Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 39 UMRÆÐAN Strákagöng-i js1 íarðgöng 7,8km Jarðgöng á Tröllaskaga í GREIN sem birt- ist í Morgunblaðinu 18. nóvember síðastlið- inn benti undirritaður á skynsamlegri og arð- samari vegtengingu með jarðgöngum á milli Sigluíjarðar og Ólafsfjarðar en áður hefur komið fram op- inberlega. Þessi veg- tenging er úr Holtsdal í Fljótum að Kvíabekk í Olafsfírði. Sparnaður getur numið allt að 2,2 miljörðum kr. Að kvöldi sama dags lýsti samgönguráðherra því yfír í fréttatíma sjón- varps að búið væri að ákveða veg- tengingu með jarðgöngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Að vísu gat ráðherra þess að ekki yrði hægt að ganga formlega frá þeirri ákvörðun í tíð þessarar ríkisstjórnar. I byrjun desember kom síðan yfirlýsing frá Vegagerðinni í útvarpsfréttum um Samgöngur Samkvæmt útreikning- um er kostnaður við vegtengingar með jarð- göngum úr Fljótum til Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, segir Trausti Siglufjarðar og Ólafs- fjarðai' um Héðins- fjörð _íýrst afdráttai'- laus. I septembermán- uði 1996 rituðum við hjón vegamálastjóra og viðkomandi sveitar- stjómum bréf þar sem við bentum á framtíð- arlausn, sem gæfi meiri arðsemi í sam- göngumálum hér á ut- anverðum Trölla- skaga. Framtíðar- lausnin fólst í gerð jarðganga úr Fljótum til Ólafsfjarðar, eins og áður hefur komið fram, og einnig veg- tengingu með jarðgönum úr Nautadal í Fljótum í Hólsdal í Siglufirði. Eftir sorglega reynslu af náttúruhamförum vegna snjóflóða á Vestfjörðum á síðustu árum hafa áherslur í snjóflóðaáhættumati breyst mjög mikið síðan 1996. Af þeim sökum hafa fyrirhuguð jarð- göng á vegtengingunni um Héðins- fjörð verið færð til þannig að lengd og kostnaður við gerð þeirra hefur aukist umtalsvert. Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum kemur í ljós að okkar tillögur um vegteng- ingar með jarðgöngum úr Fljótum til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eru ekki dýrari en vegtengingin um Héðinsfjörð og uppbygging Lág- heiðaivegai’. Draumalausn sem allir hags- munaaðilar geta verið sáttir við Trausti Sveinsson tengingu með jarðgangagerð úr Fljótum í Ólafsfjörð. og Siglufjörð era yfirgnæfandi þegar hagsmunir allra íbúa á þessu svæði eru hafðir í huga. Nefna má nokkur dæmi: 1. Héðinsfjörður verður áfram ósnortin náttúruperla. 2. Vegtengingin frá Siglufirði að Ketilási verður aðeins 10 km. Styttist um u.þ.b. 15 km. 3. Núverandi vetrarakstur um Al- menninga er oft viðsjárverður og hættulegur. Einnig er vegur- inn dýr í rekstri vegna snjó- moksturs og viðgerða sökum jarðskriðs. Með jarðgöngum frá Siglufirði inn í Fljót hverfa þessi vandamál. 4. Ótvíræður kostur fyrir Siglfirð- inga er að losna við óþægilega þungaumferð um bæinn, sem óhjákvæmilega fylgir vegteng- ingunni um Héðinsfjörð. 5. Vegleiðin frá Ólafsfirði og Dal- víkurbyggð í Skagafjörð og suð- ur verður 20 km styttri og auð- veldari yfirferðar á vetrum en Héðinsfjarðarleiðin. 6. Landbúnaðarbyggðin í Ólafsfirði nýtur betri þjónustu í snjó- mokstri fram að Kvíabekk á vetrum (9 km). 7. Vegleiðin frá Siglufirði til Ólafs- fjarðai' um Fljótin verður aðeins 15 km lengri en Héðinsfjarðar- leiðin. Með þessari lausn fær Siglufjörður öruggar og góðar samgöngur, ekki bara austur inn í Eyjafjörð, heldur líka vestur í Skagafjörð og suður. 8. Búsetuskilyrði í Fljótum, sem og á öllu svæðinu, munu batna til muna vegna bættra samganga. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Fljót munu liggja miðsvæðis á nýju atvinnu- og þjónustusvæði sem nær frá Hofsósi til Dalvík- ur. 9. Fljótin, sem áður voru skilgreind sem jaðarbyggð í Skagafirði, verða skyndilega miðsvæðis á utanverðum Tröllaskaga. Byggðaþróunin getur snúist við. Endurskoðunar er þörf - nýtt arðsemismat nauðsynlcgt Mikil fækkun hefur orðið á íbú: um Fljótanna á síðustu árum. I umræðunum sem fram fóru fyi-ir sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði nú í vor var því lofað að hið nýja sameinaða sveitarfélag myndi gera allt sem hægt væri til að tryggja búsetu í jaðarbyggðum þess, svo sem í Fljótum. Það er því vel við hæfi nú að fara þess á leit við sveitarstjóm Skagafjarðar- byggðar að hún kanni til hlítar þau rök sem fram hafa verið sett fyrir réttmæti þessara tillagna og noti vel þau tækifæri sem bjóðast til eflingar og hagsbóta fyrir búsetu í Fljótum. Það eru einnig vinsamleg tilmæli til þingmanna kjördæmis- ins að þeh' taki þessar áætlanir í samgöngumálum til endurskoðun- ar. Þetta er eitt mesta hagsmuna- mál Skagfirðinga sem upp hefur komið fyrr og síðar. Sveinsson, ekki meiri en við vegtengingu um Héðinsfjörð. að samkvæmt nýlokinni arðsemis- úttekt væri uppbygging „vetrar- vegar“ yfir Lágheiði og vegtenging með jarðgöngum frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð arð- söm fjárfesting þegai' tillit væri tekið til allra félagslegra þátta á því svæði er samgöngubótanna nyti mest. Samkvæmt öruggum heimildum var þessi yfirlýsing gef- in út án þess að mín tillaga væri tekin með til samanburðar í arð- semisúttektinni. Þetta segir okkur sem fylgjumst með úr fjarlægð að pólitískt samkomulag sé í fæðingu um þessar vegaframkvæmdir. Þegar litið er yfii- meðfylgjandi kort sést fljótt að kostimir við veg- Höíundur er bóndi í Bjarnnrgili í Fljótuni. Vegtenging #: Fljót—Ólafs- fjörður(Holtsdalur-Kvíabekkur) Jarðgöng 7,85 km 2.800 m.kr. Vegskálar 0,3 km 180m.kr. Vegir_______4,5 km 120m.kr. Samtals 3.100 m.kr. Vegtenging: Fljót-Siglufjöröur (Nautadalur-Hólsdalur) Jarðgöng 4,1 km 1.470 m.kr. Vegskálar 0,3 km 180m.kr. Vegir_______5,0 km 120 m.kr. Samtals 1.770 m.kr. ALLS: 4.870 m.kr. Vegtenging 0: Siglufjörður- Héðinsfjörður-Ólafsfjörður Jarðgöng 10,2 km 3.700 m.kr. Vegskálar 0,6 km 360 m.kr. Vegir_______4,3 km IQOm.kr. Samtals 4.160 m.kr. Lágheiði 700 m.kr. Samtals 4.860 m.kr. Vegageröin: Forsendur vegna kostnaðarútreikninga Jarðgöng 360 m.kr./hver km Vegskálar 600 m.kr./hver km Vegir 25 m.kr./hver km Framtíðarlausnin frá 1996 gefur meiri arðsemi I umræðum um sameiningu sveitarfélaga við utanverðan Eyja- fjörð fyrir rúmum þremur árum varð krafan um jarðgöng á milli AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is mbl.is \LLTXKf= 6/777/VM£7 fJÝTrT~ Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Kjósum Vilhjálm H. Vilhjálmsson Sverrir Jakobsson sagnfræðingur skrifar: Sjálfstæðis- flokkurinn er bú- inn að stjórna mennta- og at- vinnumálum ís- lensku þjóðarinn- ar síðustu átta ár- in. Þennan tíma hafa kjör náms- manna verið skert svo um munar og Háskóli íslands verið í fjársvelti. Skóli sem svo er ástatt um stendur ekki undir þeim væntingum og metnaði sem Islend- ingar hljóta að gera til Háskólans sem æðstu menntastofnunar þjóð- arinnar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hef- ur reynslu af málefnum Háskólans úr störfum sínum sem formaður Stúdentaráðs og því maður sem kemur með víðtæka þekkingu á málefnum menntastofnana þjóðar- innar í stjórnmálin. Styðjum Vil- hjálm í 3. sæti Alþýðubandalagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar og tryggjum þannig að forgangsraðað verði í þágu menntunar við skipt- ingu ríkisútgjalda á Alþingi. ► Meira á Netinu Sverrir Jakobsson Albert á Austurvöll Jón Gunnar Gunnarsson, Garðsbiíð 1, Homafirði, skrifar: Alberti Ey- mundssyni hef ég verið samferða í góð 40 ár. Aldrei hef ég séð hann skara eld að eigin köku heldur hefm' hann í gegnum tíð- ina tekið að sér ýmis störf og verkefni er hafa verið í þágu heildarinnar umfram allt og mörg verið frekar vanþakk- lát. Fómíysi hans og elja við að hlúa að íþróttastarfi hér á Höfn er vel kunn í íþróttahreyfíngunni. Sveitarstjórnarstörf hans þekkja allir þeir er hafa starfað á þeim vettvangi síðustu áratugina. Eg man ekki til að andstæðingar hans hafi í nokkurn tíma efast um heið- arleik, sanngirni og dómgreind hans við ákvarðanatöku, ekki einu sinni eftirá þegar við vitkumst ávallt til mikilla muna. Ég er ekki í vafa um að Albert yrði einn af meiri sanngirnis- og réttlætisfulltrúum er á Alþingi setjast að loknum kosningum. Verk hans í gegnum tíðina bera öll þess merki. ►Meira á Netinu Jón Gunnar Gummrsson Austurlands- fjórðung með i spilinu Hrafnhildur Borgþórsdóttir, verslun- armaður, skrifar: Ég skora á sjálf- stæðiskonur og sjálfstæðiskarla á-- Austurlandi að brjóta blað í sögu Sjálfstæðis- flokksinns á ís- landi með því að kjósa Ambjörgu Sveinsdóttur í fyrsta sæti í prófkjörinu á morgun. Kona hefur aldrei skipað efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga, og með því að kjósa Arnbjörgu verða tvær flugur slegnar í einu höggi. Hún hefur fjögurra ára reynslu sem þingmað- ur, og hefur staðið sig með prýði og reynslan er mjög dýrmæt. Kjósið Arnbjörgu Sveinsdóttur til að vera fyrstu konuna sem skip- ar efsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins til alþingiskosninga. ►Meira á Netinu Hrafnhildur Borghórsdótíir Ungur maður með reynslu! Gunnar Alexander Ólafsson, fyrrver- andi formaður Sambands ungrajafn- aðarmanna, skrifar: Það er mér mik- ið gleðiefni að vita að meðal þátttak- enda í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík er ungur maður, Magnús Árni Gunnar MagnÚSSOn. Alexander Magnús Árna hef Olafsson ég þekkt J nokkur ár og tel mig vera ríkari mann fyrir vikið. Ég kynntist Magnúsi Ái-na þeg- ar hann gegndi starfi sínu sem for- maður Sambands ungra jafnaðar- manna, en það gerði hann af mikl- •, um áhuga og átti auðvelt með að fá fólk með sér til að takast á við verkefni. Einnig naut hann trausts langt út fyrir raðir ungra jafnaðar- manna og var það án efa viður- kenning á starfi hans innan Al- þýðuflokksins að á flokksþingi Al- þýðuflokksins árið 1994 var Magn- ús Árni settur yfir utanríkismálin ásamt Jóni Baldvini sjálfum. Magnús Ámi er sá maður sem á heiðurinn að því að hafa skrifað ályktun um aðild að Evrópusam- bandinu, sem síðar var samþykkt á Sambandsþingi SUJ 1990. Þar með var aðild að Evrópusambandinu komin í fyi'sta sinn í stefnu stjóm- málasamtaka. ► Meira á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.