Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 11

Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 11 ____________FRÉTTIR_________ Menntamálaráðherra undir- ritar samning við Italíu BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, hefur fyrir hönd ríkis- stjórnar Islands undirritað samn- ing við ríkisstjórn Ítalíu um sam- vinnu á sviði menningar, vísinda og tækni í því skyni að styrkja vin- samleg samskipti ríkjanna og auka gagnkvæman skilning og þekkingu þeirra á milli með styrkari menn- ingartengslum. Frú Patrizia Toia, aðstoðarutanríkisráðherra og öld- ungadeildarþingmaður, undirritaði samninginn fyrir hönd i'íkisstjórn- ar Italíu. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var í utanríkisráðu- neytinu í Róm í gær, skulu ríkis- stjómir beggja landa meðal annars efla samvinnu á sviði menntamála, svo sem með skiptum á sérfræð- ingum, með því að leggja rækt við samvinnu á milli háskóla, bjóða fram námsstyrki til háskólanáms í löndun- um og standa að skiptiheimsóknum há- skólakennara og sam- eiginlegum rannsókn- arverkefnum. Tengsl menningar- stofnana efla Á menningarsviðinu skal meðal annars stuðla að því að efla starfsemi og tengsl menningarstofnana og samtaka, efla sam- vinnu bókasafna og annarra safna á milli landanna. Þá skal stuðlað að samvinnu á sviði tónlist- ar, danslistar og myndlistar, leik- listar og kvikmyndalistar með skiptiheimsóknum listamanna, þátttöku í stórhátíðum eða öðr- um mikilvægum list- viðburðum. Loks munu ríkisstjómir landanna vinna að þró- un vísinda- og tækni- samvinnu milli vísinda- stofnana og samtaka, bæði opinberra og einkarekinna í löndun- um tveimur. Dagana á undan sat menntamálaráðherra málþing í Vatíkaninu í Rómarborg, sem boð- að er til af menningar- ráði páfastóls, undir forystu Poupard kardínála. Um- ræðuefni málþingsins er Kristur, uppspretta nýrrar menningar frá Evrópu við upphaf nýs árþúsunds. Málþingið er liður í undirbúningi sérstakrar ráðstefnu biskupa í Evrópu, sem haldin verður næsta haust undir forsæti páfa. Jóhannes Páll páfí II ávarpaði þingið á síð- asta degi þess í gær, fimmtudag. Málþingið er eins og biskuparáð- stefnan liður í undirbúningi páfa undir hið heilaga hátíðarár árið 2000. Til þess eru boðaðir fulltrúar, sem talið er, að gefl mynd af fjöl- breytileika evrópskrar menningar. Menntamálaráðherra stjórnaði meðal annars þeim fundi þingsins, sem snýst um fjölskyldu og mennt- un, skóla og háskóla. Meðal ann- arra gesta á málþinginu, sem í allt voru um 50 talsins, voru listamenn, prófessorar, stjómmálamenn og prestar frá Austur- og Vestur-Evr- ópu. Björn Bjarnason Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSMENN Vegagerðarinnar unnu í gær við að koma fyrir girðingu sem draga á úr snjósöfnun við Draugahlíðarbrekku við Suðurlandsveg. Áburðarverksmiðj an Áhugi fjár- festa af hinu góða HREINN Loftsson, formaður Framkvæmdanefndar um einka- væðingu, segir að endurnýjaður áhugi á kaupum á Áburðarverk- smiðjunni sé af hinu góða og vel komi til greina að auglýsa verk- smiðjuna til sölu á nýjan leik af því tilefni. í Morgunblaðinu í gær er frá því skýrt að þeir tveir hópar fjárfesta sem gerðu tilboð í Áburðarverk- smiðjuna í ágúst 1997 hafi samein- ast og muni vera tilbúnir til við- ræðna við Framkvæmdanefnd um einkavæðingu ríkisfyrirtækja með ákveðin kaup í huga. Aldrei selt undir skrapvirði Hreinn sagði að það væri hins vegar ófrávíkjanlegt af hálfu Fram- kvæmdanefndarinnar að það yrði að auglýsa söluna og gefa öllum hugs- anlegum aðilum færi á því að bjóða í, þannig að allir sætu við sama borð. Þessu hefði verið lýst yíir þegar í ljós hefði komið að hluta- bréfín í Áburðarverksmiðjunni hefðu ekki selst vegna þess að tilboð hefðu verið of lág. Hitt atriðið væri að fyrirtækið yrði aldrei selt undir skrapvirði. „Þetta eiga allir að þekkja sem kynna sér verklagsreglur um fram- kvæmd einkavæðingar, en þessi endurnýjaði áhugi er mjög ánægju- legur og það er þá hugsanlegt og kannski eðlilegt að þessi hlutabréf verði auglýst til sölu á nýjan leik,“ sagði Hreinn ennfremur. Ekiðá hest AFLÍFA þurfti hest, sem fót- brotnaði eftir að ekið var á hann í Laxárdal í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Búðar- dal stórskemmdist bíllinn, en bflstjórinn slapp ómeiddur. Atvikið átti sér stað í myrkri á fáfórnum vegi og stökk hest- urinn skyndilega inn á veginn og fyrir fólksbílinn, sem kom aðvífandi. Bílstjórinn náði ekki að nema staðar þótt hann væri á lítilli ferð. Höfðu nokkrir hestar brotið staura og sloppið út úr girðingu og var hestur- inn því laus. Maðurinn gekk á næsta bæ og tilkynnti óhappið. VERIÐ er að reisa girðingu við Draugahlíðarbrekku við Suður- landsveg rétt ofan við Litlu kaffi- stofuna sem hafa á þann tilgang að breyta vindstreng við veginn þannig að siyór safnist síður á hann á þessum kafla. Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri segir tilraunir standa yfir með slíkar girðingar á nokkrum stöðum á landinu. FARIÐ hefur í vöxt undanfarið að bíleigendur láti ekki framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á bílum sín- um í sparnaðarskyni og þegar um öryggisatriði er að ræða hafa verk- stæði neitað að annast viðgerðir á þann hátt sem ekki stenst öryggis- kröfur, að sögn Atla Vilhjálmsson- ar, verkstæðisformanns hjá Bifreið- um og landbúnaðarvélum. Atli sagði í samtali við Morgun- blaðið að í gegnum árin hefði verið algengt að fólk sem kæmi með bfla sína á verkstæði vildi ekki láta fram- kvæma þær viðgerðir sem nauðsyn- legar væru á þann hátt sem kröfur væru gerðar um, heldur fara ein- hverja ódýi’ari leið til bráðabirgða. Vindstreng breytt með girðingum Tilraunir hafa sýnt, að með því að reisa girðingar á ákveðnum köflum út frá ríkjandi vindátt og „Við ráðleggjum fólki hvernig á að gera hlutinn og þá spyr það oft hvernig það sleppi út úr þessu sem ódýi'ast. Við höfum brugðist þannig við að þegar um öryggisatriði er að ræða, og í málum sem geta verið varasöm, þá höfum við hreinlega ekki tekið þátt í því. Við höfum ein- faldlega sagt við fólkið við getum ekki gert þetta eins og það er að biðja okkur um,“ sagði Atli. Tekið fram á reikningi Hann sagði að í öðrum tilfellum þar sem ekki væri um öryggisatriði að ræða og samþykkt væri að fara að vilja fólks væri það tekið skýrt fram á reikningum fyrir viðgerðina þar sem snjór hefur safnast megi færa vindstreng þannig að snjór- inn falli við girðinguna og vind- strengurinn færist þannig til að skafrenningur safnist ekki á veg. Segir vegamálastjóri slíkar til- raunir munu standa yfir á næstu misserum. Þáttur í þeim tilraun- um Vegagerðarinnar er að styrkja doktorsnám íslendings í Noregi. að hún hafí verið framkvæmd á þann hátt sem eigandinn bað um. „Ef um málssókn yrði að ræða þá kemur það fram að hann bað okkur um að gera þetta svona, en hvort það heldur fyrir dómi get ég ekki fullyrt. Það er mikið um þetta og ástæðan er auðvitað sú að fólk er að reyna að spara sér peninga. Algeng- asta dæmið í þessu sambandi er rennsli á bremsudiskum. Það er geflð upp frá verksmiðju að þeir eigi að standast ákveðin mál og skipta eigi um þá ef komið er undir það mál. Fólk vill hins vegai- láta renna gömlu diskana þótt þeir séu komnir undir mál til að spara sér einhverja peninga," sagði Atli. Ingólfsstrœti 5 S. 551 5080 Verkstæðisformaður hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum Neita viðgerðum sem ekki standast öryggiskröfur ^>Q>öWOOöD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.