Morgunblaðið - 15.01.1999, Page 14

Morgunblaðið - 15.01.1999, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR a * Þróun mannfjölda á Islandi síðastliðinn áratug samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands Ibúum á Vestfjörð- um fækkar um 15% Á tímabilinu frá 1988 til 1998 hefur íbúum 7 ' á Islandi fjölgað um 9,4% og mest hefur fjölgunin verið á höfuðborgarsvæðinu, eða 18,3%. Á Suðurnesjum hefur íbúum fjölgað um 5,8%, á Suðurlandi um 2,4% og á Norðurlandi eystra um 1,6%. Annars staðar hefur íbúum fækkað og mest hefur þeim fækkað á Vestf]örðum, eða um 14,9%. A Norðurlandi vestra hefur fækkað um 9,2%, á Austurlandi um 6,7% og á Vesturlandi um 5,8%. ÍBÚAFJÖLDI hér á landi á síðasta ári var samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar 275.277 einstak- lingar og var mannfjöigunin á árinu sú mesta sem verið hefur síðan 1991. Pann 1. desember árið 1997 voru íbúar á landinu 272.069 talsins, og á einu ári fjölgaði þeim því um 3.208 eða 1,18%. Síðustu tíu ár hef- ur íbúum fjölgað samtals um 23.587 eða 9,4%, en árið 1988 voru íbúar á ísiandi 251.690 talsins. Árið 1998 fjölgaði íbúum á höfuð- borgarsvæðinu, Suðumesjum, Vest- urlandi og Suðurlandi, en íbúum fækkaði á öðrum landssvæðum. Mest varð fækkunin á Austurlandi, eða um 258 íbúa, sem nemur 2,1% fækkun, og á Norðurlandi vestra, eða um 218 íbúa, sem nemur 2,2% fækkun. Á Vestfjörðum fækkaði um 54 íbúa, eða sem nemur 0,6% fækk- un. Mest fjölgnn í Bessastaðahreppi Á tímabilinu frá 1988 til 1998 hef- ur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 26.018, eða 18,3%, og þar búa nú 61% landsmanna, en árið 1988 bjuggu þar 56,4% landsmanna. Hlutfallslega hefur fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu orðið mest í Bessastaðahreppi, eða 58,4%v en þar fjölgaði íbúum úr 895 í 1.359 á tímabilinu. í Kópavogi fjölgaði íbú- um úr 15.551 í 21.376, eða um 37,5%,í Mosfellsbæ úr 4.027 í 5.496, eða um 36,5%, í Hafnarfirði úr 14.199 í 18.597, eða um 31%, á Sei- tjarnarnesi úr 4.027 í 4.683, eða um 16,3%, í Garðabæ úr 6.843 í 7.885, eða um 15,2% og í Reykjavík úr 96.220 í 108.362, eða um 12,6%. í Kjósarhreppi fækkaði íbúum hins vegar úr 176 í 139, eða um 21%. Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum um 5,8% 1988-1998, eða úr 14.949 manns í 15.823. Hlutfallslega varð mesta fjölgunin í Vatnsleysustrand- arhreppi, eða 13,8%, en næstmest í Gerðahreppi, eða 10,2%. íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði úr 9.855 í 10.436, eða um 5,9%, í Sandgerði fjölgaði íbúum úr 1.273 í 1.334, eða um 4,8%, og í Grindavík fjölgaði íbúum úr 2.132 í 2.169, eða um 1,7%. Fækkun víðast hvar á Vesturlandi Á Vesturlandi fækkaði íbúum úr 14.817 árið 1988 í 13.962 árið 1998. Mest varð fækkunin hlutfallslega í Dalabyggð en þar fækkaði íbúum úr 938 í 696, eða um 25,8%. í Snæfells- bæ fækkaði íbúum úr 1.997 í 1.721, eða um 13,8%, í nýju sveitarfélagi í Borgarfírði úr 745 í 680, eða um 8,7%, á Akranesi úr 5.404 í 5.187, Mannfjöldaþróun á Islandi 1988-1998 Breytingar í landshlutum, 1988 til 1993, 1993 til 1998 og 1988 til 1998 miðað við mannfjöldatölur 1. desember ár hvert. Bráðabirgðatölur fyrir VESTFtRÐIR 1.desember1998. J>* REYKJAVÍK 5,90% LANDIÐ ALLT: 1988-98: +3,91% 1988 '93 1998 ÍBÚUM Vesturbyggðar hefur fækkað um fjórðung sl. áratug. eða um 4%, í Borgarbyggð úr 2.460 í 2.416, eða um 1,8%, í Stykkishólmi úr 1.253 í 1.242, eða um 0,9% og í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi fækkaði íbúum samtals úr 1.219 í 1.077, eða um 11,6%. Eina sveit- arfélagið á Vesturlandi þar sem íbú- um fjöigaði var Eyrarsveit, en þar fjölgaði íbúunum úr 801 í 943, eða um 17,7%. í fyrra fækkaði íbúum á Vest- fjörðum um 54 íbúa milli ára, eða sem nemur 0,6% fækkun. Þrátt fyr- ir þetta fjölgaði íbúum á Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Drangsnesi. Á síðasta áratug hefur íbúum fækkað mest á Vestfjörðum af land- inu öllu, en þar hefur íbúum fækkað úr 10.097 í 8.590, eða um 14,9%. Mest hefur fækkunin orðið í Vestur- byggð, eða 24,8%, en þar hefur íbú- um fækkað úr 1.656 í 1.245. í Bol- ungarvík hefur íbúum fækkað úr 1.217 í 1.023, eða um 15,9%, í ísa- fjarðarbæ hefur íbúum fækkað úr 5.001 í 4.474, eða um 10,5% og í öðr- um sveitarfélögum á Vestfjörðum hefur íbúum fækkað samtals úr 2.223 árið 1988 í 1.848 árið 1998, eða um 16,9%. Alls staðar fækkun á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum úr 10.551 árið 1988 í 9.578 árið 1998. Hlutfallslega varð mest fækkun í Höfðahreppi, eða 14,2%; en þar fækkaði íbúum úr 699 í 600.1 nýju sveitarfélagi í Vestur-Húna- vatnssýslu fækkaði íbúum úr 1.486 í 1.281, eða um 13,8%, á Siglufirði fækkaði íbúum úr 1.858 í 1.605, eða um 13,6%, á Blönduósi fækkaði þeim úr 1.083 í 976, eða um 9,9%, í sveitarfélaginu Skagafjörður fækk- aði úr 4.317 í 4.197 og í öðrum sveit- arfélögum á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum samtals úr 1.108 í 919, eða um 17,1%. Á Norðurlandi eystra fjölgaði íbúum um 1,6% á tímabilinu 1988- 1998, og varð fjölgunin einungis á Akureyri þar sem íbúum fjölgaði úr 13.972 í 15.103, eða um 8,1%. Á Ólafsfirði fækkaði íbúum úr 1.179 í 1.090, eða um 7,5%, í Eyjafjarðar- sveit fækkaði úr 994 í 949, eða um 4,5%, á Húsavík úr 2.499 í 2.479, eða um 0,8%, og í Dalvíkurbyggð úr 2.066 í 2.064, eða um 0,1%. í öðrum sveitarfélögum á Norðuriandi eystra fækkaði íbúum samtals úr 5.365 í 4.818, eða um 10,2%. Ibúum á Seyðisfirði hefur fækkað um 21,9% íbúum á Austurlandi fækkaði úr 13.167 í 12.291 á timabilinu 1988- 1998, eða um 6,7%. Mesta hlut- fallslega fækkunin varð á Seyðis- firði, en þar fækkaði íbúum úr 1.030 í 804, eða um 21,9%. í Búða- hreppi fækkaði íbúum úr 762 í 616, eða um 19,2%, í Vopnafjarðar- hreppi úr 940 í 825, eða um 12,2%, og í nýju sveitarfélagi í S-Múla- sýslu fækkaði íbúum úr 3.622 í 3.300, eða um 8,9%. íbúum fjölgaði hins vegar í sveitarfélaginu Hornafirði úr 2.271 í 2.446, eða um 7,7% og á Austur-Héraði úr 1.909 í 1.992, eða um 4,3%. í öðrum sveit- arfélögum á Austuriandi fækkaði íbúum samtals úr 2.633 í 2.308, eða um 12,3%. Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 2,4% á áðurnefndu tíu ára tímabili, eða úr 20.096 í 20.574. í Hruna- mannahreppi varð hlutfallslega mest fjölgun á Suðurlandi, en þar fjölgaði íbúum úr 594 í 704, eða um 18,5%. í Hvolhreppi fjölgaði íbúum úr 683 í 776, eða um 13,6%, í sveit- arfélaginu Árborg fjölgaði úr 4.935 í 5.505, eða um 11,6%, í Hveragerði fjölgaði íbúum úr 1.572 í 1.718, eða um 9,3%, í Biskupstungnahreppi úr 487 í 513, eða um 5,3%, og í Rangár- vallahreppi úr 747 í 765, eða um 2,4%. í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi fækkaði íbúum á tíma- bilinu, og mest varð fækkunin hlut- fallslega í Mýrdalshreppi, en þar fækkaði íbúum úr 610 í 517, eða um 15,2%. í Skaftárhreppi fækkaði úr 660 íbúum í 587, eða um 11,1% og í Vestmannaeyjum fækkaði íbúum úr 4.743 í 4.594, eða um 3,1%. í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi fækkaði íbúum samtals úr 3.575 í 3.289, eða um 8%. Skölavörubúðm auglýst SKÓLAVÖRUBÚÐIN við Lauga- veg, sem hefur verið starfrækt und- anfarna áratugi, hefur yerið auglýst til sölu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, seg- ir að það hafi verið niðurstaða einkavæðingarnefndar ríkisstjórn- arinnar í úttekt á Námsgagnastofn- un, að stefnt skyldi að því að forlag- ið sjálft, þ.e. Námsgagnastofnun, starfaði áfram en rétt væri að einkavæða söludeildina. Ríkiskaup hafa nú óskað, fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, eft- ir tilboðum í allan rekstur Skóla- vörubúðar, þar með talinn búnað, til sölu innréttingar og vörubirgðir. Til- boðin verða opnuð í byrjun næsta mánaðar. Ingibjörg segir að Skólavörubúð skipti ekki miklu máli fyrir stofnun- ina sjálfa en hún telur að margir skólastjórnendur muni sakna þess að geta ekki sótt alla þjónustu á einn stað, t.a.m. allt það ítarefni sem Námsgagnastofnun gefur út og tæki og tól sem nota þarf við til- raunir í eðlisfræði og náttúrufræði. ',,Ég vona að einhver kaupi búðina og reki hana áfram sem þjónustu- fyrirtæki fyrir skólana," sagði Ingi- björg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.