Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Slagurinn í 1. deildar keppninni í handknattleik hefst á ný í kvöld með sex leikjum Deildarmeistaratitill- inn til Aftureldingar? _ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson JON Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals í 1. deild karla. Skúli Gunnsteinsson telur að Valsmenn hafi eflaust nýtt hvfldina vel. „Ég er t.d. viss um að Jón Kristjánsson verður sterkur í næstu leikjum. Hann átti við meiðsl að stríða í síðustu leikjum og gat því ekki beitt sér sem skyldi.“ Fj. leikja U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig UMFA 19 6 2 1 238:210 8 0 2 268:248 506:458 30 STJARNAN 19 6 1 2 236:215 6 0 4 231:248 467:463 25 FRAM 19 6 0 3 247:216 5 0 5 251:252 498:468 22 KA 19 7 0 3 270:246 4 0 5 227:230 497:476 22 HAUKAR 19 7 0 3 274:250 2 2 5 239: 248 513:498 20 ÍBV 19 9 0 1 244:210 0 2 7 201:223 445:433 20 VALUR 19 4 1 4 210:191 5 0 5 222:224 432:415 19 ÍR 19 8 1 1 268:242 1 0 8 200:243 468:485 19 FH 19 4 1 4 223:208 3 1 6 232:251 455:459 16 HK 19 3 2 5 244:250 2 3 4 211: 227 455:477 15 GRÓTTA/KR 19 2 2 5 217:217 1 2 7 233:278 450:495 10 SELFOSS 19 4 1 5 249:257 0 1 8 197:248 446:505 10 Keppni í 1. deild karla hefst í kvöld á nýjan leik eftir nálega þriggja vikna hvfld. Sex leikir eru á dagskrá í kvöld og í Mosfellsbæ geta heimamenn í Aftureld- ingu tryggt sér deildar- meistaratitilinn. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við Skúla Gunnsteins- son, þjálfara Aftureld- ingar, og bað hann að spá í spilin. SKÚLI Gunnsteinsson tók við liði Aftureldingar fyrir síðustu leik- tíð. Þá vantaði Mosfellinga herslumuninn á að ná titlum, „gáfu allt of mikið eftir frá jólum,“ ejns og þjálfarinn orðar það sjálfur. I kjöl- fai'ið varð uppstökkun; níu fasta- menn hurfu á braut og aðrir komu í staðinn. Þrátt fyrir það hefur Skúla tekist að stilla saman strengi og koma saman álitlegu liði. Þetta sannaðist heldur betur á dögunum er Mosfellingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn - með öruggum sigri á FH í úr- slitaleik. Liðið hefur nú fimm stiga forystu á toppi 1. deiidar og aðeins þijár umferðir eftir. Það er þvi ljóst að Afturelding tryggir sér deildar- meistaratitil með sigri á KA í kvöld. Tími hefndarinnar Það er kaldhæðni örlaganna, að einmitt KA-menn náðu að stela þeim titli af Frömurum og Aftureldingu á lokasprettinum í fyrra og nú má því segja að tími hefndarinnar sé runnin upp. „Jú, það fer ekkert á milli mála að við ætlum okkur sigur í kvöld og þar með að hampa deildarmeistaratitlin- um. Við misstum naumlega af honum í fyrra, en erum nú reynslunni ríkari og ég held að okkur takist að sigra - en leikurinn verður efiaust mjög jafn,“ sagði Skúli í gær þegar Morg- unblaðið bað hann að spá í leiki kvöldsins. Skúli segir ljóst að ekki megi van- meta norðanmenn, þeir hafi verið á talsverðri siglingu áður en kom að hvíldinni. „KA-menn eru sterkir og búa að stórum aðdáendahópi hér fyr- ir sunnan. Eg á von á því að stuðn- ingsmenn okkai' séu ennþá kátir yfir bikarúrslitaleiknum og því ætti stemmningin í húsinu að geta orðið mjög góð.“ Hann segist þó ekki hræddur um að sínir menn séu mettir eftir bikar- leikinn. „Við viljum fá fleiri titla, það er ekki spurning. Við erum ekkert hættir, þessi titill er vel innan seil- ingar fyrir okkur og svo er það úr- slitakeppnin. Hún er sjálfstætt mót og þar getur allt gerst, en við eigum ekki verri möguleika en önnur lið.“ Skúli segir að allir séu heilir í sínu liði, en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, handarbrotnaði Hilm- ar Bjarnason, leikstjórnandi KA í vikunni og verður frá í fjórar til sex vikur. Spennandi í Garðabæ Stjarnan í Garðabæ hefur leikið vel á leiktíðinni undir stjóm Einars Einarssonar þjálfara. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar - hefur 25 stig, þremur stigum meira en Fram og KA sem koma þar á eftir. Stjaman fær IR í heimsókn og Skúli segir að það verði án efa spennandi leikur. „Leikir þessara liða á undanförnum ámm hafa oft verið ansi skrautlegir og IR-ingum hefur oft tekist að sigra í Garðabæn- um. Bæði lið hafa til mikils að vinna, ÍR þarf einhver stig til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni og Stjarnan er enn í baráttu við okkur á toppi deildarinnar. Eg hallast heldur að sigri minna gömlu félaga úr Garðabæ, þar em toppleikmenn í ölium stöðum og mun meiri breidd en hjá Breiðhyltingum. En það verður tæpt og úrslitin gætu ráðist á síðustu mínútunni." Sigfús aftur með Val Valsmenn taka á móti Haukum að Hiíðarenda og Skúli telur að Vals- menn hafi nýtt þriggja vikna hvíld- ina vel. „Ég er alveg klár á því. Vals- menn hafa ekki leikið allt of vel í vet- ur og ekki er spurning að þeir eiga nokkuð inni - eiga eftir að bæta sig. Þeir hafa eflaust nýtt hvíldina vel og ég er t.d. viss um að Jón Kristjáns- son verður sterkur í næstu leikjum. Hann átti við meiðsli að stríða í síðstu leikjum og gat því ekki beitt sér sem skyldi." Sigfús Sigurðsson, línumaður ís- lenska landsliðsins, er snúinn aftur á æskuslóðirnar á Hlíðarenda og verð- ur með í kvöld. „Ég á von á Vals- mönnum sterkum og koma Sigfúsar dregur auðvitað ekki úr því. Hins vegar er hefð fyrir mjög jöfnum viðureignum þessara liða á undan- fórnum árum og ég hallast raunar á að jafntefli verði úrslitin í þessum leik. Vinni annað hvort liðið, ræðst það af sigurmarki undii- lokin - ég er sannfærður um það.“ FH verður að vinna í Hafnarfirðinum taka heimamenn í FH á móti Selfyssingum og Skúli telur að um auðveldan sigur heima- manna verði að ræða. „Selfyssingar eru því sem næst fallnir niður í 2. deild og ég held að FH-ingar verði ofjarlar þeirra í þessum leik. Þeir töpuðu fyi-ir okkur í bikarúrslitunum á dögunum og nú er næsta takmark þeirra að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar þurfa þeir ekki aðeins að vinna sína leiki, heldur verða þeir einnig að treysta á úrslit í öðrum leikjum og því verða næstu leikir liðsins eflaust mjög spennandi.“ FH er í 9. sæti deildarinnar, en að- eins átta efstu liðin komast í úrslita- keppnina. I 7. og 8. sæti eru Valur og IR og Hafnfirðingar verða að sækja sæti til þeirra ætli þeir sér að kom- ast í úrslitakeppnina. Framarar vinna HK í íþróttahúsinu við Safamýri taka Framarar á móti HK úr Kópavogi. Hjá Fram snýst baráttan um að halda sér í hópi fjögurra efstu liða og fá þannig heimaleikjarétt í úrslita- keppninni, en barátta HK gengur fremur út á að forða sér endanlega frá falli. Liðið á haria litla möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Framarar vinna þennan leik ör- ugglega að mínu mati, enda er ekki mikil pressa á liðinu og ekki lengur möguleiki á deildarmeistaratitlinum. Þeir eru með sterkari leikmenn en HK og eflaust hefur Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, ein- hver ráð í pokahorninu til að stöðva kollega sinn í HK, Sigurð Sveinsson sem verið hefur helsta vopn liðsins í vetur,“ segir Skúli. Guðmundur Guðmundsson hefur nú tilkynnt að hann hætti með Fram eftir þessa leiktíð - hyggst taka við þýska íslendingaliðinu Bayer Dor- magen. „Þetta hefur varla mikil áhrif á leik liðsins," segir Skúli. Fellur Grótta/KR? Baráttuleikm' verður á Seltjarnar- nesinu er Grótta/KR fær ÍBV í heim- sókn. Fátt annað en fall blasir við heimaliðinu, en fjarlægur möguleiki ynnist með sigri í þessum leik. Eyja- menn verða þar eflaust erfið hindr- un, en þeir geta þó ekki stært sig af miklum árangri á útivelli í vetur - hafa ekki unnið einn einasta leik. „Ég hitti Einar Baldvin [Árnason, leikmann Gróttu/KR] á dögunum og hann sagðis að Grótta/KR ætlaði að vinna sína leiki og forða sér frá falli,“ segir Skúli. „Ég ætla því að spá heimamönnum sigri í þessum leik, þeir hafa allt að vinna og svo eru Eyjamennirnir ekki sterkir á útivelli eins og dæmin sanna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.