Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR a * Þróun mannfjölda á Islandi síðastliðinn áratug samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands Ibúum á Vestfjörð- um fækkar um 15% Á tímabilinu frá 1988 til 1998 hefur íbúum 7 ' á Islandi fjölgað um 9,4% og mest hefur fjölgunin verið á höfuðborgarsvæðinu, eða 18,3%. Á Suðurnesjum hefur íbúum fjölgað um 5,8%, á Suðurlandi um 2,4% og á Norðurlandi eystra um 1,6%. Annars staðar hefur íbúum fækkað og mest hefur þeim fækkað á Vestf]örðum, eða um 14,9%. A Norðurlandi vestra hefur fækkað um 9,2%, á Austurlandi um 6,7% og á Vesturlandi um 5,8%. ÍBÚAFJÖLDI hér á landi á síðasta ári var samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar 275.277 einstak- lingar og var mannfjöigunin á árinu sú mesta sem verið hefur síðan 1991. Pann 1. desember árið 1997 voru íbúar á landinu 272.069 talsins, og á einu ári fjölgaði þeim því um 3.208 eða 1,18%. Síðustu tíu ár hef- ur íbúum fjölgað samtals um 23.587 eða 9,4%, en árið 1988 voru íbúar á ísiandi 251.690 talsins. Árið 1998 fjölgaði íbúum á höfuð- borgarsvæðinu, Suðumesjum, Vest- urlandi og Suðurlandi, en íbúum fækkaði á öðrum landssvæðum. Mest varð fækkunin á Austurlandi, eða um 258 íbúa, sem nemur 2,1% fækkun, og á Norðurlandi vestra, eða um 218 íbúa, sem nemur 2,2% fækkun. Á Vestfjörðum fækkaði um 54 íbúa, eða sem nemur 0,6% fækk- un. Mest fjölgnn í Bessastaðahreppi Á tímabilinu frá 1988 til 1998 hef- ur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 26.018, eða 18,3%, og þar búa nú 61% landsmanna, en árið 1988 bjuggu þar 56,4% landsmanna. Hlutfallslega hefur fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu orðið mest í Bessastaðahreppi, eða 58,4%v en þar fjölgaði íbúum úr 895 í 1.359 á tímabilinu. í Kópavogi fjölgaði íbú- um úr 15.551 í 21.376, eða um 37,5%,í Mosfellsbæ úr 4.027 í 5.496, eða um 36,5%, í Hafnarfirði úr 14.199 í 18.597, eða um 31%, á Sei- tjarnarnesi úr 4.027 í 4.683, eða um 16,3%, í Garðabæ úr 6.843 í 7.885, eða um 15,2% og í Reykjavík úr 96.220 í 108.362, eða um 12,6%. í Kjósarhreppi fækkaði íbúum hins vegar úr 176 í 139, eða um 21%. Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum um 5,8% 1988-1998, eða úr 14.949 manns í 15.823. Hlutfallslega varð mesta fjölgunin í Vatnsleysustrand- arhreppi, eða 13,8%, en næstmest í Gerðahreppi, eða 10,2%. íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði úr 9.855 í 10.436, eða um 5,9%, í Sandgerði fjölgaði íbúum úr 1.273 í 1.334, eða um 4,8%, og í Grindavík fjölgaði íbúum úr 2.132 í 2.169, eða um 1,7%. Fækkun víðast hvar á Vesturlandi Á Vesturlandi fækkaði íbúum úr 14.817 árið 1988 í 13.962 árið 1998. Mest varð fækkunin hlutfallslega í Dalabyggð en þar fækkaði íbúum úr 938 í 696, eða um 25,8%. í Snæfells- bæ fækkaði íbúum úr 1.997 í 1.721, eða um 13,8%, í nýju sveitarfélagi í Borgarfírði úr 745 í 680, eða um 8,7%, á Akranesi úr 5.404 í 5.187, Mannfjöldaþróun á Islandi 1988-1998 Breytingar í landshlutum, 1988 til 1993, 1993 til 1998 og 1988 til 1998 miðað við mannfjöldatölur 1. desember ár hvert. Bráðabirgðatölur fyrir VESTFtRÐIR 1.desember1998. J>* REYKJAVÍK 5,90% LANDIÐ ALLT: 1988-98: +3,91% 1988 '93 1998 ÍBÚUM Vesturbyggðar hefur fækkað um fjórðung sl. áratug. eða um 4%, í Borgarbyggð úr 2.460 í 2.416, eða um 1,8%, í Stykkishólmi úr 1.253 í 1.242, eða um 0,9% og í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi fækkaði íbúum samtals úr 1.219 í 1.077, eða um 11,6%. Eina sveit- arfélagið á Vesturlandi þar sem íbú- um fjöigaði var Eyrarsveit, en þar fjölgaði íbúunum úr 801 í 943, eða um 17,7%. í fyrra fækkaði íbúum á Vest- fjörðum um 54 íbúa milli ára, eða sem nemur 0,6% fækkun. Þrátt fyr- ir þetta fjölgaði íbúum á Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Drangsnesi. Á síðasta áratug hefur íbúum fækkað mest á Vestfjörðum af land- inu öllu, en þar hefur íbúum fækkað úr 10.097 í 8.590, eða um 14,9%. Mest hefur fækkunin orðið í Vestur- byggð, eða 24,8%, en þar hefur íbú- um fækkað úr 1.656 í 1.245. í Bol- ungarvík hefur íbúum fækkað úr 1.217 í 1.023, eða um 15,9%, í ísa- fjarðarbæ hefur íbúum fækkað úr 5.001 í 4.474, eða um 10,5% og í öðr- um sveitarfélögum á Vestfjörðum hefur íbúum fækkað samtals úr 2.223 árið 1988 í 1.848 árið 1998, eða um 16,9%. Alls staðar fækkun á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum úr 10.551 árið 1988 í 9.578 árið 1998. Hlutfallslega varð mest fækkun í Höfðahreppi, eða 14,2%; en þar fækkaði íbúum úr 699 í 600.1 nýju sveitarfélagi í Vestur-Húna- vatnssýslu fækkaði íbúum úr 1.486 í 1.281, eða um 13,8%, á Siglufirði fækkaði íbúum úr 1.858 í 1.605, eða um 13,6%, á Blönduósi fækkaði þeim úr 1.083 í 976, eða um 9,9%, í sveitarfélaginu Skagafjörður fækk- aði úr 4.317 í 4.197 og í öðrum sveit- arfélögum á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum samtals úr 1.108 í 919, eða um 17,1%. Á Norðurlandi eystra fjölgaði íbúum um 1,6% á tímabilinu 1988- 1998, og varð fjölgunin einungis á Akureyri þar sem íbúum fjölgaði úr 13.972 í 15.103, eða um 8,1%. Á Ólafsfirði fækkaði íbúum úr 1.179 í 1.090, eða um 7,5%, í Eyjafjarðar- sveit fækkaði úr 994 í 949, eða um 4,5%, á Húsavík úr 2.499 í 2.479, eða um 0,8%, og í Dalvíkurbyggð úr 2.066 í 2.064, eða um 0,1%. í öðrum sveitarfélögum á Norðuriandi eystra fækkaði íbúum samtals úr 5.365 í 4.818, eða um 10,2%. Ibúum á Seyðisfirði hefur fækkað um 21,9% íbúum á Austurlandi fækkaði úr 13.167 í 12.291 á timabilinu 1988- 1998, eða um 6,7%. Mesta hlut- fallslega fækkunin varð á Seyðis- firði, en þar fækkaði íbúum úr 1.030 í 804, eða um 21,9%. í Búða- hreppi fækkaði íbúum úr 762 í 616, eða um 19,2%, í Vopnafjarðar- hreppi úr 940 í 825, eða um 12,2%, og í nýju sveitarfélagi í S-Múla- sýslu fækkaði íbúum úr 3.622 í 3.300, eða um 8,9%. íbúum fjölgaði hins vegar í sveitarfélaginu Hornafirði úr 2.271 í 2.446, eða um 7,7% og á Austur-Héraði úr 1.909 í 1.992, eða um 4,3%. í öðrum sveit- arfélögum á Austuriandi fækkaði íbúum samtals úr 2.633 í 2.308, eða um 12,3%. Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 2,4% á áðurnefndu tíu ára tímabili, eða úr 20.096 í 20.574. í Hruna- mannahreppi varð hlutfallslega mest fjölgun á Suðurlandi, en þar fjölgaði íbúum úr 594 í 704, eða um 18,5%. í Hvolhreppi fjölgaði íbúum úr 683 í 776, eða um 13,6%, í sveit- arfélaginu Árborg fjölgaði úr 4.935 í 5.505, eða um 11,6%, í Hveragerði fjölgaði íbúum úr 1.572 í 1.718, eða um 9,3%, í Biskupstungnahreppi úr 487 í 513, eða um 5,3%, og í Rangár- vallahreppi úr 747 í 765, eða um 2,4%. í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi fækkaði íbúum á tíma- bilinu, og mest varð fækkunin hlut- fallslega í Mýrdalshreppi, en þar fækkaði íbúum úr 610 í 517, eða um 15,2%. í Skaftárhreppi fækkaði úr 660 íbúum í 587, eða um 11,1% og í Vestmannaeyjum fækkaði íbúum úr 4.743 í 4.594, eða um 3,1%. í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi fækkaði íbúum samtals úr 3.575 í 3.289, eða um 8%. Skölavörubúðm auglýst SKÓLAVÖRUBÚÐIN við Lauga- veg, sem hefur verið starfrækt und- anfarna áratugi, hefur yerið auglýst til sölu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, seg- ir að það hafi verið niðurstaða einkavæðingarnefndar ríkisstjórn- arinnar í úttekt á Námsgagnastofn- un, að stefnt skyldi að því að forlag- ið sjálft, þ.e. Námsgagnastofnun, starfaði áfram en rétt væri að einkavæða söludeildina. Ríkiskaup hafa nú óskað, fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, eft- ir tilboðum í allan rekstur Skóla- vörubúðar, þar með talinn búnað, til sölu innréttingar og vörubirgðir. Til- boðin verða opnuð í byrjun næsta mánaðar. Ingibjörg segir að Skólavörubúð skipti ekki miklu máli fyrir stofnun- ina sjálfa en hún telur að margir skólastjórnendur muni sakna þess að geta ekki sótt alla þjónustu á einn stað, t.a.m. allt það ítarefni sem Námsgagnastofnun gefur út og tæki og tól sem nota þarf við til- raunir í eðlisfræði og náttúrufræði. ',,Ég vona að einhver kaupi búðina og reki hana áfram sem þjónustu- fyrirtæki fyrir skólana," sagði Ingi- björg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.