Morgunblaðið - 21.02.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 21.02.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hetjudáðir í háloftunum ERLEJVDAR BÆKIIR Spennusaga FLUG ARNANNA „FLIGHT OF THE EAGLES" eftir Jack Higgins. Penguin Books 1999. 339 síður. í NÝJUSTU spennubók Jack Higgins, Flugi arnanna eða „Flight of the Eagles", er inngang- ur og eftirmáli sem fjallar um þekktan metsöluhöfund, og hvern- ig hann af tilviljun komst yfir söguefni bókarinnar er fjallar um örlög tvíburabræðra í síðari heims- styrjöldinni. Höfundur þessi er mjög Higg- ins-legur og hrapar ásamt eigin- konu sinni í Ermarsundið suður af Bretlandi á lítilli einkaflugvél en er bjargað í land á stað þar sem var leynilegur flugvöllur banda- manna í stríðinu. Heimamenn segja honum frá bræðrunum tveimur og eftir frekari rannsóknir höfundarins kemur í ljós mikil hetjusaga sem síðan er rakin í bókinni. Allt er þetta gert í þeim ágæta tilgangi að ljá ótrúlegri sög- unni nokkra sannsögulega vikt en það koðnar allt niður þegar líður á bókina, sem er formúlukennd í meira lagi og ótrúverðug. Flugásar tveir Flug arnanna, sem nýlega kom út í vasabroti hjá Penguin-útgáfunni, er tilraun Jack Higgins til þess að endurheimta nokkuð af fornri frægð og er auglýst sérstaklega sem ný saga frá honum úr seinni heimsstyrjöldinni. Sem kunnugt er skrifaði hann Örninn er sestur eða „The Eagle Has Landed“, sem sagði frá tilraun nasista til þess að ræna Winston Churchill, og er hún líklega þekktasta og besta sagan hans. Söguþráðurinn í Flugi arn- anna er talsvert slakari en í raun ekkert ósvipaður og segir af ægileg- um ráðagerðum nasista skömmu fyrir innrásina í Normandí. Aðalsöguhetjumar eru tveir hrikalegir flugásar sem, að því er virðist, réðu mikið til gangi styrj- aldarinnar. Þeir eru tvíburabræður og erfðu flughæfnina frá ríkis- bubbasyninum fóður sínum, sem var fremsti flugkappi íýrri heims- styrjaldarinnar. Móðir þeirra er hins vegar þýsk barónsfrú. Atvikin haga því svo til að bræðurnir eru skildir að um tíu ára aldurinn og á meðan annar elst upp við frelsis- og lýðræðishugsjónir í Bandaríkjunum verður hinn hugfanginn af einræð- is- og fasistahugsjónum í Þriðja ríki Hitlers (hann reyndar sér að sér um síðir og reynir að afsaka flónsku sína en fremur er það mél- kisulegt). Báðir verða þeir ómetanlegir og ódrepanlegir flugásar og fara um víðan völl þau ár sem styrjöldin stendur; hvílíkar hetjur hafa ekki flogið um loftin blá, hvorki fyrr né síðar. Goðsagnir þessar fá sérstakt hlutverk undir lokin þegar Himm- ler ákveður að nýta sér þá bræður í ákveðnum tilgangi, sem jafnvel get- ur breytt gangi sögunnar. Hetjudáðir og riddaramennska Inn í það blandast síðan ýmsar aukapersónur, sögufrægar bæði og minna þekktar. Engir eru þó meiri ólikindatól en þeir tvíburabræður. Stundum er eins og heimsstyrjöldin hafi aðeins snúist um þá tvo; Hitler og Roosevelt og Himmler og Eisen- hower, allir hafa þeir afskipti af þeim. Fastakúnnar Higgins fá eflaust eitthvað íýrir sinn snúð, eins og hetjudáðir miklar, flugbardaga, riddaramennsku, leynimakk, sam- særi, nasistaillfygli og frækilega bandamenn og auðvitað fléttu sem bæði er stórhuga og djarflega framsett. En þeir hafa þá sætt sig við formúluna, hlægilega einfeldn- ingslega persónusköpun og spennu- sögu sem er nær alfarið laus við spennu. Það sem á líklega að kall- ast hápunktur sögunnar koðnar niður í ekki neitt því lesandinn hef- ur enga trú að því sem fram fer og sagan rennur út í sandinn. Hug- myndin er kannski ekki alvond en allar aðstæður eru fáránlegar, jafn- vel þótt lesandinn sé ýmsu vanur frá þessum höfundi. Arnaldur Indriðason HANY Hadaya og Bryndís Hall- dórsdóttir í tangódansi. Suður-am- erískt kvöld í Lista- klúbbnum SKEMMTI- og menningardag- skrá frá mismunandi löndum Suður-Ameríku verður í Lista- klúbbnum mánudaginn 22. febr- úar kl. 20.30. Hljómsveit Jóhönnu Þórhalls- dóttur, Six-pack skemmtir. Andrés Ramón Ies Ijóð chilenska ljóðskáldsins Pablo Neruda á frummálinu og Guð- rún Tulinius og Karl Guð- mundsson lesa þýðingar sínar á íslensku. Tníbadorinn Enrique Canales flytur sönglög frá heimalandi sínu og Neruda. Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya dansa tangó, við undir- leik Six-pack. Þá dansa gestir frá Kólumbiu og Kúbu salsa- og merengue-dansa auk kúbanskr- ar rúmbu. Umsjón með dagskránni hef- ur Hólmfríður Garðarsdóttir spænskukennari. Ljóðasam- keppni unga fólksins LJÓÐ unga fólksins er titill á ljóðasamkeppni almennings- bókasafna og Máls og menn- ingar. Þátttakendum er skipt í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára. Þátttakendur mega koma með eitt til þrjú Ijóð sem þeir eiga í skúffum sínum eða semja sérstaklega fyrir keppnina. Skilafrestur er til 1. mars. Dómnefnd skipa: Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur og formaður nefndarinnar, Jón Kalman, rithöfundur, Hildur Hermóðsdóttir, Máli og menningu, Kristín Birgisdótt- ir og Kristín Viðarsdóttir, Þöll, samstarfshópi um barnastarf á íslenskum bóka- söfnum. Verðlaunaafhending fer fram 22. apríl á sumargleði Barna og bóka, Islandsdeild- ar IBBY samtakanna. Þöll, samstarfshópur um barna- starf á íslenskum bókasöfn- um, sér um framgang keppn- innar. Fyrirhugað er að gefa úrval ljóðanna út á bók. VJngi/m er það allra besf SkoUi ■ ag íræðslúnefnd Sjálfstædisflokksins efnir til tveggja funda um stöóu og stefnu í skölamálum. Fundirnir eru öllum opnir og allt áhugafölk um skólamál hvatt til að mæta. Mánudaginn 22. febrúar í Valhöll, salurl, kl.17.15-18.30. Okkar sk/lda - þeirra sk/lda Framsöguerindi: ■ Agaleysi í íslenskum skólum: hvaö vitum við? ■ Ingvar Sigurgeirsson, deildarforseti framhaldsdeildar KHÍ • Á ég að gæta bróður míns? • Hildur Friðriksdóttir, blaðamaður. ■ Uppeldi og ábyrgð • Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, formaður Skólastjórafélags íslands. Fundarstjóri er Guðrún Zoega, verkfræðingur. Fimmtudaginn 25. febrúar í Valhöll, salurl, kl.17.15-18.30. Nýjar námskrár - befri skóli Framsöguerindi: ■ Menning og menntun - forsenda framtíðar ■ Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Sjálfstæðir menn - sterkir einstaklingar ■ Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna í kjölfar flutnings grunnskólans • Helgi Árnason, skólastjóri. Sigríður Anna Þórðardóttir Fundarstjóri er Þorvarður Elíasson, rektor Verzlunarskóla íslands. Þorsteinn Sæberg Sigurðsson Allar frekari upplýsingar um fundinn er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 5151700 eða á heimasíðu flokksins www.xd.is Björn Bjarnason Helgi Árnason Hildur Friðriksdóttir Guðrún Zöega Þorvarður Elíasson SJÁLFSTÆÐISFLOKKIIRINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.