Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________UMRÆÐAN Sprengjuóð þjóð FJÖGURRA ára, sex ára og sjö ára systkin fengu að fara út í garð á gamlársdag til að skjóta upp fiug- eldum. Svo trítluðu þau inn en fóru skömmu síðar út aftur og héldu áfram að sprengja. Þannig gekk þetta fram á nótt. Pabbanum sást bregða fyrir í stofuglugganum af og til. Nágrannarnir gerðu enga athuga- semd. Ágreiningnr í Sund- laug Vesturbæjar Það stælir líkama og sál að taka sundsprett í morgunsárið. Árla morguns þegar skálmöldin geisaði í Hagaskóla hófust líflegar umræður í sturtuklefa kvenna. Eg hélt því fram að við bærum öll ábyrgð á því hvernig komið væri og þótti tími vera kominn til að snúa við blaðinu og setja nýjar leikregl- ur hvað varðar með- ferð skotelda. Elskuleg og dagfarsprúð nábýl- iskona mín brást hin versta við og taldi að hinn þögli meirihluti mætti njóta skemmt- unarinnar á gamlárs- kvöld í friði. Mér hitn- aði í hamsi og tefldi fram þeirri skoðun að ég vissi ekki til þess að hinn þögli meirihluti hefði áunnið sér rétt til þess að sprengja hljóð- himnur úr afkomendum mínum! Við skunduðum svo út í laug og syntum Agi Við ættum að skamm- ast okkar, segir Ragn- heiður Benediktsson, fyrir að leiða börnin okkar inn í þessa gá- leysislegu sprengiveislu á gamlárskvöld. rösklega hvor í sinni hraðsunds- rásinni. Lög um meðferð skotelda - leiknum er lokið Satt best að segja tel ég að við eigum öll að skammast okkar fyrir að leiða börnin okkar inn í þessa gáleysislegu sprengiveislu á gamlárskvöid. Við höfum verið andvaralaus gagnvart uppeldisá- hrifunum sem af henni hljótast og ennfremur látið okkur í léttu rúmi liggja að svo og svo margir verði á einhvern hátt örkumla eftir ára- mótaglauminn. I sumum tölvuleikjum kemur á ákveðnum tíma upp á skjáinn til- kynning um að leikurinn sé tapaður, honum sé þar með afdráttarlaust lokið. Á engilsaxneskri tungu hljómar það si svona: GAME OVER. Nú er kominn tími til að setja leikreglur um eignarhald og meðferð skotelda. Ég á ekki von á því að sala slíkra hluta sé á neinu öðru byggðu bóli notuð til að fjár- magna starfsemi hjálparsveita eða íþróttafélaga. Skoðum hvað sið- menntaðar þjóðir gera. Verndun fugla eða barna? Ég sé fyrir mér að hér í höfuð- borginni verði svipaður háttur hafður á við flugeldasýningar um áramót og verið hefur á menningamóttum Reykjavíkurborgar, sem mikilla vin- sælda hafa notið. Þá hafa fjölmargir borgarbúar rölt um borgina með börnum sínum að næturlagi til að njóta þess sem í boði er. Þar á meðal hefur verið stórfenglegt sjónarspil flugelda við Tjömina með tilheyrandi sprengingum, sem stýrt var af fólki sem kunni til verka. En viti menn, eftir slíka athöfn risu upp raddir sem bentu á hversu illmannlegt þetta hefði verið gagnvart fuglunum á Tjöminni! Hvað eram við eiginlega að hugsa? Hvort þykir okkur vænna um fugla eða bömin okkar? Höfundur cr tölvukennari i Mela- skóla í Rcykjavfk. Ragnheiður Benediktsson Einokunarverð- stefna Lands- virkjunar TVÆR spumingar hafa leitað á hugann sem reifaðar verða hér. Sú fyrri er hvort einok- unarverðstefna Lands- virkjunar sé þjóðhags- lega hagkvæm. Sú síð- ari er hvaða sérstöku skilyrði eru hér á landi, sem ekki era t.d. í Nor- egi eða Svíþjóð, sem setja okkur á bekk með löndum eins og Venez- úela sem framleiðendur ódýrrar raforku fyrir stóriðju. Einokunarverðstefna Með einokunarverð- stefnu sinni getur Landsvirkjun selt nýjum orkukaupendum raforku á jaðarkostnaðarverði nýrra orkuvera, en jafnframt haldið orkuverðinu óbreyttu til eldri kaupenda. Bæði tækninýjungar í raforkugeiranum og aukin framleiðni koma þvl fyrst og fremst nýjum raforkukaupendum til góða, en ekki nauðsynlega eldri kaupendum. Ef um samkeppnisverð- lagningu væri að ræða kæmi hvort tveggja tækniframfarir og fram- leiðniaukning öllum orkukaupendum tfl góða með jöfnum hætti. Sam- keppnin sæi til þess. Sem ríkiseinok- unaraðili reynir Landsvirkjun ekki að hámarka hagnað sinn heldur fyrst og fremst umfang raforkuframleiðsl- unnar. I því skyni getur hún beitt fullkominni verðmismunun [price discrimination] gagnvart kaupenda- hópum sínum. Fyrr en síðar munum við sjá í hnotskurn vandamálin við þessa verðstefnu stjómvalda og gjafmildi við erlenda stóriðju þegar Reykja- víkurborg og Hitaveita Suðurnesja fara að selja fyrirtækjum og heimil- um á orkusvæði sínu rafmagn í byrjun næstu aldar á mun lægra verði en þeir greiða í dag. Þá munu falla út orkukaupendur hjá Landsvirkjun sem hingað til hafa borgað hátt verð fyrir rafork- una og ekki notið til fulls þeirra tæknifram- fara sem átt hafa sér stað í orkugeiranum. Verðstefna Lands- virkjunar mun bresta. Á árinu 1997 var með- alverð á raforku til stóriðju 1 króna á kWst en 5 krónur til almennra kaupenda. Ef Landssíminn hefði möguleika á svip- aðri einokunarverðstefnu og Lands- virkjun gæti hann haldið símgjöld- Orkuverð Fyrr eða síðar, segir Jóhann Rúnar Björg- vinsson, mun þessi ein- okunarverðstefna Landsvirkjunar bíða skipbrot. um landsmanna óbrejdtum frá fyrri tíð, en nýtt sér þær miklu tækni- framfarir sem átt hafa sér stað í símaþjónustu til að vinna lendur á öðrum símamörkuðum með jaðar- kostnaðarverði þar. Samkeppnisverðlagning á raf- orku í stað einokunarverðlagningar mun auka kaupmátt heimilanna og lækka framleiðslukostnað innlendra fyrirtækja. Við mat á þjóðhagslegri hagkvæmni þarf að meta þennan ávinning heimilanna og innlendra fyrirtækja á móti hugsanlegum ávinningi af stóriðju. Niðurstaða þess mats er alls ekki gefín. Sérstaða íslands Hvergi hef ég séð staðreyndir né rök fyrir því hvers vegna raforku- framleiðsla hér á landi sé svo ódýr eins og auglýst hefur verið. Aðrar vestrænar þjóðir standa okkur ekki snúning í samkeppni um stóriðju. Norskir eigendur Jámblendiverk- smiðjunnar tala jafnvel um að raf- orkuverðið hér sé helmingi lægra en í Noregi. Ekki reisum við risara- forkuver með tilheyrandi hagkvæmi í framleiðslu. Eina hugsanlega skýr- ingin á þessari sérstöðu okkar er fyrmefnd einokunarverðstefna. Orkufyrirtæki annama þjóða beita samkeppnisverðlagningu og geta því ekki boðið einstökum orkukaupend- um upp á jaðarkostnaðarverð nema eiga það á hættu að tapa öðrum orkukaupendum í samkeppninni. Hvar eru hagmunasamtök at- vinnulífsins? Garðyrkjubændur era að greiða þrefalt hærra raforkuverð en starfsbræður þeirra í Kanada og næstum tvöfalt hærra verð en kollegar þeirra í Noregi. Garðyrkju- bændur og aðrir innlendir framleið- endur ættu að fá aðila eins og Hag- fræðistofnun háskólans til að leggja mat á fómarkostnað innlendra aðila vegna einokunaiverðstefnu Lands- virkjunar, sem færir erlendri stór- iðju ávinninginn af tækniframförum og framleiðniaukningu orkugeirans á silfurfati en skilur innlenda orku- kaupendur í verni samkeppnisstöðu en ástæða væri til. Til hvers eru hagsmunasamtök atvinnulífsins? Fyrr eða síðar mun þessi einok- unarverðstefna Landsvirkjunar bíða skipbrot. Betra er því að fara varlega í frekari stóriðjufram- kvæmdir því margt bendir til að umtalsvert tap verði á Landsvirkj- un þegar aðrir orkuframleiðendur fara að keppa um innlenda orku- kaupendur. Vonandi eru Lands- virkjunarmenn óhræddir við sam- keppnina, en óvíst er hvort klisjur þeirra um mikinn kostnað vegna jöfnunar á orkuverði eða því að tryggja öllum landsmönnum raf- orku vegi svo þungt þegar frekar verður skoðað. Höfundur er hagfræðingur. Tftc Craft Cotfection Breskur póstlisti með frábærar hannyrðavörur. Listinn Itostar 400 kr. sem endurgreiðist við fyrstu pöntun. Pöntunarsími/fax 564 4131 Visa/Euro Opið bréf til fræðslu-, mennta- mála- og borgar- yfírvalda ATBURÐIR undan- farinna daga, í Haga- skóla í Reykjavík innan veggja og utan, hafa leitt til þess að ég, faðir barna í skólanum, vil lýsa áhyggjum mínum og benda á nokkrar staðreyndir: Alkunna er að eitt skemmt epli í tunnu nægir til þess að eyði- leggja öll óskemmdu eplin, sem fyrir eru. Nú hefur það gerst, að örfáir nemendur skól- ans hafa valdið upp- þoti, sem líkja má við stríðsástand með end- urteknum sprengingum, svo að lögregluvernd hefur þótt nauðsyn- leg. Agi Það hlýtur að vera ský- laus krafa foreldra og aðstandenda barna, segir Tryggvi Baldurs- son, að öryggi þeirra jafnt sem öryggi kenn- ara og friður til náms séu tryggð innan og ut- an veggja skólans. Eins og oftast bitna spellvirki og barnaskapur þessara nemenda á öðrum nemendum, sem nú búa sig af kappi undir miðsvetrarpróf. Sú bráðabirgðalausn að kalla óein- kennisklædda lögi-eglumenn og foreldra ásamt starfsmönnum skól- ans til eftirlits er af augljósum ástæðum óframkvæmanleg til lengri tíma. Það hlýtur að vera skýlaus krafa foreldra og aðstand- enda barna að öryggi þeirra jafnt sem öryggi kennara og friður til náms séu tryggð innan og utan veggja skólans. Annað er óviðun- andi. Heldur þú að | C-vítamín sé nóg ? S NATEN Í ________-ernógl____£ Nú era gerðar mis- munandi tilraunir til forvarna vegna ofbeld- is, þjófnaðar og aga- vandamála í þremur skólum höfuðborgar- svæðisins og notaðar til þeirra upptöku- og myndbandsvélar. Þannig gefst stjóm- endum skólanna betra tækifæri til að taka markvisst á spellvirkj- um og agavandamál- um, og auka um leið á öryggi nemenda og kennara. Það er tillaga mín og reyndar áskoran til of- angreindra yfirvalda að þau komi nú þegai' upp, við flesta unglingaskóla (til að byrja með), öryggiskerfum með upptökutækjum og myndavél- um innan húss sem utan. Tel ég að með þessu vinnist a.m.k. þrennt: I fyrsta lagi mun spellvirkjum, eins og orðið hafa undanfarið, fækka og þá geta nemendur aftur stundað nám sitt í friði. I öðru lagi mun draga úr hnupli og þjófnaði fata og annarra verð- mæta, sem geymd eru á göngum skólans, á þeim stöðum þar sem nemendur hafa ekki læsta hirslu undir yfírhafnir og persónulega muni sína. Síðast en ekki síst mun einelti og annað líkamlegt ofbeldi líkiega minnka því auðvelt verður að þekkja hina seku. Þokkaleg öryggiskerfi af ofan- greindum toga kosta aðeins um það bil eina milijón króna (utan VSK). Þetta eru ekki margar krónur, ef þær gætu leitt til þess að einelti og ofbeldi minnkaði, og því einnig tala fórnarlamba þessara verka, sem sum bera sár þeirra alla ævi. Slíkar aðgerðir myndu einnig tryggja eðli- legan vinnufrið í skólunum. Þessar krónur eru heldur ekki margar ef þær geta komið í veg fyrir slys, ör- kuml eða líkamsmeiðsl barna eða unglinga. Ég skora því á fyrrnefnd yfirvöld að taka markvisst höndum saman, skoða, undirbúa og hrinda ofan- gi'eindri tillögu í framkvæmd og fækka þannig mögulegum slysum eða andlegum og líkamlegum sköð- um barnanna okkar. Höfundur er flugstjóri hjá Flugleið- um hf. Tryggvi Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.