Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ógleymanleg stund í Iðnó FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 27 beri að leggja slíka yfirlýsingu fram árlega. Þá fór þingið ennfremur fram á, að meðlimum og starfsmönn- um framkvæmdastjórnarinnar yrðu settar skýrar hegðunarreglur, þar á meðal reglur um það hvernig menn veljast í stöður og embætti. Nokkrir ættingjar og vinir núverandi fram- kvæmdastjórnai-fulltrúa eru eins og er í góðum stöðum innan embættis- mannakei'fisins í Brussel. „tílfurinn sýndi tennurnar" Gil-Robles þingforseti sagði á blaðamannafundi um hlutverk Evr- ópuþingsins: „Úlfurinn sýndi tenn- urnar, en beit ekki“. Næst muni hann bíta. Patriek Cox, formaður þingflokks frjálslyndra, sem var meðal helztu aðstandenda vantrauststillögunnar sem atkvæði voru greidd um, sagði að það yrði að breyta ákvæðum stofnsáttmála ESB þannig, að þingið gæti dregið einstaka meðlimi fram- kvæmdastjórnarinnar til ábyi-gðar. Eina leiðin sem þinginu er fær sam- kvæmt reglunum eins og þær eru til að „tukta“ framkvæmdastjórnina er að lýsa vantrausti á hana í heild, og það með tveimur þriðju atkvæða. Þegar upp er staðið, eftir þriggja daga harkalega togstreitu milli þess- ara tveggja meginstofnana ESB (sem átti sér reyndar nokkurra vikna aðdraganda), gengur fram- kvæmdastjórnin af hólmi særð en ekki vegin. Sumir Evrópuþingmenn sögðu að niðurstaðan markaði upp- haf nýs þroskaskeiðs lýðræðislegrar ábyrgðar í stjórnkerfi ESB. Menn vona að framkvæmdastjórn- in sé þó ekki særðari en svo, að hún sé fær um að halda starfi sínu áfram á mjög mikilvægu skeiði í sam- runaþróun Evrópu. Aðildaníkin fimmtán hafa sett sér að ná sam- komulagi fyrir lok marzmánaðar um uppstokkun fjáriaga- og sjóðakerfis sambandsins, en sú uppstokkun er nauðsynleg til að búa í haginn fyrir tilvonandi fjölgun aðildarríkja. Ger- hard Schröder, kanzlari Þýzkalands, sem þetta misserið gegnir for- mennsku í ráðherraráði ESB, sagði í gær að nauðsynlegt væri að drífa þetta umbótaátak af; fyrr væri ekki hægt að opna dymar fyrir inngöngu þeirra ríkja sem bíða hennar óþreyjufull. Tafland Flugstjórinn sá ekki flug- brautina Bangkok. Reuters. FLUGMAÐUR flugvélar Thai Airways, sem brotlenti í Taílandi í desember með þeim afleiðingum að 101 fórst, sá ekki flugbrautina er hann kom inn til lendingar. Þetta er haft eftir mönnum sem koma nálægt rannsókn á orsökum flug- slyssins. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A310-200 og hafði innan- borðs 146 manns, brotlenti í fenja- lendi við slæm veðurskilyrði stuttu eftir að flugmaðurinn hafði ákveðið að gera þriðju tilraun til að lenda á flugvellinum í Surat Thani, en flug- vélin var að koma frá Bangkok. Mun hljóðriti vélarinnar staðfesta að flugmaðurinn kvartaði yfir slæmu skyggni stuttu áður en vélin skall á jörðinni. I vikunni birti dag- blað í Taílandi hluta af samskiptum flugstjórans við flugturninn í Surat Thani. „Ég sé ekki flugbrautina ennþá. Bíðið eitt augnablik," sagði flugmaðurinn í annarri lendingartil- raun sinni. Er hann var spurður hvort hann hygðist reyna þriðja sinni að lenda vélinni svaraði hann: „Já, ég ætla að reyna aftur.“ Blindflugslendingar- búnaður aftengdur Fulltrúar taílenskra stjórnvalda upplýstu í síðasta mánuði að slökkt hefði verið á um helmingi lending- arljósa á flugvellinum, og að þannig hefði verið síðustu tvo mánuðina áð- ur en slysið átti sér stað. Ekki hefur enn fengist útskýrt hvers vegna slökkt var á ljósunum. Þar að auki var ekki á staðnum blindflugslend- ingarbúnaður, sem aðstoðar flug- menn við lendingu í slæmum veður- skilyrðum. Umfangsmiklar endur- bætur hafa verið í gangi á flugvell- inum og mun blindflugslendingar- búnaðurinn hafa verið aftengdur af þeim sökum. bornar upp. Sýndu þingmenn af- stöðu sína til hverrar tillögu með því að stinga hendi ofan í þar til gerða rifu á borðum sínum og þrýsta þar á hnapp. Til áhersluauka réttu þeir hins vegar jafnframt flestir upp hönd eða bentu þumlinum niður til að afstaða þeirra færi örugglega ekki á milli mála. Spruttu á fætur Þegar þessu var lokið var gert nokkurra mínútna hlé á þingstörfum áður en gengið var til atkvæða um sjálfa vantrauststillöguna. Hún tók ekki langan tíma og héldu margir niðri í sér andanum á meðan José Maria Gil-Robles þingforseti las upp niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Þær höfðu ekki fyrr verið birtar en þingmenn spruttu á fætur og geyst- ust út úr þingsalnum áfjáðir í að tjá sig við fjölmiðla. Framkvæmda- stjórnin, sem mætt var í heild sinni, lét sig þar á móti hverfa. Viðbrögðin voru vægast sagt blendin. Sumir þingmenn spurðu sjálfa sig hvernig fjölmiðlar myndu túlka niðurstöðuna. Flestir voru á því að jafnt framkvæmdastjórn sem þingið hefðu annaðhvort „tapað“ eða unnið „varnarsigur“. Niðurstaðan væri jafntefli, hvernig sem á málið væri litið. „Það er ekki búið að setja punkt fyrir aftan málið, heldur kommu,“ sagði Patrick Cox, tals- maður frjálslyndra, en þeir greiddu langflestir atkvæði með vantraust- stillögunni. Þrátt fyrir að fylking frjálslyndra hefði beðið lægri hlut hefði þó markmið málarekstursins náðst að hluta að mati Cox. Pauline Green sagði hins vegar niðurstöðuna hafa verið „spark í aft- urenda framkvæmdastjórnarinnar" og að Santer hefði staðfest það sjálf- ur í ávarpi sínu fyrr um daginn. Nokkrir þingmenn voru á því að atkvæðagreiðslan um málið allt hefði styrkt stöðu þingsins, fram- kvæmdastjórnin yrði að taka aukið tillit til þess í framtíðinni. Græninginn Per Gharton sagðist hins vegar telja að báðar stofnanirn- ar hefðu veikst, ekki síst þingið, þar sem málið hefði ekki náð alla leið. „Það var hneyksli hvernig sósíalist- ar héldu á málum, lögðu tillöguna fram og drógu svo aftur til baka,“ sagði Gahrton. Hann kvaðst telja að þeir sem greitt hefðu atkvæði gegn tillögunni hefðu verið að lýsa yfir beinum stuðningi við framkvæmda- stjórnina. Santer hefði sjálfur sagt í samtölum við þingið skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna að þannig myndi hann túlka niðurstöðuna. Áhrif á næstu framkvæmdastjórn? Margir þingmenn lýstu yfir þeirri von að málið allt hefði áhrif á val næstu framkvæmdastjórnarinnar en lýstu jafnframt yfir efasemdum um að sú yrði raunin, þótt umboð ein- hverra yrði eflaust ekki endurnýjað. Menn vildu lítið tjá sig um hugsan- leg áhrif á Evrópukosningar sem haldnar verða í vor. Kjósendur ættu flestir hverjir erfítt með að gera greinarmun á framkvæmdastjórn- inni og Evrópuþinginu. Þá lýstu nokkrir þingmenn yfir efasemdum með óháðu nefndina sem kanna á spillingu innan framkvæmdastjórn- arinnar. „Mér virðist þetta vera ótrúleg blanda af pólitík og óháðu nefndar- starfi. Ég fæ ekki séð hvernig nefndin á að verða óháð vegna hinna beinu pólitísku afskipta þingsins af henni,“ sagði Heidi Hautala, finnsk- ur þingmaður Græningja. Hún sagði niðurstöðuna milliveg, sem fram- kvæmdastjórnin gæti ekki verið ánægð með, þar sem sett hefði verið ofan í við hana. Hins vegar mætti ekki gleyma því að þingið ætti ekki að vera dómstóll, heldur löggjafar- samkunda. D.L. Coburn Rommí áhorfendurog "...bráðskemmtilegt, tragikómík af bestu ge S.A.B. Mbl. ...áminning um hvað leikhús er" G.S. Dagur "Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomlegu valdi á persónunni að hún sendi hroll niður bakio á manni"5.A DV. "Stjarna sýningarinnar er Erlinqur Gíslason sem átti sannkallaðan stórleik í hlutverki Wellers" G.S. Dagur. "Éq á von á því að sýningin muni ganga lengi fyrir fullu húsi og fyrir mína parta mæííég með henni" S.A.B. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.