Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÁSKÓLINN OG TUNGAN ÞAÐ ER TVÍMÆLALAUST eitt af meginhlutverk- um Háskóla íslands að standa vörð um íslenska tungu. Þess vegna skýtur skökku við að í atvinnuauglýs- ingu frá Háskólanum, sem birtist hér í Morgunblaðinu í lok desember síðastliðnum, skuli tekið fram að umsókn- um um prófessorsstöðu í læknadeild annars vegar og þrjár dósents- og lektorsstöður við jarð- og land- fræðiskor raunvísindadeildar hins vegar beri að skila á ensku. Eins og fram kom í frétt blaðsins í gær er þetta engin nýlunda í umræddum deildum og ástæðan er sú að útlendir menn eru á meðal þeiiTa sem sitja í dómnefnd- um sem meta eiga hæfi umsækjenda. Að sögn forsvars- manns læknadeildar kom það ekki til tals að láta um- sækjendur senda inn umsóknir á íslensku og þýða þær síðan á ensku. Forsvarsmaður jarð- og landfræðiskorar sagði að sá háttur hefði verið hafður áður fyrr í raunvís- indadeild en vegna skorts á fjármunum innan hennar hafi verið ákveðið að óska eftir umsóknum á ensku. Að auki spari það tíma því það geti tafið umsagnarferlið ef bíða þurfi eftir því að umsóknir verði þýddar yfir á ann- að tungumál. Fram kom í fréttinni að þessi tilhögun hefði komið ís- lenskri málnefnd á óvart. Telur nefndin eðlilegra, meðal annars vegna þess að um íslenskan háskóla er að ræða, að umsóknir séu á íslensku, þótt fara megi fram á að þær séu einnig þýddar á ensku. Taka verður undir þetta. ís- lenska á að vera tungumálið sem notað er í Háskóla ís- lands. Með því að brjóta þá grundvallarreglu er verið að ganga á rétt íslenskrar tungu, sem Jón forseti Sigurðs- son talaði um í Nýjum Fjelagsritum árið 1885, rétt þjóð- arinnar til þess að geta rætt „löggjafarmál og sérhver önnur stjórnmál landsins á þess eigin máli; að hafa kirkjustjórn, skólastjórn og dómskipan á sínu eigin máli“. íslensk tunga er ein af burðarstoðum menningar og sjálfstæðis þjóðarinnar. Stofnun Háskóla íslands árið 1911 var mikilvægur þáttur í endurreisn tungunnar, sem hafði staðið allt frá því á öndverðri nítjándu öld, og stórt skref í átt til sjálfstæðis. Nú þegar tunga okkar á undii- högg að sækja gagnvart auknum erlendum máláhrifum, einkum frá enskri tungu, á það að vera metnaðarmál Háskólans að standa vörð um hana. í þeirri baráttu ættu afsakanir um fjárskort og tímasparnað ekki að heyrast. AGALEYSI AGALEYSI í skólum landsins hefur komið til um- ræðu í kjölfar gáleysis ungmenna í meðferð skot- elda. Agaleysið er að sjálfsögðu ekki bundið við skólana og nemendur þeirra, því það er áberandi um allt þjóðfé- lagið. Ekkert þjóðskipulag stenst til lengdar án aga og hann er reyndar ein forsenda þess, að einstaklingnum líði vel og hafi stjórn á lífi sínu. Virðingarleysi íyrir umhverfinu er merki um skort á aga, en hann má oftast rekja til uppeldis barnanna á heimilum sínum, leikskólum og skólakerfínu almennt. Síðar færist agaleysið á vinnustaði og um allt samfélag- ið. Höfuðábyrgðina á uppeldi barnanna bera að sjálf- sögðu foreldrar þeirra. Uppeldishlutverk skóla er mikil- vægt, en það er ekki unnt að rækja nema því aðeins, að skólastjórnendur og kennarar geti gripið til ráðstafana til að halda uppi aga. Það verða foreldrar og börn þeirra að sætta sig við. Ekki er hægt að veitast að skólunum íyrir agaleysi nemenda og neita þeim jafnframt um ráð sem duga til að aga börnin. Hins vegar þýðir það að sjálfsögðu ekki, að kennurum eigi að líðast harðneskju- legar aðferðir við að siða börnin. Skólastjórnendur þurfa að hafa ráð til að grípa inn í atburðarás íyrirvaralaust, sé lífi og limum kennara og nemenda ógnað. Andmælaréttur foreldra er sjálfsagður eftir einhvern umþóttunartíma og þegar mikið er í húfi fyrir nemandann, t.d. brottvikning í lengri tíma. Öllum má þó ljóst vera, að ögun er ekki sársaukalaus fremur en margt annað, sem er mikilsvert í lífinu. Atök um Abkhazíu sem ætla engan enda að taka Hjálparsveit skáta aðstoðaði ökumenn í versta veðri vetrarins Deilur sem gætu fellt stjórn Shevardnadzes Abkhazía stendur einsog tákn um ófarir, mistök og klúður Georgíumanna á sjálfstæð- istíma sínum, segir Jón Ólafsson, sem dvald- ist í Georgíu á síðasta ári. Deilurnar um héraðið sýni að ekki sé hægt að leysa deilu- ______mál þjóða og þjóðarbrota gömlu kommúnistaríkjanna með valdi. Reuters STJÓRNARHERMENN í Georgíu aka um götur. Ekki tókst að brjóta íbúa Abkhazíu á bak aftur með hervaldi. R Ú S S L A N D Sukhumi Zj, • Zugdidi Suður- Poti* Batumi • • Kutaisi : Ossetía G E O R G.I A Tbilisi Stækkað , svæði EVRÓPA ▼ □ TYRKLAND ^ AZERBAJDZHAN • 4/ x Baku Jerevan . —Nagomó- — ^ Karabak Nakiiichevan’^ (Azerbajtl/.han) ; 0------L00km ÍRAN NOKKURRA vikna dvöl í Abkhazíu, héraðinu við Svartahafíð sem stundum er líkt við Paradís, er gott námskeið í hnignun siðmenningar. I Abkhazíu er efnahagslífið lamað. Nán- ast allir innviðir eru annaðhvort hnjndh- eða að hruni komnir. Þessi blómlegi skiki sem markar vestasta hluta Georgíu og var áður einn af upp- áhalds sumarleyfisstöðum Sovétmanna er nú tómlegur staður. Sumarhótelin standa eins og beinagrindur í röð við auðar strendur Svartahafsins, löngu búið að tæma þau flest af öllu nýtilegu. Fyrir utan sölumenn bensíns og smávarnings meðfram þjóðveginum sem liðast eftir strandlengjunni undir skógivöxnum hlíðum Kákasusfjalla sitja flestir auðum höndum. Sá þriðj- ungur íbúa héraðsins sem haldið hefur út næstum sjö ára þrengingar lifir að mestu á sjálfsþurftarbúskap. Þegar vel er að gáð má sjá blómlega garða falda á bakvið þykk limgerði og rammgerðar girðingar. Búsmalinn fer ekki fram hjá neinum sem á leið um þetta land. Smá- vaxnar kýr, hross og jafnvel vatna- buffalóar spóka sig á þjóðveginum furðu tómlát um herjeppa og fólksbíla sem bruna þar um. Það er ekki eymd í Abkhazíu. Það getur ekki verið eymd í svo frjósömu landi. Hér þarf varla að gera meira en að rétta út höndina til að brauðfæða sig. En kyrrstaðan er algjör í þessari undarlegu paradís. Kyrrstaða sem á hverri stundu kynni að vera rofin af nýjum stríðsátökum. En svo liggur leiðin austur yfir vopnahléslínuna inn í hina eiginlegu Georgíu og þar virðist ástandið ekki vera miklu skárra. Hér- uðin austan Abkhazíu eru næstum jafn lömuð. Hvarvetna blasir við nið- umíðsla, hvarvetna sér maður yfir- gefnar byggingar, rústir íbúðarhúsa jafnt sem verksmiðjuhúsa. Miðborg Zugididi, sem liggur tíu kflómetra vestur af vopnahléslínu Abkhaza og Georgíustjórnar, hefur á sér yfir- bragð langvarandi atvinnuleysis. Þorpin í kring eru í besta falli sjálf- bjarga, en sums staðar eru útlendar hjálparstofnanir lífsnauðsjm. Georgía ekki versta dæmið Maður getur ekki varist því að velta því fyrir sér hvers vegna þetta hafi farið svona. Hvernig stendur á því að sundrung og ófriður skuli á fáum ár- um hafa gert að engu vonir alls þess fólks sem býr í þessum blómlegu hér- uðum um mannsæmandi líf? Georgía er ekki einu sinni versta dæmið um það sem gerst hefur í Sovétríkjunum fyrrverandi. í stað þess að rétt væri úr kútnum hefur öllu farið aftur og nú er að verða til kynslóð fólks sem þekkir ekkert nema þetta: Atvinnu- leysi, ófrið og lögleysi. Abkhazía stendur einsog tákn um ófarir, mistök og klúður Georgíumanna á sjálfstæð- istíma sínum. Þó að sjálfstæðissinnar þar hafi sannarlega ekki verið þeir einu sem bökuðu stjórninni í Tbilisi vandræði á sínum tíma þegar landið var að verða sjálfstætt ríki, þá eru hin óleystu Abkhazíumál eins og myllu- steinn um hálsinn á hverjum þeim sem reynir að koma fótunum undir efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði Geprgíu. En hvað gerðist? Áinð 1992, eftir lang\'arandi deilur og samningavafstur á milli Georgíu- stjórnar og leiðtoga Abkhaza, en Abk- hazía er söguleg heimkynni þeirra þótt á dögum Sovétríkjanna hafi þeir ekki verið meira en 20 prósent af íbú- um héraðsins, gripu nokkrir Georgíu- leiðtogar til þess ráðs að senda herlið tfl Abkhazíu til að taka þar völdin og brjóta sjálfstæðishreyfingu Abkhaza á bak aftur. Shevardnadze Georgíufor- seti hélt því fram nýlega að þetta hafi verið gert án samþykkis síns og vísaði ábyrgðinni á þáverandi bandamenn sína, Dsjaba Ioseliani og Tengiz Kitovani sem síðar snerust gegn hon- um og sitja nú bak við lás og slá. Þessi hemaðaraðgerð var eins mis- heppnuð og hugsast gat. Hið illa þjálf- aða og óskipulagða herlið Georgíu- stjórnai' rændi og ruplaði á þeim stöð- um sem það tók á sitt vald og um hríð ríkti ógnaröld í héraðinu. Leiðtogar Abkhaza söfnuðu um sig miklu liði sinna manna og fengu auk þess styrk úr norðurhlíðum Kákasusfjalla, eink- um frá Tsjetsjenum og einnig leynflega frá einhverjum herdeildum rússneska hersins. Á endanum tókst þeim að reka herlið Georgíumanna af höndum sér og rúmu ári eftir innrásina „frelsuðu" þeir héraðið. Þá voru margh' óbreyttir íbú- ar Abkhazíu, sem ekki voru af abkhaz- ísku eða georgísku bergi brotnir, flún- ir. Þegai' Abkhazíumenn unnu endan- legan sigur á Georgíumönnum tæmd- ust auk þess hnetu- og teræktarhéruð- in næst austmTnörkum Abkhazíu, en þar bjuggu einkum Georgíumenn. Þegar upp vai' staðið höfðu stríðsátök- in að vísu ekki valdið nema 3^4 þúsund dauðsíollum, en á fjórða hundrað þús- unda manna hafði yfirgefið hús og heimili, þar af rúmlega tvöhundruð þúsund Georgíumenn sem áttu þann kost einan að setjast að í flóttamanna- búðum austan Ingurifljóts og bíða þess sem verða vildi. Engin deilumál hafa verið leyst Vorið 1994 voru gerðir samningar um varanlegt vopnahlé og um skilyrði fyrii’ því að flóttamenn fengju að snúa heim. En þessir samningar hafa aldrei verið haldnir nema til hálfs. Rússnesk friðargæslusveit og eftirlitssveit á veg- um Sameinuðu þjóðanna hafa stutt jámbentan frið, en í raun hefur allt staðið í stað, engin deilumál verið leyst. Ástandið í Abkhazíu er gott dæmi um hörmulegar afleiðingar þess að reyna að leysa hin flóknu deilumál þjóða og þjóðarbrota gömlu kommún- istaríkjanna með valdi. Ástæðan fyrir því að þetta er ógerlegt er ekki sú að mönnum hefnist fýrir rangindi, eða að vonlaust sé að ein þjóð geti kúgað aðra til hlýðni. Ástæðan er sú að vald hefur horfið og ekkert komið í stað- inn. í öllum Sovétríkjunum fyrrver- andi sitja héraðsstjórnir, landstjórnir og bæjarstjórnir sem geta ekki treyst á vald sitt lengur en fáeina daga í senn. Enginn er nægilega sterkur til að taka völdin neins staðar í sínar hendur. Það er sama hvort það er Rússlandsstjórn í Tsjetsjníu eða Ge- orgíustjórn í Abkhazíu. Ekki er hægt að treysta hernum því að herforingj- arnir eru óáreiðanlegir og getur dott- ið í hug að fara eigin leiðir eða leika sína eigin leiki. Þeir sem virðast liggja vei við höggi geta reynst eiga öfluga bandamenn. Á endanum er engum Ijóst hver muni berjast með hverjum þegar á hólminn er komið. Eduard Shevardnadze, sem nú hef- ur verið leiðtogi frjálsrar Georgíu lengur en hann var utam-fkisráðherra Sovétríkjanna má í raun þakka fýrir að hann skuli enn vera á lífi og við völd. „Hvíti refurinn“, en svo er hann upp- nefndur af andstæðingum sínum, hef- ur ekki næg völd í eigin rfld til þess að hann geti hrint í framkvæmd því sem hann þó telur réttast. Auk Abkhazíu á hann við ramman reip að draga í öðr- um héruðum lands síns sem búa við einhverskonar sjálfstjórn en það eru Adsjaría við tyrknesku landamærin og Suður-Ossetía, fjallahérað sem liggur að rússnesku landmærunum norðan höfuðborgarinnar Tbilisi. í tæpt ár hefur Shevardnadze reynt sem ákafast að ná samningum við Abkhazíumenn án nokkurs áþreifan- legs árangurs annars en að koma í veg fýrir að allsherjarstríð brytist út að nýju síðastliðið vor, en þá skáru Abk- hazar upp herör gegn georgískum skæruliðum sem stundað hafa hiyðju- verk í Abkhazíu. Shevardnaze tilbúinn til málamiðlana Ýmsum sögum fer af heiðarleika Shevardnadzes. Lykilorðið í samninga- viðræðum hans við uppivöðslusama héraðsstjóra er að halda þui-fi ríkinu saman og segist hann tilbúinn til all- mikilla málamiðlana um sjálfræði hér- aðanna verði látið af kröfum um fullt sjálfstæði. Pólitískir andstæðingar hans saka hann um að vera tilbúinn til að gefa of mikið eftir, hinir telja ekki nógu lofað og sjá flókið sjónarspil á bakvið tillögur Shevardnadzes. Vladis- lav Ardzinba, leiðtogi Abkhaza, hefur í orði ekki horfið frá kröfunni um fullt og algjört sjálfstæði ríkisins. Ai'dzinba er furðu sterkur leiðtogi og þrátt fyrh' margra ára herkví virðist hann enn njóta fulls stuðnings heima fyrir, bæði meðal almennings og meðal annarra valdsmanna í Abkhazíu. Upp á síðkast- ið hefur margt bent til að hann kynni að fallast á málamiðlun þó að opinber málflutningur sé enn hinn sami. Svokölluð útlagastjórn Abkhazíu flækir málin líka. I henni sitja fulltrú- ar þeirra Georgíumanna sem flúðu héraðið er her Abkhaza náði því á sitt vald. Foringi þein-a, Tamaz Nadeiras- hvili, er talinn vera á nánum tengslum við hryðjuverkahópa Georgíumanna sem starfa innan Ábkhazíu og drápu tugi manna í sprengjutilræðum á síð- asta ári. Nadeirashvili er stríðsæs- ingamaður og hefur barist fýrir því að Georgíumenn þrýsti á erlend ríki svo að þau sætti sig við hernaðaríhlutun í Abkhazíu. Nadeirashvili hefur hingað til stutt Shevardnadze en nú rétt fyrir áramót stofnaði hann flokk sem kenn- ir sig við frelsun Abkhazíu og gæti orðið friðarsjónarmiðum Shevardna- dzes erfið hindrun, ekki síst ef flokkur forsetans fer illa útúr kosningum sem fyi'ii'hugaðar ei'u í haust. Það er ljóst að tími Shevardnadzes til að leysa pólitískar deflur innan- lands er að renna út og spurningin er í raun bara sú hvort samningar takast fljótlega eða hvort átök hefjast að nýju með ófyrirsjánlegum afleiðing- um. Það hjálpar ekki að hlutverk Rússa er mjög óljóst. Rússnesk stjórnvöld hafa hvorki styrk til að knýja fram lausn mála í Abkhazíudeil- unum né heilsteypta stefnu í málefn- um Kákasuslanda. Þessvegna hefur þeim hvorki tekist að hafa veruleg áhrif á gang samningaviðræðna, né að koma þeim í þann farveg að augljós- lega fari saman við hagsmuni Rússa. Því miður virðist ástandið á öðrum átakasvæðum Sovétríkjanna fýrrver- andi vera líkt því sem er í Georgíu. Hvergi hafa mál verið leyst svo allir geti sætt sig við, hvarvetna hefur spenna heldur verið að aukast síðasta árið, ekki síst eftir stjórnarskiptin skyndilegu í sumar þegar Jeltsín leysti stjórn Kíríjenkos forsætisráð- hen-a frá völdum. Því er ljóst að árið sem nú er nýbyrjað gæti orðið örlaga- ár í fyi-rverandi Sovétlýðveldum. Ovissan hefur aldrei verið meiri eftir að Sovétríkin voru iögð niður fýrir sjö árum. + Morgunblaðið/Þorkell VARLA var stætt á flughálum veginum uppi á Hellisheiði í veðurhamnum í gær og þótti það vandaverk að ganga á milli bfla og hvað eftir annað fuku menn eins og fiður eftir veginum þegar þeir misstu fótanna. Blindbylur og 13 vind- stig voru á Hellisheiði SANNKALLAÐ fái'viðri geis- aði á Hellisheiðinni í gær í verstu færð vetrarins þar um slóðir. Vegagerðin lokaði heiðinni klukkan 8.30 í gærmorgun og fram að hádegi aðstoðaði Hjálp- arsveit skáta í Hveragerði ökumenn fimm bifreiða á heiðinni, sem lent höfðu í vandræðum. Þá komu hjálp- arsveitarmenn rútu með á þriðja tug farþega til bjargar við Hveradala- brekku og komu henni áfram austur úr. Vindur blés ákaflega af norðvestri og voru 13 vindstig í verstu hviðun- um á Hellisheiði. Hún var lokuð í all- an gærdag og þótti ekki fært að huga að mokstri fyrr en í fyrsta lagi í dag, en stefnt var að því að koma yfirgefnum bifreiðum burt í gær- kvöld. Engin slys urðu þó á fólki, enda var ökuhraði vart meiri en gönguhraði. Til marks um veður- haminn og færðina tók það um eina klukkustund fyrir hjálparsveitar- menn að aka um 12 km leið á heið- inni á sérútbúnum hjálparsveitarbíl. Þá höfðu myndast djúpir skaflar á veginum sem töfðu mjög för auk af- leits skyggnis. Þrengslum lokað uni hádegisbil Um hádegisbil var Þrengslavegi einnig lokað fyrir umferð enda fór veður versnandi frá því um morgun- inn, en þar voru 8-10 vindstig og fljúgandi hálka þegar verst lét. Einkum fuku bifreiðar út af veginum þegar ökumenn þeiiTa sáu ekki leng- ur til í bylnum. Giskaði lögi-eglan á Selfossi á að ökumönnum úr tugum bifreiða hefði verið hjálpað í gær. Meðlimir úr Björgunarsveitinni Mannbjörg í Þorlákshöfn auk lög- reglu voi-u á vettvangi ökumönnum til aðstoðai'. Setti lögreglan í Reykjavík upp lögregluvörð við Sandskeið og snéri öllum við sem áformuðu að komast austur fyrir. Að austanverðu var settur upp lögregluvörður við Skóg- arhlíðarbrekku. Jafnvel stærstu bif- reiðar héldust ekki á flughálum veg- inum, enda fauk fjögurra tonna Hummerbifreið út af síðdegis þegai' kanna átti möguleika á því að opna Þrengslin. Áður en til lokana Vegagerðar og lögi’eglu kom, höfðu níu flutningabif- reiðar komist upp að Litlu kaffistof- unni og biðu þar í nokkrar klukku- stundir uns veður lægði. Þeim var heimiluð för um Þrengslaveg um klukkan 16.30 og öðrum stórum bif- reiðum svo framarlega sem þær væru vel búnar. Undir kvöldið í gær hafði lægt verulega í Þrengslunum, en þar vora norðvestan 6 vindstig og tveggja stiga frost klukkan 18. Vegna umferðartafanna um Þrengslin urðu nær fjögurra tíma tafir á áætlun Herjólfs frá Vest- mannaeyjum, sem beið í Þorlákshöfn eftir vörum af flutningabflum. Lagði hann ekki af stað til Eyja fyrr en 16.45, en átti að leggja frá landi um klukkan 13. SENDIFERÐABÍLL fór út af á háheiðinni og var skilinn eftir. Skömmu síðar barst Hjálparsveit skáta beiðni um að aðstoða ökumann á stóruin jeppa á svipuðum slóðum, sem mátti sín lítils gegn náttúruöflunum. FÆRÐIN á Hellisheiðinni í gær er sú versta í vetur samkvæmt upplýsing- um frá Vegaeftirliti. Ofankoma töluverð og vindur fór hæst í 13 vindstig. MEÐLIMIR úr Iljálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðuðu ökuinenn fimm bifreiða á Hellisheiðinni og eina rútu við Hveradalabrekku fram að há- degi og fylgdu tveimur jeppum niður að Litlu kaffistofu í Jósefsdal, þar sem flutningabifreiðar Iiiðu færis að komast áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.