Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 42
43 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kjartan Magnús- son fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1976. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janú- ar síðastliðinn. Móð- ir hans er Björg Kjartansdóttir, f. 23. júlí 1950. Foreldrar hennar, Ásta Bjarnadóttir, f. 16. febrúar 1922, og Kjartan Sæmunds- son, f. 6. apríl 1911, d. 23. apríl 1963. Fósturfaðir Kjart- ans er Freysteinn G. Jónsson, f. 21. febrúar 1955. Foreldrar hans eru Dóra Hannesdóttir, f. 14. júní 1929, og Jón H. Júlíusson, f. 3. janúar 1926. Faðir Kjartans er Magnús Þórðarson, f. 19. des- Áður en Kjartan systursonur minn fæddist hafði Björg boðið mér að vera viðstödd fæðingu væntan- legs barns. Eg beið eins og verðandi faðir í margar vikur með smáhræðslu og eftirvæntingu eftir að upplifa stund barnsfæðingar. *Þegar kallið kom aðfaranótt 1. október 1976 þaut ég af stað upp á fæðingardeild með berjandi hjartslátt en þegar þangað kom var mér ekki hleypt inn í fæðingarher- begið vegna þess að ég var ekki fað- ir barnsins. Ljósmæður fæðingar- deildarinnar skildu vonbrigði mín vel og til að bæta mér þessa upplif- un fékk ég drenginn í fangið áður en hann var baðaður og færður í föt. Þessi stund rifjast nú upp fyrir mér þegar ég hef setið við dánarbeð iíians og horft á líf þessa unga, fal- lega manns fjara út. Kjartan var fullkomlega heil- brigður drengur og með þá eigin- leika sem fylla mann lotningu. Eg man fyrst eftir því hversu óvenju- legur hann var þegar Ásta Margrét systir hans fæddist. Hún var fyrir- ferðarmeiri en hann og þurfti at- hygli og talsverða umönnun og alltaf þegar mamman var að hugsa um litlu stelpuna sat Kjartan, þá tæplega tveggja ára gamall, og horfði á og beið eftir að röðin kæmi að honum. Um leið og tíminn leyfði var hann farinn að gæta að systur sinni og vaka yfir velferð hennar. Hann var ekki hár í loftinu þegar ‘^iann leiddi hana út á róluvöll og passaði hana fyrir öllum hættum og uppátækjasemi. Hún var hins vegar á þessum árum kærulausari og naut þess að vera undir verndarvæng stóra bróður. Þessi litlu systkini voru einstök. Um það leyti sem Kjartan var að byrja í skóla kom í ljós að eitthvað var athugavert við sjónina hans, hann gat ekki raðað stöfunum í rétta línu á blað, gat illa einbeitt sér og allt var svo erfítt. Eftir mikla leit og rannsóknir kom í ljós að hann var haldinn sjúkdómi sem byrjar á blindu og endar með hrömun á líkama og heilastarfsemi. Ári síðar greindist litla systir hans með sama -sjúkdóm. Harmur okkar allra var mikill og óttinn óbærilegur. Hvernig ætti hún Björg okkar að fara í gegnum þetta? Og spurningarnar voru fleiri + Haraldur G. Guðmundsson netagerðarmaður fæddist á Patreksfírði 6. ágúst 1917. Hann lést í Landspítalanum 3. janúar og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. janúar. Kæri afí, eftir að þú fórst frá mér hef ég velt því fyrir mér ■Jvernig sé að deyja og hvað þú og amma séuð að gera uppi á himnum. ember 1947, for- eldrarar hans voru Hrefna Bjarnadóttir, f. 16. október 1924, d.16. febniar 1989, og Þórður Áskell Magnússon, f. 29. desember 1922, d. 4. maí 1991. Systkini Kjartans eru Þórður Áskell Magnússon, f. 18. nóvember 1967, og Ásta Margrét Magnúsdóttir, f. 18. maí 1978. Hálfbræð- ur Kjartans _ sam- feðra eru Ólafur Hrafn og Kormákur Orn. Kjartan bjó síðustu æviár sín í sambýli blindra í Stigahlíð 71. Utför Kjartans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. en svörin. Við áttum engin svör, við vorum algjörlega máttvana. Við vissum ekki þá allt sem við vitum núna, við vissum ekki hvað það er hægt að eiga hamingjuríkt líf með fötluðum einstaklingum. Fyrstu ár- in voru erfiðust, við íylgdumst með Björgu berjast áfram með hags- muni þeirra í fyrirrúmi. Þetta var oft á tíðum erfíð barátta við kerfi og fordóma. En með seiglunni og óbugnadi viljastyrk hafði hún alltaf sitt í gegn. En það var ekki bara Björg sem ruddi þeim brautina, Kjartan hálpaði til, því allir sem kynntust honum heilluðust af stór- kostlegri kímni hans og hnyttnum svörum sem hittu svo oft á sannleik- ann í einfeldni sinni. Væntumþykja og umhyggja allra þeiri-a sem störfuðu með Kjartani urðu til þess að síðustu árin bjó hann við full- komið öryggi. Kjartan kenndi okkur svo margt, okkur sem lifum og hrærumst í vel- ferðarþjóðfélaginu á tölvuöldinni með öllum þeim hraða sem því fvlg- ir. Hann var auðugri en við öll hin til samans því i hugarheimi sínum bjó hann við mikið ríkidæmi, hann átti milljarða af ki'ónum og þotur sem flugu út um allan heim, hann var flottastur allra og þar að auki aðstoðaði hann John Lennon við að semja flest af hans bestu lögum. Hann var sannkallaður heimsborg- ari sem tókst að lifa lífínu í sínum fatlaða líkama með mikilli reisn og þótt hann gæti lítið tjáð sig síðustu árin vissi maður alltaf hvenær manni var boðið í ferð eða fékk að gjöf milljón eða tvær. Eitt af því sem Kjartan hafði um- fram aðra menn var kvenhylli, hann naut umhyggju kvenna allt sitt líf, fyrst og fremst móður sinnar, en á eftir henni kom fjöldinn allur af konum á öllum aldri sem kolféllu fyrir honum. Þessum konum vafði hann um fingur sér, pirraði þær oft því hann gat verið óvæginn og mis- kunnarlaus en fékk þær oftast til að hlæja áður en stormasömum rökræðum lauk. Það urðu því mikii umskipti í lífi Kjartans þegar keppi- nautur kom fram á völlinn og hugðist eignast hlutdeild í lífi móður hans. Hann barðist hetjulega við þennan óboðna gest og beitti öllum brögðum til að hrekja hann á brott. En smám saman sá hann að þetta Frá því að þú lést hef ég saknað þín mjög og ég man ennþá hvemig seinasti kossinn frá þér var. Þú varst besti sjómaður sem ég hef hitt og mun hitta og það verður aldrei neinn betri. Þú vissir allt um þessa yndislegu físka okkar mann- fólksins. Eg man hvemig við fóðmuðumst og ég hlakkaði alltaf til að sjá þig aftur. Ástar- og saknaðarkveðja, Kristín Lára Helgadóttir. var ekki með öllu vitlaust, hann þurfti samherja, hann þekkti jú eig- inlega ekkert nema konur og það gat nú verið gott að eignast karl- mann að vini. Þessi vinur, Frey- steinn, sem síðar varð eiginmaður Bjargar og fósturfaðir Kjartans, reyndist honum ómetanlegur vinur og faðir. Það var vermandi fyrir Björgu og okkur öll hversu margar af þeim konum sem hafa Kjartan hann í gengum árin komu til að kveðja hann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur síð- ustu dagana í veikindum hans og væntumþykjan og umhyggjan fyi'ir velferð hans duldist engum. Þor- björn, kennari systkinanna í blindradeildinni sem hlustaði með endalausri þolinmæði og skráði all- ar ævintýrasögurnar hans, fær sér- stakar þakkir, þessar sögur hefðu gleymst án hans djúpa skilnings á því hversu dýrmætar þær eru okk- ur í dag. Ég bið algóðan Guð að umfaðma þennan elskaða dreng, móður hans, fósturföður, systkini og alla þá sem þótti vænt um hann og leiddu í gegnum lífíð. Margrét. Fráfall Kjartans systursonar okkar þurfti ekki að koma á óvart. I 14 ár höfum við fylgst með því hvernig andleg og líkamleg færni hans hefur fjarað út og jafnlengi höfum við vitað að Kjartan færi frá okkur ungur. Samt vorum við ekki undir það búnar að missa hann. Kjartan var alltaf einstakur, bæði sem heilbrigður drengur og fatlaður ungur maður, og það var undravert hvernig honum tókst að halda per- sónuleika sínum þegar allt annað var frá honum tekið. I sérhverri baráttu var Kjartan þrautseigur og sterkur, en í ósigri æðrulaus. Hann var skapheitur og stríðinn húmoristi sem hlífði engum ef hon- um mislíkaði, en ástríki og blíðu endurgalt hann margfalt. Sá fjöldi kvenna sem kom að dánarbeði Kjartans bar vitni um þann kærleik sem hann vakti í brjóstum þeirra. Karlmenn áttu hins vegar síður upp á hans pallborð, ef frá eru taldir menn á borð við Kim Larsen, John Lennon og Freysteinn, sem skipuðu hjá honum sérstakan sess. Það var glaður Kjartan sem borðaði með okkur á aðfanga- dagskvöld og gantaðist við mömmu sína. Sjálfsmeðaumkun þekkti hann aldrei, þvert á móti talaði hann um sig sem ríkan mann og í örlæti átti hann engan sinn líka. Nú hefur milljarðamæringurinn kvatt, en okkur eftirlætur hann banka fullan af minningum. Ásta og Sæunn. Elskulegur ungur maður, Kjart- an Magnússon, hefur kvatt jarðlífíð. Vitað var fyrir að lífsgang- an yi'ði ekki löng. Hann skilur þó eftir sig djúp spor í huga og hjört- um ástvina sinna, og þeirra sem kynntust honum, unnu með honum eða önnuðust hann. Hann átti svo margar góðar guðsgjafir sem hönd fær ekki fest á eins og meðfædda gleði, hressilegan hlátur, kímnigáfu, frásagnargleði ævintýr- anna, handlagni smiðsins og tónlist- aráhuga en þar voru Bítlarnir efstir á blaði. Það má lengi upp telja þá gleði og ást sem hann veitti öðrum. Minningai'nar ylja um langan tíma hans góðu ástvinum sem sárt syrgja drenginn sinn en vita að þjáningum hans er lokið. Elsku Björg og Bóri, Þórður, Ásta Margrét og aðrir ástvinir hans, við biðjum algóðan guð að styðja ykkur og styrkja á þessari ei'fíðu göngu. Þau ljós sem skærast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyn' en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfí ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Kjartan, vertu kært kvaddur og guði geymdur og þökk fyrir að hafa fengið að njóta þess að kynnast þér. Dóra og Jón. Við systurnar viljum í fáum orð- um minnast fyiTverandi skólafélaga okkar og vinar. Við munum fyrst eftir Kjartani þegar hann kom í Blindradeild Álftamýrarskóla, þar sem hann vai' með okkur í nokki’a vetur. Upp í hugann koma margar ánægjustundir þegar við lékum okkur saman í Blindradeildinni. Þar var oft líf og fjör þegar farið var í fótbolta með bjöllubolta á göngum Blindradeildarinnar. Kjartan var mjög viljasterkur og gafst ekki svo auðveldlega upp. Það sýndi sig vel í þrumuskotum og keppnisskapi hans í æsifjörugum fótboltaleikjum. Haustið 1991 skildu leiðir þegar Kjartan yfirgaf Blindradeildina og hóf nám í Oskjuhlíðarskóla. Þá var hrörnunarsjúkdómurinn, sem endaði með andláti þessa unga manns, farinn að segja nokkuð til sín. Eftir að leiðii' skildu sáumst við ekki oft en höfum fylgst með honum úr fjarlægð í gegnum mæður okkar. Það vekur mann alltaf til um- hugsunar þegar einhver deyr í blóma lífsins. Á slíkum stundum ættu þeir sem heilbrigðir eru að vera þakklátir fyrir það sem þeir hafa. Þetta kenndi Kjartan okkur m.a. en skapgerð hans og atorka á sameiginlegum skólaárum okkar gleymist seint. Kæri vinur, við kveðjum þig hinstu kveðju í dag. Við og fjöl- skylda okkar sendum Björgu, Frey- steini, Ástu Margréti, Þórði og öðr- um vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sólveig og Sigrún. Með söknuði kveðjum við góðan vin, Kjartan Magnússon, og þökk- um honum samfylgdina. En svo eru vonimar - vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfír kvalir og kíf - og kennist, þá bemskan er úti. Þær tala um sífógur sólskinslönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en frjálst allt, sem Drottinn léði. Og því er oss erfítt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Ben.) Elsku Björg, Ásta Margi'ét, Þórður, Freysteinn og aðrir ástvin- ir. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Halla, Haukur, Hákon, Heba, Helga og Jón Orn. Látinn er í Reykjavík Kjartan Magnússon aðeins rúmlega 22 ára gamall. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans, sem var nemandi minn í allmörg ár og sem ég síðan hélt alla tíð tengslum við. Það voru að koma jól. Kjartan lá í rúminu sínu í Stigahlíðinni og við rúmið sátum við Ásta Margrét syst- ir hans. Ég var að ræða við þau um jólin, fæðingu Jesú, jólagjafir, jóla- mat og fleira tilheyrandi jólunum og á milli reyndum við að syngja örfá jólalög m.a. „Bjart er yfír Bet- lehem“. Kjartan gat aðeins tekið lítillega undir með okkur, sungið eitt og eitt orð í sálminum sem hann annars kunni svo vel áður fyrr, þó var auðveldast orðið að skilja hann þegar hann söng. Það var ró og friður yfir Kjartani, honum virtist líða vel, var reyndar alla tíð vel trúaður og trúði því m.a. KJARTAN MAGNÚSSON HARALDUR G. GUÐMUNDSSON að Guð myndi veita honum aftur góða heilsu og sjónina sem hann hafði misst og þekkti svo vel hversu mikils virði var að eiga. Kjartan kunni margar bænir sem mamma hans hafði kennt honum og hann fór með áður en hann fór að sofa. Ég veit að trúin var Kjartani mikils virði í öllum þeim erfiðleikum sem hann þurfti að upplifa. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Kjai'tan. Hér á eftir eru nokkrar eldri minningar: Ungur drengur, sennilega 8-9 ára var mættur með móður sinni og afa í Blindradeild Álftamýrarskóla, hafði verið greindur með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm og sjónin var þegar farin að daprast. Þessi ungi drengur var Kjartan Magnússon og nú átti hann í allmörg ár eftir að stunda nám sitt í blindradeildinni og þar hófust okkar kynni, sem síð- an héldust alla tíð. Snemma árs 1991 hóf Kjartan svo nám í Öskjuhlíðarskóla og sama haust byi'jaði ég einnig að kenna þar. Eflaust hefur Kjartan haft miklar væntingar til skólavistar sinnar, því hann var vel greindur og öðrum góðum kostum búinn, en sjúkdóm- urinn breytti þar öllu, með minnk- andi sjón gat hann fljótlega ekki fylgst með í bekknum sínum og í vaxandi mæli varð hann að stunda nám sitt inni í blindradeildinni og svo fór að sjónin hvarf alveg og fleira að láta sig, þá fór hann í Öskjuhlíðarskólann þar sem hann svo lauk sinni skólagöngu vorið 1994. Síðustu árin átti Kjartan heimili á sambýli að Stigahlíð 71 og þar var vel um hann hugsað sem og líka í Lyngási, en þar var hann í dagvist í mörg ár. Ekki má gleyma því að Kjartan var einu sinni sjáandi, vel gefinn, heilbrigður drengur sem hafði væntingar um glæsta og góða fram- tíð. Hann lék sér við önnur heil- brigð börn og sótti skóla með þeim og var á allan hátt venjulegur bæði í gleði og sorgum. Hversu erfitt hef- ur það verið fyrir hann, móður hans og aðra nána aðstandendur þegar hann greindist með þann hræðilega sjúkdóm sem smátt og smátt braut hann niður. Er nokkuð undarlegt þó að viðbrögð Kjartans væru oft hörð og okkur sem umgengumst hann stundum erfið? Það var varla nema á tvennu von, annars vegar að berjast eða gefast upp. Kjartani var aldrei uppgjöf í huga. Hann bar höfuðið hátt meðan hann gat, var ógleymanlegur þeim sem honum kynntust og ætíð drengur góður og vinsæll af öllum þeim sem umgengust hann. Dauða sínum tók hann með sömu reisninni sem jafnan hafði auðkennt líf hans. Ég vil færa Kjartani alúðar þakk- ir fyrir öll árin sem við áttum sam- an, þau verða mér ætíð ógleyman- leg. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Björg, Ástu Margrétar, Þórðar og Freysteins sem og til allra annarra sem stóðu Kjartani nærri og þótti vænt um hann. Ég flyt ykkur einnig einlægar samúðarkveðjur frá þeim kennur- um og starfsfólki Öskjuhlíðarskóla sem kynntist Kjartani þegar hann var nemandi þar. Þorbjörn Bjarnason. Elsku Kjartan, vinurinn okkar allra! Nú ertu farinn frá okkur, burt úr þessum harða heimi. Eftir lifir minningin sem aldrei verður frá okkur tekin. Ótal minningar sem við munum ylja okkur við á ókominni tíð. Þú áttir þínar erfiðu stundir en miklu, miklu oftar varstu glaður og alltaf „flottastur í heimi“. Þér þótti vænt um alla sem í kringum þig voru þótt stundum fengjum við bæði skýr og skorinorð svör þegar þér þóttu ekki passandi tilsvörin okkar eða handtökin þegar við aðstoðuðum þig. Þetta gleymdist alltaf á svipstundu og fyrr en varði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.