Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 21 VIÐSKIPTI Ross Perot snýr aftur New York. Telegraph. ROSS PEROT, 68 ára gamall auðkýfingur frá Texas sem bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum fyrir sjö árum, lætur aftur að sér kveða í kaup- höllum. Perot hyggst setja hlutabréf í tækniþjónustu- og ráðgjafarfyr- irtæki sínu Perot Systems í sölu í kauphöllinni í New York. Með- al viðskiptavina fyrirtækisins eru Swiss Bank UBS, East Mid- land Electricity og National Car Rental. Verðbréfafyrirtækið Morgan Stanley Dean Witter sér um hlutabréfaútgáfuna, sem á að afla 115 milljóna dollara. Perot Systems er metið á einn og hálfan milljarð dollara og 40% hlutur Perots 600 milljónir doll- ara. Perot var stórauðugur þegar hann ákvað að bjóða sig fram til forseta til að berjast gegn skriffínnsku í Washington. Hann seldi fyrra fyrirtæki sitt, gagnavinnslurisann Electronic Data Systems, General Motors bflafyrirtækinu fyrir einn millj- arð dollara um miðjan síðasta áratug og samþykkti að keppa ekki við það fyrirtæki. ------------------ Hlutabréf í Pharmacia falla um 5% Stokkhólmi. Reuters. VERÐ hlutabréfa í sænsk- bandaríska lyfjafyrirtækinu Pharmacia & Upjohn (P&U) lækkaði um 24 sænskar krón- ur, eða 5,07%, í 449 krónur fyrir hádegi á þriðjudag þegar sænska stjórnin tilkynnti að hún kynni að ljúka við að selja 7% hlut sinn í þessum mánuði. ,úÚmgi á að kaupa dvínar alltaf þegar vitað er að svona mörg bréf verða sett í sölu,“ sagði miðlari nokkur. Daginn eftir að samningurinn rann út 1988 stofnaði Per- ot fyrirtækið Perot Systems í Dallas til að freista gæfunnar í annað sinn. Perot er stjórnarformaður, aðalframkvæmda- stjóri og forstjóri fyrirtækisins, starfs- menn þess eru 5.500 og það jók hagnað sinn um 45% í 11,2 milljónir dollara 1997. Perot er nú talinn 3,7 millj- arða dollara virði, en hann hef- ur lítið breytzt síðan í kosningabarátt- unni 1992 þegar hann varð kunnur fyrir hreinskilni. Það má sjá á heima- síðu Perot Systems, þar sem verktökum er ráðlagt: „Verið viðbúnir að grípa tækifærið þegar það gefst og nýta ykkur tækifærin til hlítar. Gerið ykkur grein fyrir að þið hafið minna fé undir höndum og færri starfsmenn en reyndir keppinautar ykkar.“ Vesturlandsvefurinn opnaður Eflir fyrirtæki til framfara NYR vefur, Vesturlandsvefurinn, hefur verið opnaður á Netinu og er honum ætlað að tengja saman allt vestlenskt efni sem fínna má á Net- inu. Að auki birtir hann flokkaða skrá um fyrirtæki og félög á Vestur- landi. Slóðin er www.vesturland.is Vefurinn er unninn af vefsmiðj- unni Andakíl að frumkvæði og til- stuðlan atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Bjarki Már Karlsson, kerfis- fræðingur og eigandi Andakíls, segir að vefurinn muni vísa á allt vest- lenskt vefefni og hafi margir lagt hönd á plóg við að safna þeim upp- lýsingum saman. „A Vestur- landsvefnum er nú hægt að finna allt þetta efni, annaðhvort með því að leita eftir landfræðilegri staðsetn- ingu eða efnisflokkum. Eins geta lesendur sent inn tilkynningar um nýtt vestlenskt efni. Aðstandendur vefsins vona að hann eigi eftir að nýtast vel sem markaðstæki fjórð- ungsins á ýmsum sviðum og að hann styrki þannig stöðu fyrirtækja, stofnana og félaga í samkeppni og efli þau til framfara almennt," segir Bjarki Már. 556 þotur pantaðar frá Airbus París. Reuters. AIRBUS, flugiðnaðarsamsteypa Evrópu, segir að hún hafi aldrei fengið eins margar pantanir og í fyrra og andvirði þeirra hafi numið 39 milljörðum dollara. Airbus Industrie fékk fastar pantanir í 556 farþegaþotur 1998, færri en Boeing Co sem fékk 656 pantanir að verðmæti 42,1 milljarð- ur dollara. Airbus velti 13,3 milljörðum doll- ara í fyrra og afhenti 229 flugvélar, en velti 11,6 milljörðum dollara 1997. Óafgreiddar eru pantanir í 1.309 flugvélar að andvirði 92,7 milljarðar dollara, sem er rúmlega fjögurra ára framleiðsla. Heildar- verðmæti flugvéla, sem pantaðar voim í fyrra, jafngildir auk þess heildarsölu samsteypunnar fyrstu 17 ár starfs hennar, segir í tilkynn- ingu frá Airbus. Airbus afhenti 168 mjóar A320 þotur en 127 árið 1997 og 61 A330/340 breiðþotu, samanborið við 55. Verðmæti nýrra pantana hjá Airbus er 30% meira en pantana 1997, er nam 29,6 milljörðum doll- ara, og 20% fleiri flugvélar hafa verið pantaðar en 1997, þegar pantaðar voru 460 flugvélar. Auk fastra pantana bárust samsteyp- unni 174 skuldbindingar um 730 pantanir. Opið laugardag kl. 12-17 *£*&«*&• / \ I I # r r toifliiila á notuðum bílum í Bílahúsinu Veruleg verðlækkun. Kjör við allra hæfi. Lánum til allt að 60 mánaða og fyrsta afborgun eftir 3-6 mánuði. 2 fyrstu mánuðirnir eru vaxtalausir. Visa eða Euro raðgreiðslur til 36 mánaða. Svo fylgir hverjum bíl nýr GSM sími Það margborgar sig að skoða þessa útsölu. TAL 12 er 12 mánuða GSM áskrift hjá TALI greidd með kreditkorti ^ BÍLAKIÚSHD (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.