Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Uppreisnarmenn í Sierra Leone á undanhaldi Kveikja í hús- um í Freetown á flóttanum Freetown, Abidjan. Reuters. Reuters Litrík stjörnuþoka SJONARVOTTAR sögðu í gær að uppreisnarmenn í Freetown, höf- uðborg Sierra Leone, hefðu kveikt í húsum og bifreiðum á flótta und- an hersveitum Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) sem voru sendar þangað til stuðn- ings þjóðkjömum forseta landsins. Lík lágu eins og hráviði um götur borgarinnar og þúsundir manna komust ekki úr húsum sínum vegna átakanna og höfðust þar við án vatns, matvæla og rafmagns. Leiðtogi uppreisnarmannanna, Foday Sankoh, sem hefur verið í haldi stjómarhersins og hersveita ECOWAS í tvö ár, var í gær flutt- ur til Conakry í nágrannaríkinu Gíneu til að hefja viðræður um vopnahlé við utanríkisráðherra Si- erra Leone, Gíneu, Togo og Ffla- beinsstrandarinnar. Uppreisnar- mennimir segjast ekki ætla að fall- ast á vopnahlé nema þeim verði leyft að ræða við Sankoh. „Uppreisnarmennimir brenna og eyðileggja allt sem á vegi þeirra verður á flóttanum - hús, bíla og hvað sem er,“ sagði 25 ára kona, sem starfar á hóteli vestrænna fréttaritara í borginni, þegar hún kom þangað með unnusta sínum eftir 10 km göngu frá heimili sínu. „Við sáum mörg lík á götunum, lík óbreyttra borgara og hermanna.“ Ibúamir í mikilli hættu Starfsmenn hjálparstofnana og Sameinuðu þjóðanna sögðust hafa miklar áhyggjur af íbúum borgar- innar. „Þeir segja að hörmungará- stand blasi við í höfuðborginni ná- ist ekki samkomulag um vopnahlé og verði ekki hægt að flytja þangað matvæli," sagði talsmaður Rauða krossins. Talið er að íbúar Freetown séu um milljón og þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum vegna fólks- flótta frá svæðum þar sem borg- arastyrjöld hefur geisað frá árinu 1991. Uppreisnarmennirnir lögðu austurhluta og miðborg Freetown undir sig 6. janúar en hersveitir ECOWAS segjast hafa náð mörg- um svæðanna á sitt vald. I GEGN um Hubble-geim- sjónaukann hefur tekizt að ná skýrustu myndinni fram að þessu af M57-stjömuþokunni, sem er ein þekktasta stjömuþok- an sem vitað er um. A þessari mynd, sem gerð var opinber í siðustu viku, hefur sjónaukanum verið beint að gasgöngum sem deyjandi stjama hefúr varpað frá sér fyrir þúsundum ára. Myndin sýnir flanga efn- isklumpa í jaðri gasskýsins, og leifar hinnar deyjandi stjörnu í bláu háhitagasi í miðju stjörnuþokunnar. Hún er um eitt ljósár í þvermál og er í um 2000 ljósára fjarlægð frá jörðu, í stjörnuþyrpingunni Lýru. Bláa gasið er helíum, súrefni er grænt og köfnunar- efni rautt. Norskunni kastað fyrir róða NORSKA stórfyrirtækið Norsk Hydro hefur ákveðið að taka upp ensku sem sitt mál og leggja norsk- una til hliðar. Hefur þessi ákvörðun verið gagm-ýnd harðlega í Noregi og í þvi sambandi verið bent á Islend- inga, sem hafi staðið vörð um sitt gamla tungumál í þúsund ár. Þetta mál var gert að umtalsefni í leiðara Stavanger Aftenblad 7. janú- ar sl. og þar segir að öll skjöl, sem varði rekstur fyrirtækisins, skuli vera á ensku en menn megi þó tala norsku sín í milli enn um hríð. Segir svo í leiðaranum: „Þessi þróun á að gerast í áfóng- um en þegar fram í sækir verður það ekki liðið hjá Norsk Hydro, að þar verði menn í ábyrgðarstöðum, sem ekki eru jafnt talandi sem ski-ifandi á enska tungu. Eðlilegt er, að fyrirtæki á borð við Norsk Hydro vilji hafa í sinni þjón- ustu menn, sem geta tjáð sig á ensku, en annað mál er að taka þá tungu upp sem opinbert mál innan þess. Norsk Hydro er sjálft flagg- skipið, ekki aðeins í norskum iðnaði nú um stundir, heldur í atvinnusög- unni, en nú hafa forráðamenn þess ákveðið að taka erlendan fána fram yfir þá menningu, sem það er runnið úr.“ Þá er mælt með því að stjórnend- ur fyrirtækisins litu til Islands, þai- sem íbúunum hefði tekist að geyma tungu sína í yfir 1000 ár, „þrátt fyrir harða hríð gegn henni frá norsku, dönsku, ensku og amerísku.“ Meó einu handtaki býróu til boró í mióaftursætinu. Einnig fáanlegt meó kæliboxi. „Flugsætisboró“ íýrir yngri farþega í aftursæti. Mikió farangursrými sem hægt er aó stækka enn meira. 4 loftpúóar: bílstjóri, farþegi í framsæti og hlióarpúóar. Tvö hólf f gólfi fýrir framan aftursæti. Renault Mégane varvalinn öruggasti bfll ársins í sínum flokki í Evrópu 1 Amþettammti M&me hcemc Aukabúnaður á mynd: Álfelgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.