Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spenna eykst í bandarískum stjórnmálum Er tími kvenna kominn? BAKSV,Ð Vera kann að eiginkonur tveggja þekkt- ustu stjórnmálamanna Bandaríkjanna verði í framboði árið 2000. Ásgeir Sverris- son segir frá vangaveltum um að þær Hill- ary Clinton og Elizabeth Dole hyggist stíga út úr skugga eiginmanna sinna og gera atlögu annars vegar að öldungadeild- inni en hins vegar að sjálfu Hvíta húsinu. UTLIT er fyiir að konur verði venju fremur áber- andi í bandarískri stjóm- málaumræðu næstu miss- erin. Tvær mjög þekktar konur, sem teljast í þungavigtarflokki í banda- rískum stjómmálum, hafa gefið til kynna að þær hyggist láta til sín taka í kosningunum haustið 2000. Hér ræðir um þær Hiliary Clinton, eigin- konu Bandaríkjaforseta, og Eliza- beth Dole, eiginkonu Bobs Dole, sem Clinton lagði að velli í forsetakosn- ingunum árið 1996. Hugsanlegt framboð þessara kvenna hefur þegar kailað fram mikl- ar umræður og vangaveltur í Banda- ríkjunum. Hillary Clinton staðfesti í liðinni viku að hún væri að hugleiða framboð í kosningunum árið 2000 en samstarfsmenn hennar og aðdáendur munu nú þrýsta ákaft á hana um að gefa kost á sér þá um haustið. Er þá horft til kosninga til öldungadeildar- innar í New York-ríki en hvert hinna 50 ríkja Bandaríkjanna á tvo fulltrúa í þessari deild þingsins. Fáni Dole á Ioft á ný? Elizabeth Dole er vitanlega ekki jafn þekkt utan Bandaríkjanna en hún á athyglisverðan feril að baki auk þess sem hún hefur jafnan stutt eiginmann sinn Bob Dole dyggilega á stjómmálabrautinni. Ummæli frú Dole á síðustu vikum gefa til kynna að hún sé alvarlega að hugsa um að gefa kost á sér í forkosningum Repúblíkanaflokksins í því augnamiði að verða útnefnd frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum árið 2000. Frúin kann þess vegna að taka upp merki eiginmannsins, sem ítrek- að sóttist eftir húsbóndavaldi í Hvíta húsinu en hefur nú dregið sig í hlé. Sjálf hefur Elizabeth Dole ekki lýst því yfir með óyggjandi hætti að hún hyggist sækjast eftir útnefningu flokksins en framganga hennar öll er hins vegar til mai-ks um að hún hafi slíkt í undirbúningi. í janúar til- kynnti frú Dole að hún ------------ hefði afráðið að segja af sér embætti forseta Rauða kross Bandaríkj- anna og hún hefur verið óvenju mikið á ferðinni í New Hampshire-ríki en þai- hefjast að öllu jöfnu prófkjör Repúblíkana- flokksins. Gott gengi í New Hamps- hire hefur löngum verið talið eitt helsta skilyrði þess að frambjóðandi geti gert sér vonir um að standa uppi sem fulltrúi flokks síns í forsetakosn- ingum. Fyrr í mánuðinum fluttí Elizabeth Dole ræðu í New Hampshire, sem erfitt var að túlka með öðrum hætti en þar færi frambjóðandi til embætt- ráðgáta ast verðugui- andstæðingur ákveði hún að fara fram. Skoðanakannanir gefa t.a.m. til kynna að hún myndi sigra A1 Gore, núverandi varaforseta Clintons, sem allt bendir til að verði fulltrúi Demókrataflokksins. Elizabeth Dole gæti vafalaust sótt verulegt fylgi til kvenna, sem reynst hafa tryggir kjósendur demókrata í undangengnum forsetakosningum. Ýmislegt bendir til þess að Gore eigi undir högg að sækja í þeim herbúð- ELIZABETH Dole ræðir við fréttamenn er hún var á ferð í New Hampshire á dögunum. Reuters is forseta. Opinberlega átti ræðan að vera eins konar kveðjuávarp hennar til Rauða krossins, sem hún hafði stýrt frá 1991, en frú Dole kaus að nota tækifærið og fjalla um fram- göngu sína í embætti á mjög svo póli- tískum nótum. Hógværðin reyndist ekki vefjast fyrir henni er hún rifjaði upp framgöngu sína í embætti for- seta Rauða krossins, sem hún lýsti sem þrotlausri sigurgöngu stofnun- arinnar og hafði þar raunar nokkuð til síns máls. Dugleg og hæfur stjórnandi Víst má heita að frammistaða hennar í þessu embætti verðm- tekin til rækilegrar skoðunar ákveði hún að fara fram. Almennt virðist fjái- hagur Rauða krossins bandaríska hafa vænkast í forsetatíð hennar en hins vegar er hún vænd um að hafa ráðið fyrrum pólitíska samherja í margvísleg embætti innan samtak- anna auk þess sem hún þykir um of hafa treyst á persónuleg tengsl sín við valdamenn og auðkýfinga til að fá þá hinu sömu til að láta fé af hendi rakna til starfseminnar. Þá halda andstæðingar frúarinnar því fram að hún hafi úr hófi fram nýtt sér embættið til að treysta og fegra ímynd sína. Þetta hafi hún aukin- heldur augljóslega gert til að auka möguleika sína á hinum pólitíska leikvelli. Hún hafi skipulega forðast að nafn hennar væri bendlað við nokkuð það sem talist gæti „óþægi- legt“ í rekstri Rauða krossins. Aðdá- endur hennar fullyrða hins vegar að leitun sé að hæfari stjórnanda og undir það hafa ýmsir, sem ekki fylla þann flokk, neyðst til að taka. Reynsla hennar er enda mikil og Elizabeth Dole hefur sýnt og sannað að þar fer greind kona og hæf á mörgum sviðum. Enn liggur ekki fyrir hveijir hyggjast gefa kost á sér í forkosning- um Repúblíkanaflokksins vegna for- setakosninganna. Margir þekktii- --------- menn hafa verið nefndir til Elizabeth Dole sögunnar m.a. George er mörgum Bush ynfTÍ og Dan Qu- ayle, fyrrum varaforseti. Ljóst er hins vegar að Elizabeth Dole mun reyn- HILLARY Clinton hefur stutt dyggilega en kann nú að hyggja feril í stjóramálum. um enda þykir maðurinn í meira lagi „trénaður“ og heldur ólíklegur til að vekja hamslausan pólitískan áhuga. Þá gætu störf Elizabeth Dole fyrir Rauða krossinn komið að gagni við að vinna hylli innflytjenda og minni- hlutahópa, sem sífellt verða áhrifa- meiri í bandarískum stjómmálum. Þótt allt það sem hér á undan hef- ur verið rakið geti aðeins fallið undfr vangaveltur má fullyrða að framboð af hálfu Elizabeth Dole myndi teljast til stóratburða í bandarískri stjórn- málasögu. Menn hafa oft velt því fyr- ir sér hvaða ástand þurfi að ríkja í Bandaríkjunum til þess að kona verði kjörin forseti. Viðhorfsbreyting virð- ist hafa átt sér stað ef marka má ný- lega Gallup-könnun hvar 82% að- spurðra kváðust tilbúin til að greiða konu atkvæði sitt væri hún sannan- lega hæf til að gegna embætti þessu. Djásnin í kórónunni Báðar hafa þessar konur, þær Hill- ary Clinton og Elizabeth Dole, staðið þétt að baki eiginmanna sinna í póli- tískri baráttu þeirra. Heimsbyggð- inni allri er kunnungt um hollustu Hillary Clinton við eiginmann sinn og frú Dole hefur í gegnum tíðina líkt og forsetafrúin verið talin helsta djásnið í kórónu Bob Dole. Þessar konur eru þó um flest ólíkar þótt metnaðurinn virðist sameina þær. Frú Dole á þannig að baki sjálfstæðan stjóm- málaferil á meðan Hillary Clinton hefur staðið í skugga bónda síns þótt enginn efist um pólitíska hæfileika hennar og skriðþunga að tjaldabaki. Elizabeth Dole er 62 ára og hefur síðustu 30 árin verið virk á stjóm- málasviðinu. Ferill hennai' hófst í for- setatíð Lyndons Johnsons en hún gegndi síðar embættum ráðherra at- vinnu- og samgöngumála í forsetatíð þeirra Ronalds Reagans (1981-1989) og George Bush (1989-1992). Frú Dole hefur verið borin saman bónda sinn á sjálfstæðan við Margaret Thatch- er, íyrrum forsætis- ráðherra Bretlands. Líkt og ,járnfrúin“ kemur hún úr flokki hægra megin miðj- unnar og hún virðist með sama hætti og frú Thatcher fær um að rjúfa hefðir t.a.m. þá að konur geti ekki gert sér vonir um að ná alla leið á toppinn í stjórnmálum. Frá Dole þykir ágætlega sjónvarpsvæn og sagt er um hana að hún búi í óvenju ríkum mæli yfir persónu- töfrum suðurríkjabú- ans (faðir hennar var ágætlega stæður blómasali í Salisbui'y í Norður-Karolínu). Hún þykii' einnig orð- heppin vel og sló í gegn er hún tók undir með bónda sínum að getuleysislyfið Viagra væri ,frábært lyf ‘ en áður hafði Bob Dole lýst yfir því að hann gæti vel hugsað sér að kynnast virkni þess af eigin raun. Líkt við Reagan 1964 Mikla athygli vakti, er frá Dole flutti ræðu sem þótti mögnuð á flokksþingi repúblíkana í San Diego árið 1996 þegar útnefning eigin- manns hennar var staðfest. Var frammistaða hennar borin saman við fræga ræðu, sem Ronald Reagan flutti á flokksþinginu 1964 og vakti m.a. vangaveltur um hvort hann hefði reynst heppilegri frambjóðandi en Barry Goldwater, er þá fór fram fyrir flokkinn. Vera kann að þessi samanburður eigi eftir að reynast réttmætur og fráin reynist eins og Reagan forðum sterkari fi'ambjóð- andi en eiginmaðurinn. Elizabeth Dole hefur hins vegar aldrei boðið sig fram til að gegna pólitísku embætti og efasemdir eru um að hún myndi fá þolað það mikla álag, sem slíku fylgir. Stuðnings- menn hennar gera lítið úr þessari at- hugasemd og benda á að hún hafi öðlast mikla reynslu við hlið eigin- mannsins, sem bauð sig þrívegis fram í því skyni að verða frambjóð- andi Repúblíkanaflokksins og tapaði fyrir Bill Clinton 1996 eftir að hafa loks náð þessu markmiði. Bob og Elizabeth Dole hafa verið gift í 23 ár og sjálfur hefur öldunga- deildarþingmaðurinn fyrr- verandi sagt að draumur hans um að flytja í Hvíta húsið geti enn ræst því hann geti vel hugsað sér að fylgja eiginkonunni þangað. Ætla mætti að Dole, sem er 14 árum eldri en eiginkonan, væri búinn að fá sig fullsaddan af stjómmálum en menn, sem nærri þeim standa, fullyrða að hann geti vel hugsað sér að taka slag- inn einu sinni enn. Frá Dole er mörgum ráðgáta. Hún er barnlaus, trárækin mjög og sagt er að hún hafi engin áhugamál. Hún 82% eru tilbú- in að kjósa konu forseta er lögfræðingur að mennt frá Har- vard og sagan segir að móðir hennar hafi kastað upp er hún kunngjörði henni að hún hygðist leggja út í það nám. Móðirin ku hafa vonað að hún fetaði aðrar og hefðbundnari leiðir með tilheyrandi bameignum og hús- móðurstörfum. í pólitískum efnum þykir ekki fylli- lega ljóst hver heimspeki Elizabeth Dole er. Hún hefur verið heldur ófmmleg í umræðuefnum sínum, rætt nokkuð nauðsyn þess að lækka skatta og bæta menntakerfið. Hins vegar vitna menn óspart til reynslu hennai’ af fjáröflunarstarfi fyrir Rauða krossinn bandaríska enda ljóst að frambjóðandi sem ekki nær að safna minnst 20 milljónum dollai’a (um 1.400 milljónum króna) getur tæpast gert sér vonir um að hljóta útnefningu flokksins. I forustuhlutverki Þegar horft er yfii' sviðið bendir ýmislegt til þess að tími kvenna sé að renna upp í bandarískum stjórnmál- um. Madeleine Albright hefur undan- farin ár gegnt embætti utanríkisráð- herra og þannig orðið sú kona, sem formlega hefur haft mest vald í stjómmálasögu Bandaríkjanna. Skriðþungi kvenna á þingi hefur sömuleiðis farið vaxandi auk þess sem Hillary Clinton hefur verið iðin við að halda fram „kvenlegum“ áhersluatiiðum í valdatíð eiginmanns síns í Hvíta húsinu. Á þetta ekki síst við um félagsmál, heilbrigðis-, trygg- inga- og menntamál en á öllum þess- um stóm og sífellt mikilvægari svið- um hafa konur tekið forustuna í póli- tísku tilliti. Skyndilega virðist sú hugmynd að kona ráði ríkjum í Hvíta húsinu ekki jafn fjarlæg og áður. Að auki verður þess vart í könnunum að kjósendur séu í auknum mæli tilbún- ir til að styðja frambjóðanda, sem á einhvern hátt er fallinn til að rjúfa pólitískar hefðfr og skapa áhuga. ,Aldamótaandinn“ kann einnig að hafa þar einhver áhrif. Vangaveltur um framboð þeirra Hillary Clinton og Elizabeth Dole hafa þegar haft vemleg áhrif. Þannig þykir líklegt að verði frambjóðendur flokkanna tveggja báðir karlmenn muni þeir íhuga vandlega þann möguleika að fá sterka kvenfram- bjóðendur í embætti varaforseta. Ekkert verður að svo stöddu full- yrt um möguleika þessara tveggja kvenna ákveði þær að fara fram. Við blasfr t.a.m. að Hillary Clinton myndi þurfa að sigrast á margvíslegum erfiðleik- um, ekki síst fjárhagsleg- um, ákvæði hún að sækj- ast eftir þingsæti. And- stæðingur hennar yrði einnig í þungavigtarflokki, líklega Rudolph Giuliani, hinn vinsæli borg- arstjóri New York. Ennfremur þyrfti frá Clinton að vera búin undir að svara spurningum er varða fjár- reiður hennar og meint spillingarmál er þau hjónin bjuggu í Arkansas á ríkisstjóraárum Clintons. Hitt virðist ljóst að konur muni í vaxandi mæh gegna mótandi hlut- verki í stjórnmálaumræðunni í Bandaríkjunum á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.