Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Menntaskólinn í Reykjavík tekur í notkun nýtt húsnæði sem skólinn fékk að gjöf „Gamli andinn í nýju húsiu MENNTASKÓLINN í Reykjavík tók í gær í notkun nýtt kennslu- húsnæði að Þingholtsstræti 18 sem skólinn fékk að gjöf á 150 ára afmæli sínu fyrir tæpum þremur árum. Nemendur í fímmta bekk munu hafa aðsetur í nýja húsinu sem ekki hefur verið gefíð nafn eins og tíðkast hefur um þær viðbótarbygging- ar sem skólanum hefur hlotn- ast. Höfðu nemendur þessarar gömlu menntastofnunar að orði að gamli andinn ríkti í nýju húsi. Þau tímamót urðu einnig í gær að MR er nú einsetinn en nemendur í þriðja bekk hafa hingað til setið skólann eftir há- degi. Byggð var tengibygging á milli hússins og þess sem geng- ur undir nafninu Casa Nova. „Þetta er fínt og allt annað en Fjósið þar sem við vorum áð- ur. Annaðhvort var okkur ískalt eða hitasvækja myndaðist í því húsi. Þetta minnir mann á grunnskólann þar sem allt var nýtt, fínir stólar og borð og nægt pláss,“ sögðu Þóra, Sig- urður og Stefán, nemendur í 5- Y, en bættu því við að með ein- setningu skólans væri orðið heldur þröngt í „matsal" Cösu í frímínútunum. Bekkjarsysturnar Brynhildur og Berglind í 5-S voru sammála um að nýja byggingin væri nauðsynleg viðbót við skóla- þorp skólans. Loftræstingin sæi nemendum fyrir góðu lofti auk þess sem salernisaðstaðan væri mun betri. Einstaka stundaskrá hefði breyst með einsetning- unni sem kæmi þó ekki að sök- um. „Þetta er mjög ólíkt MR- andanum þar sem allt, er af Morgunblaðið/Golli NEMENDUR í 5. bekk Mennta- skólans í Reykjavík sátu tíma í nýju húsnæði skólans í fyrsta sinn í gærmorgun. gamla skólanum en þetta venst vafalaust vel.“ Formleg vígsla á sunnudag Theódóra Torfadóttir þýsku- kennari var ekki síður sátt við nýja húsið og lýsti meðal annars yfír ánægju sinni með glænýja og hreyfanlega töflu. „Eg er ekki búin að kynna mér annan tækjabúnað en mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Theódóra sem áður kenndibekknum í Casa Christi, húsnæði sem var áður í eigu KFUM. Formleg vígsla nýja hússins verður næstkomandi sunnudag og verður Björn Bjarnason menntamálaráðherra meðal gesta. BRYNHILDUR og Berglind í 5-S í tröppum nýrrar tengibyggingar sem tengir saman húsið við Þing- holtsstræti og Casa Nova. Fjölmennasta ein- staka póstnúmerið er 200 Kópavogur Póstnúm- er 112 fjöl- mennast í Reykjavík TÓLF búa í fámennasta póst- númeri landsins, 345 Flatey á Breiðafirði, og næstfámenn- asta póstnúmerið er 522 Kjör- vogur á Ströndum þar sem eru 13 íbúar. Fjölmennasta póstnúmerið er 200 Kópavog- ur en þar eru íbúar 21.376. Tölur þessar koma fram í fréttum frá Hagstofu Islands og er miðað við íbúafjölda frá 1. desember síðastliðnum. I Reykjavík búa flestir í póstnúmeri 112 sem nær yfir hverfin í Grafarvogi. Þar býr 14.981 íbúi. Næstfjölmennasta póstnúmerið er 105, sem eru Hlíðar og Tún, með 14.648 íbúa, 14.263 búa í miðborginni í póstnúmeri 101, 12.609 búa í 109 sem eru Breiðholtshverfi og 12.239 í 108 sem tekur yfír Bústaðahverfi og Fossvog. íbúafjöldi í öðrum póstnúmer- um er undir 10 þúsundum. Sú breyting hefur orðið í Reykjavík að póstnúmer 116 nær nú yfir fyrrverandi Kjal- arneshrepp sem áður hafði póstnúmerið 270 með Mos- fellsbæ. Þar eru íbúar 618 og er þar minnstur íbúafjöldi undir einu póstnúmeri. í nokkrum póstnúmerum á landinu eru færri en 50 íbúar, t.d. 22 á Norðurfirði sem hef- ur póstnúmerið 524 og 36 á Finnbogastöðum á Ströndum, nr. 523, og á Austfjörðum voru 27 íbúar í Mjóafirði þar sem póstnúmerið er 715. í yfirliti Hagstofunnar kem- ur fram að íbúar á landinu voru 275.277, 137.880 karlar og 137.397 konur. Eldri en 67 ára voru 28.176, á aldrinum 21-66 ára voru 156.675 og börn á aldrinum 0-15 ára voru 25.744. Danskur farþegi með þotu Flugleiða gerir alvarlegar athugasemdir við fluglag við Flugmálastjdrn Utsýnisflug að frum- kvæði flugmanns DANSKUR maður sem flaug hingað til lands með þotu Flug- leiða 28. september síðastliðinn hefur sent Flugmálastjórn erindi vegna þess sem hann telur vera óeðlilegan flugmáta fullhlaðinnar farþegavélar þennan dag. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjóm- ar, segir að athugun stofnunarinn- ar hafi ekki leitt neitt ámælisvert í ljós. Jens Bjamason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, segir flugið hafa verið farið að frumkvæði flug- manns vélarinnar og það sé ekki samkvæmt stefnu félagsins. Flug- ið hafi hins vegar verið innan þeirra marka sem eðlilegt má telj- ast. Flugmaður vélarinnar hefur verið í veikindaleyfi frá því skömmu eftir að þetta gerðist, en Jens segir það með öllu ótengt fluginu 28. september. Taldi sig vera í hættu Daninn hefur undanfarna mán- uði unnið að verkefni hérlendis og flogið hingað margsinnis, auk þess að hafa til að bera þekkingu á flugmálum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins tilkynnti flugstjóri í umræddri ferð, skömmu fyrir lendingu í Keflavík, að hann hygðist fljúga hring yfir Reykjavík og lenda síðan í kjöl- farið í Keflavík. Þegar flogið var yfir Kópavog hafi vélin síðan lækkað flugið skyndilega, tekið sveigju og virst stefna rakleiðis í hafið. Þetta hafi valdið ugg á meðal farþega. Eftir hinar kröppu beygjur hafi verið flogið beint til Keflavíkur án frekari skýringa á undangengnum at- burðum. Daninn áleit að vélin hefði ver- ið hætt komin þar sem slíkt flug- lag stórra farþegavéla tíðkaðist ekki nema verið væri að bjarga vélinni eða sveigja henni frá annarri flugumferð. Hann sendi því Flugmálastjóra náðurnefnt erindi og spurðist fyrir um orsak- ir málsins. Pétur K. Maack kveðst kannast við þennan atburð og hafi hann verið rannsakaður. Málið hafi verið þess eðlis að ástæða hafi þótt til að óska eftir skriflegum skýringum. „Við athuguðum með flugþjónustusviði hvort eitthvað hefði verið óeðlilegt við þetta flug. Þar var staðfest að allt flug- ið var í fullu samráði við flugum- sjónarstjórnina og engar athuga- semdir voru skráðar þar eða gerðar síðar. Flugið hefur því farið fram samkvæmt öllum regl- um,“ segir Pétur. Skýringar taldar viðhlítandi Hann segir að Flugmálastjóm hafi sömuleiðis athugað hvort eðli- legum starfsreglum hafi verið fylgt, í samræmi við eftirlitshlut- verk stofnunarinnar með flugrek- andanum. Beðið var um skýringar. „Það dróst ögn að fá formleg og skrifleg svör, sem helgaðist af því að flugmaðurinn var í leyfi en þau bárust okkur síðan í lok desember. Flugmaðurinn hafði þá gert grein fyrir sínum málum, bæði gagnvart okkur og Flugleiðum, og lá fyrir skýrsla frá honum. Eg vil helst ekki fara út í þær skýringar í smá- atriðum en segi þó að hefði eitt- hvað meiriháttar óeðlilegt verið við þetta allt saman hefði annaðhvort verið tekið af honum skírteinið eða málið sett í frekari rannsókn. Skýr- ingar þær sem liggja fyrir eru hins vegar viðhlítandi. Þetta mál fer því ekki í opinbera rannsókn, enda ekki um brot á lögum eða saknæmt athæfi að ræða,“ segir Pétur. „Við gerum því engar athugasemdir, þó svo að menn geti haft þá skoðun að eðlilegt sé að gera farþegum ítar- lega grein fyrir því hvað er að ger- ast hverju sinni, ef vikið er frá hefðbundinni áætlun. Það þarf hins vegar ekki að varða flugöryggi." Hann segir að Dananum verði fljótlega gerð grein fyrir þessum málalyktum og að ekki verði gripið til frekari aðgerða af hálfu Flug- málastjórnar. Jens Bjamason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, segir að Daninn hafi sent Flugleiðum afrit af erindi sínu til Flugmálastjómar og í framhaldinu hafi Flugmálastjórn óskað skýringa. Eftirgrennslan fé- lagsins hafi leitt í ljós að flugmað- urinn hafi tekið umræddan krók að eigin fmmkvæði en það frávik hafi verið smávægilegt og án tOkostn- aðar fyrir Flugleiðir. í samræmi við reglur „í þessu tilviki kom í ljós að allt var í fullu samráði og með fullri heimOd viðkomandi flugturns. A venjulegu flugi getur þurft að taka krappar beygjur og sveigjur en hversu mikið það var í þessu tilviki er ómögulegt fyrir þann að meta sem ekki var í vélinni. Eg veit hins vegar ekki til þess að nokkur hafi gert athugasemd nema þessi eini Dani, þannig að kannski var hann óvenju viðkvæmur sem er fullkom- lega eðlOegt. Fluginu var hins veg- ar að öHu leyti hagað í samræmi við þær reglur sem gOda,“ segir Jens. Hann kveðst telja að í langflest- um tilvikum sé útsýnisflug til ánægjuauka fyir fólk þegar skil- yrði em hentug. „Við emm sann- færðir um að öryggi farþega hafi ekki verið á neinn hátt ógnað í þessu tilviki, en okkur er mjög um- hugað um vellíðan þeirra og vitum að margir kæra sig ekki um nein frávik frá fyrirframgefínni leið. Það er því stefna Flugleiða að víkja ekki af áætlaðri leið nema sérstaklega standi á, og við töldum ekki að til- efni hefði verið til þess í umræddu tOviki. Þá getur verið að tilkynning flugmanns til farþega hafi ekki ver- ið fullnægjandi, að minnsta kosti þótti viðkomandi farþega hún greinOega ekki nægilega ítarleg. Við ræddum því við viðkomandi að- ila. Það var gert í fuOri sátt og mál- inu er lokið af okkar hálfu,“ segir Jens. Flugmaður í umræddri ferð hef- ur verið í veikindaleyfi síðan skömmu eftir að þetta gerðist, en Jens segh- að leyfið sé ekki á neinn hátt tengt fluginu eða þeim athuga- semdum sem gerðar voru við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.