Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 12

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 12
12 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆÐISSINNI veifar fána jafnaðarmanna á Austur-Tímor en stuðningsmenn þess að A-Tímor hljóti sjálfstæði hafa að undanförnu ítrekað efnt til aðgerða í Dili, höfuðborg iandsins, til að ýta á eftir kröfum sínum. Síðustu leiffar nýlenduveldis Stjórnvöld í Indónesíu léðu í síðasta mán- uði máls á því í fyrsta skipti að veita Aust- ur-Tímor sjálfstæði. Kári Þór Samilelsson veltir fyrir sér sögu Austur-Tímor. FYRIR innrás Indónesíuhers árið 1975 laut Austur-Tímor stjóm Portúgala sem haft höfðu þar aðsetur frá byrjun 16. aldai- en Hollendingar sem voi-u nýlenduhemar yfii’ stærstum hluta Indónesíu fóm með stjóm á vestur- hluta Tímoreyju. Þegar Indónesía öðl- aðist sjálfstæði frá Hollandi árið 1949 tóku Indónesar við stjóm Vestur- Tímor en en Austm’-Tímor varð hins vegar áfram undir stjóm Portúgala. Portúgalar lögðu mikið á sig til að við- halda nýlendum sínum og beittu þeir hemum bæði í Mósambík og Angóla gegn aðskilnaðarsinnum. Kostnaður- inn við þessar herferðir var mikill, ekki síst þar sem fjárhagur Portúgals vai’ veikiir fyrir. Þetta gerði að verk- um að Austur-Tímor mætti jafnan af- gangi við úthlutun fjármagns frá Lissabon og þróaðist efnahagur ný- lendunnar lítíð sem ekkert undir stjóm Portúgala. Það vom ekki síst efnahagslegir örðugleikar sem leiddu til þess að portúgalski herinn reis upp gegn ein- ræðishema landsins og komið var á lýðræðislegu skipulagi. Stefna nýju stjómarinnar var sú að veita nýlend- um landsins frelsi undan portúgölsk- um yfirráðum og var þessari stefnu; breytingu vel tekið á Austui’-Tímor. í kjölfarið sprattu upp margir stjóm- málaflokkar í nýlendunni en stærstir þeirra vom sósíalistaflokkurinn Fret- ilin og íhaldsflokkui-inn UDT sem báðir höfðu fullt sjálfstæði til handa Austur-Tímor á stefnuskrá sinni. Indónesíustjóm með Súhartó hers- höfðingja í fararbroddi var hins vegar búin að ákveða að ekki væri hægt að leyfa tilvist sjálfstæðs Austur-Tímors í miðri Indónesíu og skipaði hann hemum að beita öllum tiltækum ráð- um til að tryggja að sú yrði ekki raun- in. Óttaðist hann að sjálfstæð Austur- Tímor mundi leiða tíl þess að aðrir þjóðflokkar er byggja Indónesíu fæm einnig að kj-efjast sjálfstæðis en slíkt gæti á endanum grafið undan Indónesíu sem heildar og þar með valdi hersins og Súhartós sjálfs. Stutt en harðvítug borgarastyrjöld braust út á Austur-Tímor milli stuðnings- manna Fretilin og UDT, en Indónesíuher er talinn hafa kynt und- ir deilunum. í miðju öngþveitinu yfir- gáfu Portúgalar landið í miklu hastí í ágúst 1975. Fretilin vann hins vegar skjótan sigur á stuðningsmönnum UDT og lýstí í kjölfarið yfir sjálfstæði Austur-Tímors og kom á fót ríkis- stjóm. Stjómin gerði sér hins vegar fuila grein fyrir því að Indónesíuher hafði átt mestan þátt í að koma borg- arastyrjöldinni af stað og reyndi að fá Portúgala til að snúa aftur til að koma í veg fyrir allsherjar innrás Indónesíuhers. En allt kom fyrir ekki og þann sjöunda desember 1975 gerði herinn innrás í Austur-Tímor í þeim tilgangi að „frelsa“ íbúa landsins und- an harðstjóm Fretilin-stjómarinnar. Innrásin var gerð af mikilli hörku og fregnir bárast af nauðgunum, pynt- ingum og fjöldamorðum. Erfitt reynd- ist að afla áreiðanlegra frétta af inn- rásinni því áður en hún hófst lét her- inn loka héraðinu fyrir erlendu frétta- fólki og innlendir fjölmiðkir sættu rit- skoðun hersins. Lengi vel var lítið sem ekkert vitað um hvað var að ger- ast á Austur-Tímor og sættu stjóm- völd í Djakarta sívaxandi gagnrýni fyrir einangrunarstefnuna. Einstaka sinnum seytluðu þó út fréttir af ódæð- isverkum og stórfelldum mannrétt- indabrotum en umheimurinn lét þær yfirleitt sem vind um eyru þjóta. Talið er að allt að 200 þúsund Aust- ur-Tímorar af þeim 650 þúsund sem landið byggðu árið 1975 hafí týnt líf- inu í innrásinni og í 23 ára langri her- setunni sem henni fylgdi. Sjálfstæðisher Austur-Tímors, FLATILIN, undir stjóm Xanana Gusmao, hélt hins vegar baráttunni áfram eftir innrásina og hefur reynt að gera hersetuliðinu lífið leitt. Her- inn hefur einskis svifist í leit sinni að andófsmönnum og fengið hóp Austur- Tímora tíi liðs við sig. Þeim hafa verið fengin vopn. Þessar sveitir hafa oft verið sakaðar um morð og pyntingar á andófsmönnum sem og saklausum borguram. Upp á síðkastið hafa þess- ar sveitir eflt baráttu sína enda sjá þær ekki fram á bjarta framtíð án nærveru Indónesíuhers. Herseta Indónesa Herinn hefur ávallt gegnt mikil- vægu hlutverki í stjómmálum Indónesíu allt frá stofnun ríkisins og getur t.d. enginn forseti setið að völd- um án stuðnings hersins. Herinn lítur svo á að helsta hlutverk sitt sé að við- halda Indónesíu sem einni heild og þ.a.l. eru aðskilnaðarsinnar álitnir höf- uðóvinir þjóðarinnar sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Það er því engin furða að allt ft-á byrj- un deilunnar leit stjómin í Djakarta á Austur-Tímor sem hemaðarlegt vandamál og hefur héraðinu í raun verið stjómað af hemum síðan landið var hemumið. Þótt að nafninu til fari borgaralegir landstjórar Austur- Tímors með yfimáð á svæðinu þá em þeir undir aðstoðarlandstjórann sett- fr, en sá er skipaður af hernum og fer í raun með öll yfirráð á svæðinu. Hálfu ári eftir innrásina var Aust- ur-Tímor innlimuð í Indónesíu sem 27. stjómsýsluhérað landsins. Hérað- ið hefur hins vegar aldrei verið viðm’- kennt af þjóðum heims sem hluti af Indónesíu, að Áströlum undantekn- um, sem ávallt hafa haldið mjög góð- um tengslum við Indónesíustjóm. Indónesíustjóm hefui- frá því inn- rásin átti sér stað reynt að vinna íbúa héraðsins á sitt band með ýmsum fé- lagslegum umbótum og talsverðri efhahagsaðstoð. Austm’-Tímor fær þannig hlutfallslega mesta fjárhags- aðstoð af öllum héraðum Indónesíu en af ýmsum ástæðum hefur það ekki skilað sér í betri lífskjörum almenn- ings. Framleiðni á íbúa í Austur- Timor er lægst af öllum héraðum Indónesíu og er efnahagur landsins að mestu byggður á landbúnaði, sem aldrei hefur verið afkastamikill vegna lítillar úrkomu á svæðinu. Þá hefur allur mikilvægur iðnaður verið einok- aður af hemum sem hefur auk þess flutt inn þúsundir verkamanna til hér- aðsins og tekið atvinnu frá innfædd- um. Aðkomumenn, eða landnemar eins og þeir nefnast af innfæddum, era einnig allsráðandi í hinu smá- vaxna viðskiptalífi héraðsins. Þá er öll stjómsýsla einnig mönnuð af ,jand- nemum“ sem hefur ýtt mjög undir at- vinnuleysi meðal innfæddra mennta- manna og hefur það numið allt að 80- 95%. 011 stjómsýslan er auk þess gegnsýrð af spillingu og er engrar þjónustu að vænta frá henni nema gegn mútugreiðslum, sem flestir inn- fæddir segjast ekki hafa efni á að borga þar sem öll sæmilega launuð at- vinna er í höndum aðkomumanna. Ástandið í menntamálum og heil- brigðismálum er litlu skárra. Um helmingur innfæddra er hvorki læs né skrifandi og ungbamadauði er hár, jafnvel á indónesískan mælikvarða. Auk þess era berklar útbreiddir í hér- aðinu og til að bæta gráu ofan á svart era læknai- ekki hafnir yfir mútu- þægni enda flestir hverjir aðkomu- menn og geta innfæddir því ekki vænst mikillar þjónustu af þeiira hálfu. Allt þetta misrétti, fátækt og eymd hefur ýtt undii’ hatur innfæddra gagn- vart landnemunum og eitrað and- rúmsloftið í samfélaginu með þeim af- leiðingum að oft er stutt í ofbeldi. Ekki bætir úr skák að flestir land- nemanna era múslímar en 90% inn- fæddra Austur-Tímorbúa era kaþ- ólsk. Hið almenna vonleysi sem ríkfr- meðal innfæddra hefur einnig orðið til þess að enginn skortur er á meðlim- um í ólöglegum aðskilnaðarhreyfing- um Austur-Tímors en flestir meðlimir þessa hreyfinga era ungt fólk sem er fætt eftir 1975 og á engar minningar um innrásina. í sviðsljósið Þann 12 nóvember 1991 safnaðist fjöldi fólks saman í Dili, höfuðstað Áustui’-Tímor til að minnast fallins fé- laga er hafði verið drepinn af öryggis- sveitunum nokkra áður. Eftir nokkra stund dundi vélbyssuskothríð á mót- mælendunum frá hermönnum sem kallaðir höfðu verið til. Þegar upp var staðið lágu 300 í valnum. Ólíkt fyrri áþekkum atvikum gerðist þetta hins vegar í viðurvist vestrænna frétta- manna. Tveimm’ árum áðm’ höfðu stjómvöld í Indónesíu opnað héraðið á ný. Þetta atvik kallaði á víðtæka for- dæmingu á yfirgangi Indónesíustjóm- ar og var jafnvel talað um efnahags- þvinganir og vopnasölubann. Þó varð lítíð úr beinum aðgerðum og málið gleymdist fljótt. Olgan á Austur- Tímor hélt hins vegar áfram að magn- ast og Austur-Timorar náðu athygli umheimsins á ný er 29 tímorskir stúd- entar yfirtóku hluta af bandaríska sendii’áðinu í Djakarta á fyi-sta degi APEC fundar í nóvember 1994. í kjölfarið hóf stjómin í Djakarta viðræður við Portúgala um framtíð héraðsins, þar sem Portúgal er ennþá hið alþjóðlega viðurkennda stjómvald á Austur-Timor, þótt Portúgalar hafi ekki haft bein afskiptí af Austur- Tímor frá 1975. Þessar viðræður skil- uðu hins vegar litlu þar sem viljinn var ekki fyrir hendi af hálfu Indónesíu og málið ijaraði út þótt ýmsir aðilar innan stjómar Indónesíu væra famir að efast opinberlega um ágæti stefn- unnar gagnvart Austur-Tímor. Árið 1996 voru tveimur helstu leið- togum aðskilnaðarsinna á Austur- Tímor, þeim José Ramos-Horta fyrr- verandi utanríkisráðherra hinnar skammlifu Fretelin-stjómar og séra Carlos Belo biskup á Austur-Tímor, veitt friðarverðlaun Nóbels og komst héraðið enn einu^ sinni á forsíður heimspressunnar. I kjölfarið fóru þeir félagar í heimsreisu til að fræða um- heiminn um vandamál Austur-Tímors og vöktu þeir jafnan mikla athygli hvert sem þeir fóra. Vegurinn til sjálfstæðis Sú ákvörðun tælensku stjómarinn- ar að fella gengi gjaldmiðils síns sum- ai’ið 1997 hratt af stað efnahag- skreppu um gervafla Asíu sem átti eftir að hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir hinar nýríku þjóðir álfunnar. Hin ströngu efnahagslegu skilyrði sem Al- þjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (IMF) setti Indónesíustjóm leiddi til þess að verð á helstu nauðsynjavöram rauk upp úr öllu valdi sem leiddi til bylgju óeirða í landinu. Að lokum var ástand- ið orðið svo alvarlegt að Súhartó naut ekki lengur stuðnings hersins sem forseti og var hann neyddur til að segja af sér vorið 1998. í hans stað kom gamall vinur hans og vopnabróð- ir B.J. Habibie og óeirðaölduna lægði þótt ekki nyti hann mikils stuðnings meðal almennings, enda gamall með- limui’ Súhai’tó-klíkunnar sem notið hafði góðs af vinskap sínum við forset- ann í gegnum árin. Þó lýsti hann því yfir að haldnar yrðu kosningar sumar- ið 1999 og það var svo í janúar sl. að Habibie gerði Austur-Tímoram tilboð um sjálfstæði eða heimastjóm eftir því hvað íbúamir sjálfir mundu ákveða í kosningum. Það er erfitt að átta sig á hvað ligg- ur að baki þessari skyndilegu stefnu- breytingu hjá ráðamönnum í Djakarta. Verið gæti að Habibie sé að reyna að styrkja pólitíska stöðu sína fyrir kosningamar í sumar, þar sem þetta gæti aflað honum stuðnings bæði heima fyrir sem erlendis. Og ekki veitii’ af ef hann á að gera sér vonii’ um að vinna kosningamar. Vera má að með auknum niðurskm-ði vegna efnahagsástandsins geti her landsins hreinlega ekki staðið lengur undir þeim kostnaði sem hernaðaraðgerð- unum á Austur-Tímor fylgir og nemur um milljón bandaríkjadala á dag. Þá er einnig líklegt að sívaxandi ólga í héraðinu og þrýstingur að utan hafi gert Austur-Tímor að það stóru póli- tísku vandamáli að Indónesíustjóm telji einfaldast að reyna að losa sig við það og vona að í kjölfarið fari önnur þjóðarbrot í landinu ekki að gera sér of miklar hugmyndir um aðskilnað frá Indónesíu. Hveijar svo sem ástæðumar eru þá virðist Austur-Tímor vera á leið til sjálfstæðis en hvort það muni leiða af sér betri lífskjör og aukið öryggi fyrir íbúana getur tíminn einn leitt í ljós. Efnahagur landsins er í molum og átök á milli andstæðra fyfldnga færast í aukana dag frá degi. Flestum leið- togum aðskilnaðarsinna ber saman um að best væri að hersveitir á vegum Sameinuðu Þjóðanna dveldu í landinu þar til sá aragrúi af vopnum sem til staðar er hefur verið gerður upptæk- ur. Margir óttast hins vegar að Indónesíuher hafi nýlega verið að dæla vopnum til stuðningsmanna sinna á Austur-Tímor í þeim tilgangi að kynda undir átökum í héraðinu og réttlæta þannig nærvera sína í hérað- inu. Ef dæma má af reynslunni er lík- legt að sá ótti sé ekki ástæðulaus. Höfundur er stjómmálafræðmgur, búsvttur í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.