Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 18

Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 18
18 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Verk eftir Birgi Andrésson prýða félagsmálastofnun Bernar Prjónaðir fánar og ostur úr áli YFIRLITSMYND frá sýningu Ævintýraklúbbsins í Ráðhúsi Reykjavíkur. I ævintýra- ríkinu MY]\PLIST Ráðhús Reykjavíkur VATNSLITIR ÆVIN- Tf It VKH r.lil i: I\\ Til 7. mars. Opið frá kl. 8-19 alla virka daga, og frá kl. 12-18 um helgar. ÖLL upplifun og öll sköpun kem- ur innanfrá. Svo augljóst er það að við viljum stundum gleyma því að mikilvægi lista er ekki fólgið í því að skína í augum annarra heldur skína í eigin augum. Ef til vill þarf Ævin- týraklúbb þroskaheftra og fjölfatl- aðra til að koma okkur aftur í skiln- ing um þau hógværu sannindi. Þegar meistarinn sagði okkur að elska náungann eins sjálf okkur meinti hann einnig að án sjálfsvirð- ingar ættum við bágt með að virða aðra. Mesti friðarboðskapurinn og besta friðarvömin virðist þar af leiðandi vera sú starfsemi sem hjálpar okkur jarðarbörnum til að öðlast sjálfsvirðingu, því án hennar er allt í hers höndum, í stóru og smáu. í hverri viku sé ég lítinn kunn- ingja minn slást við það eitt að halda jafnvægi. I hvert sinn sem hann hefur erindi sem erfiði skríkir hann af kátínu. Árangur hans, þótt afar hægt fari, er mér meira vL-ði en öll metasúpan sem hann Bjarni okkar Fel lætur flakka í lok út- varpsfrétta, og er ég þó ekki annað en hlutlaus áhorfandi að baráttu litla mannsins við sín eigin óstýri- látu taugaboð. Það er eins og mig gruni að endist mér aldur eigi ég einnig eftir að skríkja af kátínu þeg- ar mér tekst eitthvað, lúnum og langfömum, sem ég hélt að væri mér ofviða. Og ég veit að þá, sam- stundis, mun ég enn verða sáttur við guð og menn. Það er þetta sem ég held að geri sýningu Ævintýraklúbbsins að merkustu listsýningu bæjarins og er þó ýmislegt áhugavert og spenn- andi í gangi. Um leið og maður flett- ir öðra tölublaði Ævintýraklúbbsins á þessu ári og virðir fyrir sér skelli- hlæjandi meðlimi hans nýtur maður þess dásamlega árangurs sem þeir hafa náð í baráttunni við fötlun sína. Hún blasir við manni á veggjum Ráðhússsalarins í allri sinni ævin- týralegu litadýrð. Halldór Björn Runólfsson PRJÓNAÐIR fánar og krosssaums- verk eftir Birgi Andrésson myndlist- annann prýða nú nýstandsetta fé- lagsmálastofnun svissnesku höfuð- borgarinnar Bern. Stofnunin er til húsa í gamalli byggingu frá síðustu aldamótum sem nýlega var tekin í gegn, allt rifið innan úr henni og inn- réttað upp á nýtt. Birgir hefur haldið allnokkrar sýn- ingar í Bem og er kunnugur lista- fólki í borginni. I framhaldi af sýn- ingu sem hann hélt þar fyrir um þremur árum var hann kallaður til og spurður hvort hann hefði áhuga á að vinna að verki fyrir byggingu sem átti að endurhanna. Og hann fúlsaði ekki við því. „Eg kom með tillögur að skreytingu, sem ég vann í nánu sam- bandi við arkitektinn sem hafði um- sjón með endurhönnuninni. Ég setti upp möppu með hugmyndum og fór svo til Bemar á fund með borgaryfir- völdum og þeim sem sáu um verkið og þau samþykktu það sem ég kom með,“ segir hann. Tilvísanir í ostagerð og álframleiðslu Verk Birgis era á öllum fimm hæðum hússins. Þegar komið er inn í anddyrið blasa við tveir stórir fánar, sem konur úr Handprjónasambandi íslands prjónuðu fyrir hann. „Þeir era eins og fljótandi á veggnum, standa ekki beint út úr honum, held- ur liggja honum samhliða og skaga pínulítið út. Og í staðinn fyrir hnúð- inn á endanum á fánastönginni hef ég sett eins og sneið úr osti gerða úr áli,“ segir Birgir og vísar þar bæði til hinnar þekktu ostagerðarhefðar Svisslendinga og þess hvemig Is- lendingar tengjast Svisslendingun- um í gegnum álframleiðslu. Inni í stóra fundarherbergi era einnig tveir fánar en allir eru fánarnir prýddir táknum hinna ýmsu þorpa innan Bernarkantónunnar. „Bern er mikil fánaborg. Ef maður gengur t.d. eftir verslunargötunum, þá sér mað- ur fána um allt,“ segir Birgir, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann vinnur með fána ásamt prjónakon- um. „Hluti af því sem ég sýndi á LISTAMAÐURINN leitaði í smiðju Hand- pijónasambands Islands við gerð pijón- uðu fánanna sem nú eru komnir upp á veggi félagsmálastofnunarinnar í Bern. í stað hnúðs á enda fánastanganna hefur hann sett ostsneið úr áli. Kynningarfundur um 5. rammaáætlun ESB um Upplýsingatæknisamfélagið Dagskrá 08:15-09:15 Upplýsingatæknisamfélagið; kynning á þemaáætlun Ebba Þóra Hvannberg, Kerfisverkfræðistofu H.Í., Snæbjörn Kristjánsson, Rannsóknarráði íslands 09:15-10:00 Umsóknartækni - að finna sér stað Heiðar Jón Hannesson, Viki ehf - EUROMAP 10:00-10:15 Kaffihlé 10:15-11:30 Vinnuhópar - Hvar eiga verkefnishugmyndir heima í Upplýsingatækniáætluninni Snæbjörn Kristjánsson, Rannsóknarráði íslands 11:30-12:00 Niðurstöður úr vinnuhópum Kynningarfundurinn er ætlaður þeim sem hyggjast sækja um í IST áætlun ESB, (Information Society Technologies, IST). Bæði þeim sem hafa reynslu af rammaáætlunum ESB en þó ekki síður þeim sem eru að koma að umsóknum í fyrsta sinn. í vinnuhópunum gefst þátttakendum færi á að vinna að tilbúnum drögum að verkefnum. Nánari upplýsingar um IST áætlunina eru á http://www.cordis.lu/isV Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í síma 5621320 eða með email: rannis@rannis.is i txHEEHnet) í ÞESSUM ramma geta skjólstæðingar félagsmálastofnunarinnar í Bern séð að þeir eru staddir á þriðju hæð hússins. Utsaumaðar axir og naut og Emmenthaler gerður úr beyki. Feneyjabíennalnum 1995 var einmitt fánaborgir. Stelpurnar hjá Hand- prjónasambandinu hjálp- uðu mér að prjóna stóra og mikla krossfána sem voru svipaðir íslenska fán- anum, þannig að ég kallaði það verk „Islenskir fán- ar“,“ segir hann. Mannlýsingar úr göml- um lögregluskýrslum „Björninn er tákn Bemar, og í Bemar- kantónu allri er gífurlega mikið af táknum og merkj- um, eitt fýrir hvert þorp. Ég valdi úr þessum merkjum það sem mér þótti skemmtilegt og lét prjóna þessi merki í fána,“ segir Birgir. Fimm verk, einnig byggð á táknum Bernarkantónu, era hvert á sinni hæð byggingarinn- ar, eins og leiðarvísar sem segja til um á hvaða hæð maður er staddur. Táknin era t.d. björn, naut, axir og stjörnur, öll unnin samkvæmt ís- lenskri krosssaumshefð. Það voru þrjár íslenskar hagleikskonur sem saumuðu myndirnar út fyrir hann. „Þetta er í nokkuð djúpum römmum sem era í formi eins og gömlu Heklufrímerkin, sem margir muna eftir. Flöturinn er þrískiptur, með Heklu sem aðalmynd, í vinstra horn- inu er lítill ferningur, þar sem stend- ur 25 aurar eða króna eða hvað það nú var, og að neðan eftir endilöngu er svo borði þar sem stendur ísland. Ég nota þetta form, nema hvað að krosssaumuð táknin eru þar sem Heklumyndin var á frímerkinu, þar sem stóð 25 aurar má lesa á hvaða hæð maður er staddur og þar sem stóð Island á frímerkinu stendur út úr rammanum stór sundurskorinn Emmenthaler-ostur gerður úr beyki. Þetta fer upp alla bygginguna, allar fimm hæðirnar og efst uppi er út; saumaður hani,“ segir Birgir. I þremur þessara ramma er aðal- myndin útsaumuð en á tveimur þeirra er texti með mannlýsingum, eins konar portrettum. Annað þeirra lýsir konu og hitt karimanni, og eru lýsingarnar teknar upp úr lögreglu- skýrslum frá síðustu öld af eftirlýstu fólki frá Bern. Þess háttar mannlýs- ingar era heldur ekki ný bóla hjá Birgi en á sýningu á norrænni sam- tímamálaralist, sem nýlokið er í Listasafni Islands, mátti t.d. sjá verk eftir hann í þeim stíl. Lokið var við að setja verkin upp í nýuppgerðri byggingunni í janúar. Sjálfur hafði Birgir ekki tök á að fylgja þeim til Bernar en arkitektinn og fólk sem Birgir þekkir þar í borg sáu um að setja þau upp eftir ná- kvæmum teikningum listamannsins. RAnilUIS Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.