Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UNNIÐ af fullum krafti við byggingu nýju fiskimjölsverksmiðjunnar á Höfn.
Síldin brædd á Höfn
Morgunblaðið/RAX
SÍLDARBRÆÐSLA hefur verið í fulium gangi
á Höfn í Hornafirði frá því á mánudag. í gær
hafði verið landað 2.300 tonnum og verið var
að bræða sfld sem kom í land á mánudag.
Björn Traustason, verksmiðjustjóri hjá Fiski-
mjölsverksmiðjunni Óslandi hf., segist reikna
með að lokið verði við að bræða sfldina í þess-
ari viku. I gær var bræla og flest skip í landi.
Björn segir þetta góða byijun á ári en allt of
lítið hafi verið að gera undanfarna mánuði.
Þessi byijun lofi þó góðu og reiknar hann með
að farið verði að landa loðnu upp úr
mánaðamótum.
Ósland er um þessar mundir að láta byggja
nýja fiskimjölsverksmiðju á Höfn í Hornafirði.
Það er Trévirki sem vinnur verkið sem undir-
verktaki Héðins Smiðju hf. Að sögn Gunnars
og Ólafs Gunnlaugssona, eigenda Tréverks,
gengur verkið vel og er áætlað að bræðslan
verði tekin í notkun í byrjun júní nk. en
steypuvinnu á að vera lokið í byijun febrúar.
Nýja bræðslan verður 1500 fm auk 240 fm
uppsteyptrar þjónustubyggingar. Hún mun
leysa gömlu bræðsluna af hólmi og munu af-
köst hennar verða um 900 tonn á sólarhring.
Sú sem nú er í notkun bræðir 550 tonn á sólar-
hring, svo um verulega aukningu er að ræða.
Eiganda vélhjóls dæmdar tjónabætur vegna árekstrar
Viðgerð þótti ekki
standast gæðakröfur
Grand rokk
kaupir
Mirabelle
EIGENDUR veitingahússins Grand
rokk við Klapparstíg hafa fest kaup
á rekstri veitingastaðarins Mira-
belle á Smiðjustíg og hyggjast færa
starfsemi sína þangað í lok næsta
mánaðar. Rífa á húsið sem Grand
rokk er í núna. Gengið var frá kaup-
unum í seinustu viku.
Mirabelle er franskur veitinga-
staður sem opnaður var í mars í
fyrra. Jón Brynjar Jónsson, annar
eigandi Grand rokk, segir að ýmsar
ástæður hafi verið að baki þeirri
ákvörðun að kaupa rekstur Mira-
belle af eigendum þess, Önnu Maríu
Pitt og Elvari Aðalsteinssyni, en
einna stærstar hafi verið þörf fyrir
stærra húsnæði og áform um niður-
rif hússins sem staðurinn er í núna.
„Það stóð til að við keyptum
húsnæði á Klapparstíg en okkur
fannst þetta hentugra að öllu leyti.
Húsnæðið sem Grand rokk er í núna
er rúmlega sjötlu fermetrar að
stærð en eftir flutningana hefur
staðurinn tæplega 300 fermetra til
umráða þannig að stærðarmunurinn
er mikill. Við reynum að færa skák-
ina og annað sem heyrir til stemmn-
ingarinnar á staðnum núna með
okkur,“ segir hann.
EIGANDI vélhjólaverkstæðis hef-
ur verið dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur til að greiða eiganda
vélhjóls rúmlega 350 þúsund króna
bætur vegna tjóns sem varð vegna
árekstrar er rekja má til bilunar í
vélhjólinu. Einnig er honum gert að
greiða 122 þúsund krónur í máls-
kostnað.
í lýsingu stefnanda á málavöxt-
um segir að þegar hann hugðist
kúpla sundur milli vélar og drif-
búnaðar hafi vír í kúplingsbarka
slitnað eða dregist úr festingum
sínum þannig að ekki tókst að
kúpla sundur. Því hafi vélhjólið
skollið á nærstöddum bíl. Skemmd-
ust bæði farartækin og varð öku-
maður vélhjóls fyrir meiðslum og
fatnaður skemmdist. Kúplings-
barkinn hafði daginn áður verið í
viðgerð á verkstæði stefnda. Telur
eigandi vélhjólsins að samkvæmt
mati tæknideildar lögreglunnar og
tveggja sérfróðra manna á þessu
sviði hafi viðgerðin ekki tekist sem
skyldi. Eigandi vélhjólsins fór fram
á 396 þúsund króna bætur sem eru
vegna viðgerðar á tjóni auk vaxta,
afnotamissis og tjóns á fatnaði og
hjálmum. Einnig krafðist hann
gi-eiðslu málskostnaðar.
Gáleysi ökumanns
var um að kenna
Stefndi gerði þá athugasemd við
lýsingu stefnanda að umræddur
barki í vélhjólinu væri gamall og að
stefnandi hefði sparað sér óveru-
lega upphæð með því að kaupa ekki
nýjan. Kvaðst hann aðeins hafa
skipt um vír í barkanum en stefn-
andi hefði séð um ísetningu hans.
Hugsanlega geti röng stilling
barkans hafa orsakað slit. Þá setur
stefndi spurningarmerki við það
háttalag eiganda vélhjólsins að láta
ýta því í gang í miðborg Reykjavík-
ur á fóstudagskvöldi. Annar mögu-
leiki til að stöðva hjólið hefði átt að
vera að nota bremsur eða drepa á
hjólinu. Spyr hann hvort bremsur
hafi getað verið bilaðar og jafn-
framt af hverju þurft hafi að ýta
hjólinu í gang. Telur stefndi að or-
sök árekstrarins sé eingöngu gá-
leysi ökumanns vélhjólsins og að
bótaskylda sín sé fjarri lagi.
Óhapp ekki rakið
til ástands barkar
Niðurstaða dómsins er sú að við-
gerðin hafi ekki staðist gæðakröfur
og einu gildi hvort umræddur barki
hafi verið gamall eða nýr þar sem
óhappið verði ekki rakið til ástands
hans. Sérfróðir meðdómsmenn telji
að ekki sé unnt að rekja óhappið til
ísetningar stefnanda á barkanum.
Verkstæðiseigandinn var dæmdur
til að greiða eiganda vélhjólsins 353
þúsund króna bætur og 122 þúsund
krónur í málskostnað.
Dóminn kváðu upp Sigríður
Ólafsdóttir héraðsdómari, sem var
dómsformaður, og bifvélavirkja-
meistararnir Jan Jansen og Finn-
bogi Eyjólfsson.
RÚV á Austurlandi
Jóhann
Hauksson
forstöðu-
maður
JÓHANN Hauksson, frétta-
maður á Ríkisútvarpinu, hefur
verið ráðinn forstöðumaður
Svæðisútvarps Ríkisútvarpsins
á Austurlandi frá og með 1.
febrúar næstkomandi.
Ráðning Jóhanns var
samþykkt með atkvæðum allra
fulltrúa í útvarpsráði í gær, en
fjórir sóttu um stöðuna.
Jóhann er menntaður félags-
fræðingur frá Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands og
Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Hann hefur verið fréttamaður
á fréttastofu Ríkisútvarpsins
frá árinu 1987 að undanskild-
um árunum 1991-92 er hann
starfaði hjá fyrirtækinu Kynn-
ingu og markaði ehf.
Ríkisstjórnm
styrkir nefnd
Bobs Doles
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt erindi frá Bob Dole fyrr-
verandi forsetaframbjóðanda í
Bandai’íkjunum um áframhald-
andi styrk til nefndar sem
hann veitir forstöðu vegna
starfa Evu Klonowski réttar-
mannfræðings í Bosníu.
Eva Klonowski hefur starfað
í Bosníu við að bera kennsl á
fólk sem lét lífið í borgarastyrj-
öldinni, á vegum alþjóðlegrar
nefndar um fólkshvarf, Inter-
national Commission for Miss-
ing Persons, og er Dole for-
maður nefndarinnar.
Að sögn Alberts Jónssonar
skrifstofustjóra í forsætisráðu-
neytinu var ákveðið á ríkis-
stjómarfundi í gær að veita
nefndinni 2 milljóna króna
styrk vegna starfa Kloriowski
en ríkisstjórnin hefur áður
veitt sambærilegan styrk.
Prófkjör samfylk-
ingar í Reykjavík
Sex fram fyr-
ir Kvenna-
lista
FÉLAGSFUNDUR Reykja-
víkuranga Kvennalistans
samþykkti í gærkvöldi tillögu
uppstillingamefndar um fram-
bjóðendur af hálfu listans í
prófkjöri samfylkingarinnai’ í
Reykjavík.
Þær konur sem gefa kost á
sér í prófkjörinu af hálfu
Kvennalistans era: Asgerður
Jóhannsdóttir, Fríða Rós
Valdimarsdóttir, Guðný Guð-
bjömsdóttir, Guðrún Ög-
mundsdóttir, Hólmfríður Garð-
arsdóttir og Hulda Ólafsdóttir.
Þakklæðn-
ing losnaði
af húsi
VONSKUVEÐUR var í Vest-
mannaeyjum í gær og var lög-
reglu tilkynnt um að
þakklæðning væri að losna af
þaki á hálfrar aldar gömlu húsi
í gærmorgun. Hafði klæðning-
in rúllast upp að hluta og voru
smiðir því ræstir út til að festa
klæðninguna.
Þá fór viðvöranarkerfi í
gang í raftækjavöraversluninni
Geisla í Vestmannaeyjum um
klukkan 4.30 í fyri’inótt. Þegar
lögreglan kom á vettvang vora
ummerki eftir innbrotsþjóf,
sem hafði horfið á braut án
þess að hafa stolið neinu.