Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 38

Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 > Menningin til bjargar Forðum héldu smáir menn og rislitlir því fram að menn- ingin fengi best þrifist vœri hún látin í friði. LENGI hafa menn leit- að skýringa á jxsirri staðreynd að Islend- ingar vilja allir búa á sama stað á landinu. Straumur alþýðu manna til suðurs er skaðleg þróun, um það eru ekki aðeins flestir heldur allir sam- mála, en ekki hefur tekist fylli- lega að gi’eina orsakir þessa. Nú hafa herrar þeir (og frú) sem öllu ráða í lýðveldinu fundið svarið. Landsbyggðarmenn yfír- gefa heimahagana í stríðum straumum sökum þess að þeir fá ekki nægilega oft tækifæri til að njóta snilli VIÐHORF hæfileikafólks —----- úr Reykjavík Eftir Asgeir og gildir það Sverrísson jafnt um lista- menn sem æpa af leikpalli og flokka manna er strjúka strengi og berja bumb- ur. Þess vegna hefur ríkis- stjómin ákveðið að svonefnd „menningarhús" skuli rísa á Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki og í Vestmannaeyj- um. Það er mikið fagnaðarefni að þokubökkum misskilnings og sjálfsblekkinga skuli nú hafa verið blásið á haf út. Þótt kostn- aður liggi ekki íyrir verður að vænta þess að víðtæk pólitísk samstaða skapist um þetta mikla framfaraspor enda er það viðurkennt skilgreiningaratriði í íslenskri þjóðmálaumræðu að þeir sem opinbera efasemdir um ágæti ríkismenningar eru í senn odo, þjóðníðingar og hat- ursmenn hinna fögru lista. Hins vegar kennir rejmslan að fjendur menningarinnar muni leggjast gegn áformum þessum. Menningarlausir lúðar munu vafalítið halda því fram að fjármagni þessu væri betur var- ið til samgöngubóta á lands- byggðinni. Hinir ósvífnustu koma ábyggilega til með að staðhæfa að bæta beri aðstöðu menntastofnana á landsbyggð- inni í stað þess að byggja menn- ingarhúsin. Þau fráleitu rök verða þá borin fram að bætt skilyrði til menntunar í dreifbýl- inu geti orðið til þess að fleira ungt fólk kjósi að halda kyi-ru fyrir í sinni sveit. Þetta frumkvæði ríkisstjórn- arinnar hefur einnig orðið til þess að draga athyglina að djúp- stæðum misskilningi sem ein- kennt hefur menningarumræð- una á Islandi alltof lengi. Þannig hefur því löngum verið haldið fram að Akureyri sé „menning- arbær“. Nú liggur fyrir að menningarskorturinn og að- stöðuleysið er jafn hróplegt þar og í öðrum þeim plássum sem ekki hafa fengið notið þessara dásemda. Til marks um hversu skelfileg aðstaðan er má rifja upp að þekktasti söngvari Is- lendinga, sem opnað hefur munninn í öllum helstu óperu- húsum heims, hélt tónleika á Akureyri á nýliðnu ári. Menn- ingarleysið er raunar svo algjört að haft var á orði að tónleikar þessir hefðu heppnast mjög vel! í dreifbýlinu hafa lengi starfað áhugamannaleikfélög enda hefur sú hlægilega speki verið viðtekin að menninguna á Islandi sé að finna í sveitum landsins. Þetta fólk hefur sam- einast um ákveðin verkefni og jafnvel lagst svo lágt að færa þau upp í félagsheimilum á landsbyggðinni. Aðstöðuleysið sem og hin almenna þátttaka er vitanlega hróplegt dæmi um hversu algjör menningarskort- urinn er. Tónlistarmenn hafa meira að segja verið starfandi á þessum stöðum og jafnvel skemmt sveitungum sínum í sömu félagsheimilum og hýst hafa leikritin! Vitanlega á þetta fólk að vera þiggjendur, neytendur rétt eins og þeir sem búa í menningar- borginni Reykjavík. Heims- menningin hefur enda átt svo greiðan aðgang að höfuðstaðn- um að til ólíkinda má telja. Þannig fara menn ekki í mið- borgina á kvöldin eða um helg- ar óvopnaðir rétt eins og hinum helstu menningarborgum jarð- arkringlunnar. Stuðningsmenn þessa rétt- nefnda átaks hljóta þó að leyfa sér að benda yfirvöldum á ör- litla viðbót við áætlunina um menningarhúsin til að tryggja enn frekar að þjóðflutningun- um til suðurs linni nú loks. Líkt og alkunna er lifa Reykvíking- ar á því að selja hverjir öðrum pizzur á milli þess sem þeir skiptast á upplýsingum í gegn- um farsíma um hvernig veðrið er þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Má ljóst vera að þetta birtingarform heims- menningarinnar á einnig fullt erindi við íbúa í hinum dreifð- ari byggðum landsins. Því er hvatt til þess að pizzu-staður verði innréttaður í kjallara sér- hvers menningarhúss. Lagt er til að þessir veitingastaðir verði einnig reknir fyrir skattfé landsmanna og að komið verði á fót svonefndu „Þjónustuveri menningarhúsa" til að stýra þeirra starfsemi. Binda mætti í reglugerð að forstöðumaður þjónustuversins skuli jafnan vera nýbúi. Forðum héldu smáir menn og rislitlir því fram að menn- ingin fengi best þrifíst væri hún látin í friði. Voru þar enda á ferðinni lítt sigldir sveita- menn sem fengu ekki skilið að það er skylda ríkisvaldsins að reka menningarstarfsemi í öll- um myndum þessa undursam- lega hugtaks fyrir framlög skattborgaranna. Löngu er fullsannað að menningar- og listastarfsemi bætir lífskjörin og þjóðlífið með sama hætti og allt það athæfí manna er nýtur opinberra styrkja. Því er bæði sjálfsagt og eðlilegt að íbúar í dreifbýlinu fái notið reyksins sem leggur af ríkisreknum menningarblysum landsins við bestu mögulegu aðstæð- ur. Menningin verður ekki fram- ar flúin á Islandi. UMRÆÐAN Einvígið á akbrautinni SÍÐASTA ár var mikið óhappaár í um- ferðinni á Islandi. Það er mjög óheppilegt í miðri umferðaröryggis- áætlun dómsmálaráð- herra og leiðir hugann að aðferðum og leiðum sem ætlað var að fara að settu marki. Að sjálfsögðu er ekki hægt að leggja ábyrgð af slíkri óhapparöð á herðar eins manns, þama ráða einnig til- viljanir sem ganga í berhögg við góðan mál- stað og háleit markmið í þessum efnum. - En 27 banaslys eru verulegt umhugs- unarefni og þau eru sorgleg niður- staða fyrir okkur öll, sem viljum hindra slíkan óhappafarveg. Beltin bjarga Mikla athygli vekur að 14 manns af þeim 27 sem létust í umferðar- slysunum voru ekki með bílbelti. Það má fullyrða að allstór hluti þessa hóps væri nú á lífi ef beltin hefðu verið notuð. - Óli H. Þórðar- son, Sigurður Helgason og þeirra fólk hjá Umferðarráði hefur unnið ötullega að kynningu á mikilvægi bílbelta í fjölmiðlum og enn skal héi ítrekað að erfitt er að reikna út hve mörgum mannshfum Óli H. Þórðarson hefur bjargað með bar- áttu sinni fyrir lögleiðingu bílbelta á Islandi og virkri notkun þeirra. Bílbeltabaráttan skilar sér samt ekki nægilega til fólksins. Það má varpa því fram hér, hvort viðvörun- arbúnaður tengdur beltum sé ekki nægilega virkur í bifreiðum hér- lendis, hvort þurfi að setja um hann sérstakar reglur og herða eft- irlit með að þær reglur verði virtar af almenningi. Hver er ástæðan? Að sjálfsögðu hlýtur fólk að velta fyrir sér hvað hafi gengið úr skorð- um þannig að uppskeran verði svo mörg banaslys á landinu síðasta ár. I Morgunblaðsgrein 2. ágúst 1997 reifaði ég þessi mál- efni og benti á að í verulegt óefni væri komið á þjóðvegum landsins vegna lög- gæsluleysis. Vegalög- reglan var lögð af, trú- lega til að spara pen- inga og uppskeran varð ótrúlega gáleysis- leg og hættuleg um- ferð úti á þjóðvegum þessarar miklu bif- reiðaþjóðar. I þessari grein skoraði ég á ný- skipaðan ríkislög- reglustjóra að endur- vekja vegalögregluna, þáð mun sem betur fer Umferðin Mikla athygli vekur, segir Gylfí Guðjónsson, að 14 manns af þeim 27, sem létust í umferð- arslysum, voru ekki með bílbelti. vera í skoðun og enn vil ég herða á mikilvægi virkrar löggæslu á þjóð- vegunum. A þeim tíma sem vega- lögreglan var og hét, lögðu lög- reglumennirnir fram gífurlegt starf um allt land, þeir voru ör- þreyttir oft eftir ferðalög sín, en þeir mega vita að starfi þeirra fylgdi árangur. Árangurinn var fólginn í því, að ökumenn hugsuðu til þeirra bak næstu blindhæðar eða í næsta dal og þar með hringdi viðvörunarbjallan í ökumannsheil- anum. Virk og viðurkennd lög- gæsla er virkasta vopnið gegn banaslysum og öllum umferðar- slysum, sem síðan skilar sér til baka í milljörðum króna með minni umsvifum í heilsugæslu og einnig minni óhamingju fólks. Röng lögreglupólitík Það virðist augljóst að áhersla og áhrif lögreglunnar á umferðará- standið í landinu hafa verið van- metin að undanförnu. - Jafnvel þegar stórmál eins og uppbygging á svonefndu punktakerfi stóð yfir, var nánast gengið framhjá þekk- ingu lögreglunnar í Reykjavík á þessum málefnum, en þar er reynslan mest hvað varðar umferð- armálin gegnum tíðina. - Hins veg- ar virðist hafa verið lögð áhersla á einhverja sérstaka skoðun á starfi Böðvars Bragasonar, lögreglu- stjóra, sem að margra mati og þá ekki síður starfsmanna lögreglunn- ar, er vandaður og varfærinn lög- reglustjóri. Það er eðlilegra að lög- reglustjórinn og hans fólk sé fengið til samstarfs í erfiðri baráttu við umferðarslys, frekar en að blása í einhverja herlúðra og síðan er lög- reglan tekin fyrir af dómstólum hvað eftir annað vegna frumhlaupa meðan lögreglustjórinn var ekki við störf. - Þessi vinnubrögð tefja og trufla baráttuna gegn umferðar- slysum. Sérstaða íslands ísland er eyja og umferðin þar er ekki með sömu formerkjum og umferð í mörgum Evrópuríkjum, þar sem gífurleg umferð rennur gegnum ríkin frá öðrum þjóðum, en hér líðst okkur að gefa ekki stefnuljós, sinna ekki einföldum reglum sem eru þó mikils virði og við erum með fjölda ökumanna á öllum aldri sem aka eftir eigin geð- þótta en ekki settum reglum. Unga fólkið sem kemur inn í umferðina úr höndum ökukennara og próf- dómara fer fljótt í flokk með sam- ferðamönnum sínum, hversu vel sem það er upplýst. Það þarf að taka á þessu vandamáli með miklu átaki, þar sem fræðsla fyrir al- menning og aðgerðir lögreglu fara saman. Að lokum leyfi ég mér að senda því fólki -sem á um sárt að binda vegna umferðarslysa að und- anförnu samúðarkveðjur. Höfundur er ökukennari og fornmð- ur skipulags- og umferdarnefndar Mosfellsbæjar. Gylfi Guðjónsson Um menningarhús ríkisstj órnarinnar HUGMYND ríkis- stjómaiinnar um að leggja fé í uppbyggingu menningarhúsa á lands- byggðinni er ágæt og á fullan rétt á sér og er andsvar við dýrri tónlist- arhöll sem einnig á að byggja í Reykjavík. Þau verða byggð í samstarfi við sveitarfélög og jafn- vel einkaaðila. Slík áætl- un er líkleg til að styrkja búsetu og efla byggð á þeim svæðum þar sem þessi menningarhús verða staðsett. Nú hafa fimm staðir verið nefndir sem þeir útvöldu, að vísu með „til dæmis“ sem fyrirvara, þannig að staðsetning er enn ekki föst í hendi. Nú ber svo við að þrjú svæði sem sannarlega eru vaxtarsvæði og keppa í dag við höfuðborgarsvæðið um mannafla eru ekki nefnd sem vænleg- ir staðir, og ráðherrar segja að þessir staðir liggi það nærri höfuðborginni að þeir séu ekki á blaði. Þessir staðir eru: Suðurlandsundirlendið, Vestur- land og Suðurnes. Ég fellst á sjónar- miðið um þá staði sem á blaðinu eru, þeir eiga það sameiginlegt að vera miklir þjónustustaðir og höfuðborgii- sinna héraða, með öfl- ugt bakland. Þetta á við um Egilsstaði, Akur- eyri, Sauðárkrók og ísa- fjörð. Öðru máli gegnir með Vestmannaeyjar, en þær búa við mikla sérstöðu og era fjöl- mennt bæjarfélag. Ég hef verið talsmaður þess að styrkja þurfi sérstaklega búsetu í þeim fáu eyjum sem enn era byggðar, því fagna ég menningarhúsi þar. Því miður hefur fólksflótti frá Vest- mannaeyjum verið alltof mikill á síðustu áram. Menningarhús er ekki bara sett upp til að menn séu þar gestir, heldur ekki síður þátttak- endur i starfi og listsköpun. Með þessari ákvörðun er ríkisstjórnin að setja gróandi mannlíf á annað far- rými á stöðum sem ættu ekkert síð- ur að fá opinbert fé í menningarhús. Höfuðborgin fær sína tónlistarhöll og er þar rætt um fjóra milljarða yn hvers eiga staðir eins og Selfoss-Ar- borg, eitt af stærstu sveitarfélögum, að gjalda með öflugt bakland eða Reykjanesbær, Akranes og Borgar- nes? Ég tel að þessa ákvörðun ríkis- Byggðastefna Fólk velur sér búsetu í dag eftir því, segir Guðni Ágústsson, hvort það sé staðsett í nánd við ákveðna þjónustu. stjórnai-innar verði að endurskoða með það að leiðarljósi að jafnræði verði haft að leiðarljósi milli þessara staða og hinna sem nefndir eru. Fólk velur sér búsetu í dag eftir því hvort það sé staðsett í nánd við ákveðna þjónustu. Þar er spurt eftir öryggi í heilbrigðisþjónustu, aðgangi að skólum, aðstæðum til að stunda íþróttir og menningarstarf, ekki bara sem neytandi heldur þátttak- andi. Unga fólkið í dag vill ekki vera á öðru farrými með börn sín og velur búsetu eftir þjónustu og aðgangi að lífsgæðum. Þess vegna verður ríkisstjórnin að endurskoða þessa áætlun sína og setja ekki öflug byggðasvæði hjá í svo mikilvægri áætlun sem uppbygg- ing menningarhúsa er. Höfundur er alþingismaður. , Guðni Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.