Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 25
LISTIR
SEX steinskálar ásamt ljósmynd af urð, grásteinn
með innbrenndu bývaxi. 1997.
„Minni
gleymskunnar“
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Á s m u n tl a r s a 1 u r
EINAR MÁR GUÐVARÐARSON
Opið frá kl. 14-18 alla daga nema
mánudaga. Til 31. jan. Aðgangur
í allt húsið kr. 200.
Á TÍMUM innsetninga, og hvers
konar flipps, sem nú um stundir eru
hinar viðurkenndu núlistir óðamála
kynslóðar vestan hafs og austan, eru
hinar þöglari og varanlegri miðlar
líkastir aðskotahlutum. Steinhögg í
sinni sígildu mynd löngu orðið að fá-
gæti í listaskólum, ef þá nokkur vill
kannast við það, og málverkið á und-
h' högg að sækja. Þetta er víst tím-
anna tákn á mörgum sviðum, þá list
skal verða til í skyndi, er orðin eins
konar birtingarmynd augnabliksins,
en hvað gerist ef menn gleyma upp-
runa sínum og undirstöðunni, skyldi
það ekki svipað og ef sjómenn fara
beint úr skóla á stóru togarana án
þess að að hafa reynslu kynslóðanna
í malnum, er menn drukku í sig sjó-
mennskuna á smábátum og höfðu
þetta í blóðinu? Eitthvað verða hlut-
irnir þá ómanneskjulegir og staðlað-
ir og verður að hafna þvi að þess
konar stökkbreytingar frá náttúr-
unni eigi nokkuð skylt við framfór.
Margt segir okkur að slíkt hefni sín
á endanum, því fyrr en varir fer
náttúran að rumska og við þeim reg-
inöflum má maðurinn sín lítils, jafn-
vel hænan er farin að slá frá sér og
getur verið býsna þunghögg, má ein-
ungis hugleiða hvað skeður við hin
stærri umsvif, um það eru raunar
dæmin mörg og ófögur.
Þeir sem iðka sígilda miðla hafa að
vísu fullkomnari tæki og meðul milli
handanna, málarinn er ekki háður
handofnum dúkum eða ryki úr eðal-
steinum í liti sína, sem voru að auk
fokdýrir. Myndhöggvarinn hefur ef
vill aðgang að tækjum er kljúfa stein
líkt og hnífur smjör, þetta gerir
efnaiðnaðurinn og tækniframfai'irn-
ar sem sjálfsagt er að nýta sér eftir
þörfum, þótt hinu megi ekki með öllu
gleyma. Framsæknir málarar leita
þannig sumir hverjir stíft til tækni
fortíðar og myndhöggvarar taka á
stundum fram hamar og meitil, í
báðum tilvikum með framúrskarandi
árangri eins og dæmin sanna.
Ósjálfrátt fór rýnirinn að hugleiða
þetta við skoðun höggmynda Einars
Más Guðvarðarsonar í Ásmundarsaþ
nánar tiltekið gi’yfju og arinstofu. I
fyira fallinu hefur hann komið fyrir
4 verkum, þar af einu sem sam-
anstendur af 6 steinskálum í grá-
steini með innbrendu bývaxi. Að auk
prýða veggina tvær ljósmyndir af
bakgarðsnáttúru, urð og tré, og setja
afar skemmtilegan svip á gjörning-
inn. I hinu tilvikinu er um að ræða
hreyfanlegt verk í traventín marm-
ai'a, sem komið er fyrir við glugga í
útbroti og breytir ekki aðeins um
svip eftir því hvernig því er snúið,
heldur einnig eftir Ijósaskiptum, lit-
og veðrabrigðunum úti. Allt eru
þetta ný verk, gerð 1997 og 1998.
Það er afar einfaldur og sterkur
heildarsvipur í gryfjunni, sem ekki
síst er verk ljósmyndanna, sem í ein-
faldri fegurð sinni auka á þá náttúru-
legu rýmistilfmningu sem er styrkur
sýningarinnar. Yfir öllu svífur fjar-
rænn austurlenskur þokki tímalauss
varanleika sem verður enn meiri við
áhersluna sem hárauðu kornin í
hornskálinni framkalla. Frumlegt er
þetta þó naumast og á stundum jaðr-
ar við offágun. Myndhöggvarinn er í
þessum vinnubrögðum stöðugt að
slípa formkennd sína, færa hana í
traustan og lífrænan búning. Þannig
séð er hann á réttri braut, þótt mað-
ur sakni á stundum að hann skuli
ekki einnig grípa til hamarsins og
meitilsins á svipaðan hátt og Isamu
Noguchi, og raunar margh’ fleh’i. Að
baki þessara einfóldu formsterku
verka er ómæld þolinmæði- og ná-
kvæmnisvinna sem telst aðal Einars
Más Guðvarðarsonar. Hann mætir
sterkari til leiks með hven-i sýningu
og hefur nú skipað sér í raðir okkar
fremstu myndhöggvara.
Vel er staðið að framkvæmdinni
og liggur frammi einfaldur mynd-
skreyttur bæklingur um list Einars
Más, með formála á íslenzku, ensku
og japönsku, eftir Jón Proppe gagn-
rýnanda. Þar er á skilvirkan hátt
vikið að ýmsu sem síður kemst að í
afmarkaðri rýni dagsins.
Bragi Ásgeirsson
FASTEIGN Efí FfíAMTÍÐ
FASTEIGNA
Suðurlandsbraut 12,108 Reykjavík
fax 568 7072
31
miMámm
MIÐLUN
Sverrir Knstjánsson
fax 568 7072 lögg. Fastelgnasali
Þór Þorgeirsson, sölum Brynjar Fransson, solum.
Heimasfða: http://www.fastmídUs//
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18.
VESTURBRUN -
LAUGARÁS
Á einum fallegasta útsýnisstað borgarinnar er
til sölu vandað 423 fm einbýlishús ásamt 27 fm
bílskúr. Húsið er laust í janúar 1999. Húsið
skiptist þannig: Aðalhæðin er forstofa, gesta-
snyrting, eldhús með Alnoinnréttingu, búr inn
af, (einnig bakinngangur), snyrtiherb., lítið
vinnuherbergi, stór stofa með arni og stór
borðstofa með útgangi út á rúmgóðar suður-
svalir sem eru tengdar garði. Á efri hæð er bað,
stór stofa og sólstofa með arni og rúmgóðar
suðursvalir. Af þessari hæð er stórkostlegt
útsýni yfir Laugardalinn til suðurs og út á Snæ-
fellsnes. Á jarðhæð eru í dag 3 mjög stór svefn-
herb., bað, 3-4 geymslur, þvottaherb. og
sauna. Heitur pottur, garður með miklum gróðri
og tjörn (á jarðhæð var teiknuð 3ja herb. íbúð
með sérinngangi). ATH.: Svona eign kemur ekki
oft í sölu. Seljandi getur lánað allt að 60%
kaupverðsins í 25-30 ár með hóflegum vöxtum.
Einbýlishús 4ra herbergja
FROSTAFOLD - GÓÐ LÁN 4ra
SKÁLAHEIÐI - KÓP. 3ja-4ra
herb. 106 fm (búö á 2. hæð í
þríbýlishúsi ásamt 35 fm bílskúr.
Verð 9,2 m. og 3ja-4ra herb. 106
fm íbúð á 3. hæð i sama húsi
með 26 fm bílskúr. Verð 8,8 m.
LINDASMÁRI - KÓP. Glæsileg
105 fm íbúð á tveim hæðum í fjölbýli.
3 rúmgóð svefnherb., forstofa, stofa,
borðstofa, sjónvarpshol, flísalagt bað
og gott eldhús. Mikii lofthæð.
Halogenlýsing. Suðursvalir. Rauðeik-
arparket og flisar. Áhv. 5,2 m. hús-
bréf. Verð 9,9 m. Laus fljótl.
3ja herbergja
FLÉTTURIM! - LÍTIL ÚTB. Mjög
falleg, björt og rúmgóð 3ja her-
bergja 90 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli
ásamt stæði í bílskýli. Fallegar og
miklar innréttingar, parket og flísar á
gólfum. Mikið útsýni. Áhv. 7,2 m.
húsbréf. Verð 8,4 m.
RAUÐARÁRSTÍGUR 3ja
herb. 57 fm íbúð á 2. hæð í
fjölbýli. íbúðin er stofa, tvö
svefnherb., eldhús og bað.
Parket. Verð 5,3 m.
Nýbyggingar
BARÐASTAÐIR Til sölu 3ja her-
bergja 101 fm endaíbúð í 16 íbúða
húsi sem er í byggingu. (búðin verð-
ur afhent fullbúin með vönduðum
gólfefnum. íbúðin afhendist 15.04.
1999. Verð 8.350 þ. Möguleiki að fá
keyptan bílskúr.
BARÐASTAÐIR Til sölu 4ra her-
bergja 107 fm endaíbúðir á 2. og 3.
hæð í 16 íbúða húsi sem er í bygg-
ingu. fbúðirnar verða afhentar full-
búnar með vönduðum gólfefnum.
fbúðirnar afhendast 15.04. 1999.
Verð 9.450 þ. Möguleiki að fá
keyptan bilskúr.
Atvinnuhúsnæði
MIÐHRAUN-GARÐAB. Til sölu
mjög vandað og vel hannað at-
vinnuhús í smíðum samkv. nánara
samkomulagi. Heildarstærð húss-
ins er1350 fm.,hægt er að selja
húsið í minni einingum ca. 300
fm. Mjög gott útipláss verður frá-
gengið og malbikað. Lofthæð er
5,4 m. við vegg en 7,3 í mæni.
Möguleiki á millilofti. Stórar inn-
keyrsluhurðir. Vertu snöggur að
ákveða þig og fá hér hannað hús
að þínum óskum.
MOSFELLSBÆR - LAUS 152
fm einbýlishús á einni hæð ásamt
43 fm bílskúr. (búðin er stofa og
borðstofa, 4-5 svefnherb. o.fl.
Mjög mikið unninn garður og stór
verönd að óbyggðu svæði. Verð
aðeins 13,5 m.
Rað- og parhús
ÁLFAHEIÐI - KÓP. 139 fm sér-
býli á tveim hæðum ásamt 26 fm
bílskúr. Tvær stofur, 4 svefnherb.,
glæsilegt eldhús, flísalagt bað.
Parket. Suðurverönd. Áhv. 7,1 m. í
góðum lánum. Ekkert greiðslumat.
Verð 12,4 m.
FLÚÐASEL - AUKAÍBÚÐ 200
fm raðhús sem er kj., og tvær
hæðir með 2ja herb. aukaíbúð í kj.
með sérinngangi ásamt stæði í
bílskýli. Stærri íbúðin er stofa,
borðstofa, 4 svefnherb., bað o.fl
Verð: 12,5 m.
Sérhæðir
STARRAHÓLAR - AUKA-
ÍBÚÐ Rúmgóð efri sérhæð með
2ja herb. aukaíbúð I kjallara alls
269 fm ásamt 30 fm bílskúr.
Stærri íbúðin er rúmgóð stofa og
borðstofa, 4 svefnherb., sjón-
varpshol o.fl. Arinn. Sólpallur.
Hellulagt plan. Verð 16,4 m.
herb. 112 fm íbúð á 5. hæð í lyftu-
húsi. íbúðin er rúmgóð stofa, 3
rúmgóð herb., rúmgott eldhús og
bað. Þvottaherb. í íbúð. Húsvörður.
Glæsilegt útsýni. Áhv. 5,0 m. bygg-
sj. Verð aðeins 8,9 m.
HÁALEITISBRAUT - ÚTSÝNI
Falleg töluvert endurnýjuð og
björt 4ra herb. 105 fm íbúð á 4.
hæð með stórum suðvestursv.
M.a. er nýtt bað með góðri innr.
Góð gólfefni. Útsýni. Áhv. 3,2 m.
byggsj.
HÁTEIGSVEGUR
4ra herbergja 90 fm íbúð á 2. hæð í
þríbýlishúsi. (búðin er stofa, 3
svefnherb., eldhús og bað. Nýtt
þak og verksmiðjugler. Áhv. 4,9 m.
húsbréf. Verð 8,3 m.
VESTURVÖR-KÓPAV. Til sölu
mjög gott steinhús byggt 1980 ca.
420 fm. með milliloftum. Mikil loft-
hæð, þrjár stórar rafdrifnar inn-
keyrsluhurðir. Góð aðstaða fyrir
starfsm. og skrifstofa. Góð aðkoma
og stór lóð þar sem er hægt að
byggja allt að 800 fm. hús.
AUSTURSTRÆTI Til sölu í góðu
steinhúsi á 1. hæð 83 fm verslunar-
hæð ásamt 77,6 fm í kjallara sem er
með góðri og mikilli lofthæð. Góðir
gluggar. Laust fljótl. í sama húsi
samhiiða á sömu hæð er einnig til
sölu annað verslunarpláss sem er í
meginatriðum eins og hitt, en er í
leigu frameftir árinu 2000.
FENIN Til sölu ca 250 fm á 1. hæð
með góðum innkeyrsludyrum, ca 60
fm millilofti og ca 100 fm skrifstofu-
hæð.
SKÚLATÚN - SKRIFST. Til sölu
ca. 179 fm skrifstofuhæð, 5-6 herb.
ofl. Laus fljótt. Gott verð.
FAXAFEN - LAGER - SKRIF-
STOFA Til sölu ca 700 fm kjallari
með góðri lofthæð, stórri inn-
keyrsluhurð sem skiptist í skrif-
stofu, sýningarsal, lager o.fl. Verð
30,0 m.
VERSLUNARPLÁSS - MIÐ-
SVÆÐIS Ca 650 fm salur með
góðum útstillingargluggum. Mjög
góð lán allt að 80%. Uppl. aðeins á
skrifstofu.
HREYSTI
—sportvóminus
Fosshálsi 1 - Sími 577-5858