Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15, JANÚAR 1999 33 LISTIR Morgunblaðið/Björn Blöndal GUÐBJORG Ingimundardóttir formaður Menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar afhendir Guðleifi Sigutjónssyni Súluna - menningar- verðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 1998. Súlan afhent í Reykjanesbæ Keflavík. Morgunblaðið. Fjöll og krossar MENNINGARVERÐLAUN Reykjanesbæjar fyrir árið 1998 hafa verið aflient. Verðlaunastytt- umar kallast Súlan sem er jafn- framt tákn Reykjanesbæjar og er veitt einstaklingi fyrir björgun og varðveislu menningarverðmæta og einu fyrirtæki fyrir velvild og fjár- hagslegan stuðning við menningar- lífið í bænum. Guðleifur Sigurjóns- son hlaut einstaklingsverðlaunin fyrir ómetanlegt starf í sjálfboða- vinnu árum saman við björgun menningarverðlauna á svæðinu og Sparisjóðurinn í Keflavík hlaut fyr- irtækjastyrkinn. Við þetta sama tækifæri voru einnig afhentir styrkir til einstak- linga og félaga. Þeir einstaklingar sem hlutu styrki voru: Sigurður Sævarsson til að fullvinna óperuna Z-ástarsaga í samvinnu við Vigdísi Grímsdóttur rithöfund og Asta Amadóttir myndlistarmaður vegna myndlistarsýningar í Hafnarfirði. Þau félög sem hlutu styrki vom: Leikfélag Keflavíkur til að setja upp leiksýningar og Félag mynd- listarmanna fékk við þetta tækifæri afhentan leigusamning til 5 ára um húsnæðið við Hafnargötu þar sem félagið hefur nú aðstöðu. MYJVPLIST II a 11 grfmski rkja MÁLVERK ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Opið alla daga á tíma kirkjunnar. Til 18. febrúar. Aðgangur ókeypis. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju heldur áfram þeim góða sið að bjóða nafnkenndum listamönn- um að sýna í anddyri kirkjunnar, og er af þeim drjúg prýði. Með því að skipta reglu- lega um myndir öðlast anddyrið hverju sinni nýtt yfirbragð, sem má vera kirkjugestum góð tilbreytni. A stundum eru þetta myndir trúar- legs eðlis, skara trú- arleg tákn og biblíu- leg myndefni, en hér má einnig ganga of langt, því að litir og form bera einnig í sér upphafin skilaboð sem lesa má í og mikil listaverk eru guðdóm- ur í sjálfu sér, óað- skiljanlegur hluti sköpunar og kraftbirt- ings. Það vill stundum gleymast að við erum vaxin upp úr myrkum miðöldum, er almenningur var ólæs, skreyti í kirkjum eins konar myndasögur og sjónræn skilaboð. En þessi hefð hefur reynst mjög lífsseig eins og víða blasir við og margur viður- kennir enn í dag ekki annars konar list í kirkjur, telur hana jafnvel af hinu illa. Þó hefur það komið í ljós að framsækin samtímalist fellur þegar best lætur frábærlega vel að fomum guðshúsum, og hvergi kom það betur fram en í Þýskalandi eft- ir stríð, þá verið var að reisa kirkj- ur upp úr rústum síðari heims- styrjaldarinnar og hafði víðtæk áhrif. Það má gjarnan minna á þetta, því vissulega er guðdómur falinn þeim 7 málverkum Þorbjargar Höskuldsdóttur, sem nú hanga uppi, þótt ekki séu krossar og beinar trúarlegar skírskotanir nema £ einu þeirra. Þorbjörg er einn þekktasti mál- ari sinnar kynslóðar og einkenni listar hennar hafa fram að þessu verið að flísaleggja hálendið, sem þó er meira skírskotun til eldri hefða í myndlist en að það feli í sér einhver bein og ótvíræð skilaboð framyfir hið fagurfræðilega, nema kannski að vekja til umhugsunar og þannig séð gott mál. Fátt hefur breyst í list Þor- bjargar um áratuga skeið, sem er engin áfellisdómur, en það var eins og kenna mætti nokkur þreytu- merki á sýningu hennar í listhús- inu Fold á sl. ári. Þó renndi mann í grun að þetta gæti verið millibilsá- stand og uppörvunar væri þörf. Þetta hefur svo reynst rétt, því lista- konan hefur sjaldan mætt ferskari til leiks en í þessum nýju myndum sínum. AIls óhrædd færist hún mikið í fang og upp- sker eftir því. Mynd- verkin hnitmiðuð í byggingu og frá þeim stafar ferskleika æsk- unnar, eins og í allri gildri list hve gömul sem hún annars kann að vera að árum. Dettifoss sýnist þó nokkurt hliðarspor um nákvæmni í myndbyggingu, og hliðarspor teljast líka gluggarnir fjórir, en þó af gæfuríkari teg- undinni og þar merkj- ast mikil átök að baki einfaldrar byggingar. Meginmáli skiptir að heildarsvipurinn er afar sterkur þegar inn er komið, hér er líkast sem tekið sé þéttingsfast í hönd gestsins og hann boðinn vel- kominn í hús Guðs. Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson SKRIÐJÖKULL, olía á léreft, 125 x 125 cm, 1992. Sunnudaginn 1 7. janúar Kl. 13.30 - 14.30 Opinn borgarafundur STUÐNINGSMENN Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðun húsrúm leyfir HORNAFLOKKUR REYKJAVÍKUR þeytir lúðra sina HÖFUOMÁUN FiMM Jakob Frímann Magnússon kynnir stefnumið sín HALLGRÍMSKViOA Hallgrimur Helgason skóld og myndlistarmaður EiNSÖNGUR Bergþór Pálsson flytur tvö lög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.