Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 27 BRIDS Umsjón Arnór G. Kagnnrsson Bridgefélag Kópavogs FIMMTUDAGINN 7. jan. s.l. fór fram eins kvölds Mitchell-tvímenn- ingur. NS: Andrés Pórarinsson - Halldór Þórólfsson 254 Guðjón Jónsson - Birgir ísleifssson 225 Árraann J. Láruss. - Oli Björn Gunnarsson 224 AV: Hermann F'riðriks. - Vilhj. Sigurðsson jr. 238 Sigurður fvarsson - Jón St. Ingólfsson 236 Sigurður Sigurjónsson - Ragnar Björnsson 232 Fimmtudaginn 14. jan. hefst 2ja kvölda Board-a-match sveitakeppni. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Spilamennska hefst kl. 19:45. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 6. janúar var haldinn einskvölds tvímenningur. Og lokastaða þriggja efstu para varð þessi. Jón Gíslason - Ævar Jónasson 96 Trausti Þórðarson - Ingimar Sumai'liðason 96 Dagur Ingimundarson - Þröstur Þorláksson 87 Næsta miðvikudag hefst meist- aratvímenningur félagsins og verð- ur hann spilaður næstu 4 kvöld. Spilað verður Barometer. Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 17. desember mættu 20 pör til keppni, og var spilaður Mitchell. N/S Alfreð Kristjánss. - Albert Þorsteinss. 263 Lárus Hermannss. - Eysteinn Einarss. 249 Þórarinn Amason - Fróði B. Pálsson 245 A/V Sæmundur Bjömsson - Jón Stefánsson 302 Lárus Amórss. - Asthildur Sigurgíslad. 243 Halla Olafsdóttir - Magnús Halldórsson 241 Meðalskor 216 Þetta var síðasti spiladagur ársins. Fimmtudaginn 7. janúar mættu 25 pör til leiks, og var spilaður Mitchell. N/S Lárus Amórss. - Ásthildur Sigurgíslad. 373 Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 371 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 364 A/V Magnús Sverriss. - Guðlaugur Sveinss. 389 Ingibjörg Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. 388 Ingiríður Jónsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 343 Meðalskor 312 Islenskir leikskólar og hlutverk þeirra Prófkjör fyrirmynd barnanna verði ekki þreyttar leikskólakonur til lengri eða skemmri tíma. Samstarf allra Samvinna samstarfsstéttanna innan veggja leikskólans er hins vegar í mínum huga algjört for- gangsmál, öllum hlutaðeigandi til handa, en það verður þó að segja Dagvist barna í Reykjavík til varn- ar að þar er hafin vinna að starfs- mannastefnu sem var löngu tíma- bært verkefni. Það getur hver maður séð að grein leikskólastjór- ans á Laufásborg er ekki til þess fallin að hefja Sóknarstarfsmenn til vegs og virðingar í starfi því er þeir hinir sömu bera þó enn megin- hita og þunga af í Reykjavík. Mér er þó til efs að margir deili skoðun með viðkomandi leikskólastjóra, er varla myndi rita slíka grein ef hægt væri að tala um hægrimenn við valdastjórnina. Því miður hefur lítið farið fyrir starfsmannafélag- inu Sókn í umræðu um aðbúnað fé- lagsmanna í Reykjavík, en varla er það vegna þátttöku forystumanna í Reykjavíkurlistanum, því er ei auð- velt að trúa. Leikskóladeild félagsins hlýtur að vakna og verja starfsmenntaða starfsmenn sína þegar að þeim er vegið og vonandi er að sú deild geti átt frumkvæði að stofnun sérstaks hagsmunabandalags starfsmanna á leikskólum í landinu, faglærðra, hálffaglærðra og ófaglærðra. Stofnun slíks bandalags, hver sem ætti að því frumkvæði, yrði stórt framlag í þágu hagsmuna íslenskra forskólabarna. Þar er einlæg sam- vinna þeirra er starfa hlið við hlið dags daglega eðlilega forsenda alls er á eftir kemur. Höfundur er fyrrv. sérh. starfs■ maður Sóknar á Laufásborg. ALLIR SUZUKI BILAR ERU MEÐ • vokvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar rafmagn I rúðum og speglum • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • • Alvöru 4x4 lúxusjeppi Hátt og lágt drif — byggöur á grind • Jafnvígur á vegi og vegleysur Frábærir aksturseiginleikar og hagkvæmni í rekstri ruiim $ SUZUKI frameIMI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GRANDVITARA2.0 L 2.179.000 KR. GRAND VITARA EXCLUSIVE 2,5 LV6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. Utdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Þorgils Baldursson Arnbjörgu í 1. sæti Þorgils Baldursson, Hafnarbraut 29, Höfn, skrifar: Arnbjörg Sveins- dóttir er Seyðfirð- ingur að uppruna og kynntist snemma undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þegar hún var kosin á þing hafði hún starfað sem fjár- málastjóri hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Dvergasteini hf. á Seyðisfirði auk þess að sitja í bæj- arstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hún hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var formaður þess 1991-1992. A Al- þingi hefur Arnbjörg setið í fjár- laganefnd, menntamálanefnd og fé- lagsmálanefnd, auk fleiri starfa á vegum þingsins. Ai-nbjörg hefur aflað sér dýrmætrar reynslu í at- vinnulífi og sveitarstjórnarstörfum og nú síðustu fjögur árin á Alþingi Islendinga. Nú leitar Arnbjörg eftir stuðn- ingi okkar í 1. sæti listans. Ég tel það vera í samræmi við störf henn- ar og reynslu að hún leiði listann við næstu alþingiskosningar. ► Meira á Netinu Aösendar greinar á Netinu .j«> mbl.is LLTAf= GITTH\SA£> A/YT7 Konu í 1. sæti Jóhanna Hallgrímsdóttir, Heiðarvegi 33, Reyðarfirði, skrifar: karl^ til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn En ég hlýt þó að hvetja konur alveg sérstaklega til að styðja Arnbjörgu. Brjótum blað og setjum konu í fyrsta sæti listans okkar - mörkum spor og veljum konu til forystu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Austurlandi. Konur á Austurlandi, sýnum nú að um okkur munar þá fáu daga sem eftir lifa til kjördags. Störfum vel og störfum saman. Tryggjum glæsilega kosningu Arnbjargar Sveinsdóttur í fyrsta sæti fram- boðslistans okkar. ►Meira á Netinu Jóhanna Hallgrímsdóttir á Austurlandi. Ofnasmiðja Reykjavíkur W Vagnhöföa 11 112 Reykjavfk Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. S8BRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR . Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. L/k) THOR Leitið tilboða. S.-577-5177 Fax:577-5178 HTTPy/WWW.SIMNET.IS/THOR BÖRNIN okkar eru framtíðin og því er það mikilsvert hvernig at- læti við búum þeim í uppvextinum. Þar gegna leikskólamir vissulega mikilvægu hlutverki, en samt sem áður má ekki gleyma því, að fyrst og síðast eru það foreldrar bamanna sem bera ábyrgð á uppvexti þeirra. I leikskólalög- unum kemur eftirfar- andi skýrt fram í fyrsta kafla: „Leik- skóH annast í sam- ræmi við lög þessi að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir hand- leiðslu sérmenntaðs fólks í leik- skólauppeldi." Hinir sérmenntuðu aðilar í þessu sambandi eru annars vegar leikskólakennarar og hins vegar síaukinn fjöldi sémienntaðra starfsmanna Sóknar á Reykjavík- ursvæðinu. Starfsmenntanámskeið á vegum Sóknar í Reykjavík hafa ekki aðeins hvatt starfsmenn til lengri starfstíma heldur einnig til frekara náms, s.s. leikskólakenn- ara, sem er mjög af hinu góða. Eitt er að vera menntaður, annað lærður Því miður hefur sá böggull stundum fylgt skammrifi að þegar leikskólakennarastarfsheitið er tekið of alvarlega rignir upp í nefið á viðkomandi og hin háleitu mark- mið verða svo há, að þeim er ekki hægt að framfylgja. Þar er ég ekki að tala um nýútskrifaða leikskóla- kennara, heldur suma gamla í fag- inu, s.s. leikskólastjórann á Laufás- borg, sem lætur vaða á súðum, og gagnrýnir allt og alla og telur sig og sína stétt yfir það hafna að sinna gæslu barna. Það er deginum ljósara og þarf vart að takast á um að á leikskólum fer fram gæsla barna, ásamt framfylgni markmiða 2. gr. leikskólalaga, er kveða m.a. á um að efla alhliða þroska barna og búa þeim holl uppvaxtarskilyrði. I annarri grein laganna kveður einnig á um að efla skuli kristilegt siðgæði, en einmitt þetta ákvæði er mér sérstaklega hugleikið, eftir störf innan veggja leikskólans í sex ár. I raun gat ég ekki annað merkt en að það að minnast á Guð væri feimnismál, sem enginn þorði að reifa nema um jól. Þá leikskóla- kennara get ég talið á fingrum annarrar handar er hafa þorað að minnast á Guð við börnin, nema um jól. Hið kristilega siðgæði verður hins vegar ekki að raunveruleika nema við sýnum það í verki, með kærleiksþeli og umburðarlyndi í um- gengni okkar við börn- in, og hvert við annað, ásamt staðfestu hins fullorðna til ákvarð- anatöku er mótar sið- gæðisvitund hins unga einstaklings. Breytt þjóðfélag Leikskólinn eins og aðrar stofnanir samfé- lagsins þarf að laga sig að breyttum þjóðfé- lagsháttum, það á einnig við um sveigjanlegan vistun- artíma barna. Svo vill til að í störf- Uppeldi Samvinna samstarfs- stéttanna innan veggja leikskólans, segir Guðrún María Óskars- dóttir, er algjört forgangsmál. um mínum sem deildarstjóri á Laufásborg, fyrir komu núverandi leikskólastjóra, tókst ég einmitt á við það verkefni að „púsla“ sveigj- anlegum vistunartíma barna inn í skipulag þar sem hvert barn fengi notið þess er leikskólinn hafði að kennslumarkmiði, hvort sem var í formi listsköpunar og tjáningar eða útivistar og hreyfingar. Þar áður hafði leikskóli þessi að- eins vistað börn í heilsdagsvist. Reynsla mín þá, að loknu mati á verkefni þessu, var sú að vel væri framkvæmanlegt að bjóða upp á skipulagt starf fyrir og eftir há- degi, það kostaði hins vegar aukna samhæfingu starfsmanna og stöðuga viðveru afleysingastarfs- manna í fjarvistum starfsfólks. Allt starf leikskólans miðast hins vegar íýrst og síðast við að viðhafa stöðugleika í starfsmannahaldi, og þar gegnir leikskólastjórinn lykil- hlutverki. Öll togstreita milli samstarfs- stétta þar innan dyra, hvort sem er af faglegum eða ófaglegum toga, er ekki af hinu góða. Því miður get ég ekki borið kynsystur mínar á höndum mér í því efni af minni reynslu, og innkoma karl- manna í starf þetta er meira en þörf, það er nauðsyn, til þess að Guðrún María Oskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.