Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 41 MINNINGAR VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON + Víðir Óli Guð- mundsson fædd- ist á Siglufirði hinn 7. mars 1974. Hann lést á heimili sínu í Reykjavfk 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. janúar. , Við kynntumst Víði Ola fyrst þegar hann slóst í hópinn hjá Gam- anleikhúsinu. Öll vorum við þá í Hagaskóla. Víð- ir Óli var stór karl í okkar augum, enda hafði hann ný- lokið við að leika í Vesalingunum í sjálfu Þjóðleikhúsinu. Því var Víðir beðinn um að vera með í leikfélag- inu. Einlægni og hógværð stórleikar- ans úr Þjóðleikhúsinu kom okkur öll- um á óvart, því það eina sem bar þess merki að hann hefði leikið með helstu leikurum þjóðarinnar voru munstruð axlabönd sem hann hafði keypt fyrir launin í Vesalingunum. Stuttu síðar hófust æfingar á Kettinum sem fer sínar eigin leiðir, en til stóð að fara með sýninguna á leiklistarhátíðir í Hollandi og Aust- urríki. Víðir Óli var alltaf glaður og kátur, oft átti illa við hann að standa of lengi kyrr, enda hlaup og ærsl honum í blóð borin. Enda þótt þetta teldist í flestum tilfellum til galla í fari leikara, þá gat enginn álasað Víði Óla, því allt sem hann gerði var svo fyndið og skemmtilegt að enginn gat varist hlátri. Því voru ófáar æf- ingarnar sem leystust upp í tóma vit- leysu og hlátursköst - og mikið voru þau skemmtileg! A þessum árum vorum við að sjálf- sögðu öll svolítið upptekin af því að verða fullorðin. Víðir Óli virtist njóta frelsisins sem fólst í því að vera orðinn ungling- ur. Honum fannst það svo frábært að í Haga- skóla mátti bæði drekka kók og borða nammi í frímínútum. Víðir Óli var alltaf með kók. Hann „fann fyrst á sér“ í æfmgarhléi hjá Gam- anleikhúsinu. - Af hverju? - jú hann hafði skömmu áður drukkið miklu meira kók en nokkru sinni á ævinni, næstum því tvo lítra! Ahrifin létu ekki á sér standa, Víðii’ baðaði út öllum öngum og átti meira að segja erfitt með að ganga eftir beinni línu. Eftir það ef- aðist enginn um ótvíræða leikhæfi- leika Víðis Óla. Þessi minning er lýsandi fyrir hann, sérstakt sam- bland einlægni og tómnigáfu sem all- ir í kringum hann fengu að njóta. Víðir Óli var svo hlýr og góður. Hann var alltaf að hugsa um aðra. Þegar við vorum saman i Hollandi var Víðir sífellt að leita að gjöfum handa fjölskyldu sinni heima á ís- landi. Það var engu líkara en hann væri að snúa heim eftir áralanga fjarveru erlendis. í Hollandi eignað- ist Víðir franska kærustu. Síðasti dagurinn í Hollandi fór því að sjálf- sögðu í að finna kveðjugjöf fyrir stúlkuna. Víðir ákvað að lokum að færa henni armband og ilmvatn, enda vel við hæfi fyrir kærustu frá Frakklandi! Hann var að sönnu ánægður með valið á gjöfinni og sveif á rósrauðu skýi allan daginn. Það var ekki fyrr en við vorum lögð af stað til Vínar, sem það rann upp fyrir hópnum að Víðir hafði ekki gef- ið stúlkunni ilmvatn heldur svitaúða. Hugm’ Víðis Óla var sífellt á ferð og flugi. Hann deildi ótrúlegu hugarflugi sínu með öðrum, á annan hátt en flest- ir gera. Það var á einhvem hátt eins og hann sleppti því að ritskoða það sem hann sagði, eins og okkur er kennt að fullorðið fólk eigi að gera. Hann spáði í allt og sá nýjar hliðar á hlutunum - aðrai' hliðar en við hin. Víðir Óli átti einstaklega auðvelt með að eignast vini og fólk dróst að honum. Hann var opinn gagnvart öll- um - trúði alltaf á það besta í fari þeirra sem hann hitti. Hann tók þátt í gleði og sorgum alha í faingum hann, jafnvel þótt það væri stundum erfitt að bera þær byrðar. Það er dýi-mætt að hafa kynnst Víði Óla. Fyi-ir það erum við þakklát. Það er öllum hollt, ekki síst á unglingsárun- um, að umgangast jafn heila mann- eskju og hann var. Lífið brosti við og gatan virtist greið, þegar áfallið reið yfir. Það er svo sorglegt að hugsa til þess hvað Víðir átti efth’ að gera margt og upplifa - og hvað hann átti mitóð að gefa öðmm. Minningin um Víði Óla mun alltaf lifa með okkur. Við söknum hans sárt. Kæra Billa og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð, við vitum að missir ykkar er mitóll. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Vinimir úr Gamanleikhúsinu. Hann Víðir Óli, vinur minn, var engum öðram líkur. Þegar hann kom nýr í bektónn, að mig minnir í tíu ára bekk, leist okkur strax vel á hann og hann var mjög fljótt orðinn einn af okkur. Strákurinn vai’ einstaklega fé- lagslyndur og var áður en varði kom- inn í skólakórinn, tók þátt í leikritum og öllum mögulegum uppákomum, ja, eiginlega bara öllu sem hægt var að taka þátýí, bæði í Melaskóla og Hagaskóla. Eg var einmitt um dag- inn að grafa upp gamla kassettu með lögum skólakórs Melaskólans, þar sem voru meðal annai-s lög úr Litlu stúlkunni með eldspýturnar þar sem Víðir söng svo eftirminnilega. En Víðir Óli söng ekki bara vel. Hann var líka góður leikari og dansari. Á þeim tíma voru það „freestyle“- dans og ,jazz“-dans það eina sem virkaði og vai’ það stundað í afmælum og bekkjarpartýum í tíu og ellefu ára bekk að fara í danskeppnir og svo var auðvitað keppt í „freestyle“-keppn- unum í Tónabæ. Víðir Óli sannaði hæfileika sína á því sviðinu sem og öðram. Seinna tók hann svo þátt í ýmsum sýningum með áhugaleikfé- lögum og í Þjóðleikhúsinu, m.a. á Vesalingunum. Satt að segja er ég sannfærð um að ef ævi hans hefði orðið lengri hefði hann orðið ein af okkar stóru stjömum. Hann hafði allt til þess að bera. Víðir Óli hafði slíka útgeislun að enginn komst hjá því að hrífast og laðast að honum. Hann var alltaf hress og glaður, eiginlega algjört fiðiáldi, einstaklega hlýr og mikill vinur vina sinna og er það nú það sem er sterkast í minningunni. Á unglingsárum villtist Víðir Óli aðeins af beinu brautinni eins og fleiri. Við fískarnir eram jú svo ýktir í öllu. Þetta var erfitt tímabil í lífi hans og fjölskyldu hans, en með hjálp hennar tókst honum að rífa sig upp og sýndi það sig þá hvað hann átti góða að. Eftir þetta blómstraði Víðir Óli sem aldrei fýrr. Það var gott að sjá hann svo hamingjusaman sem hann átti svo sannarlega skilið. Snemma árs 1994 héldum við Víðir Óli upp á tvítugsafmælið okkar í kjall- ai’a Hlaðvarpans. Það var frábærlega vel heppnað og skemmtum við okkrn- konunglega saman. Hann var ein- staklega uppátektasamur og maður gat bara ekki með nokkra móti látið sér leiðast þegar hann var nálægt. Ég man eftir því eins og það hafi gerst í gær þegar ég sá Víði Óla í síðasta sinn. Það var vorið 1994. Ég hitti hann úti í banka, en hann var að fara í útskriftarferð og var eitthvað að út- rétta. Það var sól og gott veður, hann var í stuttermabol og ég tók sérstak- lega eftir því hvað hann leit vel út. Það eiginlega geislaði af honum ham- ingjan. Það var svo um sumarið þetta sama ár sem ég frétti af veikindum hans. Það var gífurlegt áfall. Að það skyldu verða örlög hans, af öllum, að lifa slíku lífi sem hann hefur lifað í hálft fimmta ár. Ég, eins og fleiri, hlífði mér við áfallinu og heimsótti hann aldrei eftir að hann veiktist. Ég hugsaði oft um að fara en beið alltaf aðeins og eftir því sem lengra leið varð það sífellt erfiðara. Þetta er eitt af því sem ég sé hvað mest eftir, því nú er það of seint. En núna kveð ég Víði Óla hinstu kveðju. Þennan fal- lega og yndislega dreng sem mér þótti svo einstaklega vænt um. Það er sársaukafullt, en ég hugga mig við það að ég veit í hjarta mínu að núna líður honum svo miklu betur. Núna er hann fijáls. Ég votta fjölskyldu Víðis Óla og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Hann mun ávallt lifa í hjört- um okkar allra sem vorum svo lánsöm að kynnast honum. Fríða María Harðardóttir. Víðir Óli, engillinn minn. Þú varst hreinni en ég og svo ólýsanlega fallegur. Eg með stóru tennumar mínar og óþroskuðu sálina mína dáðist að þér. Og þú öskraðir á mig að ég væri einhvers virði. Bannaðir mér að vera svona taugaveikluð, tókst í höndina á mér og sagðist vera vinur minn. Og ég gleymi því aldrei hvað við gátum dansað og af einskærri eigingirni gat ég ekki horft á fe sogast burt frá mér á vit tómleikans. Og á nóttunni sé ég aðeins mynd af þér dans- andi og ekkert sjúkrarúm, engar snúrur og á hvítan sloppinn þinn hafa vaxið vængir. Elsku vinur minn, ég kveð þig. Nú ertu frjáls. Ég bið að heilsa Guði, ég er viss um að þið fílið hvor annan. Að eilífu þín vinkona, Berglind Ágústsdóttir. Kynningarfundur Reykja- víkurdeildar Rauða kross íslands Reykjavíkurdeild Rauða kross (slands heldur kynningarfund um starfsemi deildarinnar miðvikudaginn 20. janúar nk., kl. 20.00 í Sjálf- boðamiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Formaður setur fundinn. 2. Hinir ýmsu þættir starfseminnar kynntir: Kvennadeild. Ungmennadeild. Vinalína. Sjálfboðamiðlun. Neyðarnefnd. Námskeið, öldrunarþjónusta, og önnur starfsemi 3. Umræður um ný verkefni deildarinnar. Þetta er kjörinn vettvangur til að hafa áhrif á starf og stefnumörkun deildarinnar og koma skoðunum sínum á framfæri. Allir eru velkomnir. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 18. janúar og verður kennt í stofu 205 í Odda, Háskóla íslands. Boðið er upp á byrjendahóp, fjóra fram- haldshópa og tvo talhópa. Innritað verður á kynningarfundum í Odda, Háskóla íslands, stofu 201, í dag, miðvikudaginn 13. janúar og fimmtudaginn 14. janúar, kl. 20.30. Upplýsing- ar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17 — 19.30 á virkum dögum. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Námskeið fyrir bókhaldsstofur Félag bókhaldsstofa heldur námskeið laugar- daginn 16. janúar nk. í A-sal Hótel Sögu. Námskeiðsefni: Kl. 9 — 12 Sjóðstreymi. Nýjar reglur. Fyrirlesari Stefán Svavarsson endurskoðandi. Kl. 13 —16 Skattamál. Nýlegar breytingar. Áhersluatriði við gerð framtala. Fyrirlesari frá Deloitte & Touche endurskoðun hf. Allir velkomnir. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 482 3755, 581 4700 og 568 9510. Félag bókhaldsstofa. Frönskunámskeið verða haldin 18. janúartil 16. apríl. Innritun alla virka daga til 15. janúar kl. 15—19 í Austurstræti 3, sími 552 3870. Heimasíða www.ismennt.is/vefir/af. Ath.: Ferðamálafranska og viðskiptafranska. ALLIANCE FRANCAISE TIL SÖLU Happdrætti Sala á lausum miðum í Happdrætti Háskólans og SÍBS er í fullum gangi. Hægt er að hringja í síma 568 9780 og fá miða beint á kreditkort. Happahúsið, Kringlunni. ÝMISLEGT Skíðadeild ÍR Skíðaæfingar fyrir alla aldursflokka. Vetrarstarfið er hafið. Kynningarfundur í ÍR-heimilinu v/Skógarsel fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.00. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 587 7080. Skíðadeild ÍR. SMÁAUGLÝ5INGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18 = 1791138 = Hörgshlíð 12. Bodun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ GLITNIR 5999011319 III FÉLAGSSTARF VMálefnanefnd Sjálfstæðis- flokksins um viðskipta- og neytendamál heldur þriðja opna fund sinn í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar, kl. 20.30, í Valhöll. Gjöld af innflutningi - úrelt fyrirbæri Frummælendur eru: Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Haukur Þór Hauksson varaformaður Samtaka verslunarinnar, Sigurgeir Þorgelrsson framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Jóhannes Jónsson i Bónus. Nefndin. I.O.O.F. 7 = 179011381/2 = R. □ HELGAFELL 5999011319 VI I.O.O.F. 9 ■ 1791138V2 ■= SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58 í kvöld kl. 20.30 verður kveðju- samkoma fyrir Leif Sigurðsson, sem er á förum til kristniboðs- starfa i Kenýju. Kanga kvartett- inn syngur og Leifur Sigurðsson talar. Allir eru hjartanlega velkomnir og fólk hvatt til að fjölmenna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Súpa og brauð fellur niður. Biblíulestur kl. 19.30. Ath. breyttan tíma. Ræðum. Daryl Ericson, skólastjóri ICI biblíu- skólans. Krakkaklúbbur kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. KENNSLA Þýskunámskeið Germaniu hefjast 18. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, framhaldshópa og talhópa. Upplýsingar i síma 551 0705 frá kl. 17-19.30. v*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.