Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 1
11. TBL. 87. ARG. FÖSTUDAGUR 15. JANUAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Færey- ingar taka þátt í olíu- draumnum Þórshöfn. Morgunblaðid. FÆREYSKA olíufyrirtækið Atlantic Petroleum, sem flest fyrirtæki í fær- eysku viðskiptalífí auk einstaklinga eiga hlut í, hefur gert samstarfssamn- ing við fyrirtækjahópinn, sem gengur undir nafninu „The Faroes Partner- ship“. Fjögur stór olíufyrirtæki eiga aðild að þeim hópi og er markmið hans að leita að olíu við Færeyjar. Eru fyrirtækin fjögui- hið bandaríska Amerada Hess, hið breska Lasmo, Norsk Hydro og hið danska DONG. I samstarfssamningnum felst að fær- eyska fyrirtækið hefur tækifæri til að vera með þegar og ef grænt ljós verð- ur gefið á olíuvinnslu við Færeyjar. Olíuáform Færeyinga eru það vel á veg komin að á þessu ári verður ol- íufyrirtækjum líklega í fyrsta skipti gefínn kostur á að bjóða í olíuleit á þeim svæðum við Færeyjar, sem þau hafa hug á að kanna. Er áformað að fyrsta útboðinu ljúki í árslok. Það er Paul Mohr, ræðismaður Is- lands í Færeyjum, sem á frumkvæð- ið að stofnun Atlantic Petroleum og hyggst hann nota það tækifæri sem býðst með samstarfssamningnum við olíufyrirtækin fjögur til að bjóða hlutabréf í Atlantic Petroleum til sölu á ný. Kjartan Hoydal, stjórnar- formaður fyrirtækisins, býst við að samningurinn verði til að fleiri Færeyingar hafí áhuga á að fjárfesta í fyrirtækinu. Samið um lögsögumörk? Til þessa hefur það helst háð olíu- vinnsluáformum Færeyinga að ekki hefur náðst samkomulag við Breta um hvar draga eigi lögsögumörk á milli Færeyja og Hjaltlands. I breskri landhelgi hefur fundist mikil olía og hefur það meðal annars kynt undir áhuga erlendra stórfyrii'tækja á að leita að olíu við Færeyjar. Nú virðist þó sem samkomulag við Breta sé í augsýn. Anfinn Kallsberg lög- maður hefur lýst því yfir að viðræð- ur séu komnar á það stig að sam- komulag sé í burðarliðnum. Saksóknarar segja virð- ingu þingsins vera í húfí Washington. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hófu í gær mál- flutning í málinu gégn Bill Clinton en þetta er í annað sinn í næstum 131 ár, sem þess er krafist, að Bandaríkjaforseti verði sviptur embætti. Ekki er enn ljóst hvort vitni verða kölluð fyrir í réttarhöld- unum í öldungadeildinni og þá jafn- vel Clinton sjálfur. Henry Hyde, formaður dómsmála- nefndar fulltrúadeildai-innar, hóf rök- stuðninginn fyi-ir því, að svipta skyldi Clinton embætti sínu, og sagði, að virðing öldungadeildarinnar væri að veði. Þá sagði James Sensenbrenner, þingmaður repúblikana frá Wiscons- in, að það myndi draga dilk á eftir sér í réttarkerfinu og meðal allrar þjóð- arinnar yrði Clinton sýknaðui-. Neitar Clinton að mæta? Fulltrúadeildin samþykkti í síð- asta mánuði, að mál yrði höfðað gegn Clinton með það fyrir augum að svipta hann embætti og er hon- um gefið að sök meinsæri og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. I öldungadeildinni þarf tvo þriðju at- kvæða eða aukinn meirihluta til að Clinton verði fundinn sekur og bú- ast því fáir við, að til þess komi. Hyde sagði í gær, að saksóknara- hópurinn, sem í eru 13 manns, væri enn að bræða það með sér hvort vitni yrðu kölluð fyrir öldungadeild- ina og þá hugsanlega einnig Clint- on. Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær, að Clinton hefði sagt allt, sem hann hefði að segja, um samband sitt við Monicu Lewinsky og gaf í skyn, að hann myndi ekki mæta þótt hann yrði kvaddur til. „Mér finnst þessi síð- búna ósk Hyde sýna um hvað þetta mál snýst og það er pólitík," sagði Lockhart. Demókratar óánægðir Demókratar lýstu í gær óánægju sinni með það, að fyrr í vikunni hefðu þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana og nokkrir saksóknarar fulltrúadeildarinnar átt með sér fund þar sem rætt var um hvernig standa skyldi að vitnaleiðslum 1 öld- ungadeildinni. Ástæðan er sú, að áður hafði öldungadeildin sam- þykkt, að ekkert yrði rætt um vitnaleiðslur fyrr en fulltrúar beggja aðila hefðu flutt mál sitt. Repúblikanar vilja kalla fyrir sex vitni a.m.k. og þar á meðal Lew- insky. Lögmenn hennar hafa hins vegar hafnað því, að hún komi í eins konar upphafsviðtal, og þvi þarf að stefna henni verði óskað eftir vitnis- burði hennar. Bóluefni við alnæmi? Réttarhöldin yfír Bill Clinton Bandaríkjaforseta hófust í öldungadeildinni í gær Washington. Reuters. VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að „frvsta" alnæmisveiruna í formal- dehýði í þann mund sem hún er að sýkja eða ráðast inn í frumu. Telja þeir, að þetta geti auðveldað gerð bóluefnis, sem vinni í raun á veirunni. „Ef allt er eins og það sýnist er um að ræða tímamót í baráttunni við al- næmið,“ sagði David Montefiori, bóluefnissérfræðingur við Duke-há- skólann í Durham í Norður-Karólínu, enþann hefur kynnt sér rannsóknina. I gi-ein í tímaritinu Science segja þeir Jake Nunberg og samstarfsmenn hans við líftæknimiðstöð Montana-há- skóla, að þeim hafi tekist að afhjúpa eggjahvítueftii eða prótein, sem veir- an notar þegar hún kemm- sér fyrir í frumu. Próteinið var síðan framleitt í erfðabreyttum apafrumum og var að því búnu sprautað í erfðabreyttar mýs, sem eru með ónæmisfrumur lík- ar þeim í mönnum. Þær mynduðu þá mótefni, sem gerði óvirkar allar gerð- ir alnæmisveirunnar. Reuters WILLIAM Rehnquist, dómari í hæstarétti Bandaríkjanna, gengur í ræðustól til að kynna málsóknina gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Reuters Ondinni varpað léttar ÞAÐ leyndi sér ekki hve mikið Jacques Santer, forseta fram- kvæmdasljómar ESB (t.h.), og stallsystkinum hans var létt, er tillaga um vantraust á stjórnina var í gær felld á Evrópuþinginu í Strassborg með 293 atkvæðum gegn 232. Megintillagan um van- traust, sem þingmenn jafnaðar- manna fluttu, var dregin til baka er þingið hafði samþykkt að kom- ið skyldi á fót nefnd, sem kannaði ásakanir um misferli innan fram- kvæmdastjórnarinnar. ■ Stjórnin særð/26 Ástandið í Brasilíu ræðst af fiármagnsflóttanum Ótti við efnahag's- samdrátt í Evrópu Sao Paulo. Reuters. VERÐBRÉFAVÍSITALAN í New York féll í gær, fjórða daginn í röð, vegna áhyggna af ástandinu í Bras- ilíu en staðan á öðrum fjármála- mörkuðum styrktist heldur. Búist var við, að gærdagurinn gæti jafn- vel skorið úr um hvort Brasilía kæmist hjá „rússnesku“ íjármála- hruni, en það veltur á fjármagns- flóttanum frá landinu eða því hvort markaðirnir meðtaka um 8% geng- islækkun brasilíska gjaidmiðilsins, realsins, eða krefjast enn meiri lækkunar. Hefur þetta kynt á ný undir ótta við, að efnahagssam- dráttur sé yfirvofandi í Evrópu og um allan heim. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 2,4% eða 228,63 stig og hefur þá fallið um 300 stig frá því í fyrri viku en þá komst hún hærra en nokkru sinni fyrr eða í 9.120,93 stig. í Asíu hefur ólgan í Brasilíu hins vegar haft minni áhrif en búist var við og eftir mikla lækkun á miðvikudag lagaðist nokkuð staðan á fjármála- mörkuðunum í Evrópu í gær. Næstu dagar skera úr I Brasilíu bíða menn milli vonar og ótta eftir fréttum af fjármagns- flótta frá landinu en áætlað er, að um 105 milljarðar ísl. kr. í erlendum gjaldeyri hafi streymt burt á mið- vikudag. Haldi fjármagnsflóttinn áfram gæti Brasilíustjórn orðið uppiskroppa með erlendan gjald- eyri og hefði þá engin tök á að verja gengið lengur. Evrópskir efnahagssérfræðingar eru sammála um, að fjármálaólgan í Brasilíu hafí aukið líkur á sam- drætti í Evrópu á þessu ári. Ástand- ið í Rússlandi og í ríkjunum í Suð- austur-Asíu hefur leitt til minni eft- irspurnar eftir evrópskri útflutn- ingsvöru og takist ekki að koma í veg fyrir stóráföll í Brasilíu og ann- ars staðar í Suður-Ameríku muni það óhjákvæmilega leiða til þreng- inga í Evrópu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.