Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 23 ÚR VERINU Breytingar á lögum um stjórn fískveiða Nýtt stjórnunarkerfí krókabáta árið 2000 BREYTINGAR hafa verið gerðar á lögum um stjórn fiskveiða og voru þær samþykktar á Alþingi á mið- vikudag. Lögin sem nú hafa verið samþykkt á Alþingi hafa hvað mest áhrif á veiðistjórnun krókabáta, sér- staklega þeirra sem róið hafa á sóknardögum. Að öðru leyti eru lög- in að mestu eins og kveðið var á um í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til breytinga á lögum um fiskveiði- stjórnun sem lagt var fram í desem- ber í kjölfar dóms Hæstaréttar í kvótamálinu svokallaða. Veiga- mestu breytingar frumvarpsins fólust í frelsi til að sækja um og fá veiðileyfi innan íslensku lögsögunn; ar og afnámi úreldingarreglna. í frumvarpinu var einnig kveðið á um færslu allra krókabáta inn í afla- hlutdeildarkerfið sem þýddi í raun að veiðistjórnunarkerfi krókabáta yrði lagt niður. Þessi þáttur breytt- ist töluvert í meðförum sjávaiút- vegsnefndar Alþingis og með breyt- ingnum verður til nýtt veiðistjórn- unarkerfi fyrir krókabáta sem kall- að verður krókaaflamark. Eins og kveðið var á um í frum- varpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í desember koma aðeins þau fiskiskip sem hafa haffærisskír- teini og eru á skipaskrá Siglinga- stofnunar íslands eða á sérstaki'i skrá stofnunarinnar fyrir báta und- ir 6 metrum til gi'eina við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni. í lög- unum sem samþykkt voru á Alþingi á miðvikudag er ennfremur kveðið á um að hvert fiskiskip geti aðeins haft eina tegund veiðileyfis. Er það gert til að ekki sé' hægt að róa í öll- um veiðikerfunum á sama fiskveiði- ári. Allir geta þannig fengið veiði- leyfi en verða að ákveða í hvaða veiðikerfi þeir ætla að vera, að upp- fylltum öðrum almennum skilyrð- um. Lögin kveða ennfremur á um að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd sem endurskoða muni lög um stjórn fiskveiða og skuli þeirri vinnu vera lokið fyrir lok fiskveiðiársins 2000/2001. I dag skiptast ki'ókabátar í tvo hópa, þorskaflahámarksbáta annai's- vegai' og sóknardagabáta hinsvegar. Heildarviðmiðun ki'ókabáta er á hverju fiskveiðiári 13,75% af ákvörð- uðum heildarþorskafla landsmanna. Hlutdeild þorskaflahámarksbáta af heildarþorskaflanum er 12,64% en sóknardagabátar 1,01%. Sóknar- dagabátar hafa hingað til róið í tveimur kerfum, annarsvegar með línu- og handfæri en hinsvegar með handfæri eingöngu. Þar af er hlut- deild línu- og handfærabáta 0,18% en handfærabáta 0,93%. Valið fyrir 1. mars nk. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu lönduðu alls 58 sóknar- dagabátar sem stunduðu veiðar með bæði línu og handfæri um 1.741 tonni á fiskveiðiárinu 1997/8, þar af tæpum 1.582 tonnum af þorski. Af bátunum 58 fengu 5 bátar yfir 100 tonn á árinu og 25 bátar undir 30 tonna afla, þar af voru 22 bátar und- ir 10 tonnum og 4 bátar undir einu tonni. Alls lönduðu 267 sóknardagabát- ar sem reru með handfæri eingöngu um 11.012 tonnum af þorski á síð- asta fiskveiðiári en um 11.487 tonn- um að öllum tegundum meðtöldum. Þar af fengu 154 bátar minna en 50 tonn af þorski og 109 bátar minna en 30 tonn. 30 bátar í kerfinu fengu minna en 10 tonn af þorski og 3 bát- ar fengu minna en eitt tonn. Samkvæmt nýgerðum breyting- um verður í upphafi fiskveiðiái'sins 2000/2001 til nýtt veiðistjómunar- kerfi fyrir krókabáta. Fram til þess tíma, á yfirstandandi fiskveiðiári og á fiskveiðiárinu 1999/2000, verður bátunum gefinn kostur á að aðlag- Alþingi samþykkti á miðvikudag breytingar á lögum um stjórn físk- veiða. Breytingarnar snúa einkum að físk- veiðistj órnunarkerfí krókabáta og verður með lögunum í raun til nýtt kerfi fyrir þá. Helgi Mar Arnason rýndi í nýju lögin og gerir hér grein fyrir helstu breytingum. ast kerfinu. Veiðistjórnun þorsk- aflahámarksbáta helst óbreytt að loknum aðlögunartímanum, utan þess að settur verður kvóti á hinar svokölluðu aukategundir, þ.e. ýsu, ufsa og steinbít. Veiðistjórnunar- kei'fi sóknardagabáta breytist hins- vegar til muna, en nú eru 328 krókabátar í sóknardagakerfinu. Þeim er samkvæmt nýju lögunum gert að velja fyrir 1. mars nk. hvort þeir verða áfram í sóknardagakerfi eða fara í svokallað krókaafla- markskerfí. A ki'ókaaflamarki verða þeir bátar sem áður vom í þorskaflahámarkskerfi að viðbætt- um þeim sóknardagabátum sem velja sér aflahlutdeild. Þorskaflahá- markskerfi verður þannig ekki til eftir 1. september árið 2000. Hvort sem sóknardagabátar velja krókaaflamark eða sóknardaga munu báðir hópar róa á sóknardög- um á aðlögunartímanum. Þeir fá út- hlutað 40 sóknardögum á yfirstand- andi fískveiðiári og á því næsta en hámarksafli hvers báts má þó aldrei fara yfir 30 tonn, líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpinu frá því í des- ember. Bátar sem hafa veitt með handfæri og línu og vilja gera svo áfram hafa úr 32 sóknardögum að moða og sama aflahámark velji þeir þessa leið. Að loknum aðlögunartímanum eru sóknardagabátar sem völdu krókaaflamark komnir með kvóta- setningu í þorski og verður kvóti þeirra ákvarðaður út frá reynslu þeirra í núverandi sóknardagapotti. Hlutdeild bátanna verður ákvörðuð þannig að 80% verða miðuð við afla- reynslu á fiskveiðiárunum 1996/ 1997 og 1997/1998 en 20% miðuð við reiknað þorskaflahámark eða veiði- reynslu á almanaksárunum 1992, 1993 og 1994. Miðað við þessa út- reikninga og aflareynslu þessara báta munu þeir fá úthlutað í minnsta lagi 500 kílóum þegar þeir ganga inn í krókaaflamarkskerfið en í mesta lagi 32 tonnum. Aukategundir kvótasettar Heildar ýsu-, ufsa- og stein- bítsafla bátanna verður skipt jafnt á allan hópinn, að undanskildum þeim bátum sem stundað hafa veiðar í línu- og handfærakerfi en hlutdeild þeirra í þessum tegundum verður ákvörðuð. Hlutdeild þorskaflahá- mai'ksbáta í aukategundum verður miðuð við veiðireynslu tveggja bestu áranna 1996, 1997 og 1998 en áður en tvö bestu árin eru ákvörðuð er árið 1998 tvöfaldað. Krókabátum sem velja krókaafla- mark verður úthlutað aflahlutdeild samkvæmt þessum reglum í upp- hafi fiskveiðiársins 1999/2000 þó svo að þeir hefji ekki veiðar samkvæmt reglunum fyrr en á fiskveiðiárinu þar á eftir. Þeim bátum sem kjósa að róa áfram á sóknardögum eftir 1. sept- ember árið 2000 er úthlutað 23 sóknardögum og verður aðeins heimil sókn á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september ár hvert og mega þeir eingöngu fiska á handfæri. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að veita leyfi til annarra sérhæfðra veiða, s.s. á grásleppu. Ekkert þak verður á afla hvers báts á ári en dögum getur fækkað eða fjölgað eftir heildarveiði hópsins á hverju ári. Fjöldi sóknardaga fyrir hvert fiskveiðiár er fundinn út með því að reikna meðalþorskafla á hvem sóknardag fiskveiðársins á undan og deila honum í heildarþorskafla bátanna. Sóknardögum getur þó ekki fækkað um meira en 25% milli fiskveiðiára. Sóknardagar verða framseljanlegir Eftir aðlögunartímann verður framsal sóknardaga heimilt, innan hvers fiskveiðiárs eða varanlega. Misjafnt er þó eftir bátum hve margir af sóknardögum þeirra verða framseljanlegir en það fer eftir því hve mikið bátunum hefur verið haldið til veiða á síðustu tveimur fiskveiðiárum. Hafi bátur þannig ekki nýtt neinn sóknardag síðustu tvö fiskveiðiár er honum ekki heimilt að framselja neinn af þeim 23 sóknardögum sem honum verður úthlutað að loknum aðlögun- artímanum. Hafi hann hinsvegar nýtt helming daganna síðustu tvö ár, getur hann framselt helminginn. Hafi þeir fullnýtt alla sóknardagana mega þeir framselja alla dagana í nýja kerfinu. Séu sóknardagar framseldir, skerðast þeir dagar sem ekki eru framseldir. Ef bátur sem sóknardagar eru fluttir til er stærri, í tonnum talið, en sá bátur sem dag- arnir eru fluttir af, skerðast fluttir dagar í hlutfalli við stærðarmun bátanna. Á sama hátt fjölgar sókn- ardögum sem fluttir eru til minni báts af stærri. Samkvæmt nýju lögunum er heimilt að stækka krókabáta sem velja krókaaflamarkskerfið upp fyr- ir 6 tonn. Hinsvegar er bannað að kaupa stærri báta inn í kerfið. Þetta gæti til dæmis auðveldað þeim bát- um sem hingað til hafa verið á sókn- ai'dögum, en velja sér nú að ganga inn í krókaaflamarkið, að sameina aflaheimildir tveggja báta á einn, enda má búast við að sú aflareynsla sem þeir taka með sér úr sóknar- dagakerfinu nægi ekki ein og sér fyrir einn bát, ætli menn að hafa veiðarnar að atvinnu. Líklegt að potturinn minnki I nýju lögunum er kveðið á um að á fiskveiðiárunum 1999/2000 til og með 2005/2006 skuli árlega úthluta 4.000 lestum af þorski til báta sem höfðu aflahlutdeild 1. desember 1998 og eru undir 200 brúttótonn- um. Undanskilið eru 601 tonn sem úthlutað verður í heildai-pott þeirra báta sem nú eru í sóknardagakerfi. Leyfilegur hámarksafli þeirra báta sem velja að halda áfram að róa á sóknardögum verður þannig á yfir- standandi fiskveiðiári um 3.400 tonn. Þessi tala mun að öllum Iík- indum skerðast vegna þess að þeir bátar sem velja að fara inn í króka- aflamark taka aflareynslu sína með sér úr þessum potti. Þá mun Byggðastofnun hafa um 1.500 þorskígildistonn til ráðstöfun- ar á hverju ári á fiskveiðiárunum 1999/2000 til og með fiskveiðiársins 2005/2006 til að styðja byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi og verður heimildunum úthlutað í samráði við sveitarstjórnir. ISTUfi Hefurðu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem erfullkomin, létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. LéttOstur Hreinn, tneð grænmeti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostamir eru þægilegt, bragðgott álcgg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti. Kotasæla með eplum og vanillu. Fitulítil og freistandi! Fjölbreytt úrval LéttOstur í 20 g pakkningum. Handiiægur og fitidítill. Kotasæla Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli eða með eplum og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi ogferskum ávöxtum. ÍSLENSKIR W, OStar^ yI v^inas?* yy ® , ■ W www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.