Morgunblaðið - 28.02.1999, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 33
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VARNARSTORF OG
FRIÐARGÆZLA
STARFSHOPUR, sem Hall-
dór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, setti á laggirnar inn-
an utanríkisráðuneytisins, hef-
ur mótað tillögur um, að Is-
lendingar axli meiri ábyrgð í
öryggis- og varnarmálum.
Ennfremur er lagt til, að þátt-
taka landsins í alþjóðlegum
friðargæzlustörfum verði
reglubundinn liður í starfsemi
ríkisins. Halldór Ásgrímsson
kynnti Alþingi þessar tillögur í
skýrslu sinni um utanríkismál.
Verkefnin, sem starfshópur-
inn bendir á að Islendingar
geti tekið að sér í vörnum
landsins, eru á sviði löggæzlu,
vörn gegn hryðjuverkum, al-
mannavörnum, björgunarstörf-
um, æfíngum og eftirliti á haf-
inu í kringum landið. Þá verði
friðargæzlustörf á alþjóðavett-
vangi samhæfð á vegum utan-
ríkisráðuneytisins og fastur
liður í starfí íslenzka ríkisins
að öryggismálum.
Allt eru þetta verðug verk-
efni og kominn er tími til að
vinna skipulega að því að
hrinda þeim í framkvæmd. Til-
lögur starfshópsins eru eðlilegt
framhald af því verki, sem þeg-
ar er hafíð. Augljóst er, að Is-
lendingar muni leggja meira af
mörkum í friðargæzlu á alþjóð-
legum vettvangi á næstu árum
og því nauðsynlegt að móta
ramma um skipulag þeirra
starfa í stjórnsýslunni.
Eftir lok kalda stríðsins var
augljóst, að Bandaríkjamenn
myndu draga verulega úr um-
svifum í herstöðvum sínum er-
lendis eða loka þeim alveg.
Þeir hafa minnkað umsvifín í
Keflavík og lagt áherzlu á að
draga úr kostnaði við rekstur
varnarstöðvarinnar, __ m.a. með
aukinni þátttöku Islendinga.
Halldór Ásgrímsson vék að
þessu í ræðu sinni á Alþingi
fyrir helgi, þegar hann fylgdi
skýrslu sinni úr hlaði. Hann
sagði m.a.:
„Islensk og bandarísk stjórn-
völd eru einhuga um að halda
varnarsamstarfí undanfarinna
áratuga áfram og verður það
staðfest með nýrri bókun árið
2001. Vel hefur tekist til við
framkvæmd síðustu bókunar
frá 1996. Varnarviðbúnaður hér
er fullnægjandi að mati ís-
lenskra stjórnvalda miðað við
núverandi aðstæður. Umtals-
verður árangur hefur náðst í að
lækka kostnað, en eins og áður
hefur komið fram hefur fyrir-
komulagi verklegra fram-
kvæmda á varnarsvæðunum
verið breytt til nútímalegri við-
skiptahátta. Framkvæmdir,
sem kostaðar eru af Mann-
virkjasjóði Atlantshafsbanda-
lagsins, eru nú boðnar út og
þær framkvæmdir, sem kostað-
ar eru af Bandaríkjastjórn,
verða boðnar út í áföngum.
Verður eitt verk boðið út til
reynslu á þessu ári, en verktak-
an verður að fullu gefin frjáls í
janúar 2004. Jafnframt eru
þjónustuviðskipti nú boðin út af
Varnarliðinu að undangengnu
forvali utanríkisráðuneytisins.“
Utanríkisráðherra sagði, að
ákvörðun ríkisstjórnarinnar sl.
haust um, að stefnt skuli að
framboði til Öryggisráðs SÞ
marki tímamót í alþjóðasam-
starfi íslendinga. Hún sýni
vilja til að axla ábyrgð til jafns
við aðrar þjóðir við að leysa
mörg viðkvæmustu vandamál
samtíðarinnar. Hann sagði í
þessu sambandi:
„Um langan aldur hafa Is-
lendingar greitt framlög til
friðargæslu SÞ á óróasvæðum
víða um heim. Nú tökum við
virkan þátt í friðargæsluverk-
efninu í fyrrverandi Jú-
góslavíu, þar sem þrír íslenskir
lögregluþjónar starfa að stað-
aldri í hinum alþjóðlegu lög-
reglusveitum. íslendingar hafa
undanfarin ár verið þar með
heilsugæslusveit, fyrst á veg-
um SÞ og síðan Átlantshafs-
bandalagsins. Öflug friðar-
gæsla á vegum hins alþjóðlega
samfélags getur haft úrslitaá-
hrif við að finna lausn á við-
kvæmum deilum. Þetta sést
glöggt í Kosovo þar sem
óbreyttir borgarar hafa orðið
skotmörk stríðandi fylkinga.
Reynslan af friðargæslunni
hefur fært okkur heim sanninn
um mikilvægi náins samstarfs
við svæðasamtök eins og Atl-
antshafsbandalagið, Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu,
Samtök Ameríkuríkja og ýmis
svæðasamtök í Afríku. Slíkt
samstarf er sérstaklega mikil-
vægt í þeirri friðaruppbygg-
ingu sem þarf að eiga sér stað
þegar átökum linnir, uppbygg-
ingu lýðræðislegra stofnana,
framkvæmd heiðarlegra kosn-
inga og varðveislu réttinda
minnihlutahópa. Vernd mann-
réttinda allra þjóðfélagshópa
er grundvallaratriði í að
tryggja frið og öryggi í heimin-
um.“
Skýrsla utanríkisráðherra
sýnir, að hlutverk íslenzku ut-
anríkisþjónustunnar verður sí-
fellt umfangsmeira og fjöl-
breyttara. Samskipti þjóða eru
miklu víðtækari og nánari en
fyrr og það kallar á breyttar
áherzlur. Stefnan, sem Halldór
Ásgrímsson hefur markað ut-
anríkisþjónustunni, er í takt
við tímann og hefur hann hald-
ið þar vel á málum.
9.
samanburðar-
fræðunum væri Kári í
dulargervi Gizurar
Þorvaldssonar því að
þeir sluppu báðir úr
brennunni og skjóta
brennumönnum skelk í bringu, áður
en þeir hverfa írá brunarústunum að
illvii-kinu loknu. Og Gizur jafnar svo
um brennumenn með svipuðum
hætti og Kári og hefndi sín grimmi-
lega. Samt hefur engum dottið í hug
að Gizur jarl sé lykillinn að Kára Söl-
mundarsyni, en áhrif Islendinga
sögu Sturlu á Njálu leyna sér ekki,
þótt þau séu ekki alls staðar jafn
augljós og í brennukaflanum.
HELGI
spjaU
11.
-| A Eftirminnilegustu áhrif
lUt samtímans á efni Njáls
sögu eru atburðirnir kringum
Flugumýrarbrennu 1253. Þar er
samræmi á milli svo mikið að öllum
er augljóst. Engum hefur þó enn
dottið í hug að Njóls saga fjalli um
Hrafn Oddsson, Gizur Þorvaldsson
eða Sturlu Þórðarson og ættfólk
þeirra, né Eyjólf Þorsteinsson. Þó
hefur samfélagið fléttazt inní frá-
sögnina, enda harla sennilegt að í
svo mikilli sögu um fornöldina sé
einhver hliðsjón höfð af umhverfinu
og þeim persónum sem setja svip
sinn á það. Þannig gengur Oddur
Þórarinsson einsog honum er lýst í
Islendinga sögu aftur í Gunnari á
Hlíðarenda, svo að þessi mannlýsing
hefur öðru fremur þótt áhrifamikið
efni í kjarnmiklar sögupersónur. St-
urla Þórðarson var ekkert blávatn,
þegar hann festi atburði líðandi
stundar á bókfell og lagði línur um
mannlýsingar í verkum sínum.
Njáls sögu er
Ingjaldur á Keldum
augsýnilega í ein-
hverju dulargervi
Hrafns Oddssonar en
einungis einsog þeim
er lýst fyrir brennurnar. Aðstaða
þehra er e.k. sjálfhelda. Ingjaldur
er í liði Flosa, en snýst hugur. En
hann kemur þeim skilaboðum til
Njáls og þeh-ra frænda, að þeir
skuli vera varir um sig. Hrafn fékk
pata af því að Eyjólfur Þorsteinsson
og menn hans hygðust drepa Gizur
og fólk hans eða brenna inni eftir
brúðkaup þeirra Ingibjargar St-
urludóttur Þórðarsonar og Halls
Gizurarsonar og minnir á vitneskju
Ingjalds. Hrafn er í vanda staddur,
ekki sízt eftir að Gizur hefur ávarp-
að þá Sturlu í brúðkaupinu að
Flugumýri og innsiglað sættir
þeirra „með mágsemd þeiri er til er
hugað“. Gizur gefur Hrafni stóð-
hross að skilnaði, en hann varar
Gizur við og „bað hann gæta sín
vel“.
Meira geta þeir ekki sagt, Gizur
og Ingjaldur, án þess gegna hlut-
verki svikarans.
-J Q Menn skyldu þó varast að
löi leggja of mikið upp úr ótelj-
andi víxláhrifum fornra rita og lesa
hlutverk lykilpersóna útúr þessum
ritstýrða skáldskap. Sögumar hafa
einfaldlega áhrif hver á aðra og nær-
ast á margvíslegum atbui-ðum og
ýmsum persónum í umhverfl höfund-
anna sem ausa af sama brunni og
skrifa útúr sama tíðaranda.
En alltaf skal Sturla Þórðarson
koma við sögu með einhverjum hætti.
Framhjá þeirri staðreynd verður ekki-
gengið. Víða eru áhrif hans augljós -
og þá ekki sízt í Brennu-Njáls sögu
þar sem honum bregður fyrir ljóslif-
andi hvað eftir annað sem höfundi
annarra ritverka. Njála er safngler
reynslu hans, menntunar og viðhorfa.
Hún er sprottin úr umhverfi hans.
Hún ber ritsnilld ljóðskáldsins órækt
vitni, en minnir ekki síður á sagn-
fræðirit hans.
12. Lögð er áherzla á æsku
Ingibjargar í Sturlungu og
minnir á orð Bergþóru: „Eg var ung
gefin Njáli...“ Gróa, kona Gizurar,
segir við Ingibjörgu í brennunni, „að
eitt skyldi yfir þær ganga báðar“.
Bergþóra bætir við fyrrnefnd um-
mæli sín: „... að eitt skyldi ganga yfir
okkur bæði.“
Svo líkar setningar eru engin til-
viljun.
| i Ég hef sýnt fram á annars
staðar, hvernig Gunnlaugur
ormstunga er teiknaður eftir lýsingu
Sturlu Þórðarsonar á Þorvaldssonum
án þess mér detti í hug að halda því
fram að sagan fjalli að einhveiju leyti
um þá. En það sýnir áhrif Stui-lu á
persónusköpun í íslendinga sögum.
Nú bætist Hrafnkatla við(!) Og enn
sú ábending Hermanns Pálssonar að
lýsing Þorkels Þjóstarssonar, eða
Þorkels lepps, sæki fyrirmynd sína í
Islendinga sögu Sturlu. Hann var í
„laufgrænum kyrtli", en Oddur Þór-
arinsson var einnig í grænum kyrtli
þegar hann féll í Geldingarholti:
„Oddur hljóp út úr dyrunum. Hann
hafði sverð og skjöld og stálhúfu.
Hann vai' í grænum kyrtli.“
M.
KOSOVO-DEILAN
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 27. febrúar
IÐBROGÐ STJORN-
valda I Rússlandi við
áfangasamkomulagi því
sem náðist í vikunni um
frið í Kosovo eru upp-
lýsandi fyrir ýmsai- sakir.
Talsmenn ráðamanna í
Kreml sögðu niðurstöð-
una vera sigur fyrir rússneska ráðsnilld og
áttu þá við að tekist hefði að afstýra því að
Atlantshafsbandalagið (NATO) stæði við þá
hótun sína að gera loftárásir á sveitir Serba í
héraðinu umdeilda til að þvinga þá að samn-
ingaborðinu. Fréttaskýrendur ýmsh- hafa
raunar tekið efnislega undir þessa skoðun og
sagt að Slobodan Milosevic, forseta Jú-
góslavíu, hafi tekist að draga vigtennurnar úr
NATO með því að fá friðarviðræðunum í
Frakklandi frestað fram til 15. mars.
Rússar hafa ásamt vesturveldunum reynt
að miðla málum í deilunni um framtíð Kosovo
sem er hérað í Serbíu en að mestu byggt fólki
af albönskum uppruna. Kosovo-Albanir kröfð-
ust þess í fyrstu að héraðinu yrði á ný tryggð
sjálfstjórn en þeirri stöðu breytti Milosevic
forseti á sínum tíma með tilskipun. Eindregn-
ustu þjóðemissinnarnir í Kosovo eru hins veg-
ar teknir að ki-efjast þess að samið verði um
þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð héraðsins í
friðarviðræðunum í Frakklandi. Takmarkið er
að Kosovo verði tryggt sjálfstæði sem síðan
gæti aftur orðið til þess að myndað yrði nýtt
ríkjasamband með Álbaníu.
Krafan um sjálfstæði hefur fram til þessa
að mestu verið hundsuð á Vesturlöndum.
Kosovo-Albanir hafa hins vegar haldið mál-
stað sínum fram af mikilli festu og hafa þeg-
ar náð umtalsverðum árangri í krafti hennar
líkt og áfangasamkomulagið er til marks um.
Vitað er þó að ágreiningur er í röðum Al-
bana um hvort halda beri þessari stefnu
fram og hvort gera beri þjóðaratkvæða-
greiðsluna að skilyrði fyi-ir friðarsamkomu-
lagi við Serba. Náist ekki sátt um þetta at-
riði á meðal Albana í Kosovo er mikil hætta
á ferðum. Auðveldlega má ímynda sér að í
héraðinu skapist það ástand að þar fari um
herflokkar með mismunandi pólitísk mark-
mið að leiðarljósi.
Framtíð Kosovo er án efa eitt erfiðasta
deiluefni sem skapast hefur í Evrópu á síðari
árum. Þessi hluti álfunnar er sérlega eldfimur
og ljóst að sá ofurviðkvæmi stöðugleiki sem þó
hefur tekist að skapa þar kann að verða að
engu takist ekki að afstýra því að vopnin verði
áfram látin tala.
Skilyi-ði þess að það megi takast liggja á
hinn bóginn fyrir. Albanir þurfa að fallast á þá
pólitísku málamiðlun sem sátt náðist um í við-
ræðunum í Frakklandi. Serbar þurfa á hinn
bóginn að beygja sig fyrir vilja vesturveld-
anna og heimila að friðargæslusveitum verði
gert kleift að taka sér stöðu í Kosovo. Að öðr-
um kosti mun NATO beita loftárásum í því
skyni að þvinga þá til eftirgjafar.
Næstu þrjár vikurnar kunna því að skipta
sköpum í þessu eldfima deilumáli og reynslan
kennir að hófleg bjartsýni er ráðleg í þessu
efni. Milosevic Júgóslavíuforseti hefur sýnt
að þar fer sérlega kænn og ósvífinn stjórn-
málamaður og fulljrða má að hann mun ekki
beygja sig fyrr en hann telur það með öllu
óhjákvæmilegt. Þjóðernishyggjan er það
vopn sem hann treystir á til að tryggja völd
sín enda er hún sérlega djúpstæð í Serbíu. í
því ljósi er vandséð að Júgóslavíuforseti
heimili erlendum liðsafla að halda uppi friðar-
gæslu innan landamæra Serbíu. Milosevic
mun vafalítið á næstu vikum horfa til austurs
og vonast efth- stuðningi frá stjórnvöldum í
Rússlandi.
FUGLALIF við höfnina.
Morgunblaðið/ Haraldur Þór
Umbætur Og ^fur reynst Rússum
..... akaflega erað. Likt
ertlFgJOl 0g alkunna er eiga
þeir allt sitt undir
efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum og þurfa
því að sigla milli skers og báru. Rússar telja
sig standa í sérstöku sambandi við Serba sök-
um sameiginlegrar trúar og skyldra tungu-
mála. Því hefur oft verið haldið fram að friður-
inn verði tæpast tryggður í Kosovo án af-
skipta Rússa og engin ástæða er til að draga
það í efa.
Það er í þessu ljósi sem viðbrögð rúss-
neskra ráðamanna, sem vikið var að í upp-
hafi, hljóta að vekja sérstaka athygli. Ætla
verður að stjórnvöld í Rússlandi leiti nú leiða
til að treysta stöðu sína gagnvart Vestur-
löndum í krafti Kosovo-deilunnar. Sú her-
fræði ætti á hinn bóginn ekki að koma á
óvart þegar horft er til þeirra breytinga sem
orðið hafa á samskiptum Rússa og aðildar-
ríkja NATO, einkum Bandaríkjanna, á síð-
ustu mánuðum.
Fyrstu árin eftir lok kalda stríðsins ein-
kenndust af eftirgjöf Rússa í velflestum mál-
um gagnvart Vesturlöndum. Sá mikli sam-
starfsvilji sem rússnesk stjórnvöld sýndu var
ekki einungis til marks um veika samnings-
stöðu þeirra heldur töldu þeir menn sem þá
réðu ferðinni í Rússlandi að landsmönnum
væri fyi-ir bestu að fylgja vestrænum fyrir-
myndum í flestum efnum.
Þetta átti eftir að breytast. Umbótasinn-
arnir svonefndu reyndust vera raunveruleg-
ir byltingarmenn sem hugðust leiða slíkar
grundvallarbreytingar yfir þjóðina á
skömmum tíma að leitun er að viðlíka á síð-
ari árum. Umbótaáætlanir þeirra fóru flest-
ar út um þúfur og einkavæðing ríkisfyrir-
tækja reyndist síðasti naglinn í líkkistu þess-
arar stefnu enda fól hún trúlega í sér um-
fangsmesta stuld á þjóðarauði sem sögur
fara af.
Á sama tíma fór skriðþungi Borís Jeltsíns
forseta ört minnkandi vegna heilsubrests.
Forsetinn var endurkjörinn árið 1996 með
stuðningi rússneskra milljarðamæringa, sem
þannig tryggðu yfirþyrmandi áhrif sín í rúss-
nesku samfélagi. Frá því þetta gerðist hefur
forsetinn að mestu verið óvirkur og ljóst virð-
ist að tími hans er liðinn í rússneskum stjórn-
málum. Nýir menn hafa í raun tekið við þótt
Jeltsín reyni á stundum að sýnast við stjórn-
völinn.
Nýju mennimh’ fylgja annarri stefnu gagn-
vart Vesturlöndum og NATO. Hún einkennist
af mun rneiri viðspymu en áður þótti við hæfi
og viðleitni til að endurreisa sjálfstraust
Rússa í samskiptum þeh-ra við ríkin í vestri.
Fögnuðurinn yfh- sigri hinna rússnesku sjón-
armiða í áfangasamkomulaginu í Kosovo-deil-
unni er sönnun þess.
Stækkun
NATO
DÆMIN ERU
fleiri. Rússar
hafa af vaxandi þunga
mótmælt þeirri
stækkun til austurs
sem nú hefur verið ákveðin á vettvangi Atl-
antshafsbandalagsins. Stækkun NATO verður
foi-mlega staðfest á leiðtogafundi bandalags-
ins sem fram fer í Washington í aprílmánuði.
Af hálfu NATO liggur fyi-ii' að vilji er fyrir
frekari stækkun bandalagsins, dyrnar standi
opnar líkt og Javier Solana, framkvæmda-
stjóri þess hefur sagt. Eystrasaltsríkin þrjú,
Eistland, Lettland og Litháen, hafa ákaft
þrýst á um að þeim verði boðin aðild að sam-
tökunum. NATO-ríkin hafa fyrir sitt leyti sagt
að ekki komi til greina að veita Rússum neit-
unarvald í þessu efni.
íslendingar hljóta að fylgjast grannt með
yfirlýsingum rússneskra stjórnvalda hvað
stækkun NATO varðar. íslensk stjórnvöld
hafa lýst yfir stuðningi við sjónarmið Eystra-
saltsríkjanna með þeim rökum að ósk þeirra
um aðild hljóti að teljast með öllu réttmæt þar
eð hér ræði um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Gera má ráð fyrir að þunginn í málflutningi
Rússa fari heldur vaxandi en hitt eftir að
stækkun NATO verður formlega orðin að
veruleika nú í vor. Þá mun athyglin óhjá-
kvæmilega beinast að Eystrasaltsríkjunum
þremur. Ljóst má vera að hér ræðir um sér-
lega viðkvæmt deiluefni, sem setja mun mark
sitt á samskipti Rússa og NATO-ríkja á næstu
árum.
Þær áherslubreytingar í afstöðu Rússa sem
hér hefur verið fjallað stuttlega um eni til
vitnis um að nýir menn eru komnir til valda
innan Kremlarmúra. Þai' fer fremstur í flokki
Jevgenij Prímakov, núverandi forsætisráð-
herra, en hann hafði áður utanríkismálin á
sinni könnu og tók að móta áherslurnar nýju
þar.
Prímakov er um margt sérlega athyglis-
verður stjórnmálamaður. Hann komst fyrst í
heimsfréttirnar er hann fór sem sérlegur full-
trúi Míkhafls S. Gorbatsjovs, þáverandi sov-
étleiðtoga, til írak skömmu áður en
Persaflóastríðið skall á. Prímakov fór þangað
sem sérfræðingur í málefnum þessa heims-
hluta til að reyna að telja Saddam Hussein
íraksforseta á að kalla til baka innrásarlið
sitt frá Kúveit. Frá því Prímakov komst til
valda hafa Rússar reynt að tryggja sér stöðu
sáttasemjara í deilum vesturveldanna og
íraka enda eiga þeir mikilla hagsmuna að
gæta þar í landi þar sem Irakar skulda þeim
miklar fjárupphæðir.
Rússneski forsætisráðherrann hlaut hins
vegai’ upphafningu sína innan sovésku leyni-
þjónustunnar, KGB. Sú reynsla mótar sýnilega
framgöngu hans að miklu leyti. Hann telur
gi’einilega að Rússar hafi gerst sekir um undir-
lægjuhátt gagnvart Vesturlöndum eftir lok
kalda stríðsins. Hann er þó fyrst og fremst hag-
sýnn og sýnist ekki vera mikill hugsjónamaður.
Þegai’ horft er til þeirra manna sem ráðið hafa
mestu í Rússlandi á undanliðnum ái-um hefur
Prímakov sýnt einna gleggstu tilburðina til að
móta skýra stefnu og framfylgja henni.
Völdin
treyst
VEIKINDIJELTSINS
forseta hafa gert að
verkum að Prímakov
er nú í raun valda-
mestur rússneskra
stjórnmálamanna. Hann hefur sýnt umtals-
verða kænsku í þeirri viðvarandi valdabaráttu
sem einkennir rússnesk stjórnmál og hefur nú
komið fyrrum samstarfsmönnum sínum innan
KGB í ýmsar áhrifastöður í stjórnkerfinu.
Hann hefur treyst völd sín án þeirra flugelda-
sýninga sem einkennt hafa stjórnai’hætti Bor-
ís Jeltsíns.
Margir telja að Prímakov sé einna iíklegast-
ur til að fylgja í fótspor Jeltsíns og verða næsti
forseti Rússlands. Sjálfur hefui- hann varast að
láta frá sér fara ummæli í þá veru og taka ber
fram að hann er 69 ára að aldri sem telst allhár
aldur í Rússlandi þótt hið sama gildi ekki um
vestræn ríki. Til lengri tíma litið kann að vera
við hæfi að beina athyglinni að öðrum öflugum
stjómmálamönnum sem nú láta til sín taka í
Rússlandi. Prímakov er á hinn bóginn maður-
inn sem Vesturlönd þurfa að eiga samskipti við
um fyrh’sjáanlega framtíð og ekki er útlit fyrir
að viðfangsefnin muni skorta.
Rússlandi hefur verið líkt við ráðgátu sem
falin sé inni í leyndarmáli. Þessi gamla lýsing
sýnist enn eiga við í mörgum efnum. Gríðarleg
umbrot hafa einkennt þetta fjölmenna og
merkilega ríki á undanliðnum ái’um og jafnan
er erfitt að glöggva sig á stjórnmálaástandinu
og -þróuninni þar. Glöggur skilningur á menn-
ingu og sögu Rússa hefur sjaldan verið mikil-
vægari á vettvangi alþjóðastjórnmála en
einmitt nú. Að þessu hljóta öll þau ríki sem
samkipti eiga við Rússa að huga af auknum
krafti á næstunni.
Friður og stöðugleiki í Evrópu verður ekki
tryggður án virkrar þátttöku Rússa. Óráðlegt
er að ýta undir þá einangrunarhyggju sem
þar hefur löngum átt fylgi að fagna og getið
hefur af sér átök og togstreitu í þessu mikla
ríki. Jafnframt er ljóst að Vesturlönd og aðild-
airíki Atlantshafsbandalagsins geta ekki hvik-
að frá þeirri yfmlýstu stefnu að Rússum verði
ekki veitt neitunarvald í málefnum hinna ný-
frjálsu ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Meðal-
vegurinn verður því vandrataður og mun
krefjast mikillai’ stjórnvisku og innsæis eins
og svo oft áður í samskiptum við Rússland.
Þegar horft er fram á við virðist þvi tilefni
til að ætla að samskiptin við Rússland verði
efst á verkaefnalista Vesturlanda um fyrirsjá-
anlega fi’amtíð. Stöðugleiki þar eystra er ein
af frumforsendum þess að ríki Vestur-Evrópu
fái áfram notið friðar og hagsældar og að ríkin
í austanverðri álfunni geti gert sér vonir um
að bætast í þann hóp.
Friður og stöðug-
leiki í Evrópu
verður ekki
tryggður án
virkrar Jiátttöku
Rússa. Oráðlegt
er að ýta undir þá
einangrunar-
hyggju sem þar
hefur löngum átt
fylgi að fagna og
getið hefur af sér
átök og togstreitu
í þessu mikla ríki.
+