Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Minnkað fylgií Skotlandi SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í gær, sýnir, að stuðn- ingur við breska Verkamanna- flokkinn hefur minnkað veru- lega í Skotiandi. Bendir það til, að hneykslismálin, sem komið hafa upp innan stjórnarinnar að undanförnu, séu fai'in að hafa sín áhrif þar og annars staðar í Bretlandi. Nú styðja 38% kjósenda Verkamanna- flokkinn í Skotlandi, 6-7 pró- sentustigum færri en í nóvem- ber. I síðustu viku sýndu tvær kannanir, að stuðningur við flokkinn á landsvísu hefur minnkað, um þrjú prósentustig önnur en sjö hin, en eftir sem áður nýtur hann fylgis næstum helmings kjósenda og_ hefur mikla yfirburði yfir Ihalds- flokkinn. Náttúran þung í skauti HÁLFT sjötta þúsund manna lést af völdum náttúruhamfara í Kína á síðasta ári og þær snertu með einum eða öðrum hætti 350 milljónir manna. Kom þetta fram hjá Xinhua- fréttastofunni í gær og sagði hún, að efnahagsskaðinn væri áætlaður 2.541 milljarður ísl. kr. Er aðallega um að ræða tjón af völdum flóða. Nyrup vill enn bíða POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðhen-a Danmerkur, sagði í gær, að enn væri of snemmt að ákveða hvenær Danir greiddu atkvæði um aðild að mynt- bandalagi Evr- ópusambands- ríkjanna. Sagði hann, að aðild myndi vissu- lega skerða fullveldi þjóðarinnar nokkuð og hvatti til mikillar umræðu um kosti hennar og galla. Mik- il breyting hefur orðið á af- stöðu Dana til myntbandalags- ins á síðustu mánuðum og frá því í október hafa stuðnings- menn þess verið fleiri en and- stæðingarnir og yfír 50%. Rasmussen I3ICMIEGA Fólínsýra i Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. Útgefandi Hustlers sakar einn þingmanna repúblikana um framhjáhald Boðar breiðsíðu gegn „hræsni“ stj órnmálamanna Los Angeles. Reuters. Reuters LARRY Flynt á blaðamannafundinum í fyrradag þar sem hann hélt því fram að einn þingmanna repúblikana hefði gerst sekur um fram- hjáhald. Boðaði hann svipaðar uppljóstranir um fleiri þingmenn. LARRY Flynt, útgefandi banda- ríska klámblaðsins Hustlers, sagði í fyrrakvöld, að tilraunir hans til að aflijúpa hræsnisfulla stjdrnmálamenn hefðu leitt í ljds, að Bob Barr, einn fulltrúadeild- arþingmanna repúblikana og erkidvinur Bill Clintons Banda- ríkjaforseta, hefði stundað fram- hjáhald. Þar að auki hefði hann greitt fyrir fdstureyðingu fyrr- verandi eiginkonu sinnar þdtt hann skipaði sér í flokk með þeim, sem berðust gegn fdstur- eyðingum. Um þetta hefði hann logið eiðsvarinn. Flynt sagði á fréttamanna- fundi, sem hann efndi til á heim- ili sínu í Los Angeles, að hann hefði í höndunum eiðsvarna yfír- lýsingu frá Gail Vogel Barr, sem var önnur eiginkona Bob Barrs, og þar kæmi fram, að Barr, sem er þingmaður fyrir Georgíu, hefði farið með hana á fdstureyð- ingarstöð árið 1983 og greitt fyr- ir aðgerðina. Þá voru þau enn gift en þegar þau skildu 1986 sagði Barr eiðsvarinn, að hann hefði verið andvígur fdstureyð- ingunni. Neitar að ræða einkalíf sitt Ekki tdkst að fínna Barr vegna þessara yfirlýsinga Flynts en Barr á sæti í ddmsmálanefnd fulltrúadeildarinnar og beitti sér fyrir málshöfðuninni gegn Clint- on. Flynt kvaðst hins vegar hafa fengið bréf frá honum þar sem hann segir ásakanirnar rangar og ærumeiðandi. Talsmaður Barrs lét heldur ekki ná í sig en sjönvarpsstöðin Cable News Network sagði í gær, að Barr hefði sent frá sér yfirlýsingu um, að hann neitaði að ræða einkalíf sitt. Þá hafði CNN eftir honum, að hann hefði aldrei logið eið- svarinn og aldrei hvatt til fdstur- eyðingar. Flynt kvaðst hafa greitt annarri eigikonu Barrs fé fyrii; upplýsingarnar en vildi þd ekki gefa upp upphæðina. í oktdber sl. hét hann allt að 70 milljönum ísl. kr. fyrir upplýsingar af þessu tagi um stjörnmálamenn. „Barr dk þáverandi konu sinni á fóstureyðingarstöðina, sótti hana aftur og greiddi fyrir að- gerðina. Gail Vogel Barr er in- dæl kona. Hún á tvö börn með manninum sínum fyrrverandi og vill honum ekkert illt en hún er illa stödd ijárhagslega. Vissulega geta peningar, sérstaklega mikl- ir peningar, haft áhrif á það til hvaða ráða fdlk grípur," sagði Flynt. Segir Hvíta húsið ekki með í ráðum Flynt sagði einnig, að í skilnað- armálaferlunum á sínum tíma hefði Barr borið fyrir sig sérstök lög í Georgíu og neitað að svara til um það hvort hann verið í ástasambandi við konuna, sem síðar varð þriðja eiginkona hans, Jerilyn Ann Dobbin. Gerði hún það líka er hún var kvödd fyrir réttinn. Flynt sagði, að þetta sýndi „hræsni“ þeirra, sem vildu koma Clinton úr forsetaembætti vegna sambands hans við Monicu Lewinsky, en hann neitaði, að forsetaembættið ætti einhvern hlut að máli í þessari rannsókn hans. Með því var hann að svara yfirlýsingu frá Jim Nicholson, formanni landsráðs Repúblikana- flokksins, sem skoraði á Clinton „að hætta þessari kynferðislegu hryðjuverkastarfsemi og losa þig við félaga þinn, Larry Flynt“. Bara byrjunin Flynt sagði þessar upplýsingar um Barr aðeins vera byijunina á herferð gegn hræsnisfullum stjdrnmálamönnum og hann kvaðst vita ýmislegt um mann, sem meiri slægur væri í en Barr. Þar fyrir utan sagðist hann hafa upplýsingar um sjö aðra en „veigaminni" repúblikana. Að hans sögn verður það næsta skrefið að sýna myndband, sem sýnir stjórnmálamann halda í hendur konu, ekki eiginkonu sinnar, og fara með henni inn á hennar heimili. Þess er skemmst að minnast, að í síðasta mánuði hætti Bob Li- vingston við að gerast þingfor- seti og leiðtogi repúblikana í full- trúadeild er Flynt hafði upplýst, að hann hefði margsinnis haldið framhjá konu sinni. Deila framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins um spillingarásakanir Strassborg. Reuters. ÞRÝSTINGUR jókst í gær á að þeir tveir meðlimir framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem ásakanir um fjármála- misferli og spillingu hafa einkum beinzt gegn, segðu af sér til að forða því að öll 20 manna framkvæmda- stjórnin neyddist til að víkja. Meirihluti fulltrúa úr öðrum stærsta þingflokknum á Evrópu- þinginu í Strassborg, Evrópska þjóðarflokknum sem fulltrúar hóf- samra hægriflokka frá ESB-Iönd- unum 15 tilheyra, lögðust á gær á eitt ásamt fullti-úum þingflokka frjálslyndra og græningja um að krefjast afsagnar Edith Cresson, fyirverandi forsætisráðherra Frakklands sem í framkvæmda- stjórninni fer með málefni rann- sóknarsamstarfs ESB, og Manuels Marin, sem fór með þróunaraðstoð- armál á þeim tíma sem meint mis- ferli með fé sambandsins fór fram. Stærsti þingflokkurinn - jafnað- armenn - brugðust við með því að segja að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ætti að segja af sér ef einhver úr hinu 19 manna liði hans yrði þvingaður til afsagnar. Áður hafði formaður þingflokksins, Pauline Green, lagzt gegn því að einstakir meðlimir framkvæmdastjómarinnar væru teknir fyrir. í ályktunardrögum frá þessum hópi Evrópuþingmanna segir, að bæði Cresson og Marin ættu að sjá sóma sinn í að axla ábyrgðina og segja af sér. Framkvæmdastjórnin öll stendur frammi fyrir því að verða þvinguð til að víkja ef Evrópuþingið sam- Kröfur harðna um afsögn Mar- ins og Cresson Santer Marin Cresson þykkir með tveim- ur þriðju hlutum atkvæða tillögu um vantraust á hana, en atkvæða- greiðsla um tillög- una fer fram á morgun, fímmtu- dag. Vantrauststil- lagan kom til eftir að þingið hafnaði því í atkvæða- greiðslu skömmu fyrir jól að sam- þykkja reikninga ESB fyrir árið 1996 vegna víð- tækra ásakana um fjármálamisferli og „einkavinavæð- ingu“ innan fram- kvæmdastjórnar- innar. Hvort tveggja Cresson og Marin segjast alsaklaus af misgerðum, en Marin viðurkenndi í umræðum á Evr- ópuþinginu í gær að verið gæti að sér hefðu orðið á mistök. í ályktunardrögum fulltrúa Evr- ópska þjóðarflokksins er „hin lélega stjórn Cresson" á starfsþjálfunará- ætluninni Leonardo „innilega hörm- uð“ og hún sökuð um vísvitandi mis- munun við útdeilingu verkefna- samninga. Þess má geta að Island hefur verið aðili að Leonardo-áætl- uninni. Marin er sakaður um óábyrga stjórnun á þróunarhjálparsjóði ESB, „einkum og sér í lagi varðandi misnotkun fjármuna úr sjóðnum til annarra nota...“. Spánverjinn Mar- in, sem samskipti ESB við Miðjarð- arhafs- og Miðausturlönd, R6- mönsku Ameríku og stóran hluta Asíu heyra undir, er hvort tveggja með yngstu meðlimum fram- kvæmdastjórnarinnar og jafnframt með lengsta reynslu af setu í henni, en hann var fyrst skipaður í hana árið 1986. Islendingum varð hann kunnur þegar samningarnir um EES stóðu yfir, en þá voru sjávar- útvegsmálin á hans könnu. Þvingaðri afsögn einstakra meðlima hafnað I fyrradag hafði Santer reynt sitt bezta til að afstýra pólitískri lömun hennar með því að stinga upp á nýi-ri átta liða baráttuáætlun gegn misferli. Santer fundaði í gær með öllu sínu liði til að ræða stöðuna. Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn- inni, tjáði austurríska ríkisútvarp- inu að ekki ætti að þvinga neinn ein- stakan meðlim til afsagnar. Þess í stað ætti að leggja allt kapp á að endurnýja traust á störfum fram- kvæmdastjórnarinnar. „Santer forseti lét engan vafa leika á því að hann ber sinn hluta ábyrgðarinnr á öllu því sem fram fer innan framkvæmdastjórnarinn- ar. Allir hinir meðlimir hennar gera það líka,“ sagði Fischler. Enginn meðlimur framkvæmda- stjórnarinnar hefur hingað til verið þvingaður til afsagnar, í rúmlega 40 ára sögu ESB. Þessar hörðu deilur milli Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar koma upp á erfiðum tíma, þegar framundan eru mikilvægar viðræð- ur um fjölgun aðildarríkja og upp- stokkun fjármálakerfis ESB, en sú uppstokkun er nauðsynleg vegna væntanlegrar stækkunar sam- bandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.