Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 10
10 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Síðan íslendingar
hættu hvalveiðum hef-
ur umræðan um að
hefja veiðar á ný fengið
byr undir báða vængi
með jöfnu millibili, en
Islendingar allan tím-
ann verið tvístígandi.
Nú bíða menn eftir því
hvort alþingismenn
taki að þessu sinni af-
dráttarlausa afstöðu
með eða á móti hval-
veiðum, en málið er
rætt á Alþingi þessa
dagana. Að því er Hild-
ur Friðriksdóttir
kemst næst eru tals-
menn samtaka hér á
landi, sem hafa látið
skoðanir sínar í ljós, al-
mennt ekki á móti hval-
veiðum til frambúðar,
en telja að fyrst verði
að kynna málstað Is-
lendinga erlendis.
TILLAGAN, sem ligg-
ur nú fyrir Alþingi, um
að hefja hvalveiðar á
ný er ekki sú fyrsta
þess efnis, en Siv Frið-
Íeifsdóttir einn flutn-
ingsmannanna telur, að þingmenn
hafi aldrei verið nær því að ná niður-
stöðu í málinu.
„Ég vona að sú afstaða verði tek-
in, að við upphefjum ákvörðun Al-
þingis sem var tekin á sínum tíma
og varð til þess að við hættum hval-
veiðum. Sú ákvörðun hefur alltaf
háð okkur. Nú eru menn svolítið að
togast á um hversu afdráttarlaus
textinn í þingsályktunartillögunni
eigi að vera, því deildar meiningar
eru um hvernig hagsmunum okkar
er best fyrir komið.“
Siv segir að verði ákvörðun tekin
um hvalveiðar þurfi kynning að fara
fram samhliða. Hún líkir þessu við
það þegar Islendingar færðu fisk-
veiðilandhelgina út í 200 mílur, þá
hefði ekki þýtt að fara fyrst til er-
lendra stjórnvalda og spyrja hvort
það yrði ekki í lagi. Þá hefðu auðvit-
að komið fram mjög harkaleg við-
brögð. „Þetta er skref sem þarf að
taka og útskýra um leið fyrir stjóm-
völdum helstu viðskiptalanda okkar,
hvers vegna við erum að hefja hval-
veiðar. Við lifum á því að nýta nátt-
úruauðlindir okkar og þá á ekki að
undanskilja hvalinn frekar en eitt-
hvað annað.“
Hún kveðst ekki eiga von á því, að
þær spár muni ganga eftir að mark-
aðir verði fyrir áfalli ef hvalveiðar
hefjast á ný. Það hafí ekki sýnt sig
hingað til, svo sem þegar vísinda-
veiðar stóðu yfir 1986-89, en þá hafi
sömu aðilar verið með hávær rök um
að markaður okkar myndi fara illa
og ferðaþjónustan tapa. „Meira að
segja jókst ferðaþjónustan um 30%
á þessu tímabili," sagði hún. Hugs-
anlega fáum við eitthvert högg á
mörkuðum en hún telur að það verði
óverulegt.
Mismunandi sjónarmið
Þeir sem styðja hvalveiðar vísa í
vísindarannsóknir en samkvæmt
þeim er talið óhætt að veiða tak-
markaðan fjölda hvala af ákveðnum
tegundum. Rök þeirra hníga einnig
að því að með áframhaldandi hvala-
friðun muni hvalurinn éta það mikið
af fiski, að hann verði kominn í veru-
lega samkeppni við íbúa landsins. Þá
er einnig vísað í Ríó-sáttmálann frá
1992, þar sem þjóðir heims skrifuðu
undir, að ríki heims eigi að stuðla að
sjálfbærri þróun og sjálfbærri nýt-
ingu auðlinda heims.
Ff;.^ ^ ■ÍPfW ffl 'j :
-j. -
Morgunblaðið/RAX
Togast á um
HVALINN
Hvaða áhrif hefði það
haft á ákvörðun um ís-
landsferð ef íslendingar
væru hvaðveiðiþjóð?
Ferðamenn á leið úr landi spurðir álits I
könnun Ferðamálaráðs sumarið 1997.
Engin áhrif
Mjög
neikvæð
Frekar neikvæð
Mjög/frekar jákvæð
Veit ekki 7%
Þeir sem eru andvígir hvalveiðum
óttast að umhverfisverndarsinnum
takist með áróðri sínum að telja fólk
á að sniðganga íslenskar sjávarfurð-
ir og eyðileggja mikilvæga markaði.
Rætt er um hótanir um viðskipta-
bann á ísland og á undanfórnum ár-
um hafa menn einnig horft í ríkara
mæli til ferðaþjónustunnar. Þeir
benda á vaxandi vinsældir hvala-
skoðunar, hún sé arðbær atvinnu-
grein, sem eigi ekki samleið með
hvalveiðum.
Veiðar ekki útilokaðar
um alla framtíð
Af umfjöllun og svörum tals-
manna hagsmunaaðila má skilja að
fæstir virðast útiloka hvalveiðar um
ókomna framtíð. Hins vegar hafa æ
oftar heyrst þær raddir á síðustu
mánuðum og árum, að nauðsynlegt
sé að kynna sjónarmið Islendinga,
að tímasetningin skipti máli, sem og
heildarhagsmunir þjóðarinnar allr-
ar.
Kristján Loftsson forstjóri Hvals
hf. er orðinn langþreyttur á hiki
stjórnmálamanna, enda hefur hval-
veiðifloti hans legið við bryggju frá
því veiðum var hætt árið 1989. „Ég
er ekkert á móti því að senda menn
út af örkinni til að heimsækja ríkis-
stjórnir í Evrópu og Bandaríkjunum
og tilkynna hvað stjórnvöld hér
hyggist gera. Menn verða hins veg-
ar að ákveða hvað þeir ætla að gera
áður en þeir hefja kynningu. Það
þýðir ekkert að tala og tala og
kynna eitthvað sem enginn veit hvað
er,“ segir hann.
Kristján leggur áherslu á að það
hljóti að vera lífsnauðsynlegt að
veiða hvali til þess að þeir fjölgi sér
ekki um of, ef stofnarnir á annað
borð þoli veiðar. Verið sé að setja
kvóta á alla fiskistofna vegna of-
veiði, en þarna séu „stórtækar
ryksugur á ferð“. Auk þess skapi
veiðarnar atvinnu og tekjur. „Einnig
verður að athuga að umhverfis-
vemdarsinnar og þeir sem eru and-
snúnir hvalveiðum láta ekki hér
staðar numið. Þeir eru andvígir fisk-
veiðum og kalla trollið til dæmis
„fallhlíf dauðans". Þeh munu því
stoppa fiskveiðar líka, ef ekkert
verður að gert.“
Á ráðstefnu hér á landi í mars
1997 skýrði Trond Bjprndal prófess-
or við Viðskiptaháskólann í Bergen
frá því, að tekjur norskra hvalveiði-
manna af hverju veiddu dýri hefðu
lækkað um nær helming frá því að
veiðarnar hófust á ný árið 1993.
Verðið þá hafi að vísu verið hátt
JÓHANN Siguijónsson, forsljóri
Hafrannsóknastofnunar, hefúr
komið að hvalveiðimálum og
hvalarannsóknum um tveggja ára-
tuga skeið. Einnig var hann sendi-
herra og aðalsamningamaður ís-
lands í fiskveiðimálum á áranum
1996-98.
Jóhann segir að verði hvala-
stofnarnir látnir vaxa upp í það
sem þeir voru áður en veiðar
hófust telji íslenskir vísindamenn
að afrakstur þorskstofnsins muni
minnka umtalsvert til langs tíma
litið.
Hann segir að Hafrannsókna-
stofnunin og starfsmenn hennar líti
á hvali sem nýtanlega auðlind í
samkeppni við aðra nytjastofna
okkar. Hann kveðst jafnframt
skilja mikilvægi þess að auka á
(jölbreytni í atvinnulffinu. Á það
hafi réttilega verið lögð áhei-sla
um áratuga skeið. „Samt eru
fiskafurðir ennþá um 70% af vöru-
útflutningi iandsins. Ef við ætlum
að renna á rassinn í þessu máli líst
vegna skorts á hvalkjöti, en einnig
sagði að verð hefði lækkað um helm-
ing milli áranna 1996 og 1997. Krist-
ján Loftsson kveðst ekki hafa neinar
áhyggjur af þessum þætti. „Hval-
veiðar er góður atvinnurekstur, ann-
ars væru menn ekki í þessu,“ sagði
hann.
Menn óttast viðbrögð erlendis
Fyrr í þessum mánuði varaði Jon
Yard Arnason, formaður Amerísk-
íslenska verslunarráðsins, við að
áhrif neikvæðrar umræðu í Banda-
ríkjunum myndu vega þyngra en
hugsanlegur efnahagslegur ávinn-
ingur Islendinga af veiðunum.
Ræddi hann um hugsanlegt við-
mér ekki á framtíðina."
Hann tekur fram, að vissulega
muni menntun, tækniþekking og
nýjar greinar svo sem líftækni
skapa aukna fjölbreytni, ep menn
megi ekki gleyma þvf, að Islend-
ingar séu matvælaframleiðendur.
Að baki því liggi auðug fiskimið
okkar og sérþekking í sjávarút-
vegi. Vaxtarbroddur í atvinnulífi
sé oftar en ekki í tengslum við
sjávarútveginn. Hann tekur sem
dæmi, að útflutiúngur á hátækni
hafi ekki síst náð flugi í greinum,
sem snúi að sjávarútvegi, svo sem í
tölvugeiranum.
skiptabann á íslenskar vörur og
sagði tímasetninguna þar að auki
vera óheppilega, þar sem samstarf
þessara þjóða stæði yfir vegna
landafundanna miklu. Einnig hefði
Island fengið mikla kynningu vegna
flutnings Keikós til landsins. „Þetta
er því varla rétti tíminn til þess að
taka ákvörðun um að leyfa hvalveið-
ar á ný burtséð frá því hvort rökin
að baki ákvörðuninni eru góð og gild
eður ei,“ sagði Arnason.
Einar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Landafundanefndar,
sem hefur langa reynslu af því að
verja hagsmuni íslendinga af nýt-
ingu auðlinda hafsins, telur sömu-
leiðis, að viðskiptahagsmunir séu í
Spurður hvort hvalveiðar og
hvalaskoðun geti farið saman telur
hann svo vcra, en segir að komi til
veiða þurfi að takmarka þær við
svæði líkt og svæðalokanir í fisk-
veiðum.
Viðhorfíð að breytast
Jóhann telur að hugtakið „sjálf-
bær nýting“ sé að öðlast fastari
sess í samfélagi þjóða og eigi eftir
að styrkja okkur í framtíðinni.
Með Ríó-sáttmálanum frá árinu
1992 skrifuðu þjóðir heims undir
sáttmála, þar sem tekið er fram, að
ríkjum beri að stuðla að sjálfbærri
Hvalaskoðun og
hvalveiðar geta vel
farið saman