Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lfflegur fundur á Akureyri um aukna þátttöku kvenna f stjórnmálum Umræður vekja athygli og ýta við konum Mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæminu var til umræðu á fundi sem nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum efndi til í Deiglunni á Akureyri á laugardag, en fyrr um daginn var samskonar fundur haldinn á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Kristján SIV Friðleifsdóttir formaður þverpólitískarar nefndar sem vinnur að því að auka hlut kvenna í stjórnmálum hafði framsögu á fundinum, en við hlið hennar situr Hólmfríður Sveinsdóttir sem einnig á sæti í nefndinni. SIV Friðleifsdóttir alþingismaður Framsóknarflokks er formaður nefndarinnar um aukinn hlut kvenna í stjómmálum og kynnti hún á fundunum átak það sem fé- lagsmálaráðherra hóf með skipun þverpólitískrar nefndar síðastliðið haust að undangenginni þingsá- lyktunartillögu. Nefndin mun starfa í fímm ár. Nefndin hafði 5 milljónir króna til ráðstöfunar á liðnu ári og 4 milljónir á þessu ár og sagði Siv að þegar hefði ýmislegt verið gert. Auglýsingar nefndarinnar síðasta haust, sem sýndu leiðtoga stjórn- málaflokkanna í óhefðbundnum stellingum, vöktu mikla athygli og umræðu enda leikurinn til þess gerður. Sagði Siv nýjar auglýsing- ar nú tilbúnar og myndi birting þeirra hefjast í þessari viku. Áhersla yrði lögð á birtingu þeirra næstu vikur eða á sama tíma og prófkjör flokkanna fara fram, „við viljum vera sýnileg á meðan á þeim stendur, en höldum okkur svo meira til hlés þegar búið verður að velja á listana,“ sagði Siv. Hún sagði að þó skoðanir manna hefðu verið skiptar á auglýsingum nefndarinnar fyrir áramót hefðu þær skilað árangri, hávær umræða hefði skapast um þær og nefndi Siv að prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins á Reykjanesi hefði farið fram um svipað leyti og auglýsingarnar birtust. Frammámenn flokksins hefðu nefnt við sig að gott gengi kvenna í prófkjörinu mætti að ein- hverju rekja til umræðna um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum, en á síðasta kjörtímabili var 1 kona í hópi 7 efstu frambjóðenda en þær eru 3 nú. Staðan lakari en á öðrum Norðurlöndum Konur eru nú 28,6% alþingis- manna og er staðan lakari en á öðr- um Norðurlöndum, þar sem hlut- fall kvenna er frá 33,5% upp í 42,7%. Fyrir áramót voru 18 konur á þingi, 8 úr Reykjavík, 5 af Reykjanesi, 2 af Norðurlandi eystra og úr Suður-, Austur- og Vesturlandskjördæmum er ein kona úr hverju. Aldrei í sögunni hefði kona af Norðurlandi vestra verið kosin á Alþingi. Margar ástæður væru fyrir slakri stöðu kvenna úr landsbyggðarkjördæm- unum en Siv nefndi m.a. að upp- bygging kosningakerfisins væri konum ekki hliðholl auk þess sem fjölmörg önnur atriði gerðu konum af landsbyggðinni erfiðara fyrir. Virkar betur að vera vígreifur Margar konur tóku til máls á fundinum og kom m.a. fram hjá Elínu Margréti Hallgrímsdóttur sem býður sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu að umræðan síðustu mánuði hefði orðið þess valdandi að hún ákvað sjálf að vera með. Valgerður Sverr- isdóttir, alþingismaður í Fram- sóknarflokki, tók undir þetta og sagði að tilkoma Kvennaframboðs- ins og umræða um aukna þátttöku kvenna hefði á sínum tíma orðið til þess að hún hóf stjórnmálaþátt- töku. Hún tekur um næstu helgi þátt í prófkjöri flokksins í kjör- dæminu og sagðist taka þátt í því sem stjómmálamaður, umræðan snérist ekki lengur um kyn fram- bjóðenda sem „væri merki um hversu langt við höfum náð í bar- áttunni", eins og hún orðaði það. Einnig nefndi hún að menn voguðu sér ekki lengur að stilla upp lista með karlmönnum í fjórum efstu sætunum eins og áður tíðkaðist. Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður, sem býður sig fram í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, sagði að konum hætti dálítið til píslarvættis þegar að stjórnmálaþátttöku kæmi, „við er- um svo fáar, fátækar og smáar," væri viðkvæðið, en brýndi hún fremur fyrir konum að taka sér einkunnarorðin „ég þori, get og vil“ í munn, það virkaði betur að vera vígreifur. Margir væru á þeirri skoðun að prófkjör væru konum erfið, en þeim væri hún ekki sammála, stofnanir flokkanna væni oft mun íhaldssamari en kjós- endumir. Hingað og ekki lengra Elsa Friðfinnsdóttir, sem tekur þátt í prófkjöri Framsóknarflokks- ins á Norðurlandi eystra, sagðist hafa rekið sig á það að ætluðu kon- ur sér of langt, að mati karlmanna, þá rækju þær sig á hindrun. Sú staða gæti komið upp að konur skipuðu tvö efstu sætin á lista flokksins og sagði hún marga telja það ótækt, þó ekki væru gerðar at- hugasemdir ef tveir karlar væru sætu þau. Undir þessi orð tók Guð- rún Magnúsdóttir, Kvennalista, en fulltrúar listans slitu viðræðum við A-flokkana um skipan framboðs- listá Samfylkingar í kjördæminu fyrir helgi þar sem þær fengu ekki vilyrði fyrir 3. sæti listans. „Menn sáu fyrir sér að sú staða gæti kom- ið upp að konur yrðu í þremur efstu sætunum og þótti það alveg óhugsandi," sagði Guðrún. Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Akureyrarlistans, sagði karla oft jákvæða á yfirborðinu, þeim þætti fínt að punta listana með konum en um leið og þær færu að teygja sig of langt, taka eitthvað frá körlun- um þá væri sagt: Hingað og ekki lengra. „Við verðum að berjast fyr- ir okkar hlut og kjósa konur,“ sagði Oktavía. Ki-istín Sigfúsdóttir sem grát- klökk gekk úr Alþýðubandalaginu síðasthðið sumar taldi að vekja ætti máls á jafnréttismálum í fram- haldsskólum og jafnvel í síðasta bekk grunnskóla, en sín reynsla væri að lítill áhugi væri fyrir stjórnmálum í skólunum. * Oánægja með utankjörfundaratkvæðagreiðslu í prófkjöri Framsóknar á Norðurlandi eystra Kosið í kosninga- miðstöð eins frambjóðenda ÁKVÖRÐUN um hvort ógilda eigi utankjörfundaratkvæði í prófkjöri Framsóknai-flokksins á Norðurlandi eystra hefur ekki verið tekin að sögn Ái-na V. Frið- rikssonar, formanns kjörstjórnar, en óánægju gætir með fram- kvæmd kosninga utan kjörfundar. Kosið var í opnu húsi á vinnustað eins frambjóðandans, Daníels Árnasonar, sem sækist eftir öðru sæti listans, síðdegis á föstudag og þá var einnig kosið í kosninga- miðstöð Daníels. Einnig fóru kjör- nefndarmenn í félagsheimili hestamanna, Skeifuna, þar sem boðið var upp á kosningu utan kjörfundar í prófkjörinu. Átti að auðvelda fólki að vera með Ámi sagði að fyrst og fremst hefði verið hugsað um að auð- velda fólki þátttöku í prófkjörinu og í fyrstu hefði verið litið svo á að ekki skipti öllu máli hvort fólk- ið kæmi á skrifstofu flokksins að kjósa eða kjörnefndarmenn færu út til þess ef um fjölmennan hóp væri að ræða. „Við þessu var ekki amast til að byrja með en nú höf- um við tekið fyrir þetta og þeir sem ætla sér að kjósa utan kjör- fundar verða að koma á skrifstof- una til þess,“ sagði Ámi. Elsa Friðfinnsdóttir og stuðn- ingsmenn hennar hafa lýst yfir óánægju með hvernig staðið hefur verið að kosningu utan kjörfund- ar, en sérstaklega væri litið alvar- legum augum að kosið hefði verið í kosningamiðstöð eins frambjóð- andans. Elsa og Daníel sækjast bæði eftir kjöri í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæm- inu. Árni sagði að vitað væri hvaða fólk kaus á þessum stöðum og vissulega væri hægt að gera at- kvæðin ógild. „Við höfum rætt hvað gera skuli í stöðunni, en nið- urstaða er ekki fengin,“ sagði Árni. „Það hefur komið fram óá- nægja og við munum skoða þetta mál nú í vikunni." Farið í öllu að settum reglum Stuðningsmenn Daníels Áma- sonar sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa máls í gær, en þar kemur m.a. fram að kjömefnd Framsóknarflokksins í kjördæm- inu hafi hvatt til þess að fólk kysi sem mest utan kjörfundar til að létta störf kjörnefndarmanna og trúnaðarmanna flokksins á ein- stökum kjörstöðum prófkjörshelg- ina. Kosningin hefði að öllu leyti farið fram hjá sérstökum trúnað- armönnum sem kjörnefnd skipaði og eftir þeim reglum sem settar vom. Stuðningsmenn Daníels hefðu í öllum tilvikum og með góð- um fyrirvara óskað eftir að trúnað- armenn flokksins önnuðust fram- kvæmd utankjörfundaratkvæða- gi’eiðslunnar og hefðu þær óskir farið rétta boðleið til kjörnefndar. „Á það hefur m.a. verið deilt að umboðsmenn flokksins hafi heim- ilað utankjörfundarkosningu á til- teknum tíma í kosningamiðstöð stuðningsmanna Daníels. Það er staðreynd að umboðsmenn flokksins leyfðu slíkt hið sama á öðrum skrifstofum og a.m.k. einn annar frambjóðandi hefur nýtt sér það. Ef aðrir frambjóðendur hafa ekki unnið vel í þessum efn- um geta þeir sjálfum sér um kennt en ekki öðrum,“ segir í yfir- lýsingu stuðningsmanna Daníels. Einnig kemur þar fram að hafi einhver frambjóðandi í hyggju að fara fram á ógildingu utankjör- fundaratkvæða, eins eða fleiri, vegna þessa sé hann að mati stuðningsmanna um leið að lýsa yfir vantrausti á kjörnefnd flokks- ins. Ljóst sé að öll rök skorti fyrir slíkri beiðni. Tilmæli kjörnefndar um að greiða atkvæði utan kjörfundar hafi væntanlega verið sett fram til að örva áhuga fólks á prófkjörinu og hvetja til þess að kjörsókn yrði sem mest, en vonandi vilji enginn koma í veg fyrir að það markmið náist. Ekki auðveldara Formaður kjörnefndar sagði það ekki rétt að hvatt hefði verið til atkvæðagreiðslu í prófkjörinu utan kjörfundar, eins og stuðn- ingsmenn Daníels halda fram, til að auðvelda störf kjörnefndar. Mun meiri fyi'irhöfn væri að fara yfir utankjörfundaratkvæði og gerðu slík atkvæði kjörnefndar- mönnum síst auðveldara fyrir né einfölduðu yfirferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.