nóvember 1974, Bjarni Kristinn, f. 14. febrúar 1917, d. 26. mars 1992, Ásgrím- ur Stefán, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995, Björn Kári, f. 26. júlí 1927, d. 2. aprfl 1997 og Sigurður Guðni, f. 3. maí 1936. Laufey Kjartanía giftist 1931 Magnúsi Runólfssyni, f. 4. júlí 1905, d. 23. febrúar 1988. For- eldrar hans voru Runólfur Magnússon, f. 1866 í Lykkju á Kjalarnesi, d. 1955, og Guðrún Laufey Kjartanía, föðursystir mín, er látin. Minningarbrot um hana hafa hrannast upp í huga mér undanfarið og mig langar nú að festa nokkur á blað. Sagan um nafn frænku minnar snart mig djúpt þegar ég heyrði ‘‘hana fyrst barn að aldri. Samkvæmt henni þótti Birni afa Laufeyjarnafn- ið fallegt og bað Þorbjörgu ömmu um að fá að skíra stúlkuna Lauf- eyju. Þorbjörg samþykkti það en fékk að bæta Kjartaníunafninu við því að Kjartan Haraldur Guð- mundsson, hálfbróðir Þorbjargar, sem dó 7 ára gamall 1911, vitjaði systur sinnar oft í draumi þegar hún gekk með Laufeyju. Á árunum 1954-55 Ieigðu foreldr- ar mínir hjá Laufeyju og Magnúsi á Miklubraut 24 og þá kynntist ég ýmsum nýjum hliðum á þeim. Einkabílar voru fremur fátíðir þá og ekki síður kvenbílstjórar! Mér þótti merkilegt sem ungum polla að ' ' þau áttu bifreið og Laufey ók eins og hetja um götur bæjarins. Ég man að ég var mjög stoltur af frænku minni fyrir vikið. Guðmundsdóttir, f. 1874 í Auðsholti í Biskupstungum, d. 1939. (Guðjón Frið- riksson: Togara- saga Magnúsar Runólfssonar skip- stjóra. Reykjavík 1983.) Synir Laufeyjar Kjartaníu og Magn- úsar eru tveir: 1) Magnús Óttar, f. 28. nóvember 1931, læknir í Maine, Bandaríkj unum. Hann kvæntist Olínu Þóreyju Jónsdóttur, f. 1932, d. 1985. þau áttu Jirjú börn: Gylfa Jón, f. 1955, Ottar Guðmund, 1962, og Þóreyju, f. 1966. Seinni kona Magnúsar Óttars er Carol Magnússon. 2) Björn Haukur, f. 4. febrúar 1933, skipstjóri í Flórída, Bandaríkjunum. Dóttir hans og Bergþóru Sigríðar Sölvadóttur, f. 1932, er Laufey, f. 1950. Björn Haukur kvæntist Kristínu K. Halldórsdóttur, f. 1937. þau skildu en áttu þrjú börn: Hauk, f. 1959, Magnús, f. 1962, d. 1996 og Kristínu Karólínu, f. 1964. Utför Laufeyjar Kjartaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á árunum 1965-72 gekk Laufey flesta morgna frá heimili sínu á Miklubraut 24 og inn að Elliðaám og aftur til baka. Á þessum árum töldu margir að það væru aðeins séi-vitringar sem gerðu svona. Ég sá Laufeyju stundum á gangi og dáðist alltaf að henni því að hún hafði verið veik í lungum allt frá því í spönsku veikinni 1918 og hún var m.a. að styrkja þau í gönguferðun- um. Laufey trúði á lækningamátt hreyfíngar og skammaðist sín ekki fyrir það. Þegar Laufey var komin á Hrafn- istu DAS, Laugarási, heimsótti ég hana nokkrum sinnum síðustu árin. Það hýrnaði alltaf yfir henni þegar talið barst að lífinu í Viðey á milli- stríðsárunum en hún varð alvarleg í bragði ef vikið var að lífi hennar á stríðsái-unum þegar Magnús sigldi innan um öll vígtólin á Atiantshafi og hún beið heima í kvíða og óvissu með synina tvo. þessi stuttu samtöl við hana veittu mér betri skilning á ýmsu frá þessum tíma en viðamikl- ar bækur. Lífsbaráttan mótaði Laufeyju á sinn hátt. Hún var sjálfstæð kona og ákveðin. Laufey var snögg í fasi og minnti mig alltaf á Björn, föður sinn og afa minn. Hún lá ekkert á skoðunum sínum en það var alltaf stutt í hlýlegt bros. Ég sendi sonum Laufeyjar Kjart- aníu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur mínar. Ég sendi einnig Laufeyju yngri og fjölskyldu hennar dýpstu samúðarkveðjur. Guð launi ykkur umönnunina á Laufeyju Kjartaníu síðustu árin. Sævar Hilbertsson. Snemma á nýju ári hefur hún Laufey Björnsdóttir eldri kvatt þetta líf. Á þeim tímamótum langar mig að minnast hennar og þakka fyrir gengin spor. Hún fæddist 20. september 1911, en var skráð 21. september 1911, eða það sagði hún sjálf, fyrsta barn foreldra sinna, Þorbjargar Ásgrímsdóttur og Björns Bjarnasonar. Björn faðir Laufeyjar bjó og starfaði sem verk- stjóri hjá Kárafélaginu í Viðey og þangað hafði Laufey hlýjar taugar. Hún gekk menntaveginn og fór í Kvennaskólann. Laufey giftist Magnúsi Runólfs- syni skipstjóra og eignaðist með honum tvo drengi, Magnús Óttar og Björn Hauk. Hún Laufey unni fjölskyldunni, og eins og í þá daga voru húsmæð- urnar heima að hugsa um börn og bú, undu sér vel við hannyrðir, þrif og heimilishaid. Hún puntaði sig upp eftir hádegið og fékk sér göngutúr, gjarnan með regnhlíf, alltaf fin í tauinu og smart. Heimilið á Miklubraut 24 var mikið myndar- heimili og nóg til af öllu. Skipstjór- inn sigldi öll stríðsárin og farnaðist vel. I samtalsbókinni Togarasaga Magnúsar Runólfssonar segir Magnús skemmtilega frá lífshlaupi sínu og miklum björgunarafrekum sem hann lenti í á ævinni. Ég man eftir breiðu brúnu leðurbelti, sem hafði sérstakan heiðurssess uppi á skáp í stofunni, og fékk að vita að það átti liðsforingi sem tekið hafði beltið af sér í þakklætisskyni fyrir björgun úr hafi 15. september 1940. Á jólunum 1950 eignast þau Lauf- ey og Magnús sitt fyrsta barnabarn. Björn Haukur eignast dóttur sem þau fá í sína umsjá og litla jólabarn- ið færir með sér mikla birtu og gleði. Litia stúlkan hiaut nafnið Laufey í höfuðið á ömmu sinni. Þær mæðgur hafa alla tíð verið nánar og góðar vinkonur. Maður Laufeyjar yngi-i er Rúnar Guðjónsson og hann hefur reynst Laufeyju eldri sem hennar eigin sonur, eða eins og hún sagði sjálf: „Hann hefði ekki verið mér betri þótt ég ætti hann sjálf.“ Hún Laufey var sannkallað hörkutól, allt skrúbbað í hólf og gólf og glansandi póleraðar borð- stofumublur sem komu sjóleiðina frá útlöndum, kristallinn og silfrið glansandi fagurt svo að glitti á það. Hún var ein af fyrstu konunum sem tóku bílpróf og ók um á dökkbláum Hudson stífbónuðum eðalvagni, Wauxhall- og Austin-bílum. Ég verð að segja frá fiskibollun- um hennar Laufeyjar sem voru al- gjört sælgæti og sex ára vinkona sem stóð í dyragættinni fékk að smakka. Löngu eftir að hún Laufey hætti að útbúa fiskibollur hringdi ég í hana inn á Hrafnistu og bað um uppskriftina af bollunum og hún hafði engu gleymt. Og það var sko engin sloruppskrift, eitt kíló ýsa, þrír laukar, hakkað saman, salt, pipar, múskat, lyftiduft, þrjú til fjögur egg, hræra vel, hveiti, kart- öflumjöl og mjólk eftir þörfum. Og í hvert skipti sem ég geri fiskibollur þá dettur mér hún Laufey í hug. Á sjötugsaldri fékk hún langömmubörnin sín til umönnunar, Þorbjörgu Maríu og Magnús, börn Laufeyjar yngri og í því hlutverki stóð hún sína vakt á meðan stætt var. Laufey yngri á líka Söru Ósk og Laufeyju Rún sem sakna ömmu litlu eins og þær kölluðu hana. Allt þetta fólk hefur reynst henni vel og hugsað til hennar í eilinni. Hún var orðin löng gangan henn- ar Laufeyjar og tími hvíldar kominn eftir langan dag. Á Hrafnistu í Reykjavík bjó hún síðustu árin og var afar þakklát öllu því góða fólki sem hugsaði vel um hana þar. Hafðu hjartans þökk, kæra vin- kona. Gróa Einarsdóttir (Lóa). En amma, ég átti alltaf eftir að leigja þyrluna og fijúga með þig vestur í Dritvík, þangað sem þig langaði svo að koma einu sinni enn áður en þú dæir, en það náðist ekki. Kannski ert þú líka núna á ferðalagi um alia gömlu staðina þína, búin að horfa út á hafið vestur af Snæfells- nesi og ert á leið út í Viðey, eða rölt- andi um á Njálsgötunni með Sigi'íði ömmu þinni. Nú, eða á leið niður á bryggju að sækja afa í rauða Terriplane Hudson-bílnum í 10 vindstigum. Þú sagðir alltaf þegar eitthvað var að, að það borgaði sig ekki að gráta því þá skemmdi maður í sér hjartað. Heilræðin þín, öil svo sönn og sett fram á svo frumlegan hátt eru kyndillinn minn. Þessi heilræði sem sá einn kann sem hefur iifað flest það sem lífið leggur manni á herðar og tekið þátt í gleði og sorg- um margra kynslóða afkomenda sinna. Þú varst, ert og verður mín fyrirmynd í mannþekkingu og hjartagæsku, máttir ekkert aumt sjá og varst alltaf jafn hrekklaus; týndir aldrei barninu í þér, sama hvernig skútan veltist. Það var alltaf hjartað fyrst og fremst, það varð að varðveita framar öllu öðru. Þetta kenndir þú og kunnir líka bet- ur en flestir sem ég hef þekkt. Ég gleymi því aldrei þegar ég og Davíð sátum með þér í stofunni á Kleppsveginum og horfðum á myndina um Gandhi. Við vorum með það á hreinu að þú hefðir sofið yfir myndinni í 3 tíma. En svo þeg- ar Gandhi var fallinn fyi'ir hendi morðingja, þá sagðir þú allt í einu: „Já, svona eru mennirnir." Svona varst þú: Heyrðir allt og skildir allt og veittir ríkulega af visku þinni. Það sem ég veit í dag af eigin reynslu um heiminn er allt meira og minna staðfesting á því sem þú varst þegar búin að kenna mér. Þannig að ekkert þarf í raun að koma manni á óvart og heldur ekki dauðinn. Svo sjáumst við seinna og förum í bæinn að kaupa okkur allt sem okk- ur finnst best í búðinni, setjumst svo upp á eldhúsborð með hrásalat og sviðasultu og horfum út um gluggann á Esjuna meðan við hlust- um á leikritið í útvarpinu. Ég hlakka til. Þín systa, Þorbjörg María Omarsdóttir. „Af barna munni og brjóstmylk- inga býi-ðu þér lof‘ (Mt.21.16). Nú er hún Laufey gengin úr jarð- vistinni. Hún Laufey, sem var at- orkusamasta kona sem ég hef kynnst. Ekki var atorka hennar þó þess kyns að fjölmiðlar teldu neina ástæðu til að gera veður út af. Aldrei var hún kjörin kona ársins, enda gegndi hún engum trúnaðar- störfum á hinum opinbera vettvangi og hefði eflaust fussumsveiað við hverri málaleitan um að hún hellti sér út í slíkt. En þótt hún reyndi ekki að troða sér fram til frægðar og ódauðleika á landsvísu var hún samt drottning. Og ríki hennar, það var heimilið og fjölskyldan. í því rfld fékk útrás meiri athafnagleði, útsjónai'semi, umhyggjusemi, ósér- plægni og elja, en margir, að minnsta kosti, þeirra, sem fæddir eru á seinni hluta aldarinnar, geta ímyndað sér að komist yeti fyrir í fari einnar manneskju. Á meðan sí- fellt fleiri hrifust með straumum tímans og urðu uppteknir af að smjaðra fyrir eigin fávisku og hé- góma og hlaupa eftir vindinum, stóð hún eins og klettur og léði aldrei máls þeirri hégilju, að heimilisstörf væru engin störf og hefðu engan hagnýtan tilgang. Hún ól upp og annaðist þrjár kynslóðir og fór aldrei fram á neitt sérstakt í stað- inn. Henni nægði að gefa af sér. Blessuð sé minning hennar. Bergsteinn Ómar Óskarsson. LAUFEY BJÖRNSDÓTTIR + Matthías Einars- son, Dvalar- heimilinu Hjalla- túni, Vík í Mýrdal, var fæddur á Þóris- holti í Mýrdal hinn 24. maí 1904. Hann lést á Hjallatúni hinn 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Einar Finnbogason, f. 26.6. 1863, d. 17.8 1944 og Vilborg Andrésdóttir, f. 1865. Eftirlifandi eiginkona Matthías- ar er Jónína Þórðardóttir frá Hryggjum, búsett að Dvalar- heimilinu Hjallatúni, f. 3.6. 1911. ^ Foreldrar hennar voru Þórður Þorláksson, f. 22.2. 1880, d. 17.11. 1968 og Ingibjörg Tómas- dóttir, f. 10.6. 1891, d. 7.10. 1937 Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Við systkinin munum eftir afa okkar frá því við vorum ung að fcaldri þegar við komum í heimsókn Guðríður, f. 27.2 1938, flugfreyja, býr með Matthíasi B. Sveinssyni. 2) Einar, f. 12.5. 1944, loftskeytamaður, kvæntur Halldóni Svanbjörnsdóttur. Börn þeirra eru: Guðný Jóna, Svan- björn, Matthías og Einar Freyr. 3) Kol- brún, f. 8.11. 1948 verslunarmaður, gift Birni Sæmunds- syni. Synir þeirra eru: Matthías Jón, Sæmundur (látinn) og Ingi Már. Barnabarnabörnin eru orðin 10 talsins á aldrinum 1-11 ára. Matthías og Jóna bjuggu á Víkurbraut 20, Nausthamri, mestallan sinn búskap. Utför Matthíasar fór fram frá Víkurkirkju 9. janúar. í Víkina og gistum í húsinu hjá honum og ömmu á Víkurbraut 20, Nausthamri. Alltaf kom afi á móti okkur með útbreiddan faðminn um leið og við renndum í hlað. Okkur eru öllum minnisstæðar ferðirnar sem afi fór með okkur útá verk- stæði þar sem hann vann og tíndi til spýtur og gaf okkur til að smíða úr. Þetta var hinn mesti fjársjóð- ur, ásamt þeim stundum sem afi fór með okkur uppí Everest til að smíða eða láta okkur fá hamar, nagla, trélím og lána okkur önnur verkfæri og kenna okkur að beita þeim. Handlagnin sem afi bjó yfir og verkkunnáttan sem hann miðl- aði okkur hefur reynst okkur hið besta veganesti. Þolinmæðin við smíðaborðið og hefilbekkinn, og hvað hann nostraði við hvert smá- verk sem hann gerði, kenndi okkur margt. Afa fannst mikilvægt að við lærðum að tefla, en þær stundir áttum við ófáar með honum og alltaf var tími fyrir eina skák til viðbótar. Þegar hætta var á heima- skítsmáti varaði hann okkur við eða hreinlega leit framhjá þeim möguleika og endaði skákin jafn- vel með sigri okkar. Það var varla tii meiri heiður en að ná að vinna afa í skák, og stundum sýndist okkur hann glotta við þegar við sögðum ömmu eða öðrum við- stöddum frá stórafreki okkar. Lunda- og fýlsveiðar voru afa kær- ar og oft fórum við með honum niður á sand til að kíkja eftir fugli. Afi talaði alltaf mikið um það þeg- ar hann var að útbúa lundaveiði- kortin fyrir veiðitímabilið. Allir bíltúrarnir sem voru farnir þegar við dvöldum í Víkinni. Alltaf var afi spenntur að koma með og skoða sig um við Hjörleifshöfða, útí Dyrhólaey, austur á Kiaustri og um sveitina sína Reynishverfið og að Skógum, já, hann var stoltur af sinni heimabyggð, Skaftafells- sýslunni. Alltaf var afi fínn til fara, í jakkafötum og með hattinn sinn og með góða lykt, jafnvel þegar við fórum í tjaldútilegu hringinn í kringum landið, ásamt ömmu og foreldrum okkar, en þá var afi sjö- tugur að aldri. Alltaf munum við systkinin eftir því þegar afi hætti að ganga til vinnu á hverjum degi en fór þess í stað að hjóla á gamla hjólinu sem hann málaði uppá nýtt og smurði, kominn á áttræðisald- urinn. Afí var afar upp með sér þegar Vigdís var kosin forseti Is- lands, en hann var afar stoltur af því að kona væri orðinn forseti og að hann hefði talað við hana sjálf- ur þegar hún kom til Víkur. Afa var gefin árituð mynd af henni sem höfð var á heiðursstað í stof- unni og fengum við ófáa pistla um hvað Vigdís væri góð sem forseti. Sérstaklega var afa minnisstætt nú á síðari árum þegar flugmaður- inn í fjölskyldunni kom fljúgandi alla leið frá Reykjavík á litlu flug- vélinni og lenti á flugvellinum í Vík. Margir höfðu uppi efasemdir um að hann fengist til að setjast uppí flugvélina þegar á hólminn væri komið. En annað kom á dag- inn, afi hreinlega hljóp við fót og vippaði sér inní vélina, 92 ára gamall, og stafurinn fékk hvíld þann sprettinn. Útsýnisflugið um sveitina var afa mjög kært, sem sást best þegar ellikerling fór að gera sig breiða. Þá minntist hann oft þessarar flugferðar. Áfi var alltaf stoltur af kii'kj- unni sinni sem hann smíðaði í Vík og Skógaskóla, þar sem hann var yfirsmiður, ásamt öllum öðrum smíðum sem hann kom nálægt. Allar byggingarnar sem hann skil- ur eftir sig bæði í sinni heima- byggð og í Reykjavík standa sem minnismerki um hann í okkar huga. Ævikvöld elskulegs afa okkar er á enda, hann lauk löngu ævi- starfi sínu með miklum sóma, og við viljum þakka honum samfylgd- ina. Guð gefi ömmu styrk og stuðning, hugur okkar er hjá þér, amma. Guðný Jóna, Svanbjörn, Matthías og Einar Freyr. MATTHIAS EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.