Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 37 *
heim aftur og eignuðumst börn
urðu þau eins og barnabörnin
þeirra, enda er aldrei talað um þau
á heimili okkar öðruvísi en afa og
ömmu í Danmörku. Anna hélt upp-
teknum hætti eins og hún gerði við
okkur bræður í bernsku og sendi
bömum okkar alltaf jóladagatal og
var það árvisst tilhlökkunarefni.
Eldri börnunum tveimur, Pétri og
Tinnu, buðu þau til sumardvalar hjá
sér þegar þau voru 11 ára og þannig
urðu tengslin við næstu kynslóð enn
sterkari. Tíðar heimsóknir Önnu og
Peders til íslands urðu líka til þess
að binda þessi hlýju bönd enn nánar
og þegar við tókum við forráðum
fjölskylduhússins á Túngötu var
það sjálfsagður hlutur að amma og
afl í Danmörku dveldu hjá okkur.
Anna hafði yndi af að halda boð
og voru afmæli hennar sem haldin
vora í Vík víðfræg. Þar hittust Is-
lendingar og Danir og snæddu og
drukku tímunum saman við lang-
borð úti undir krónum trjánna í
yndislegu veðri, því það brást ekki
að veðrið var gott í afmælum Önnu.
Hún var uppátektasöm og í einni
slíki-i veislu urðu allir boðsgestir að
fleygja tómum drykkjarílátum aftur
fyrir sig út í garðinn áður en þeir
fengju ábót. Kostulegt var að sjá
siðprútt fólk framkvæma þetta og
kafroðna á eftir en skellihlæja síðan
að öllu.
Gestrisni Önnu var einstök. Hún
var mjög ættrækin og frændur
hennar og frænkur, jafnt úr móður-
og föðurætt, voru alla tíð aufúsu-
gestir á heimili hennar. Heimili
Önnu og Peders var eins og áning-
arstaður fyiir íslendinga sem áttu
leið um Kaupmannahöfn. í kjallar-
anum á Överodvej er stofa -
havestuen - þar sem ávallt stóð
uppbúið rúm til reiðu fyrir hvem
þann íslending sem Anna vissi af að
væri í bænum og væri í vandræðum,
þótt það væri ekkert skilyrði.
Anna var mikill forkur til vinnu
og var sívinnandi við þýðingar sín-
ar. Hún vélritaði svo hratt að það
hljómaði eins og stanslaust suð
fremur en venjulegur ásláttur þeg-
ar hún sló lyklana. A sumrin sat hún
úti í garði heima með ritvélina sína
því hún var sóldýrkandi af verstu
gerð. Ef sólin skein þá rauk hún út
hvort sem það var með matinn eða
vinnuna og sat þar meðan sólar
naut. Við af íslandi, sem ekki vorum
vön þessu, sáum ekkert nema flug-
ur og pöddur í hverju horni og leið
hreint ekki vel að borða mat innan
um allt þetta skordýralíf. En þetta
vandist og nú erum við næstum jafn
slæm sjálf þótt tækifærin séu ekki
jafnmörg hér á Fróni, né pöddurn-
ar.
Anna var stolt af uppruna sínum
og var ófeimin að láta vita af því,
enda rækti hún frændfólk sitt svo af
bar. Hún var ekki síst stolt af föður
sínum og vísindastörfum hans og er
enginn vafi á að störf hans urðu til
þess að vekja áhuga hennar á þýð-
ingum í læknisfræði, sem varð sér-
grein hennar. Hún þýddi meðal
annarra merkra rita kennslubók
eftir föður sinn. Þannig má segja að
Anna hafi fetað í fótspor hans í viss-
um skilningi því að þýðingar á dokt-
orsritgerðum og fræðigi-einum
lækna krefjast mikilla rannsókna og
vísindalegrar íhygli. Þannig vissi
hún um margar nýjungar í lækna-
vísindum áður en þær komu fyrir
annarra sjónir. Hún fylgdist líka
mjög vel með á sínu sviði og fór
reglulega í námsferðir til Englands
og fékk oft inni hjá konunglega
enska læknafélaginu til að kynna
sér orðaforða í nýjum greinum
læknisfræðinnar.
Anna var ævinlega heilsuhraust
enda hugsaði hún mikið um að
halda sér við bæði líkamlega og
andlega. Leikfimi stundaði hún
heima og síðustu árin í félagi eldri
borgara og fór í göngutúra um
skógarstígana í nágrenninu með
Peder og dætrum sínum. Hennar
andlega leikfimi fólst í að spila
bridds með Peder og kepptu þau
með sínum klúbbi í mörg ár. Hún
var ástríðuspilari og kappsöm mjög
í bridds eins og öðru og oft var gam-
an fyrir okkur sem ekkert spilum
þegar þau komu heim á kvöldin eft-
ir briddskeppni og fengu sér te og
hafrakex með osti og fóru yfir vit-
leysurnar sem hitt hafði gert.
Anna varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1933, þá að-
eins átján ára gömul enda framúr-
skarandi nemandi. Hún hafði sterk-
ar taugar til skólans enda átti hún
ættir að rekja til hans, en móðurafí
hennar var Björn Jensson, yfír-
kennari í Menntaskólanum, og móð-
ir hennar var alin upp í skólanum
þar sem fjölskyldan bjó. Þegar
Anna átti stúdentsafmæli kom hún
ævinlega til íslands til að taka þátt í
hátíðahöldunum og til að hitta sína
gömlu skólafélaga, sem fögnuðu
henni. Hún hélt góðu sambandi við
alla skólavini sína og höfðum við
tækifæri til að vera viðstödd sam-
fundina á heimili Önnu oftar en einu
sinni og voru það yndislegar stundir
og fagnaðarfundir.
Þegar Anna var 60 ára stúdent
kom hún heim eins og venjulega og
hélt mjög eftirtektarverða ræðu við
skólaslitaathöfnina í Háskólabíói
þar sem hún biýndi fyrir nýstúd-
entum að rækta vel líkamann og
stunda heilaleikfimi og þar væri
bridds besta leikfímin. Ef þau gerðu
þetta gætu þau líka orðið svona
hressir 60-ára stúdentar eins og
hún. Þetta féll í mjög góðan jarðveg
og vakti hrifningu og umræður
meðal nýstúdentanna. Var tekið við-
tal við hana í Morgunblaðinu í til-
efni af þessari ræðu og afmælinu.
Þegar Menntaskólinn í Reykjavík
hélt upp á 150 ára afmæli sitt 1996
með skrúðgöngu og hátíðarfagnaði
kom Anna heim til að missa ekki af
neinu. Þótt hún væri þá farin að bila
í hnjám lét hún það ekki á sig fá og
naut augnabliksins til fulls í ör-
stuttri heimsókn.
A síðustu tveimur árum tók Anna
að eldast hratt og vegna stirðleika í
hnjám, sem ekki tókst að lækna
þrátt fyrir aðgerðir, gat hún ekki
stundað líkamsræktina sem var
henni svo mikilvæg. Meiðsli á hendi
komu í veg fyrir að hún gæti stund-
að vinnuna sína og voru það henni
mikil vonbrigði. Nokkrum vikum
fyrir andlát sitt brotnaði hún um
mjaðmarlið og eftir þrjár árangurs-
lausar aðgerðir var útséð um að hún
kæmist heim á Dverodvej aftur.
Þegar henni var tjáð að hún yrði að
fá vist á hjúkrunarheimili varð
henni að orði: Það er ekki minn stíll!
Andlát Önnu bar að örfáum klukku-
stundum seinna.
Hið sviplega fráfall Dísu dóttur
hennar meðan hún lá á spítalanum
hefur vafalítið átt sinn þátt í að hinn
sterki lífsvilji hennar varð undan að
láta. Þau Peder, Nanna og Peder
yngi'i hafa mátt reyna mikla sorg að
sjá á bak þeim tveimur á svo
skömmum tíma. Samúð okkar og
hugur er hjá þeim.
Með Önnu er genginn kröftugur
fulltrúi íslands á erlendri grund.
Hún og eftirlifandi eiginmaður
hennar, ljúflingurinn Peder David
la Cour, voru okkur sem foreldrar á
meðan við dvöldum í Danmörku og
börnum okkar alla tíð afi og amma í
Danmörku. Við munum ætíð búa að
því hveraig þau tóku á móti okkur
og urðu þess valdandi að Danmörk
er okkar uppáhaldsútland. Svona
fólk brúar höfin og tengir þjóðir.
Blessuð sé minning mikilhæfrar
konu.
Jónína Margrét Guðnadóttir
og Sveinn Snæland.
Okkur langar til að minnast okk-
ar kæru frænku Önnu Claessen la
Cour sem nú er nýlátin. Mikill sam-
gangur var á milli heimila foreldra
okkar þar sem feður okkar voru
bræður og var mjög kært með
þeim. Þegar önnur hvor okkar
veiktist lítillega var Gunnlaugur
frændi, eins og við kölluðum föður
Önnu, alltaf mættur á staðinn.
Dætur Gunnlaugs og Þórdísar
konu hans voru tvær, Þórdís sem
kölluð er Dída og Anna sem hér er
minnst.
Önnu kynntumst við lítið fyn- en
á fullorðinsárum því hún fór korn-
ung til útlanda til náms eftir stúd-
entspróf sem hún tók aðeins 17 ára
gömul. Fyrst fór hún til Danmerkur
og síðan til Englands. Hún gerðist
löggiltur skjalaþýðandi í ensku í
Kaupmannahöfn með læknisfræði-
leg rit sem sérgrein. Má þar nefna
að hún þýddi yfir á ensku doktors-
ritgerð doktors Friðriks Einarsson-
ar sem hann skrifaði á dönsku. Var
Anna talin, að hans sögn, ein af
bestu skjalaþýðendum í Danmörku
á þessu sviði. Einnig þýddi Anna
mörg rit föður síns á ensku. Gunn-
laugur varð doktor í læknisfræði við
Karolinska Institutet í Stokkhólmi
1928. Viðfangsefni hans var á sviði
röntgenlækninga. Hann samdi á
dönsku kennslubók í ljóslækninga-
fræðum sem lengi var notuð sem
kennslubók á Norðurlöndum.
Önnu kynntumst við fyrst veru-
lega þegar við fórum að venja kom-
ur okkar til Danmerkur. Þá var hún
gift Peter la Cour bankamanni. Var
heimili þeiraa alltaf opið ættingjum
þegar komið var til Kaupmanna-
hafnar. Peter talar ekki íslensku en
hann skilur hana því betur. Okkar
börn hafa notið góðs af gestrisni
Önnu og Peters, einkum Hjörtur
Reynir, sem hafði þar athvarf í þrjá
vetur við nám og einnig í styttri
heimsóknum.
Alltaf vora nógar veitingar þó að
fyrirvari væri oft lítill. Ég veit ekki
betur en að þau tækju alltaf einn
dag í matreiðslu og legðu til hliðar
til að hafa einhverjar veitingar þeg-
ar gest bar óvænt að garði sem oft
var. Að sögn Hjartar Reynis voru
þau fastheldin á gamlar venjur og
má til gamans geta þess að þau
fengu sér alltaf eitt sérríglas klukk-
an 17 á hverjum degi og klukkan 22
var kvöldkaffí með svokölluðu frí-
merki sem var lítil rúgbrauðssneið
með osti. Peter var sérlega húsleg-
ur enda veitti ekki af því að þau
væru samhent í matreiðslu.
Anna vann alltaf sína vinnu
heima. Var hún fljót að tileinka sér
þá tækni sem tölvur voru þegar þær
komu á markaðinn. Peter vann
einnig fulla vinnu í bankanum. Un-
aðsreitur þeirra var sumarbústað-
ui'inn í Vík úti á Sjálandi og nutu
margir góðs af honum.
Anna mat bekkjarsystkini sín úr
Menntaskólanum mikils og kom
hún alltaf heim á fímm ára fresti til
að fagna með þeim á stúdentsaf-
mælum, nema á stríðsárunum frá
1939 til 1945. Það voru gleðidagar
þegar Anna kom heim með Dísu
litlu 1945 þegar stríðinu lauk. Var
hún í fyrstu ferð sem farin var með
Catalínuflugbáti til íslands.
Nú hefur Anna frænka kvatt.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Claessen
og Laura Claessen
Nú er hún elsku amma mín í
Danmörku látin.
Anna la Cour hefur alla tíð verið
ein af þeim manneskjum sem mér
þykir vænst um. Fyrstu minningar
mínar um hana tengjast jólunum,
því hún sendi okkui' Tinnu systur
alltaf risastórt jóladagatal úr papp-
ír, sem við skemmtum okkur svo við
að setja saman og stilla upp á besta
stað í húsinu. Á jólum og afmælis-
dögum gaf hún mér alltaf harðan
pakka, því hún vissi vel hvemig best
mátti gleðja litla frænda sinn á ís-
landi. Við systkinin vorum stolt af
því að eiga svona góða ömmu í út-
löndum.
Amma i Danmörku var líka sér-
lega dugmikil og lífsglöð kona.
Vinnu sinni og félagsstörfum sinnti
hún af mikilli samviskusemi og
vandvirkni og leyndi sér aldrei*^-
áhugi hennar á viðfangsefnum sín-
um. Það kom okkur þvi ekki mikið á
óvart þegar hún, komin hátt á átt-
ræðisaldurinn, lagði gömlu góðu rit-
vélinni sinni og notaði hennar í stað
tölvu og ritvinnsluforrit af nýjustu
gerð. Hún var nokkrum áratugum
eldri en næstelsti nemandinn á
tölvunámskeiðunum sem fylgdu
með í kaupunum.
Fyrir nokkrum árum fékk ég að
búa í „havestuen“ hjá Önnu og Pétri
um nokkurra mánaða skeið meðan
ég var í námi. Þar var gaman að
vera og áttum við margar ánægju-
legar stundir saman. Eftirminnileg-
ustu stundirnar voru þó þegar við
sátum yfir „natmad“ - kexi með osti
ásamt bjór og stöku brennivíns-
staupi. Þar var talað um allt milli
himins og jarðar og oft hlegið dátt.
Þau hjónin kunnu að segja
skemmtilega frá og höfðu líka frá
mörgu að segja eftir langa og við-
burðaríka ævi. Þessi stutti tími hjá
þeim í Holte er ógleymanlegur og
verður mér alltaf kær.
Guð blessi hana og fjölskyldu
hennar.
Pétur S. Snæland.
Anna la Cour, frænka mín, er
gengin. Hún var mikil kona, stór-
gáfuð, fróð og með skemmtilegustu
persónum sem ég hef kynnst. Hún
fór ung til náms í Kaupmannahöfn,
kynntist þar og giftist lífsástinni
sinni, eignaðist þar dætur sínar og
sinnti þar starfí sínu, sem var að
þýða doktorsritgerðir lækna yfir á
ensku og þótti einstaklega fær í því.
Anna og Peter la Cour, eiginmað-
ur hennar, tóku alltaf á móti ætt-
ingjum frá Islandi opnum örmum,
ótal ættingjar og vinir fengu frá-*^
bærar viðtökur og gistingu um
lengi’i og skemmri tíma. Viðtökurn-
ar voru þannig að hverjum og ein-
um fannst þeir vera einstaklega vel-
komnir, hjartahlýjan og gleðin ríkti,
og í samtölunum fólst alltaf eitthvað
sem auðgaði einhvern veginn svo
mikið andann. Þau Anna og Peter
gáfu mikið, sem við sem kynntumst
þeim getum gefið áfram af okkur.
Þau voru dásamleg fyrirmynd. Ég
sendi Pétri, Nönnu og Pétri yngri,
sólargeisla og vini ömmu sinnar,
innilegar samúðarkveðjur.
Dóra Thoroddsen.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
UNNUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Siéttuvegi 13,
áður Snorrabraut 71,
lést á Landspítalanum mánudaginn 11. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Sveinbjörn Kristjánsson, Arnbjörg Óladóttir,
Elín Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson,
Hörður Kristjánsson, Óiöf Antonsdóttir,
Sigríður Kristjánsdóttir, Sveinn Ævarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR BJÖRNSSON
loftskeytamaður,
Vík ( Mýrdal,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
8. janúar.
Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
16. janúar ki. 14.00.
Elín Tómasdóttir,
Björn Ármann Ólafsson, Susan N. Ellendersen,
Einar Hjörleifur Ólafsson, Anna M. Hjálmarsdóttir,
Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, Gunnar Óskarsson,
Guðrún S. Ólafsdóttir,
Sigurborg Á. Ólafsdóttir, Valgeir F. Backman,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 3. janúar,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 14. janúar kl. 15.00.
Helgi Þorsteinsson,
Elín Helgadóttir, Gunnar Hákon Jörundsson,
Guðlaugur Már Helgason,
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÚLÍUSSON,
Skúlaskeiði 5,
Hafnarfirði,
er andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. janúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsam-
legast bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess.
Margrét Sigurðardóttir,
Elísabet Sigurðardóttir, Eyþór Guðlaugsson,
Sarah Sigurðardóttir
og barnabörn.