Morgunblaðið - 21.02.1999, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
margþættum verkefnum af ríkinu. í
fyrsta lagi fær þingið vald til að
móta langtíma atvinnustefnu. I því
felst að héraðsþinginu er ætlað að
semja og samþykkja áætlun um afc-
vinnu- og byggðaþróun þar sem
fram komi markmið um uppbygg-
ingu atvinnulífs og leiðir til að ná
þeim markmiðum. Ríkið mun svo
leggja til fé til að standa straum af
aðgerðum samkvæmt sérsjökum
samningi við héraðsþingið. I öðru
lagi munu Skánverjar fá í hendur
yfirstjórn samgöngumála á svæðinu
og annast skipulagningu fram-
kvæmda á því sviði. I þriðja lagi fær
héraðsþingið vald til að móta menn-
ingarstefnu með því að ákvarðanir
um opinberar fjárveitingar til
menningarstofnana flytjast frá rík-
inu til héraðsins. Við þetta bætast
svo verkefni frá lægri stjórnsýslu-
einingum en þar munar mestu um
heilbrigðismálin sem, eins og fyrr
greinir, leggjast til við brottfall
landsþinganna.
I haust var í fyrsta skipti kosið til
héraðsþingsins um leið og þing- og
sveitastjórnakosningar fóru fram í
landinu. Kosið var um 144 sæti á
þinginu og buðu allir stærstu
stjómmálaflokkar landsins fram,
auk nokkurra minni og staðbund-
inna flokka. I kosningunum skiptust
atkvæði nokkuð jafnt milli hægri og
vinstri blokkanna og um tíma var
ekki ljóst hvaða flokkar tækju við
stjómartaumum í héraðinu. Eftii’
samningaviðræður við smáflokkana
tókst hægrimönnum að mynda
meirihluta á þinginu og skipa því
fyrstu héraðsstjórn Skánar. Raunar
hefur það valdið nokkram deilum,
sem meðal annars Göran Persson
forsætisráðhema hefur dregist inn
í, að til að geta stjórnað þurfa hægri
flokkarnir að reiða sig á stuðning
Skánai-flokksins sem hefur á
stefnuskrá sinni að fækka innflytj-
endum á Skáni. Ekki er þó ljóst
hvaða áhrif flokkurinn mun hafa á
stefhumótun í héraðinu en málið er
afar viðkvæmt, ekki síst í ljósi þess
að óvíða í Evrópu era innflytjendur
fleiri miðað við heildaríbúafjölda en
á Skáni.
Veit ríkisvaldið
hvað það gjörir?
Við stjómmálafræðideiid háskól-
ans í Lundi hefur verið farið af stað
með rannsóknarverkefni sem hefur
að markmiði að fylgjast með og
kortleggja þróunina. Að sögn
Magnusar Jerneck dósents, sem
stýrir verkefninu, eru fjölmargir
þættir sem munu hafa áhrif á
hveiju fram vindur og hvert þróun-
in leiðir. Frá því að hugmyndin um
aukna sjálfstjóm héraða kom upp í
landinu, hefur gætt nokkurar
spennu í samskiptum Skánar og
ríkisvaldsins. Samkvæmt lögunum
er ríkisstofnunum og aðilum á veg-
um ríkisins skylt að aðstoða héraðs-
yfirvöld eftir fóngum við fram-
kvæmd atvinnu- og þróunaráætl-
ana. Það hefur hins vegar nokkuð
borið á tregðu af hálfu rfldsstofnana
að uppfylla þessa skyldu. Jerneck
telur að í raun megi spyija hvort
ríkið viti hvað það gjörir. Að sögn
hans er alveg ljóst að breytingarnar
era komnar til að vera og að þetta
sé bara byrjunin. Með lögunum um
breytta verkaskiptingu ríkis og hér-
aða hafi þingið í Stokkhólmi velt af
stað snjóbolta sem komi bara til
með að stækka eftir því sem tímar
líða. Tregðan í samskiptum héraðs-
yfirvalda og rfldsstofnana sé eðileg
valdatogstreita sem leiði af breyt-
ingunum. Hingað til hefur þróunin
fyrst og fremst verið leidd af stjórn-
málamönnum en eftir að héraðs-
þingið kom saman til síns iyrsta
fundar hefur athygli atvinnulífsins
og almennings verið vakin í vaxandi
mæli. Það er í raun ekki fyrr en á
allra síðustu mánuðum að íbúar
Skánar hafa áttað sig á að tal um
aukið sjálfsforræði er ekki orðin
tóm heldur lifandi veraleiki. Með
tilkomu bráarinnar yfir Eyrarsund
opnast svo nýir möguleikar til upp-
byggingar og atvinnuþróunar á
svæðinu sem án efa munu hafa áhrif
í stjómmálalegu tilliti. Ýmislegt
bendii- því til þess að í Svíþjóð séu
að verða sögulegar breytingar á
hinu pólitíska landakorti.
Höfundur er stjómmálafrædingur.
UM síðustu áramót tók
nýstofnað héraðsþing
Skánar til starfa og er
það hluti af viðamiklum
breytingum sem eru að
eiga sér stað í sænskum
stjórnmálum. Þær eru angi þróun-
ar sem verið hefur í gangi í Evrópu
undanfarin ár og ekki sér fyrir end-
ann á. Þótt menn vilji e.t.v. ekki
ganga svo langt að segja að „vofa
gangi ljósum logum í Evrópu“, er
ljóst að áhrif héraðastefnunar
svokölluðu verða sífellt greinilegri í
stjómmálum álfunnar. Nú er röðin
komin að Svíþjóð - og Skáni.
Víða í Evrópu hafa að undan-
förnu átt sér stað pólitískar hrær-
ingar sem talið er að muni geta
valdið miklum breytingum á stjórn-
arfari í ríkjum álfunnar. Hér er átt
við héraðastefnuna eða héraðavæð-
inguna svokölluðu sem mjög svo
hefur verið til umræðu á síðustu ár-
um. Þótt sögur af andláti þjóðríkis-
ins séu mjög svo orðum auknar, er
það staðreynd að fullveldi ríkja er
ekki lengur það sem það var. Ekki
aðeins hafa ríki í vaxandi mæli af-
hent pólitískt ákvörðunarvald til yf-
irþjóðlegra stofnana í Evrópusam-
bandinu, heldur hafa einnig átt sér
stað breytingar á valdahlutfóllum
innan ríkja. þar sem þessi þróun
hefur gengið hvað lengst, s.s. í
Belgíu og á Spáni, hafa í raun orðið
til sambandsríki í stað einingar-
ríkja áður. Með stjórnarskrár-
breytingum hafa héröð innan þess-
ara ríkja fengið í hendur stjórn ým-
issa málaflokka sem áður hafa
heyrt undir ríkisvaldið. I mörgum
tilfellum hefur þetta haft í för með
sér mjög aukið sjálfsforræði hérað-
anna þótt formlega sé fullveldi víða
enn óskipt hjá þjóðríkinu. Nokkuð
deildar meiningar eru um hvað
valdi þessum breytingum nú, en
vist er að Evrópusamruninn og lok
kalda stríðsins hafa hér áhrif.
Reyndar er óvarlegt að slá föstu
hvað er orsök og hvað afleiðing í
þessu samhengi en tengslin eru
augljós.
Þegar verið var að leggja drög að
Maastricht-sáttmálanum á sínum
tíma, má segja að héraðastefnan
hafi komist á dagskrá fyrir alvöru.
Vegna þrýstings frá ólíkum héröð-
um innan Evrópu var sett á stofn
héraðanefnd sem ætlað er að gæta
hagsmuna héraðanna við ákvarð-
anatöku innan ESB. Að auki var
héraðavæðing mjög svo til umræðu
í sambandi við innlimun hinnar um-
töluðu nálægðarreglu í sáttmálann.
Eftir að Danir felldu samkomulagið
í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1991
varð nálægðarreglan að mati
margra það eina sem gæti bjargað
Evrópusamrananum. Nálægðar-
reglan var þannig upphaflega hugs-
uð sem ráð til að mæta áhyggjum
fólks af því að aukinn samruni
þurrkaði endanlega út fullveldi ríkj-
anna og stefndi þjóðerninu í voða.
En reglan hefur jafnframt orðið að
vopni í höndum þeirra sem beijast
fyrir aukinni valddreifingu innan
ríkjanna. Deilur um túlkun nálægð-
arreglunnar hafa þannig átt stóran
þátt í að gera héraðavæðinguna
áberandi í stjórnmálum Evrópu.
Miðstýring víkur í Svíþjóð
Svíar hafa ekki farið varhluta af
þeim umræðum sem uppi hafa ver-
ið í Evrópu um héraðastefnuna á
undanfómum árum. Aðild Svíþjóð-
ar að Evrópusambandinu hefur
einnig orðið til að auka fylgi við
stefnuna þar í landi. Allt frá því á
17. öld hefur Svíþjóð verið í hópi
þeirra ríkja Evrópu sem búið hafa
við hvað mesta miðstýringu. Þannig
var t.d. sænska velferðarríkið sem
sleit bamskónum eftir síðari heims-
styijöld mjög miðstýrt. Ein grann-
stoð þess var jafnræði þegnanna
gagnvart lögum og jafn aðgangur
að margs konar samfélagsþjónustu.
Fyrir bragðið voru löggjöf og
stjórnvaldsaðgerðir gjaman mjög
miðstýrðar. Þrátt fyrir að sjálfsfor-
ræði sveitarfélaga sé eitt af þeim
pólitísku markmiðum sem sett eru
fram í stjómarskrá Svíþjóðar hefur
það í reyndinni verið afar takmark-
að hingað til. I landinu, sem er bæði
stórt og dreifbýlt, hefur þó víða
verið til staðar sterk héraðsvitund
meðal íbúanna og umræður undan-
FULLTRÚAR á hinu nýja héraðsþingi Skánar að störfum.
■IF r u tt
Timamot að
verða á Skáni
Á Skáni í Svíþjóð er nú verið að gera til-
raun með aukna sjálfstjórn héraðsins.
Óli Jón Jónsson fjallar hér um framkvæmd
þess og hugsanlegar afleiðingar
ef vel tekst til.
farið hafa stuðlað að þvi að hún hef-
ur komið upp á yfirborðið. Árið
1993 leiddi þetta til þess að á þing-
inu náðist þverpólitísk samstaða
um að skipa nefnd til að kanna
möguleika á aukinni valddreifingu í
landinu með því að flytja verkefni
frá ríkisvaldinu til héraða. Nefndin
skilaði áliti árið 1995 og í framhaldi
af því voru sett lög sem af ýmsum
era talin marka tímamót í sænsk-
um stjórnmálum. Lögin kveða á um
að til reynslu skuli héruðin Kalmar,
Gotland og Skánn fá aukin verkefni
í sínar hendur, bæði frá ríkisvaldi
og einnig frá lægri stjómsýslustig-
um. I Svíþjóð eru stjómsýslustigin
þijú: rfld, landsþing og sveitarfé-
íög. Breytingarnar ganga raunar
mislangt í hverju hinna þriggja
héraða en víst er að þær eru rót-
tækastar á Skáni. Þar hættir lands-
þingið að vera til sem sjálfstætt
stjórnsýslustig og verkefni þess,
sem eru einkum heilbrigðismál,
flytjast til hins nýja Skánarhéraðs
(Region Skáne). Að auki er á Skáni
kosið beint til fulltráasamkomu
héraðsins, héraðsþingsins, en í hin-
um tveimur héruðunum mun hérað-
ið í raun eingöngu verða regnhlífar-
hugtak og ekki á sama hátt bein
tengsl milli þess og kjósenda. Sam-
kvæmt lögunum á tilraunin á að
standa til loka ársins 2002 og er þá
meiningin að kanna hvernig til hef-
ur tekist og taka ákvörðun um
framhaldið.
Sérstaða Skánar
Það era nokkrar ástæður fyrir
því að breytingarnar ganga lengra á
Skáni en á hinum stöðunum. Skánn
hefur ætíð notið töluverðrar sér-
stöðu innnan sænska ríkisins vegna
sögu sinnar og legu. Ekki eru nema
rétt rámlega 300 ár síðan blóðug-
ustu átök Norðurlandasögunnar
leiddu til að svæðið lenti undir
sænsku kránunni eftir að hafa lotið
Danakonungi um aldir. Skánverjar
hafa fyrir vikið gjaman viljað líta á
sig sem sérstakan hóp innan ríkis-
ins og þar er ýmislegt sem minnii’ á
nálægðina við Danmörku, s.s. gróð-
urfar, mannvirki, og svo auðvitað
„skánskan", mállýskan sem töluð er
á þessu svæði. Þessi blöndun kemur
e.t.v. ekki síst fram í fána Skánar
sem er gulur kross á rauðum fleti;
þ.e.a.s. eins og blanda af þjóðfánum
Danmerkur og Svíþjóðar. Skánn er
eflaust það hérað innan Svíþjóðar
þar sem héraðahyggjan hefur verið
hvað öflugust og það um langan
tíma.
Samkvæmt hinum nýju lögum
mun héraðsþing Skánar taka við