Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 47 JON HEIÐAR AUSTFJÖRÐ + Jón Heiðar Auslíjörð, pípu- lagningameistari, fæddist 10. júlí 1926. Hann lést 5. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 17. des- ember. Elsku afí, engillinn minn, nú hefur þú flögrað á brott frá okk- ur. Flögrað á vit hins víða alheims, farið til heimkynna sálarinnar. Að vissu leyti er ég feginn að þú fórst svona fljótt, þótt það væri mjög sárt fyrir okkur sem eftir voru, en ég hugsa að það hafi verið það besta fyrir þig. Það var orðið sárt að sjá hve líkami þinn þjáðist eftir löng veikindi og alla þessa vinnu. Nú ertu laus við þjáningar lífsins, horfinn á braut hins óþekkta, yfir í annan heim. Ég hef undanfarið hugsað mikið til þessara fallegu orða, sem mér finnst eiga mjög vel við hér: „Þótt augum ég beini út í ómælis geim, ertu samt nálægur mér! Því stjarnanna blik og birtan frá þeim, ber mér glampa frá þér.“ (Hala Satavahana.) Elsku afi, þú átt mikið pláss í hjarta okkar allra og eigum við eft- ir að minnast þín með söknuð í hjarta, en engu að síður með gleði yfir góðum minningum um þig. Þú varst sannkallaður engill í lífi okkar, uppspretta yndis og góðvild- ar. Nú getur þú flögrað frjáls um hin víðu himinhvolf án allra verald- legra hafta og þjáninga. Friður sé með þér í ómældum víddum alheimsins. Fyrir hönd okkar systkinanna, Ásthildur Austfjörð. Elsku afi. Það var sárt hvað þú varst tekinn fljótt frá okkur. Mig langaði svo mikið til þess að kveðja þig, kyssa þig og faðma fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína litlu áður en þú varst tekinn frá okkur. Það er eins og þú hafir verið að bíða eftir því að fá að sjá hana í síðasta skipt- ið og það í sínu fallegasta pússi. Það er ennþá sárt að hugsa um að þú sért farinn og við fáum ekki að sjá þig aftur fyrr en við komum í faðm þinn þarna í hinu óendanlega. Hinn 5. desember var ég að fara að skíra litlu stelpuna mína er hjartað þitt gaf sig. Mér fannst svo leitt að þú hefðir ekki fengið að heyra nafnið á litla englinum mínum en þér hefur verið sagt frá því þegar þú komst á leiðarenda. Það bjóst enginn við því að þú myndir fara svona fljótt því að þú varst að gera grín á meðan þið voruð að bíða eftir okkur. Ég veit að þú hafðir mikið fyrir að gera þig fínan áður en þú komst í kirkju. Þegar ég var lítil stelpa þá kom ég oft eftir skóla til ykkar ömmu. Eg man að við vorum mjög oft að gera spilaborgir inni í stofu hjá ykkur ömmu niðri í Ránargötu, svo gerðum við alltaf eitthvað skemmti- legt sem geymist bara í minningu okkar og ég man eftir því að í flest öll skipti sem ég kom til ykkar varst þú annaðhvort að leggja kap- al á eldhúsborðinu, spila rommí við ömmu eða þú varst niðri á baði að raka þig og gera þig fínan. Þú varst dugnaðarmaður og alltaf að vinna. Síðan fluttuð þið í Lyngholt og það var alltaf notalegt að koma til ykk- ar hvort sem er niður eftir eða í nýja húsið ykkar. Við fjölskyldan vorum alltaf velkomin til ykkar hvort sem var um nótt eða dag. Þið voruð alltaf tilbúin til þess að hlusta á okkar vandamál, sama af hvaða tagi það var. Þú unnir starfi þínu vel og þegar þú hættir að vinna sagðir þú við mig að það væri miklu betra að vinna en að sitja og gera ekki neitt. Þú varst svo mikill barnavinur og vildir gera allt fyrir þau og gefa allt sem þú áttir til þess að þau yrðu ánægð. Ykkur ömmu leið alltaf vel sam- an og þið voruð sem eitt, þið hlökk- uðuð mjög til jólanna í nýja húsinu ykkar, húsinu ykkar meðan þið vor- uð sem eitt. Én elsku amma mín, afi verður alltaf með þér og líka á nýju jólunum í húsinu ykkar. Því þér var ætlað eitthvert mikilvægt hlutverk. Ég veit ekki hvernig jólin verða án þín þegar ég er svo vön að koma til ykkar á aðfangadag eftir að ég var búin að borða og opna pakkana. Elsku afi minn, ég vona að þér líði betur þarna sem þú ert og sért kominn í faðm ástvina þinna sem munu passa þig og kenna þér allt sem þú þarft að læra. Þarna finnur þú engan sársauka og von- andi ekkert nema hamingju, þú átt það skilið. Ég vona að þú sért með okkur og hjálpir okkur þegar við eigum eitthvað erfitt og í sorginni. Þú ert alltaf til í huga okkar og hjarta og sál um ókomna tíð. Ég veit að þú vakir yfir öllum börnun- um þínum, hjálpar þeim og elskar. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til og elskað okkur alveg upp úr skón- um. Og nú kveð ég þig með hjartað hjá þér. Elsku amma mín, ég vona að þú sért sterk í sorginni og hafir það gott um ókomna tíð. Við erum til staðar ef þig vantar eitthvað, ástúð, faðmlag eða bara hvað sem er. Elsku pabbi, líttu fram á bjartan veg og láttu þér líða vel. Guð styrk- ir vonandi alla ástvini og kunningja í sorginni og okkur öll hin. Þín Heiðdís Austfjörð. Elsku afi minn. Laugardagurinn 5. desember verður mér alltaf ofariega í huga, dagurinn sem þú varst tekinn frá okkur. Og á þessum erfiðu dögum streyma fram allar yndislegu minn- ingarnar sem ég á um þig. Hversu gott mér þótti að skríða upp í rúm á milli þín og ömmu á morgnana þeg- ar ég var lítil eða fá að sofna í heitu holunni þinni þegar þú fórst að vinna og finna afalyktina sem var svo góð. Þú hafðir alltaf áhuga á því hvernig mér gekk í skólanum og vildir fá að sjá einkunnirnar mínar að loknum prófum, og mér þótti vænt um þegar þú hrósaðir mér og sagðist vera stoltur af mér þegar veþgekk. Ég man alltaf þegar þú gafst mér fyrsta hjólið mitt og ég var svo montin að eiga hjól sem var ekki með hjálpardekkjum og þú stóðst og horfðir á mig hjóla alveg sjálf út alla Ránargötuna. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og varst alltaf til- búinn að aðstoða mig ef ég þurfti á því að halda. Ég gæti eflaust haldið endalaust áfram en hjarta mitt er fullt af minningum. Þú hefur gefið mér svo margt og fyrir það vil ég þakka þér. Ég mun sakna þín mikið en ég veit að þú ert kominn á stað þar sem þér líður vel. Elsku amma mín, megi guð styrkja þig í þinni miklu sorg og okkur öll. Er sárasta sorg okkur raætir, og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Þín Harpa. MARTA THORS + Marta Thors fæddist í Reykjavík 28. mars 1918. Hún lést í Reykjavík 20. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 30. desember. Hún Marta var ekki allra. Þegar ég hóf að venja komur mínar á Vesturbrún 18 á ung- lingsaldri fannst mér hún lengi framan af fjarlæg. Kurteisi hennar og gest- risni var óaðfinnanleg en einhver strangleiki í fari hennar gerði mig feimna. Þetta var áður en ég fór að hlæja með Mörtu og hlusta á magnaðar frásagnir hennar úr fjarlægum heimshornum og mein- fyndnar athugasemdir um menn og málefni. Seinna kom í Ijós að það sem mér hafði virst strangleiki í upphafi kynna okkar reyndist sterk skel utan um óvenju við- kvæma lund. Mér er nær að segja und. Þessa skel hafði Marta hjúpað sig sennilega af nauðsyn í lífsins ólgu- sjó. Andstæðurnar í fari Mörtu gætu verið afleiðing óvenjulegra aðstæðna í nánast op- inberum uppvextinum. Þó grunar mig að svip- að geðslag einkenni marga í hennar ætt. Dulinn harmrænn undirtónn gæddi per- sónuleikann ljóðræn- um blæ. Næmi hennar var við brugðið og oft fannst mér sem hún sæi gegnum holt og hæð- ir. Þegar ég kynntist Mörtu fyrst þurfti ég nauðsynlega að ná sam- bandi við Guðrúnu dóttur hennar u.þ.b. tíu sinnum á dag, að ung- linga sið. Það var sama við hvað ég truflaði hana, oftast við píanóleik, alltaf bar hún fulla virðingu fyrir yfirgengilegum þörfum mínum svo að mig undrar það síðan. Ég hef reynt að temja mér þá virðingu fyrir unglingum sem hún sýndi mér og ekki síður dætrum sínum. Hún kenndi mér reyndar fleira því húsmóðurstolt mitt, lifrarkæfan og hvítkálssalatið, er ættað úr eldhúsi hennar. Ég var eins og fleiri innilega vel- komin í hús þeirra Péturs og þau reyndust mér bæði góð og gjöful. I stofunni þeirra hlustaði ég á píanó- snillinga og drakk vín úr kristals- staupi. í bókaherbeginu logaði gjarnan eldur í arni en fyrir ofan trónaði Jón Sigurðsson sverð og skjöldur. Þetta umhverfi er í minn- ingunni tengt örvandi samræðum og vellíðan. A þessum ánim var Marta heimavinnandi húsmóðir. Það var ekki fyrr en löngu seinna þegar við Marta fórum saman til Énglands að heimsækja Guðrúnu að ég hitti fyrir heimskonuna Mörtu. Á er- lendri grundu var hún á heimavelli, virtist þekkja allt eins og hún væri niðrí Austurstræti, jafnvíg á ensku og frönsku og annara manna siði og venjur. Ég man ekki á hvað ég var að stara í London þegar hún hnippti í mig og sagði á sinn hár- fína hátt: „Þú glápir svo fallega, eins og eyjarskeggi." Ég kveð Mörtu með söknuði. Dóra Thor. + Elskuleg frænka okkar, AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hjaltabraut 33, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 13. janúar. Ása Karlsdóttir og frændfólk. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA AÐALSTEINSDÓTTIR, Miklubraut 13, Reykjavík, lést aðfaranótt þriðjudagsins 12. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, 1 ■ Hólmgarði 9, \* m M i 'mr X# %, f andaðist fimmtudaginn 14. janúar á Sjúkra- I L húsi Reykjavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, i ^ ..Jk börnin. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINN STEFÁNSSON fyrrum bóndi Viðihóli, Fjöllum, til heimilis á Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður Löngumýri 12, Akureyri, andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 13. janúar. Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halidóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja S. Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku maðurinn minn, faðir okkar og afi, FRIÐVIN JÓHANN SVANUR JÓNSSON vélstjóri, Suðurbraut 3, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju á morgun, laugardaginn 16. janúar, kl. 12.30. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Elín Vilborg Friðvinsdóttir, Jón Sigurður Friðvinsson, Heimir Örn Friðvinsson, Valur Smári Friðvinsson, Halldór Frosti Friðvinsson, barnabörn og aðrir vandamenn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA J. BLUMENSTEIN, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Tómasarhaga 45, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 18. janúar kl. 13.30. Dóris Nílsson, Uno Nílsson, Nína Blumenstein, Ingimundur T. Magnússon og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.