Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLMENNI var á fundi um agamál í Hagaskóla sem foreldrafélag skélans efndi til í gærkvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt um agamál á fjölmennum fundi Foreldrafélags Hagaskóla HÚSFYLLIR var á fundi For- eldrafélags Hagaskóla í Reykjavík í gærkvöld um agamál. Þar fluttu framsöguerindi þeir Einar Magn- ússon skólastjóri, Tryggvi Agnars- son frá Foreidrafélagi Hagaskóla, Arthúr Morthens hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, Hjálmar Ái-na- son þingmaður og Þorsteinn Sæ- berg, formaður Skólastjórafélags Islands. Talsverðar umræður urðu í kjöl- far framsöguerindanna. Fram kom á fundinum stuðningur við skóla- stjórann og stefnu skólans. Einn ræðumaður nefndi að ekki hefði verið rétt tekið á málum en mun fleiri lýstu stuðningi við skólann. Einar Magnússon skólastjóri rakti atburðarás síðustu viku, en eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir nemendur þar verið með sprengjur í skólanum og tals- vert tjón hlotist af og nemendum Ábyrgðin er líka foreldra og kennurum verið hætta búin. Einar lýsti því yfir að rétt hefði verið brugðist við í agamálum, nemendur hefðu vitað um rétt sinn en þeir yi-ðu að gæta þess að þeir hefðu einnig skyldum að gegna. Tryggvi Agnarsson ræddi einnig um réttindi og skyldur nemenda. Sagði hann skólann fjöl- mennan og ekki hefði verið rétt að láta skólastjórann taka ákvörðun sína um brottrekstur nemenda til baka. Málið hefði allt verið erfitt og viðkvæmt og nemendur mættu ekki fá það á tilfinninguna að þeir gætu tekið völdin. Spurning væri einnig um ábyrgð foreldra, ljóst væri að hverjum þætti sinn fugl fagur og foreldrar tækju stundum afstöðu með börnum sínum. Tryggvi minnti á að vandinn væri foreldravandamál en ekki ung- lingavandamál eða skólans og skólinn ætti að vera foreldrum til stuðnings þegar mál sem þessi kæmu upp. Hvatti hann foreldra til að beita aga og hafa skýrar reglur. Taldi hann aðgerðir nem- enda fremur sprottnar af barna- skap en mannvonsku. Auka þarf samgang foreldra og skóla Arthúr Morthens ræddi um ýmsar reglur og Hjálmar Amason þingmaður fjallaði um spurninguna hvort vandinn væri almennur. Varpaði hann því fram hvort at- burðir væru um of blásnir upp og virkuðu sem hvatning á nemendur til óknytta. Hann sagði samgang foreldra og skóla ekki nógu mikinn og spurði hvort foreldrar hefðu ekki lengur tíma fyrir unglingana, í hvaða röð börnin væru sett. Þingmaðurinn minnti á þings- ályktunartillögu um agavanda í skólum sem lögð var fram á þingi á liðnu hausti og kynnti hana fundar- mönnum. Harma efnistök í Dómsdegi ÚTVARPSRÁÐ hai-mar að efnistök í sjónvarps- myndinni Dómsdagur, sem var á dagskrá Sjón- varps á jólum, skuli vera með þeim hætti að vegið sé með mjög ómaklegum hætti að æru lát- inna einstaklinga og þar meðal annars sú mynd gefín af nafngreindum persónum að þær hafi gerst sekar um voðaverk. Þetta kemur fram í samþykkt sem gerð var á fundi útvarpsráðs í gær. Þar segir ennfremur: „Slík vinnubrögð geta ekki orðið til annars en að sverta nöfn hinna látnu og vekja sárindi og reiði meðal eftirlifandi ættingja þeirra. Það er ekki vilji útvarpsráðs að í dagskrám Ríkisútvarpsins sé með slíkum hætti vegið að æra fólks.“ Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist líta svo á að samþykkt útvarpsráðs sé lokaaf- greiðsla málsins á þessum vettvangi. „Útvarps- ráð aðhefst ekki meir og ekki við hér í stofnun- inni,“ sagði Markús Örn. Þykir afgreiðsla útvarpsráðs vera „þunnur þrettándi" Davíð Scheving Thorsteinsson ráðgjafi, sem var einn þeirra sem vöktu athygli á málinu í að- sendri grein í Morgunblaðinu, kveðst telja af- greiðslu útvarpsráðs heldur þunnan þrettánda. Utvarpsráð segi að efnistökin hafi ekki verið með vilja þess. „Mín spurning til útvarpsráðs er þessi: Hvers vilji var það sem réð því að þetta var sýnt annan í jólum?“ Einar Benediktsson sendiherra, barnabam og alnafni Einars skálds, sem kvartaði undan sýningu myndarinnar til útvarpsráðs, segir að þetta sé sjálfsögð og eðlileg ákvörðun og jafnvel þótt fyrr hefði verið. Meira vildi Einar ekki um málið segja. Blaðið náði ekki tali af Agli Eðvarðssyni, leik- stjóra sjónvarpsmyndarinnar, í gær. Nemendum fækkar í framhalds- skólum SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands hefur nem- endum við nám í háskólum fjölgað en fækkun orðið á framhaldsskóla- stigi. Nemendur eru samtals 28.915, sem er aukning um 216 nemendur eða 0,8% frá fyrra skóla- tímabili. Aukning á háskólastigi er 302 eða 3,6% milli ára en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fækkað lítillega eða um 86, sem er 0,4% fækkun. Þessi fækkun er ekki í samræmi við tölur síðustu ára, en þá hefur orðið aukning á þessu námsstigi. Nemendum mennta- skóla hefur fækkað um 181 á milli ára og eru þeir nú 5.334, aftur á móti hefur nemendum í fjölbrauta- skólum og iðnskólum fjölgað um 161 frá því í fyrra og eru nú 14.294 talsins. í dagskólum sitja 25.378 nemend- ur, sem eru 87,8% af heildarfjölda nemenda í háskólum og framhalds- skólum. Alls eru 2.834 nemendur í kvöldskólum, öldungadeildum og meistaraskólum, sem er fækkun frá árinu 1997. Hlutur fjarnáms hefur aukist frá 1997 um 15,2%. Um 700 nemendur stunda nú fjarnám en það eru 2,4% allra nemenda. Nemendur Háskóla Islands eru 5.600 Fjölmennasti skólinn sem fyrr er Háskóli íslands með 5.600 nemend- ur, á framhaldsskólastigi er hins vegar Fjölbrautaskólinn í Breið- holti með flesta nemendur eða 2.308. Fimm aðrir skólar eru með yfir 1.000 nemendur. Fámennasti skólinn á framhaldsskólastigi er Tannsmiðaskóli íslands, en í hon- um eru sex nemendur. ---------------- Prófkjör samfylking- arinnar á Reykjanesi Tvær Kvenna- listakonur tilkynna þátttöku REYKJANESANGI Samtaka um Kvennalista samþykkti í gærkvöldi þátttöku í prófkjöri samfylkingar- innar í Reykjaneskjördæmi sem fram fer dagana 5. og 6. febrúar næstkomandi. Á fundinum tilkynntu tvær Kvennalistakonur, þær Birna Sig- urjónsdóttir aðstoðarskólastjóri og Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórn- málafræðingur, að þær gæfu kost á sér í prófkjörinu og sæktust eftir að skipa þriðja til fjórða sæti á lista samíylkingarinnar á Reykjanesi. Frestur til að skila inn framboð- um rennur út næstkomandi fóstu- dagskvöld kl. 22. Fram kom á fund- inum að fleiri Kvennalistakonur eru að íhuga þátttöku í prófkjörinu. E3 3ÍDUSi ••••••••••••••••••••••••••••••••••••• f jHorrtiinbhV im rVE Wff/i ► f Verinu í dag er fjallað um verðmætaaukingu á físk- mörkuðum, afla og staðsetningu fiskiskipanna og rætt við Ingu Fanneyju Egilsdóttur, kennara við sjómanna- skólann í Walvis Bay í Namibíu. www.mbl.is Júlíus á heimleið eftir tíu ár í atvinnumennsku/B1 Bolton vill fá um 480 ísl. kr. fyrir Arnar/B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.