Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 39 UMRÆÐAN Strákagöng-i js1 íarðgöng 7,8km Jarðgöng á Tröllaskaga í GREIN sem birt- ist í Morgunblaðinu 18. nóvember síðastlið- inn benti undirritaður á skynsamlegri og arð- samari vegtengingu með jarðgöngum á milli Sigluíjarðar og Ólafsfjarðar en áður hefur komið fram op- inberlega. Þessi veg- tenging er úr Holtsdal í Fljótum að Kvíabekk í Olafsfírði. Sparnaður getur numið allt að 2,2 miljörðum kr. Að kvöldi sama dags lýsti samgönguráðherra því yfír í fréttatíma sjón- varps að búið væri að ákveða veg- tengingu með jarðgöngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Að vísu gat ráðherra þess að ekki yrði hægt að ganga formlega frá þeirri ákvörðun í tíð þessarar ríkisstjórnar. I byrjun desember kom síðan yfirlýsing frá Vegagerðinni í útvarpsfréttum um Samgöngur Samkvæmt útreikning- um er kostnaður við vegtengingar með jarð- göngum úr Fljótum til Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, segir Trausti Siglufjarðar og Ólafs- fjarðai' um Héðins- fjörð _íýrst afdráttai'- laus. I septembermán- uði 1996 rituðum við hjón vegamálastjóra og viðkomandi sveitar- stjómum bréf þar sem við bentum á framtíð- arlausn, sem gæfi meiri arðsemi í sam- göngumálum hér á ut- anverðum Trölla- skaga. Framtíðar- lausnin fólst í gerð jarðganga úr Fljótum til Ólafsfjarðar, eins og áður hefur komið fram, og einnig veg- tengingu með jarðgönum úr Nautadal í Fljótum í Hólsdal í Siglufirði. Eftir sorglega reynslu af náttúruhamförum vegna snjóflóða á Vestfjörðum á síðustu árum hafa áherslur í snjóflóðaáhættumati breyst mjög mikið síðan 1996. Af þeim sökum hafa fyrirhuguð jarð- göng á vegtengingunni um Héðins- fjörð verið færð til þannig að lengd og kostnaður við gerð þeirra hefur aukist umtalsvert. Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum kemur í ljós að okkar tillögur um vegteng- ingar með jarðgöngum úr Fljótum til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eru ekki dýrari en vegtengingin um Héðinsfjörð og uppbygging Lág- heiðaivegai’. Draumalausn sem allir hags- munaaðilar geta verið sáttir við Trausti Sveinsson tengingu með jarðgangagerð úr Fljótum í Ólafsfjörð. og Siglufjörð era yfirgnæfandi þegar hagsmunir allra íbúa á þessu svæði eru hafðir í huga. Nefna má nokkur dæmi: 1. Héðinsfjörður verður áfram ósnortin náttúruperla. 2. Vegtengingin frá Siglufirði að Ketilási verður aðeins 10 km. Styttist um u.þ.b. 15 km. 3. Núverandi vetrarakstur um Al- menninga er oft viðsjárverður og hættulegur. Einnig er vegur- inn dýr í rekstri vegna snjó- moksturs og viðgerða sökum jarðskriðs. Með jarðgöngum frá Siglufirði inn í Fljót hverfa þessi vandamál. 4. Ótvíræður kostur fyrir Siglfirð- inga er að losna við óþægilega þungaumferð um bæinn, sem óhjákvæmilega fylgir vegteng- ingunni um Héðinsfjörð. 5. Vegleiðin frá Ólafsfirði og Dal- víkurbyggð í Skagafjörð og suð- ur verður 20 km styttri og auð- veldari yfirferðar á vetrum en Héðinsfjarðarleiðin. 6. Landbúnaðarbyggðin í Ólafsfirði nýtur betri þjónustu í snjó- mokstri fram að Kvíabekk á vetrum (9 km). 7. Vegleiðin frá Siglufirði til Ólafs- fjarðai' um Fljótin verður aðeins 15 km lengri en Héðinsfjarðar- leiðin. Með þessari lausn fær Siglufjörður öruggar og góðar samgöngur, ekki bara austur inn í Eyjafjörð, heldur líka vestur í Skagafjörð og suður. 8. Búsetuskilyrði í Fljótum, sem og á öllu svæðinu, munu batna til muna vegna bættra samganga. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Fljót munu liggja miðsvæðis á nýju atvinnu- og þjónustusvæði sem nær frá Hofsósi til Dalvík- ur. 9. Fljótin, sem áður voru skilgreind sem jaðarbyggð í Skagafirði, verða skyndilega miðsvæðis á utanverðum Tröllaskaga. Byggðaþróunin getur snúist við. Endurskoðunar er þörf - nýtt arðsemismat nauðsynlcgt Mikil fækkun hefur orðið á íbú: um Fljótanna á síðustu árum. I umræðunum sem fram fóru fyi-ir sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði nú í vor var því lofað að hið nýja sameinaða sveitarfélag myndi gera allt sem hægt væri til að tryggja búsetu í jaðarbyggðum þess, svo sem í Fljótum. Það er því vel við hæfi nú að fara þess á leit við sveitarstjóm Skagafjarðar- byggðar að hún kanni til hlítar þau rök sem fram hafa verið sett fyrir réttmæti þessara tillagna og noti vel þau tækifæri sem bjóðast til eflingar og hagsbóta fyrir búsetu í Fljótum. Það eru einnig vinsamleg tilmæli til þingmanna kjördæmis- ins að þeh' taki þessar áætlanir í samgöngumálum til endurskoðun- ar. Þetta er eitt mesta hagsmuna- mál Skagfirðinga sem upp hefur komið fyrr og síðar. Sveinsson, ekki meiri en við vegtengingu um Héðinsfjörð. að samkvæmt nýlokinni arðsemis- úttekt væri uppbygging „vetrar- vegar“ yfir Lágheiði og vegtenging með jarðgöngum frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð arð- söm fjárfesting þegai' tillit væri tekið til allra félagslegra þátta á því svæði er samgöngubótanna nyti mest. Samkvæmt öruggum heimildum var þessi yfirlýsing gef- in út án þess að mín tillaga væri tekin með til samanburðar í arð- semisúttektinni. Þetta segir okkur sem fylgjumst með úr fjarlægð að pólitískt samkomulag sé í fæðingu um þessar vegaframkvæmdir. Þegar litið er yfii- meðfylgjandi kort sést fljótt að kostimir við veg- Höíundur er bóndi í Bjarnnrgili í Fljótuni. Vegtenging #: Fljót—Ólafs- fjörður(Holtsdalur-Kvíabekkur) Jarðgöng 7,85 km 2.800 m.kr. Vegskálar 0,3 km 180m.kr. Vegir_______4,5 km 120m.kr. Samtals 3.100 m.kr. Vegtenging: Fljót-Siglufjöröur (Nautadalur-Hólsdalur) Jarðgöng 4,1 km 1.470 m.kr. Vegskálar 0,3 km 180m.kr. Vegir_______5,0 km 120 m.kr. Samtals 1.770 m.kr. ALLS: 4.870 m.kr. Vegtenging 0: Siglufjörður- Héðinsfjörður-Ólafsfjörður Jarðgöng 10,2 km 3.700 m.kr. Vegskálar 0,6 km 360 m.kr. Vegir_______4,3 km IQOm.kr. Samtals 4.160 m.kr. Lágheiði 700 m.kr. Samtals 4.860 m.kr. Vegageröin: Forsendur vegna kostnaðarútreikninga Jarðgöng 360 m.kr./hver km Vegskálar 600 m.kr./hver km Vegir 25 m.kr./hver km Framtíðarlausnin frá 1996 gefur meiri arðsemi I umræðum um sameiningu sveitarfélaga við utanverðan Eyja- fjörð fyrir rúmum þremur árum varð krafan um jarðgöng á milli AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is mbl.is \LLTXKf= 6/777/VM£7 fJÝTrT~ Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Kjósum Vilhjálm H. Vilhjálmsson Sverrir Jakobsson sagnfræðingur skrifar: Sjálfstæðis- flokkurinn er bú- inn að stjórna mennta- og at- vinnumálum ís- lensku þjóðarinn- ar síðustu átta ár- in. Þennan tíma hafa kjör náms- manna verið skert svo um munar og Háskóli íslands verið í fjársvelti. Skóli sem svo er ástatt um stendur ekki undir þeim væntingum og metnaði sem Islend- ingar hljóta að gera til Háskólans sem æðstu menntastofnunar þjóð- arinnar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hef- ur reynslu af málefnum Háskólans úr störfum sínum sem formaður Stúdentaráðs og því maður sem kemur með víðtæka þekkingu á málefnum menntastofnana þjóðar- innar í stjórnmálin. Styðjum Vil- hjálm í 3. sæti Alþýðubandalagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar og tryggjum þannig að forgangsraðað verði í þágu menntunar við skipt- ingu ríkisútgjalda á Alþingi. ► Meira á Netinu Sverrir Jakobsson Albert á Austurvöll Jón Gunnar Gunnarsson, Garðsbiíð 1, Homafirði, skrifar: Alberti Ey- mundssyni hef ég verið samferða í góð 40 ár. Aldrei hef ég séð hann skara eld að eigin köku heldur hefm' hann í gegnum tíð- ina tekið að sér ýmis störf og verkefni er hafa verið í þágu heildarinnar umfram allt og mörg verið frekar vanþakk- lát. Fómíysi hans og elja við að hlúa að íþróttastarfi hér á Höfn er vel kunn í íþróttahreyfíngunni. Sveitarstjórnarstörf hans þekkja allir þeir er hafa starfað á þeim vettvangi síðustu áratugina. Eg man ekki til að andstæðingar hans hafi í nokkurn tíma efast um heið- arleik, sanngirni og dómgreind hans við ákvarðanatöku, ekki einu sinni eftirá þegar við vitkumst ávallt til mikilla muna. Ég er ekki í vafa um að Albert yrði einn af meiri sanngirnis- og réttlætisfulltrúum er á Alþingi setjast að loknum kosningum. Verk hans í gegnum tíðina bera öll þess merki. ►Meira á Netinu Jón Gunnar Gummrsson Austurlands- fjórðung með i spilinu Hrafnhildur Borgþórsdóttir, verslun- armaður, skrifar: Ég skora á sjálf- stæðiskonur og sjálfstæðiskarla á-- Austurlandi að brjóta blað í sögu Sjálfstæðis- flokksinns á ís- landi með því að kjósa Ambjörgu Sveinsdóttur í fyrsta sæti í prófkjörinu á morgun. Kona hefur aldrei skipað efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga, og með því að kjósa Arnbjörgu verða tvær flugur slegnar í einu höggi. Hún hefur fjögurra ára reynslu sem þingmað- ur, og hefur staðið sig með prýði og reynslan er mjög dýrmæt. Kjósið Arnbjörgu Sveinsdóttur til að vera fyrstu konuna sem skip- ar efsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins til alþingiskosninga. ►Meira á Netinu Hrafnhildur Borghórsdótíir Ungur maður með reynslu! Gunnar Alexander Ólafsson, fyrrver- andi formaður Sambands ungrajafn- aðarmanna, skrifar: Það er mér mik- ið gleðiefni að vita að meðal þátttak- enda í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík er ungur maður, Magnús Árni Gunnar MagnÚSSOn. Alexander Magnús Árna hef Olafsson ég þekkt J nokkur ár og tel mig vera ríkari mann fyrir vikið. Ég kynntist Magnúsi Ái-na þeg- ar hann gegndi starfi sínu sem for- maður Sambands ungra jafnaðar- manna, en það gerði hann af mikl- •, um áhuga og átti auðvelt með að fá fólk með sér til að takast á við verkefni. Einnig naut hann trausts langt út fyrir raðir ungra jafnaðar- manna og var það án efa viður- kenning á starfi hans innan Al- þýðuflokksins að á flokksþingi Al- þýðuflokksins árið 1994 var Magn- ús Árni settur yfir utanríkismálin ásamt Jóni Baldvini sjálfum. Magnús Ámi er sá maður sem á heiðurinn að því að hafa skrifað ályktun um aðild að Evrópusam- bandinu, sem síðar var samþykkt á Sambandsþingi SUJ 1990. Þar með var aðild að Evrópusambandinu komin í fyi'sta sinn í stefnu stjóm- málasamtaka. ► Meira á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.