Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 8

Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÓMENN ættu nú að geta andað léttar nú þegar Ddri og co. eru komnir með réttu græjurnar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Rjúpur í vetrarríki Vaðbrekka, Jökuldal Veturinn ríkir og er snjór liggur yfir öllu dregur rjúpan sig í byggð, að híbýlum manna, sér- staklega þar sem einhver trjá- gróður stendur upp úr snjónum. Þar er hægt að fá eitthvað í sarp- inn og njóta skjóls þar sem mennirnir hafa reist mannvirki, kannski ekki stór en nóg til að skýla sér við eftir að hafa fyllt sarpinn af því er til fellur í trján um. Spá tvöföldun á notkun sæstrengs á 12 mánuðum HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra skýrði frá því á ríkis- stjórnarfundi á þriðjudag að því væri spáð að jafnvel á næstu 12 mánuðum gæti fjarskiptaþörfin um Cantat-sæstrenginn til ann- arra landa tvöfaldast. „Umferðin eykst svo mikið vegna Netsins og annarra gagna- flutninga. Er því óhjákvæmilegt að vera vakandi í þessum efnum og velta fyrir sér þeim möguleikum sem eru á því að við getum áfram haft fullnægjandi samband við um- heiminn,“ segir Halldór. Halldór sagði að til greina kæmi að mæta aukinni flutningaþörf með sæstreng eða með því að fara aðrar leiðir. „Ég taldi rétt að skýra hvernig mál stæðu og án þess að fyrir lægi tillaga um hvað gert skyldi. Það stefnir 1 að ekki verði pláss fyrir aukningu símaumferðar með sama áframhaldi. En við er- um þó ekki komnir inn á neitt hættusvæði í tíma. Við höfum nægilegt svigrúm til að bregðast við. Einn möguleikinn er að reyna að fá rými okkar í sæ- strengnum aukið,“ sagði sam- gönguráðherra. Afplánunar- föngum fækk- ar í fangelsum AFPLÁNUNARFÖNGUM í ís- lenskum fangelsum hefur fækkað undanfarin þrjú ár samkvæmt töl- um ársskýrslu Fangelsismálastofn- unar ríkisins fyrir árið 1997. Flestir voru fangamir árið 1996 eða 118 og fækkaði niður í 96,3 ári seinna og voru 91 árið 1998. Gæslu- varðhaldsföngum hefur aftur á móti fjölgað tvöfalt milli áranna 1996 og 1997, þar sem fyrra árið var meðaltalsfjöldi gæsluvarðhalds- fanga 6,3 en seinna árið 12,5. Árið 1998 var sambærileg tala 10,1 gæsluvarðhaldsfangi. Stórfelld fjölgun hefur orðið í fjölda daga í vararefsingu sekta frá 1996-1998, en skýringin á henni er sú að 1997 vora settar reglur um fyrirkomulag varðandi afplánun vararefsinga fésekta í fangelsum. Efni fyrir þá sem vilja hætta að reykja Tannkrem, tyggigúmmí o g munnúði Páll Guðmundsson MARGIR strengja þess heit um áramót að hætta að reykja en efndir vilja nú verða minni hjá sum- um en í upphafi stóðu vonir til. I lyfjabúðum og apótekum fást margs konar vörur sem eiga að hjálpa fólki til þess að ná því markmiði að hætta að reykja, enda eru reykingar mikill heilsu- spillir eins og kunnugt er af fjölmörgum rannsókn- um. Sumar þessar vörur innihalda nikotín en aðr- ar ekki. Talsvert hefur verið fjallað um nikotín- vörumar en minna um hinar sem ekki innhalda neitt slíkt. Lyfjafræðing- ar hafa á reiðum höndum upplýsingar um þau lyf sem fást í apótekunum. Páll Guðmunds- son lyfjafræðingur var spurður um hvers konar efni væm í þeim vömm sem ekki innihalda nikotín en em auglýst sem hjálpai'tæki til að hætta reyk- ingum. Hvaða vörur skyldu þetta vera og hver era hin virku efni í þeim? - Á boðstólum em munnúði og tyggigúmmí frá fyrirtæki sem heitir No Smokings, og ítalskt tannkrem sem heitir NIKOdent. Þetta er það sem ég veit um að selt er hér á landi í apótekum fyrir utan nikotínvör- unar. I No Smokings era þrjú virk efni sem um er að ræða. Þau em Plantago major, sem er unnið úr gróblöðum, Avena sativa, sem eyði af hafraspíram, þriðja efnið er HCA, sem er hydroxysítrónusýra - sýra sem er í sitrasávöxtum. Þessi þrjú efni hafa öll hvert sinn eigin- leikann. Þau hafa einnig hvert sitt hlutverk í vörum No Smok- ings. Rannsóknir benda til að Plantago major eigi að draga úr tóbakslöngun. Allar rannsóknir sem farið hafa fram benda sterklega til þess að svo sé. Niðurstöður úr þessum rann- sóknum gefa ástæðu til að þetta efni sé rannsakað betur á vís- indalegri hátt. Hvað snertir Avena sativa þá hefur það ekki verið rannsakað en reynsla manna sýnir að það geti minnk- að fráhvarfseinkenni þegar reykingum er hætt. HCA hefur lengi verið notað í megranar- vörar til þess að draga úr hung- urtilfinningu. Þetta efni hefur mikið ver- ið rannsakað af lyfja- fyrirtækjum en kannski ekki einmitt þessi áhrif þess. Þeg- ar fólk hættir að reykja eykst oft hungurtilfinn- ing hjá því, þess vegna er HCA sett í munnúðann og tyggigúmmíið. - En hvað með tannkremið? - I tannkreminu eru svokallaðar ilmkjarnaolíur sem eiga að valda því að líkaminn bregst neikvætt við reykingalykt og dregur því veralega úr ánægju manna af að reykja. Ég hef eng- ar rannsóknir undir höndum sem sanna þessi áhrif en vitað er að ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar við hinum ýmsu kvill- um. Það á að verða víxlverkun milli ilmagna og taugakerfis sem valda því í þessu tilviki að ► Páll Guðmundsson er fæddur 11. júlí 1958 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund árið 1978. Prófi í lyíja- fræði lauk Páll frá háskólan- um í Uppsölum árið 1985. Hann tók við lyfjafræðistöðu að námi loknu í Ingólfsapó- teki í Hafnarstræti en varð framkvæmdastjóri Ingólfs- apóteks ehf. árið 1997. Hann fékk lyfsöluleyfi í lyQabúð- inni Kringlunni þriðju hæð árið 1998. Hann er kvæntur Elsu Mogensen hjúkrunar- fræðingi og eiga þau þijá syni. reykingamanninum fer að finn- ast lyktin af tóbaksreyk vond. Það bendir margt til þess að þegar fólk finnur lykt af ilm- sterkum olíum geti það haft áhrif á líkamsstarfsemi þess. - Getur þú nefnt dæmi um bein áhrif ilmolíu á fólk? - Þær hafa til dæmis verið frá alda öðli taldar virka róandi á mannslíkamann. - Hafa þessi umræddu efni raunverulega eitthvað að segja til þess að hjálpa fólki að hætta aðreykja? - Ég hef enga reynslu af þessum efnum hér á landi enda era þau mjög nýlega komin á markað- inn. En rannsóknirnar á t.d. Plantago major benda sterklega til að þetta geti hjálpað. Þetta er ágætis innlegg í þær aðferðir sem notaðar hafa verið hingað til, en það era margvíslegar nikotínvörar. Hins vegar vilja sumir ekki nota niko- tínvörur til þess að hætta að reykja vegna þeirra nei- kvæðu áhrifa sem nikotínið hefur á lík- amsstarfsemina. - Hvaða áhríf hefur nikotín eitt og sér á líkamann? - Það getur valdið höfuðverk, brjóstsviða og ógleði. Það hefur líka mjög neikvæð áhrif á æða- kerfið og hentar því kannski illa því fólki sem á við æðasjúkdóma að stríða. Aftur á móti era áhrif reykinganna enn hættulegri, þess vegna verður í hverju til- viki fyrir sig að vega og meta hvað gera skuli. Það er þrátt fyrir allt mun betri kostur að nota nikotínvörar en reykja. Nikotínvörar hafa komið vel út úr rannsóknum og hafa hjálpað ótrúlega mörgum að hætta að reykja. Plantago major á að draga úr tó- bakslöngun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.