Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófkjör hjá Framsóknarflokknum á Norðurlandi vestra verður haldið um næstu helgi Skagfírðingar bít- ast um annað sætið Þrír framsóknarmenn sækjast eftir þingsæti Stefáns Guðmundssonar í Norðurlandskjör- dæmi vestra en prófkjör fer fram um næstu helgi. I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að mikil barátta er milli tveggja Skag- fírðinga og Vestur-Húnvetnings um sætið og eru úrslit talin mjög tvísýn. Árni Elín R. Herdís Á. Gunnarsson Líndal Sæmundardóttir SJÖ bjóða sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra vegna undir- búnings alþingiskosninganna. Próf- kjörið fer fram um helgina. Það er opið, flokksmenn hafa rétt til þátt- töku svo og aðrir kjósendur í kjör- dæminu sem undirrita stuðningsyf- irlýsingu við flokkinn á kjörstað. Páll Pétursson, félagsmálaráð- heira frá Höllustöðum í Austur- Húnavatnssýslu, sækist einn eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu en það sæti hefur hann skipað í undanfórn- um kosningum. Fyrir fjórum árum hélt hann sætinu í prófkjöri þótt samþingsmaður, Stefán Guðmunds- son á Sauðárkróki, herjaði á hann. Stefán lætur nú af þingmennsku og bjóða þrír framsóknarmenn sig fram í annað sætið. Árni Gunnars- son, Elín R. Líndal og Herdis Á. Sæmundardóttir. Heyja þau harða baráttu um sætið sem lengi hefur verið öniggt þingsæti. Elín R. Lín- dal er bóndi á Lækjamóti og oddviti sveitarfélagsins í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hún varð í þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar og er því fyrsti varamað- ur þingmanna kjördæmisins. „Ég hef áhuga á að vinna að þessum störfum áfram og er að leggja verk mín í dóm kjósenda," segir Elín. Arftakar Stefáns Elín kemur úr fámennasta hluta kjördæmisins og þvi má búast við að nokkuð sé á brattann að sækja hjá henni þótt hún ætti að hafa ákveðið forskot sem varaþingmað- ur. I Skagafírði býr hins vegar hátt í helmingur kjósenda kjördæmisins og ef fi-amsóknarmenn þar stæðu saman ættu þeir annað sæti listans víst. Árni og Herdís eru Skagfírð- ingar og vilja bæði verða arftakar Stefáns Guðmundssonar. Ámi Gunnarsson er frá Flata- tungu á Kjálka. Hann var aðstoðar- maður Páls Péturssonar félags- málaráðherra þar til í vetur að hann tilkynnti þátttöku í prófkjör- inu og hefur nú flutt til Sauðár- króks. „Mig iangar að starfa fyrir mitt fólk. Hér er ég fæddur og upp- alinn og hef alltaf verið mikill landsbyggðarmaður. Þá tel ég að framboð til Alþingis sé eðlilegt framhald á pólitískri þátttöku minni, ekki síst nú þegar þingsæti losnar. Ég var formaður Félags ungra framsóknaimanna í Skaga- firði og hef verið formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna í á þriðja ár,“ segir Árni. Herdís Á. Sæmundardóttir er oddviti framsóknarmanna í sveitar- stjórn Skagafjarðar og formaður byggðaráðs. Hún býr á Sauðár- króki og var í mörg ár kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Herdís varð í fimmta sæti í prófkjöri fyrir fjórum árum og skipaði það sæti við síðustu alþing- iskosningar. „Nú er ákveðið lag fyrir nýtt fólk að koma inn í fram- boð til Alþingis. Ég hef unnið að sveitarstjórnarmálum í tíu ár og hef áhuga á að færa mig til á þess- um vettvangi. Ég tel mig hafa mikla þekkingu og reynslu sem gæti nýst mér vel í störfum að landsmálum," segir Herdís. Mjótt á niunum Átakalínurnar í prófkjörinu virð- ast vera í Skagafirði. Fylgið þar skiptist á milli Árna og Herdísar. Ámi hefur mikinn stuðning í sveit- um Skagafjarðar og Herdís á Sauð- árkróki. Herdís á reyndar einnig sína stuðningsmenn í sveitunum, til dæmis í Fljótunum en þangað á hún ættir að rekja. Þá er greinilegt að Árni sækii' einnig fylgi á Sauðár- krók, í bakland Herdísar. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri er stuðn- ingsmaður hans ásamt fleirum á skrifstofu kaupfélagsins, og það sem meiri athygli vekur að þótt Herdís sé forystumaður framsóknarmanna í sveitarstjórnarmálum á Ami vísan stuðning foiystu framsóknarfélags- ins á staðnum. Hins vegar hefur Stefán Guðmundsson alþingismaður unnið að kjöri Herdísar. Útilokað er að spá í niðurstöðu baráttunnar um annað sætið. Al- mennt telja menn að úrslitin verði tvísýn, einkum milli Skagfíi'ðing- anna en Elín gæti einnig notið góðs af skiptingu atkvæða í Skagafirði. Frambjóðendur segjast bjartsýnir. Herdís segir að þátttaka íbúa Sauð- árkróks í prófkjörinu muni ráða úr- slitum fyrir sitt framboð. Árni telur að mjótt verði á mununum í Skaga- firði og úrslit í prófkjörinu gætu ráðist í öðrum hlutum kjördæmis- ins, það er að segja hvernig þátt- takendur muni meta einstaka fram- bjóðendur. Tveir vilja 3. sætið Tveir frambjóðendur gefa kost á sér í þriðja sæti listans, Svenir Sveinsson, rafveitustjóri á Siglufii’ði, sem skipaði 4. sæti listans við síðustu kosningai' og Valgarður Hilmarsson, bóndi á Fremstagili, oddviti Engi- hlíðarhi’epps í Austur-Húnavatns- sýslu. Þá gefur Birkir Jónsson frá Siglufirði, 17 ára nemi í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki, kost á sér í fjórða sæti listans. Prófkjörið fer fram um helgina. Nú þegar er unnt að kjósa utan kjörstaðar á skrifstofum Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og á Akureyri. Magnús Olafsson, for- maður kjördæmissambandsins, segir að kjörstaðir verði opnir um allt kjördæmið á laugardag og víða á sunnudag. Hann hvetur fólk þó til að kjósa á laugardag. Síðustu kjör- stöðum verður lokað klukkan 18 á sunnudag og þá um kvöldið verður byi-jað að telja atkvæði. Búist er við að niðurstöður liggi fyi-ir einhvern tímann aðfaranótt mánudags. Mjólkursamlagið í Borgarnesi auglýst til sölu Asett verð 150 milljónir króna ÁSETT verð á hús Mjólkursam- lags Borgfirðinga í Borgamesi er um 150 milljónir, en húsið var aug- lýst til sölu í Morgunblaðinu í gær. Viðræður áttu sér stað í haust við nokkra aðila um kaup á húsinu, en Guðsteinn Einarsson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sagði að þær hefðu enn ekki leitt til niðurstöðu, en þeim hefði þó ekki verið slitið. Mjólkursamlagið er 5.200 fer- metrar. Ásett verð á fermetra er 28.000 krónur. Guðsteinn sagði að sá kostur væri einnig inn í mynd- inni að leigja húsið ef hagstætt leigutilboð bærist. Hluti af húsinu er í leigu í dag, en mikill hluti þess stendur auður. Guðsteinn sagði að til greina kæmi að flytja starfsemi Engjaáss hf., sem er matvælafyrir- tæki í eigu Kaupiélagsins, úr hús- inu enda ætti félagið ónotað hús- næði annars staðar í bænum. Guðsteinn sagði að hús Mjólkur- samlagsins væri mjög gott hús sem hentaði undir margvíslega starf- semi. Það væri mjög auðvelt og ódýrt að breyta húsinu. Stór hluti af öllum milliveggjum væru léttir veggir. Á efri hæðinni væri mjög góð skrifstofuaðstaða. Vantar leikskólapláss??? BarnaBær í Breiðholti. Einkarekinn leikskóli sem starfa mun eftir Hjallastefnunni opnar í byrjun febrúar. Grundvallarþættir Hjallastefnunnar eru: • Að mæta hverju barni eins og það er. • Aldursskiptir jafningjahópar. • Kynjaskipting á ákveðnum stundum. • Sköpun í stað tilbúinna lausna. • Hófsemi, agi, rósemd og friður. Innritun barna er hafin. Nánari upplýsingar veita leikskólakennararnir; Elín Margrét Guðmundsdóttir og Hildur Þorsteinsdóttir í síma 557 5579. alla virka daga milli kl. 10 og 14. Leikskólinn BarnaBær Hólabergi 74, Reykjavfk sími 557 5579. Stefnt að stofnun þverpólitískra náttúru- og umhverfís- verndarsamtaka síðar í mánuðinum Félög og einstakling- ar geta gerst aðilar í UNDIRBÚNINGI er stofnun þverpólitískra náttúraverndar- samtaka og er gert ráð fyrir að bæði félög og einstaklingar geti gerst aðilar að samtökunum. Dag- setning stofnfundar hefur ekki verið ákveðin, en stefnt er að hon- um 21. þessa mánaðar. Ymsir frammámenn úr þjóðlíf- inu tengjast stofnun samtakanna, þeirra á meðal Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrum forseti Islands, Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, Gunnar G. Schram, prófessor, Júlíus Sól- nes, prófessor og fyrrverandi um- hverfisráðherra og fleiri. Stofnfundur síðari hluta mánaðarins Steingrímur sagði í samtaíi við Morgunblaðið að þetta hefði verið nokkuð lengi í umræðunni og haldnir hefðu verið allmargir fund- ir um málið, meðal annars einn fundur með fulltrúum annarra samtaka í náttúruvernd. „Hug- myndin hefur verið að þetta gætu orðið eins konar regnhlífarsamtök sem leituðust við að sameina sem flesta undir ein sjónarmið og reyna að ná sátt um þessi mál milli umhverfis- og náttúruverndar- sinna og stjórnvalda. Okkur sýnist að það stefni í óeí'ni og ég er mjög sammála því sem til dæmis forsæt- isráðherra hefur sagt og margir fleiri að það sé mikilvægt að ná sátt um viðkvæm mál á þessu Ýmsir framámenn í þjóðlífinu tengj- ast stofnun sam- takanna sviði,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að búið væri að ákveða að stofnfundur samtak- anna yrði síðari hluta þessa mán- aðar. Ekki væri búið að ákveða daginn en stefnt væri að því að hann yrði 21. þessa mánaðar. Hann sagði að þessum samtök- um væri síður en svo stefnt gegn þeim samtökum sem störfuðu fyrir á þessu sviði. Gert væri ráð fyrir að samtökin störfuðu með þeim samtökum sem fyrir væru og reyndu að samræma þá fjölmörgu aðila sem störfuðu á þessu sviði, en margir smáir og stórir aðilar ein- beittu sér að ákveðnum þáttum umhverfis og náttúruverndar. Það skorti hins vegar heildarsamtök að þeiira mati. „Við væntum þess að þessi félög gerist aðilar að þessum umhverfissamtökum,“ sagði Stein- grímur. Hann sagði að bæði einstakling- ar og félagasamtök gætu gerst að- ilar að samtökunum. Aðspurður hvort það væri eitthvað sérstakt sem gerði það að verkum að ákveðið væi’i að stofna samtökin nú, sagði hann að vaxandi umræða um umhverfismál og náttúruvernd hefði ýtt við þeim og einnig harðn- andi deilur á þessu sviði. Einnig sýndist þeim að það vantaði aðila til að koma fram á erlendum vett- vapgi fyrii’ náttúruverndarsamtök á Islandi í heild sinni, en það hefði verið áberandi víða að vantað hefði f'ulltrúa frjálsra samtaka á þessu sviði, þótt það hefði að vísu aðeins breyst upp á síðkastið. Mikilvægt fyrir Island að vera í fararbroddi Steingrímur sagði aðspurður að þessi samtök myndu láta sig varða umhverfis- og náttúruverndarmál bæði hér á landi og einnig á al- þjóðavettvangi. Sér fyndist skorta hér á landi að mörkuð hefði verið skýr og ákveðin stefna til framtíðar í þessum málum. Stjórnvöld gætu gert mjög margt í þessum efnum, þótt margt gott hefði verið gert. „Við teljum að það sé ákaflega mik- ilvægt fyrir ísland að vera þarna í fararbroddi og sýna skilning og vilja á umhverfismálum á mjög breiðu sviði,“ sagði Steingiímur. Hann sagði að þarna væri um þverpólitísk samtök að ræða, sem gengu í gegnum alla hefðbundna stjórnmálaflokka. Steingrímur sagði að Gunnar Schram hefði kannski verið upp- hafsmaðurinn og drifkrafturinn í málinu, en einnig hefði Júlíus Sól- nes unnið mikið í þessu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.